Morgunblaðið - 29.08.1996, Side 8
8 FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 1996
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Samtök herstöbvaandstœbinga mótmcela harölega komu herskipa Nató:
Aldamótafundur á Þingvöllum undirbúinn
Ráðstefna um sjálf-
bæra þróun á 21. öld
FYRIRHUGAÐ er að halda fund
á Þingvöllum árið 2000 með for-
ystumönnum í umræðunni um
framtíð mannkyns, þ.e. völdum
þjóðarleiðtogum, andlegum leið-
togum, aðilum úr atvinnulífi og
fulltrúum ungs fólks. Til þess að
undirbúa þennan fund hefur verið
boðað til undirbúningsráðstefnu,
sem haldin verður í Reykjavík og
á Þingvöllum dagana 13.-14. sept-
ember næstkomandi.
Ráðstefnan ber yfirskriftina
„Ráðstefna um sjálfbæra þróun á
21. öld, hlutverk íslands". Þar
verður m.a. rædd staðan í um-
hverfis- og fólksfjölgunarmálum,
hvað gera þurfi til þess að bæta
hana og hvernig það skuli gert.
Ennfremur er spurt hvers vegna
aldamótin séu mikilvæg í þessu
sambandi og hvort ísland geti orð-
ið vettvangur alþjóðlegrar umræðu
um framtíð mannkyns. Undirbún-
ingsráðstefnan er liður í því að
skapa grundvöll fyrir ákvörðun
stjórnvalda um hvort slíkur fundur
verði haldinn, eins og segir í frétta-
tilkynningu.
Að ráðstefnunni standa Fram-
tíðarstofnunin, The Millenium Inst-
itute og The Gandhi Foundation í
samstarfi við umhverfisráðuneytið.
Formaður undirbúningsnefndar
ráðstefnunnar er Steingrímur Her-
mannsson, seðlabankastjóri.
Meðal þátttakenda á ráðstefn-
unni eru Páll Skulason, prófessor
í heimspeki við HÍ, Guðrún Péturs-
dóttir, forstjóri sjávarútvegsdeildar
HÍ, Vigdís Finnbogadóttir, fyrrver-
andi forseti íslands og Magnús
Magnússon, sjónvarpsmaður og
formaður skosku náttúruminja-
samtakanna.
Templarahöll-
in til sölu
Tæpar
fimm
milljónir á
Hvolsvöll
Hellu. Morgunblaðið.
DREGIÐ var í svokölluðum
Heitum potti hjá Happdrætti
Háskólans á þriðjudag. Að-
eins er eitt númer dregið út
og að þessu sinni gekk einn
einfaldur vinningur út, en alls
geta fimm manns átt sama
númerið, þ.e. einn trompmiða
sem er fimmfaldur og fjórir
einfalda miða.
Vinningsupphæðirnar sem
komu á óseldu miðana bætast
við Heita pottinn í næsta
mánuði. Vinningur þriðju-
dagsins, kr. 4.896.995,- kom
á miða í umboðinu á Hellu,
sem heppinn miðaeigandi á
Hvolsvelli reyndist eiga.
TEMPLARAHÖLLIN við Eiríks-
götu 5, hefur verið auglýst til sölu.
Að sögn Arna Norðfjörð, fram-
kvæmdastjóra hússins, er ekki
rekstrargrundvöllur fyrir húsinu
eins og er.
Árni sagði að ein hæð hússins
hafi staðið auð frá því í vor þegar
Sjúkrahús Reykjavíkur hætti að
reka þar göngudeild. „Það er dýrt
að eiga svona hús og þarf heil-
miklar tekjur til að standa undir
því,“ sagði hann.
„Það er einnig inni í myndinni
að leigja þann hluta hússins, sem
við notum ekki og ef til þess kæmi
munum við skoða hvort grundvöllur
er fyrir áframhaldandi rekstri. Ég
er þeirrar skoðunar að samkomu-
hald af okkar hálfu eins og dans-
leikir og annað sé liðin tíð. Við vit-
um að áfengissala er í flestum
húsum og það mikil samkeppni að
menn bjóða húsnæðið leigufrítt.
Væntanlega af því að þeir ná inn
tekjunum í veitingasölu. Við höfum
enga möguleika á að keppa við
slíkt. Við verðum að selja inn en
menn vilja fá frítt inn og eyða öllu
á staðnum."
Hentugra húsnæði
Árni sagði að ef húsið seldist
yrði leitað að öðru húsnæði sem
hentaði betur starfseminni. „Við
þyrftum um 400 fermetra fyrir fé-
lagsstarfsemina og það sem okkur
fylgir en með okkur er stórstúkan
og ritstjóm Æskunnar," sagði hann.
Benti hann á að lóðin væri ágæt,
vel staðsett og næg bílastæði auk
þess væri hugsanlegur byggingar-
réttur neðan við húsið næst Bar-
ónsstíg samkvæmt skipulagi.
Leikmynda- og búningahönnun
Ástfangin
í rauðu
Rebekka A.
Ingimundardóttir
EBEKKA A. Ingi-
mundardóttir hefur
farið ótroðnar
slóðir I nátni sínu á er-
lendri grund og til marks
um það lét hún nám sitt
lúta þeim hugmyndum,
sem hún gerði sér um leik-
hús. í lok námsdvalar í
Amsterdam setti Rebekka
upp sýningu, sem hún
kallaði Fylgd, en í þeirri
sýningu var hún hvort í
senn leikstjóri og leik-
mynda- og búningahönn-
uður. Fyrir Fylgd fékk
Rebekka viðurkenningu
fyrir góða leikstjórn og
fallega hönnun eftir að
sýningin var valin til þátt-
töku á leiklistarhátíðinni
Amsterdam Theater Scho-
ol Festival. Viðurkenning-
in var Rebekku mikilvæg-
ur áfangi, sem veitti henni
möguleika á að starfa við Hollan-
dia Location Theater, en starf
innan þess leikhúss verður metið
að hluta til meistaraprófs svo
ekki sé minnst á þá mikilvægu
starfreynslu sem hún hlýtur þar
að lútandi.
- Hvernig komstu að Sumri á
Sýrlandi?
„Ég hringdi í Valgeir Skag-
fjörð leikstjóra og spurði hann
hvort hann vildi ekki sjá leikhús-
bókina mína sem í er að finna
yfirlit yfir störf mín á sviði leik-
húss. Honum leist svona ljómandi
vel á það sem ég hafði upp á að
bjóða og úr varð að ég tók að
mér leikmynda- og búningahönn-
un í sýningunni.
- Hvað einkennir vinnuhrögð
þín?
„Ég vinn á afar ódýran og ein-
faldan hátt en þau vinnubrögð
lærði ég af Tékítunum. í Sumri
á Sýrlandi notast ég aðallega við
plast og stál en einnig nota ég
akrýlmálningu, þakrennur og
blikksúlur frá Vegagerðinni. Ég
leitaði um alla borgina að stál-
þakrennum en þær virðast ekki
vera til þannig að ég varð að
nota plast í staðinn sem annan
kost. Leikmyndin hefur fjölþætt
notkunargildi, t.d. er sami hlutur-
inn notaður sem sjúkrarúm og
bekkur í lystigarði. Hilla heima
hjá Stínu stuð breytist líka í bar
í öðru atriði og þaðan yfir í fang-
elsi og mér fannst leikstjóri og
leikendur vinna skemmtilega með
þessa einföldu hluti.
Vanalega smíða ég alla leik-
myndina sjálf en að þessu sinni
gekk ég frá teikningum og fékk
þá hjá Isóstáli til að smíða hlut-
ina.“
- Varst þú búin að
gera þér einhverjar
hugmyndir um útlit
sýningarinnar áður en
þú hyrjaðir?
„Nei, ég byijaði eftir að ég kom
í hús og fór yfir handritið og þá
fóru hjólin að snúast. Nafnið
sjálft, Sumar á Sýrlandi, eiturlyf
og samtölin í handritinu minna
mig samstundis á plast og stál,
en það fellur saman við hina ut-
análiggjandi fegurð sögunnar.
Heildaryfirbragð sýningarinnar
er dregið skýrum dráttum með
hreinum litum sem er í samræmi
við boðskapinn um að menn eigi
ekki að taka dóp.“
- Þú hannaðirlíka búningana,
sem ekki eru fáir. Hvernig barstu
þig að?
„Búningarnir eru rúmlega
ljörutíu og það fór dijúgur tími
► Rebekka A. Ingimundar-
dóttir leikhúsgerðarmaður er
fædd 12. júlí árið 1967. Eftir
stúdentspróf frá MH árið 1989
stundaði hún nám í Tékklandi
í KLAMU-skólanum og lauk
prófi í leikmynd- og búninga-
hönnun. Síðan hélt hún til
Amsterdam þar sem hún nam
í MlM-skólanum og Object
Theater og útskrifaðist hún að
því loknu sem leikhúsgerðar-
maður. Rebekka er nú búsett
í Amsterdam, en hefur nýlokið
vinnu við Sumar á Sýrlandi
sem sýnt er í Loftkastalnum.
í þá en ég naut dyggrar aðstoðar
við þá vinnu. Ég byijaði á því
að kljúfa allan hópinn niður í
smærri hópa og paraði saman þá
sem voru ástfangnir eða vinir og
hugsaði um hvað þessi og hinn
gera saman í sýningunni. Að því
loknu fór ég að finna til litina.
Stína stuð og Höddi Geirs eru
vitaskuld bæði I rauðu af því þau
eru svo ástfangin og dópsalarnir
eru bláir sem vísar til kuldans.
Blái liturinn hefur svo aðra skír-
skotun þegar kynsvallsatriðið
hefst. Hvað er annað hægt að
hugsa um nema bláar myndir?
Kalli á Kagganum er í grænu sem
vísar til feigðar hans og hvítu sem
undirstrikar sakleysi hans. Ég
hanna útlit hvers leikara alveg
frá toppi til táar þar með talið
hárgreiðslu og ég held að það sé
frekar sjaldgæft hér á lndi.“
- Nú virðist sem fatatískan í
sýningunni vísi ekki endilega til
ákveðins ártals þó við vitum að
þetta gerist allt árið 1975. Hvern-
ig hugsaðirðu þann
kafla?
„Það sem mér
fannst svo gaman við
þessa sýningu var að
ég gat leyft mér að
nota anda frá miðjum áttunda
áratugnum með keim af nútíma-
stemningu. Tíðarandinn í dag er
einfaldlega þannig að við getum
notfært okkur nánast alla tísku-
söguna. Þetta hefði verið mun
erfiðara fyrir nokkrum árum af
því að tískuhringurinn var ekki
alveg_ búinn að bíta í skottið á
sér. Ég breyti öllu því sem vísar
strax að einhveijum fasta. Til
dæmis mála ég græn börð á stúd-
entshúfuna sem strákurinn henn-
ar Stínu stuð setur upp við út-
skriftina. Það þadrf enginn að
vera hissa á því vegna þess að
stykkið heitir Sumar á Sýrlandi
— þetta er bara sýra.“
Kalli á
Kagganum
er feigur