Morgunblaðið - 03.09.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.09.1996, Blaðsíða 1
100 SIÐUR B/C/D STOFNAÐ 1913 199. TBL. 84. ARG. ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS > Irakar flytja hersveitir sínar frá höfuðstað Kúrda Sagðir hafa öflugt herlið nálægt Arbil Ðe Pere. Reuter. BANDARÍSKIR embættismenn sögðu í gær að fréttir um að írask- ar hersveitir hefðu verið kallaðar frá Arbil, höfuðstað Kúrda í norður- hluta Iraks, hefðu ekki mikla þýð- ingu, þar sem írakar hefðu enn öflugt herlið utan við borgina. Mike McCurry, talsmaður Bills Clintons Bandaríkjaforseta, sagði að fregnir um að hersveitir íraka hefðu farið frá Arbil væru „ekki mjög mikilvægar". Hann sagði að forsetinn þyrfti að grípa til „af- markaðra aðgerða" gegn Saddam Hussein, leiðtoga íraks, til að refsa honum fyrir að brjóta samkomulag um að ráðast ekki á Kúrda, sem hafa klofnað í tvær stríðandi fylk- ingar. McCurry sagði að Tony Lake, þjóðaröryggisráðgjafi forsetans, hefði veitt Clinton nýjustu upplýs- ingar um þróunina í norðurhluta íraks á sunnudagskvöld. Emb- ættismaður í bandaríska utanrík- isráðuneytinu sagði að Lake hefði sýnt forsetanum „skýringarmynd- ir, kort og fleira af því tagi". Embættismaðurinn neitaði að tjá sig um til hvaða aðgerða forsetinn kynni að grípa eða hvenær hann myndi láta til skarar skríða. Clinton minntist ekkert á írak í ræðu sem hann flutti á kosninga- fundi í gær. Eftir ræðuna hringdi hann í Jacques Chirac, forseta Frakklands, til að ræða hvernig bregðast ætti við hernaðaraðgerð- um_ Iraka. Áður hafði forsetinn rætt við John Major, forsætisráðherra Bret- lands, og ráðgert var að hann Eeuter SKÆRULIÐAR kúrdísku samtakanna KDP, sem njóta fulltingis sljórnar Saddams Husseins íraksforseta, sigurreifir í Arbil í gær. ræddi við Helmut Kohl, kanslara Þýskalands, og leiðtoga arabaríkja. Sprengjuvélar á loft McCurry sagði að áætlað væri að allt að 40.000 íraskir hermenn væru norðan við 36. breiddarbaug- inn í írak, en íröskum flugvélum hefur verið bannað að fljúga norður fyrir hann. Ekkert benti til þess að hersveitirnar væru að fara af þessu svæði þótt þær hefðu farið frá Arbil. Á miðnætti sl. skýrði CNN-sjón- varpsstöðin frá því að nokkrum Óveður á óveður ofan EIGENDUR skútu, sem rak á land undan fellibylnum Eð- varð við Catham í Massachu- setts í gær, kanna skemmdir. Þær urðu ekki miklar, enda farið að sljákka í veðrinu er það skall á norðausturríkjum Bandaríkjanna. Lognið á eftir storminum verður skammt, því mun öflugri bylur, Fran, sótti mjög í sig veðrið á Atl- antshaf inu í gær um eittþús- und kílómetra frá Bahamaeyj- um. Þangað stefndi veðrið og var búist við að bylurinn skylli á eyjunum seint í dag og á suðausturströnd Bandaríkj- anna á fimmtudag, líklega Flórída, Georgíu, og Suður- Karólínu. Tsjernomýrdín efins um sáttmála Lebeds Moskvu. Reuter. BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, og Víktor Tsjernomýrdín forsætisráð- herra héldu í gær fund um friðarsátt- málann, sem Alexander Lebed, sér- legur friðarerindreki Jeltsíns, gerði við tsjetsjenska aðskilnaðarsinna, að því er fréttastofan Itar-Tass greindi frá. Sagt var að Tsjernomýrdín hefði ákveðnar efasemdir um sáttmálann. Síðar í gær átti Jeltsín, að sögn Anatolís Tsjúbajs, starfsmanna- stjóra Rússlandsforseta, að ræða við Lebed í síma um hið nýja samkomu- lag. Það hefur ekki verið auðsótt fyrir Lebed að fá samband við forset- ann undanfarið. Jeltsín sagður „röggsamur" Tsjúbajs kvaðst á blaðamanna- fundi hafa rætt við Jeltsín í tvígang í síma, á föstudag og aftur í gær. Tsjúbajs sagði að Jeltsín hefði virst „röggsamur" í síma. Tsjúbajs hefði borið undir hann nokkrar til- lögur og hefði sumum verið hafnað, en aðrar samþykktar. „Ég held að það sé engin ástæða til að hafa áhyggjur," sagði Tsjúbajs þegar hann var spurður um vanga- veltur í fjölmiðlum um að hinn 65 ára gamli Jeltsín gæti verið veikur, eða væri að missa stjórnartaumana úr höndum sér. Lebed sagði í viðtali við rússneska ríkissjónvarpið að hann hefði gert „enn eina" tilraun til að ná í Jeltsín í síma, en verið sagt að hann mundi geta rætt við forsetann síðar. „Ég er bjartsýnismaður," sagði Lebed og var ekki skemmt. Haft var eftir fulltrúa í upplýsinga- skrifstofu forsetans að fundur Jelts- íns og Tsjernomýrdíns hefði verið haldinn skammt fyrir utan Moskvu, í veiðihúsi, þar sem Jeltsín hefur dvalið í fríi, sem hann fór í fyrir viku. Lebed lýsti á laugardag yfir því að átökunum í Tsjetsjníju væri lokið og hann og Aslan Maskhadov, helsti hernaðarleiðtogi aðskilnaðarsinna Tsjetsjena, hefðu undirritað friðar- samkomulag. Afstaða Tsjernomýrdíns óljós Frá skrifstofu Lebeds bárust í gær þær upplýsingar að Tsjernomýrdín styddi samkomulagið, sem kveður á um að ákvörðun um pólitíska stöðu Tsjetsjníju verði frestað um fimm ár. Blaðafuiltrúi Tsjernomýrdíns sagði hins vegar að forsætisráðherr- ann væri með ákveðna fyrirvara varðandi samkomulagið, ekki mætti hagga landamærum Rússlands og eftir ætti að ræða „pólitísk áhrif" samkomulagsins. Reuter Carnaby Street í London til sölu London, The Daily Tclejrraph. CARNABY Street, Mekka tískunn- ar á sjöunda áratugnum, er til sölu og hefur hollenska fasteignasam- steypan Wereldhave boðið rúmlega sjö milljarða ísl. kr. fyrir götuna eða húseignir við hana. Talið er, að meira en 10 milljón- ir ferðamanna komi í Carnaby Street á hverju ári en á sjöunda áratugnum höfðu verslanir við göt- una mikil áhrif á fatatískuna með- al ungs fólks víða um heim. Áður hafði það verið talið næst- um óviðeigandi, að karlmenn létu sig tísku miklu varða en Carnaby breytti því og hafði einnig veruleg áhrjf á sjálfa verslunarhættina. Á árinu 1971 var Carnaby Stre- et gerð að göngugötu og það var eins og við manninn mælt, að um leið hvarf henni allur kraftur og frumkvæði. Húseignirnar 93, sem við götuna standa, hafa þó gengið vel í leig^u og skila af sér um 600 millj. kr. árlega. stundum áður hefðu B-52 sprengju- flugvélar með stýriflaugar innan- borðs lagt upp frá herstöð Banda- ríkjamanna á Guam í Kyrrahafi en ekki var ljóst hvort þær væru á leið til íraks. Heimildarmaður í varnarmálaráðuneytinu skýrði frá þessu en tilgangur ferðarinnar fékkst ekkistaðfestur. Hann sagði að sveitir íraka, sem tóku Arbil, virtust stefna enn dýpra inn á griðarsvæði SÞ norðan 36. gráðu. ¦ íraksher sagður taka/22 Arafat tek- ur aukna áhættu Jerúsalem. Reuter. YASSER Arafat, forseti heima- stjórnar Palestínumanna, jók í gær þrýsting á ísraela að taka að nýju upp þráðinn í friðarferl- inu á herteknu svæðunum með því að segjast myndu leitast eftir því að deilur þeirra yrðu settar í alþjóðlegan gerðardóm, ef tilraunir til að koma friðar- viðræðum af stað á ný mistækj- ust. ísraelskir og palestínskir embættismenn freista þess að finna ásættanlega lausn fyrir báða aðila til þess að blása nýju lífi í friðarsamningana. Ágreiningur er um dagskrá og fyrirkomulag slíkra við- ræðna en um leið og hann leys- ist yrði væntanlega boðað til leiðtogafundar Arafats og Benjamins Netanyahus, for- sætisráðherra ísraels. Bar-Illan, talsmaður Net- anyahus, vísaði hugmynd Ara- fats um gerðardóm á bug. Egyptar hótuðu í gær, að aflýsa efnahagsráðstefnu Mið- austurlanda, sem ráðgerð er í Kaíró í nóvember næstkom- andi, hrintu Israelar ekki í framkvæmd innan þriggja vikna áður gefnum fyrirheitum gagnvart PLO. Varðaði það m.a. brottflutning hersveita frá Hebron og frekari brottflutn- ing frá Vesturbakkanum, opn- un sérstakra samgönguleiða milli Vesturbakkans og Gaza- svæðisins og lausn allra kven- fanga. Bar-Illan sagði, að yfirlýsing Egypta væri óheppileg ögrun sem einungis væri til þcss fall- in að auka á spennu fyrir botni Miðjarðarhafs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.