Morgunblaðið - 25.08.1996, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 25.08.1996, Qupperneq 1
120 SÍÐUR B/C/D/E STOFNAÐ 1913 SUNNUDAGUR 25. AGUST 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Morgunblaðið/Golli Taðan tuggin að Búðum á Snæfelssnesi Rússar hefja brottflutning heija sinna frá Grosní og S-Tsjetsjníu Sameiginlegar friðar- gæzlusveitir settar upp 192. TBL. 84. ÁRG. Klæðilegar tölvur BANDARÍSKIR vísindamenn hafa hannað tölvu sem er það lítil að hægt er að gleypa hana eða fela í klæðn- aði, án þess að fólk verði vart við hana. Tölvan var kynnt á ráðstefnu í Se- attle, sem Boeing-fiugvélaverksmiðj- urnar stóðu fyrir, og á hún að mæla líkamshita hermanna í orrustu eða við æfingar. Bandaríkjafioti er nú að hanna sérstakar síðar nærbuxur, sem tölvu verður komið fyrir í, sem veitt getur sjúkraliðum upplýsingar um hversu særðir hermenn eru. Breskir vísindamenn segja ekki langt í að ein- staklingar geti klæðst tölvubúnaði skrifstofunnar. Stærsta vandamálið sé hvernig tryggja eigi tölvunum orku. Rafhlöður þykja of þungar og þær verður að endurnýja reglulega. Óánægðir öldungar ÍBÚAR elliheimilisins Ysguborwen í Glamorgan í Skotlandi voru orðnir langþreyttir á því að horfa upp á umferðarskilti í kringum heimiiið sem á var að finna myndir af gamalmenn- um, bognum í baki og með staf. Fólkið var sammála því að hafa yrði skilti til að minna ökumenn á að hægja á sér en taldi skilti vegamálasljórans niður- lægjandi. Hafa íbúarnir nú látið hanna ný skilti, sem á eru m.a. myndir af hressum öldungi er sýnir ökufimi sína í hjólastól. Beðið fyrir móður Teresu INDVERSKAR nunnur kijúpa til að biðja fyrir móður Teresu, sem liggur hjartveik á sjúkrahúsi í Kalkútta. Læknar sögðu ástand hennar alvarlegt, en þeim kæmi á óvart hve hraustlega hún berðist fyrir lífi sínu. Móðir Ter- esa, sem ættuð er frá Albaníu, var árið 1979 sæmd friðarverðlaunum Nóbels fyrir þrotlaus störf sín í þágu fátækra. Hún verður 86 ára á þriðjudaginn. Starye Atagi í Rússlandi. Reuter. RÚSSAR hófu í gær að draga hersveitir sínar til baka frá Grosní, höfuðborg Tsjetsj- níu. Rússar og Tsjetsjenar hófu jafnframt undirbúning að því að setja upp sameigin- legar friðargæzlusveitir, sem gæta eiga frið- arins í hinu stríðshijáða sjálfstjórnarhéraði. Síðdegis í gær, laugardag, sóru hinar nýju friðargæzlusveitir eið sinn í rússneska þorpinu Starye Atagi. Þar með hafa nú rússneskir hermenn svarið þess eið að vinna að uppbyggingarstarfi í Tsjetsjníu við hlið manna, sem þeir hingað til hafa aðeins þekkt sem „óþokka- og glæpalýð." Gæzlusveitum þessum er ætlað að sjá til þess að vopnahlé það sem gekk í gildi á hádegi á föstudag að staðartíma verði virt. Liðsmenn sveitanna hafa heitið að veija hvern annan og íbúa héraðsins, án tillits til þjóðernis. Alexander Lebed, friðarsamningamaður Rússa, sem Tsjetsjenar binda mestar vonir við að geti fundið lausn á striðsástandinu í héraðinu, sem nú hefur varað í 20 mán- uði, lagði í gær leið sína til Tsjetsjníu í fjórða sinn á tveimur vikum. Hann sagði sam- komulag um pólitíska stöðu sjálfstjórnarlýð- veldisins vera í burðarliðnum. „Spurningin um stöðu Tsjetsjníu er erfið, en við erum vongóðir um að finna lausn á henni sem fullnægir hagsmunum hvort tveggja Rússlands og tsjetsjensku þjóðar- innar,“ hafði fréttastofan Interfax eftir Lebed. Samkvæmt „vel upplýstum“ heimildum /níerfax-fréttastofunnar í Moskvu, eru líkur á því, að báðir samningsaðilar kjósi að fresta ákvörðunum um framtíðarstöðu Tsjetsjníu um fimm ár til þess að leyfa ástandinu þar að jafna sig. Vilja sjálfstæði Uppreisnarmenn Tsjetsjena, sem líta á rússneska herinn sem innrásarsveitir, hafa barizt fyrir sjálfstæði sjálfstjórnarlýðveldis- ins við suðurlandamæri Rússlands í Kákas- us-ijöllum. En Borís Jeltsín, sem lýsti á föstudag stuðningi við aðgerðir Lebeds, sagði að pólitískt samkomulag yrði að skilgreina Tsjetsjníu sem „óaðskiljanlegan hluta rúss- rieska ríkjasambandsins“. flkjosanlegar aöstæður til rannsokna a íslandi SÁÐ TIL FRAMTÍÐAR Hvert stefnir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.