Morgunblaðið - 29.08.1996, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 29.08.1996, Qupperneq 1
80 SÍÐUR B/C/D Þögn Jeltsíns um Tsjetsjníju vekur furðu Lebed óttast frekari tafir Moskvu, Grosní. Reuter. BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti tek- ur sem fyrr mikilvægustu ákvarð- anir jafnt í innanríkis- sem utanrík- ismálum, að sögn Sergeis Jastrz- hembskís, talsmanns forsetans, í gær. Hann vék sér þó undan því að svara er hann var spurður hvort hann hefði sjálfur hitt Jeltsín eftir að forsetinn fór í leyfi. Þögn forset- ans um friðarumleitanir Alexander Lebeds, yfirmanns öryggisráðsins rússneska, í Tsjetsjníju veldur æ meiri furðu. Vopnahléið í Tsjetsjníju er virt og í gær streymdu hermenn og brynvagnar Rússa frá höfuðstaðn- um Grosní. „Við erum á leiðinni heim, aftur til Rússlands", sagði einn hermgðurinn. Lebed, sem kom vopnahléinu á, hefur frá því um helgina reynt að fá forsetann til að samþykkja tillög- ur um lausn á deilunum um sjálf- stæði Kákasushéraðsins en Jeltsín hefur ekki tjáð sig um þær enn. Talsmaður forsetans sagði hann vera að kynna sér skjöl um málið frá Lebed er segir frekari tafir geta eyðilagt friðarferlið. Barátta um forsetaembættið? Stjórnmálaskýrendur segja sum- ir að þögn forsetans bendi til þess að hann sé í litlum tengslum við raunveruteikann, aðrir að hann hyggist sjá hve varanlegt vopna- hléið og friðarhugmyndir Lebeds verði áður en hann taki skýra af- stöðu með honum. Rússneskir fjölmiðlar segja að barátta sé þeg- ar hafin í innsta hring um stöðu eftirmanns Jeltsíns. Nýr sýningargripur DÝRAGARÐURINN í Kaupmanna- höfn hefur stækkað prímatadeild- ina með tveimur eintökum af „homo sapiens" og hefur þeim ver- ið komið fyrir i glerbúri þar sem gestirnir geta virt þau fyrir sér. Eins og sjá má er reynt að hafa umhverfið sem eðlilegast en í næstu búrum eru apar af ýmsum tegundum. Reuter UNG bedúinastúlka þvær matardiska fyrir utan skýli fjölskyldu sinnar á Vesturbakkanum. Um 50 bedúínafjölskyldum hefur verið gert að flytja á brott til þess að rýma fyrir landnámi gyðinga á staðnum. ísraelski friðarsinninn Uri Avnery sagði að sú ákvörðun hlyti að teljast þjóðernishreinsanir. Arafat hvetur til verkfalls á Yesturbakkanum og Gaza Segir aðgerðir Isra- ela stríðsyfirlýsingu Ramallah, Jerúsalem. Reuter. YASSER ARAFAT, forseti heima- stjórnar Palestínumanna, hvatti í gær til, að efnt yrði til verkfalls á Vesturbakkanum og Gazaströndinni í dag til að mótmæla aðgerðum ísra- ela í Jerúsalem. Sagði hann þá ákvörðun ísraela að stækka landnám gyðinga á Vesturbakkanum jafnast á við það að lýsa stríði á hendur palestínsku þjóðinni. Arafat lýsti þessu yfir á löggjaf- arsamkomu Palestínumanna, setn kom saman í gær, degi eftir að ísra- elar jöfnuðu við jörðu samkomuhús Palestínumanna í austurhluta gömlu Jerúsalem. Palestínumenn segja austurhluta borgarinnar eiga að verða höfuðstað framtíðarríkis síns. ísraelar segja ekki koma til greina að skipta borg- inni, sem sé eilíf höfuðborg ísraels- ríkis. Vill viðræður „Þeir byijuðu þessa orrustu. Það ætti að efna til allsheijarverkfalls alls staðar á Vesturbakkanum og Gaza vegna Jerúsalem," sagði Ara- fat en lagði áherslu á, að hann von- aði, að ísraelar héldu áfram frið- arviðræðum við Palestínumenn. I kjölfar sjálfsmorðsárása músl- ima í Tel Aviv og Jerúsalem í mars og apríl lokuðu Israelar austurhluta Jerúsalem fyrir múslimum sem búa á Vesturbakkanum og Gaza. Um tvær milljónir Palestínumanna búa á þessum svæðum, sem ísraelar hertóku í sexdagastríðinu 1967. Varar Palestínumenn við „Benjamin Netanyahu, forsætis- ráðherra ísraels, verður að gera sér grein fyrir því að það er heimsku- legt af honum að hafa byijað þessa orrustu," sagði Arafat fyrir troðfullu húsi á löggjafarsamkomunni. Netanyahu brást við verkfallsboð- un Arafats og sagði að ísraelar myndu „taka alvarlega á hvers kon- ar tilraun til að auka ofbeldi sem gæti komið illa við friðarumieitanir," að því er sagði í yfirlýsingu frá for- sætisráðuneytinu. Þriðja kólesteróltegundin fundin Hugsanlega megiu- ástæða hjartaáfalla OF mikið kólesteról í blóði veldur æðaþrengslum og hjartaáföllum og lengi hefur verið greint á milli „góðs“ kólesteróls, HDL, og „slæms“ kólesteróls, LDL. Nú hafa vísindamenn uppgötvað briðju kól- esteróltegundina og bendir flest til, að hún sé meginsökudólgurinn þegar hjartaáföll eru annars veg- ar. Kemur þetta fram í bandaríska tímaritinu Time og er vitnað í grein, sem birtist nýlega í tímariti banda- rísku læknasamtakanna. Segir þar, að finnist mikið af þessari þriðju kólesteróltegund, lipoprotein(a), Lp(a), í blóði manna geti það tvö- faldað líkurnar á að þeir fái hjaita- áfall fyrir 55 ára aldur. Skýringin á því að Lp(a) hefur ekki verið þekkt er hins vegar sú að það kem- ur ekki fram við venjulegar mæl- ingar. Aspirín og rauðvín Það hefur lengi vakið furðu lækna og vísindamanna, að stund- um fær fólk, sem hefur eðlilegt kólesterólmagn í blóði samkvæmt mælingum, hjartaáfall engu að síð- ur. Samkvæmt rannsókninni er ástæðan sú, að sé Lp(a)-magnið mikið, skipti litlu þótt „góða“ kól- esterólið, HDL, sé mikið og það „slæma", LDL, lítið. Ekki er vitað hvernig á að draga úr Lp(a)í en hugsanlegt er talið, að aspirín geti mildað áhrif þess. Bráðabirgðaniðurstöður benda þó til, að rauðvín vinni gegn Lp(a) og gæti það verið skýringin á því, að Frakkar virðast geta borðað mikið af feitum mat án þess að vera ofur- seldir hjartasjúkdómum. Reykingar slá öllu við Einn vísindamannanna, dr. Andrew Bostom við Tufts-háskól- ann í Massaehusetts, sagði að rann- sóknirnar hefðu einnig sýnt, að reykingamenn þyrftu næstum „'engar" áhyggjur að hafa af kólest- erólinu. Þeir væru hvort eð er fjór- um sinnum líklegri til að fá hjarta- sjúkdóma en þeir, sem ekki reyktu, og skipti þá einu hvert Lp(a)-magn- ið væri. Utanríkisráðherra Belgíu á frétta- mannafundi í Stokkhólmi Boðar alþjóðleg- ar ráðstafanir Stokkhólmi. Morgunblaðið. UNDIR venjulegum kringumstæðum hefði blaðamannafundur belgísku sendinefndarinnar á alþjóðaráðstefn- unni í Stokkhólmi um kynferðislega misnotkun barna í gróðaskyni vart vakið mikla athygli. En eftir upp- ljóstranir í Belgiu undanfarnar vikur var salurinn troðfullur af áköfum blaða- og fréttamönnum þegar Erik Derycke utanríkisráðherra gekk í salinn. „Þið verðið að skilja að þetta er viðkvæmt augnablik fyrir Belga að ávarpa ykkur,“ sagði hann. „Það sem gerðist í Belgíu gæti líka gerst ann- ars staðar." Derycke sagði að belgíska stjórnin myndi á föstudaginn kynna bæði al- þjóðlegar ráðstafanir, sem hún áliti nauðsynlegar til að stemma stigu við söiu barna og barnakláms, og auk þess aðgerðir, sem hún ætlaði sjálf að grípa til. Upplýsingasöfnun Alþjóðlegar aðgerðir væni meðal annars upplýsingasöfnun um belgiska ríkisborgara sem hefðu brotið af sér gagnvart börnum á erlendri gi-und og ráðstafanir til að lögsækja þá. Á evrópskum vettvangi myndu Belgar beita sér fyrir því að lög er snertu dreifingu eiturlyfja yrðu einnig látin ná til barnasölu og barnakláms. ■ Misbeiting/24

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.