Morgunblaðið - 25.08.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.08.1996, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ Þakka hér með öllum, einstaklingum og félög- um, sem heiðruðu mig og glöddu á áttrœðisaf mœli mínu 18. þessa mánaðar með heimsókn- um, gjöfum og heillaóskum. Lifið heil. Stefán Þorleifsson, Neskaupstað -kjarni málsins! VILTU A STEFNU SJALFSTÆÐISFLOKKSINS? m Wm, f: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins verður haldinn 10. - 13- október n.k. Næstu tvær vikur halda málefnanefndir Sjálfstæðisflokksins opna fundi þar sem drög að ályktunum landsfundar verða kynnt og afgreidd. Fundirnir verða allir haldnir í Valhöll, 2. hæð, og eru fundatímar sem hér segir: Kl. 17.15 Sveitarstjórnarnefnd Kl. 17.15 Utanríkismálanefnd Kl. 20.00 Menningarmálanefnd I Kl. 17.15 Landbúnaðarnefnd Kl. 17.15 Skóla- og fræðslunefnd Kl. 17.15 Viðskipta- og neytendanefnd 1 ' wmmm Kl. 12.00 Jafnréttis- og fjölskyldumálanefnd Kl. 17.15 Byggðanefnd Kl. 17.15 Ferðamálanefnd Kl. 17.15 Húsnæðismálanefnd Kl. 20.00 Heilbrigðis- og tryggingamálanefnd Kl. 20.30 Orkunefnd mvmmm.»; Kl. 17.15 Nefnd um samgöngu- og fjarskiptamál Kl. 17.15 Réttarfars- og stjórnskipunarnefnd Kl. 17.15 Skattamálanefnd Kl. 20.00 Umhverfis- og skipulagsnefnd í-tf gjjp Kl. 17.15 Kl. 17.15 Kl. 17.15 Kl. 20.00 Kl. 20.30 Nefnd um málefni aldraðra Iðnaðarnefnd Iþrótta-, æskulýðs- og tómstundanefnd Nefnd um upplýsingamál Sjávarútvegsnefnd Allar frekari upplýsingar um fundina er hægt að fá á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í síma 515 1700 eða á heimasíðu flokksins: http://www.centrum.is/x-d UÍlHTi LISTIR Hnýtt í Shake- leikhús speare- London. Reuter. BRESKIR gagnrýnendur voru lítt hrifnir á frumsýningu í endur- byggðu Globe-leikhúsinu í Lundúnum, en það er eftirmynd samnefnds leikhúss þar sem helstu verk Williams Shakespeares voru frumflutt á sautjándu öld. Ahorf- endur virtust hins vegar stórhrifn- ir. Frumsýningarverkið var „Herramenn tveir frá Verónsborg“ sem telst tæpast til þekktari verka Shakespeares. Var verkið fært til nútímans, leikarar klæddir í jakka- föt og dragtir og með sólgleraugu. Áhorfendur, sem flestir stóðu und- ir berum himni, voru stórhrifnir og ætlaði húrrahrópum og klappi ekki að linna. Gagnrýnendur höfðu allt á Bón- og skrúbb- vélar 175 sn/mín, 17". 91.532.- 2300 sn/mín, 20". 171.072,- Besta, Nýbýlavegi 18, Kópavogi. Sími 564 1988 Útibú á Suðurnesjum: Brekkustíg 39, Njarðvík. Sími 421 4313 hornum sér eftir frumsýninguna. Gagnrýnanda The Daily Telegraph fannst „afkáralegt" að verkið skyldi fært til nútímans og taldi að það myndi falla ferðamönnum illa í geð, sem kæmu tii að sjá sýningar, eins og þær tíðkuðust fyrir tæpum fjórum öldum. Þá höfðu gagnrýnendur ýmislegt við val á verkinu að athuga, sögðu það lítt þekkt. Aðstandendur Globe höfðu heppnina með sér, þar sem veður- guðirnir voru þeim hliðhollir. Var hið besta veður en spáð hafði ver- ið roki og rigningu. Hins vegar varð það óhapp á aðalæfingu að einn leikaranna, George Innes, fótbraut sig þegar hann datt niður úr stiga. -----♦ ♦ ♦---- Ungt lista- fólk sýnir í Búnaðar- bankanum SENN lýkur þriðju sýningu nem- enda Myndlista- og handíðaskóla íslands í sýningarglugga Búnaðar- bankans við Hlemm. Það er Eirún Sigurðardóttir úr grafíkdeild skól- ans, sem hefur að undanförnu sýnt myndir af óskabeina gjörningi sem hún framkvæmdi í skyndimynda- kassa ásamt fjöðrum og örlitlu blóði. Nátengdur þessari sýningu er gjörningur sem Eirún framkvæmdi í Gallerí Gúlp! Á Austurvelli 18. ágúst sl. þar sem hún bauð hveijum sem er að „óskast við sig“. EIRÚN Sigurðardóttir hefur að undanförnu sýnt myndir af óskabeina gjörningi sem hún framkvæmdi í skyndi- myndakassa. -------♦ ♦ ♦------- Kaldalóns- tónleikar Á SUNNUDAGINN, kl. 16, verða Kaldalóns-tónleikar í Kornhúsinu á Árbæjarsafni. Flutt verða lög tónskáldsins Sigvalda Kaldalóns. Flytjendur eru Sigvaldi Snær Kaldalóns og Anna Margrét Kald- alóns. Eftir Sigvalda Kaldalóns (1881-1946) liggja fjölmörg þekkt sönglög. Meðal þeirra má nefna Svanasöng á heiði, Island ögrum skorið, Erla góða Erla og Suður- nesjameniL- ... .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.