Morgunblaðið - 25.08.1996, Síða 9

Morgunblaðið - 25.08.1996, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1996 9 FRÉTTIR Góður frágangur á lóð SPRON fær viðurkenningu SPARISJÓÐUR Reykjavíkur og nágrennis hlaut nýlega viðurkenningu frá Reykjavík- urborg fyrir vel útfærðan, smekklegan og hagnýtan frá- gang á lóð sinni að Skóla- vörðustíg 11. Það var Ragnhildur Skarp- héðinsdóttir landslagsarkitekt sem hannaði lóðina og var framkvæmdum lokið síðari hluta síðastliðins sumars. Að sögn Baldvins Tryggva- sonar, fyrrverandi sparisjóðs- stjóra, hefur umgengni um lóðina verið mjög góð, og kveðst hann hafa trú á því að fólk gangi mun betur um þar sem vel er vandað til umhverf- isins. Umhverfisráðherra heimilaði gjallnám í Seyðishólum Valin sú leið að takmarka vinnusvæði GUÐMUNDUR Bjarnason um- hverfisráðherra segir að tekin hafi verið ákvörðun um að afmarka fremur með skýrum hætti hvar gjallnám í Seyðishólun megi fara fram en tiltaka með nákvæmum hætti hversu mikið magn af gjalli megi taka úr námunni, enda skipti ef til vill meira máli að vel verði gengið um námuna og frá henni að verki loknu en hvort tekið verði einhveijum tonnum meira eða minna. Valdór Bóasson, talsmaður sumarbústaðaeigenda í Grímsnes- inu, hefur gagnrýnt umhverfisráð- herra fyrir að tiltaka ekki hversu mikið magn af gjalli megi taka úr hólunum. Guðmundur tók fram að ekki væri verið að hefja gjallnám í Seyðishólum heldur halda því áfram og því miður hefði um- gengni um hólana verið nær óásættanleg. Hluti af fyrirhugaðri vinnu myndi felast í því að lag- færa sárið. „Við höfum farið mjög ítarlega yfir málið í umhverfisráðuneytinu og styðjumst við álit stofnana okk- ar við frágang úrskurðarins. Þarna er leyft takmarkað efnisnám og gagnrýni á að við skyldum ekki ákveða magnið nákvæmlega svara ég með því að taka fram að vinnu- svæðið er skýrt afmarkað. Ef til vill skiptir meira máli að svæðið sé skýrt afmarkað, umgengnin sé góð og vel sé gengið frá því að ioknu verki heldur en hvort gjall- námið sjálft er einhvetjum tonnum meira eða minna.“ Hugað að umferð og hávaðamengun Guðmundur segir að hugað hafi verið að umferð og hávaðameng- un. „Hávaðamælingar hafa sýnt fram á að hávaði fari ekki fram yfir sett mörk bæði í mengunar- varnar- og byggingarreglugerð- um. Við reynum að takmarka vinnslutímann og minn úrskurðiir takmarkar hann enn frekar. Ég vil að flutningum sé hætt um há- degi á föstudögum. Flutningarnir fari því aðallega fram frá mánu- degi til fimmtudags. Náma- vinnslutíminn er styttur á föstu- dögum. Engin vinnsla og keyrsla verður um helgar þegar umferðin er langsamlega mest,“ segir hann og tekur fram að fyrir sé umferð um Grímsnesið afar þung og aldr- ei verði um fleiri ferðir þungaflutn- ingabíla en 150 að ræða. Umgengni í efnisnámum víða í ólestri Hann sagði sjálfsagt rétt að ekki þyrfti jafnmikið gjallnám til að ganga snyrtilega frá sárunum í hólunum. „Þarna mætti eflaust fara með jarðýtur og ganga frá án nokkurs náms. Nýtingarsjón- armiðið kemur hins vegar þarna inn og tekjurnar gefa mönnum tækifæri til ganga frá og skilja vel við,“ sagði Guðmundur. Hann lýsti því yfir að umgengni um efn- isnámur væri því miður víða á landinu í ólestri. í væntanlegri endurskoðun á lögum um náttúru- vernd yrði tvímælalaust tekið á námumálunum. Valdór hefur ennfremur gagn- rýnt Náttúruverndarráð fyrir að hafa veitt sumarbústaðaeigendum afar lítinn stuðning. Fram- kvæmdastjóri ráðsins kaus í sam- tali við blaðið í gær að svara ekki gagnrýni Valdórs. veisla Heimsferða í vetur 39.932 frá Opið í dag Fb14-17 . - - ■■ ... Heimsferðir kynna nú glæsilega vetraráætlun sína með spennandi ferðatilboðum í vetur, þar sem þú getur valið um ævintýraferðir til Brasilíu, Venezuela og Kanaríeyja og nú í fyrsta sinn bjóðum við vikuleg flug til Kanaríeyja í vetur. Við fljúgum flesta þriðjudaga í beinu flugi til að tryggja þér þá ferðatilhögun sem hentar þér best. Beint flug með glæsilegum Boeing 757 vélum án millilendingar og góðir, nýir gististaðir í boði og verðið hefur aldrei verið lægra en nú í vetur. Spennandi dagskrá í vetur Sigurður Guðmundsson verður með spennandi dagskrá fyrir Heimsferðafarþega \Íu í vetur. H Sérft irðir: 7. janúar og 4. mars Fáðu bæklingin sendan Verðfrákr. 39.932 Vikuferð til Kanarí 19. nóv., hjón nieð 2 börn, Australia. Corona Blanca 54.132 ars, m.v. hjón með 2 böm, Ausi 69.260 V/SA Verð frá kr. Ferð í 2 vikur, 4. mars, m.v. hjón með 2 böm, Australia. HEIMSFERÐIR mm m Verð frá kr. M.v. 2 í íbúð, Sonncnland, 4. mars, 2 vikur. Innifalið f verði: Flug, gisting, ferðir til og frá flugvelli, íslensk fararstjóm. Austurstræti 17, 2. hæð • Sími 562 4600 Umboðsmenn Heimsferða: Keflavik: Akureyrí: Selfoss: Egilsstaðir: Opið kl 14 - 17 Aðalstöðin hf., Hafnargötu 86, Gísli Jónsson, Geislagötu 12, Háland, Eyrarvegi 1, Okkar á mllli, Tjarnarási 8, sími 4211518. sími 4611099. sími 482 3444. sími 471 2078.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.