Morgunblaðið - 03.09.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.09.1996, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 1996 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÚRVERINU RÚNAR Sigurðsson, framkvæmdastjóri Tæknivals hf., og Gísli Erlendsson, forstöðumaður Fiskvinnsluskóians í Hafnarfirði, handsala samstarfssamninginn í nýstofnuðu útibúi Tæknivals í Hafnarfirði. Fiskvínnsluskólinn og Tæknival hf. hefja samvinnu FISKVINNSLUSKÓLINN í Hafn- arfírði og Tæknival hf. hafa tekið upp samstarf á sviði tölvu- og upplýsingamála. Samstarfssamn- ingur þar um var undirritaður nýlega. Samningurinn felur það í sér að Fiskvinnsluskólinn mun taka upplýsingakerfíð Hafdísi í notkun við kennslu og gert er ráð fyrir að skólinn og Tæknival standi sameiginlega að námskeiðum á sviði upplýsingatækni fyrir starfs- fólk í sjávarútvegi. Jafnframt verður tölvubúnaður skólans end- urnýjaður. Settar verða nýjar og fullkomnar Hyundai Pentium 166 Mhz tölvur í kennslustofur skól- ans_. Á undanförnum árum hefur orð- ið ör þróun í upplýsingatækni í sjávarútvegi. Samningurinn auð- veldar Fiskvinnsluskólanum í Hafnarfirði að bjóða nemendum upp á kennslu sem er í takt við það nýjasta sem þekkist meðal fyrirtækja í sjávarútvegi. Mikil- vægt er fyrir skólann að geta út- skrifað nemendur sem eru vel í stakk búnir að takast á við tækni- væðingu framtíðarinnar. Tækniva! hefur um árabil lagt áherslu á þróun og hönnun hug- búnaðar fyrir sjávarútveginn. Hugbúnaður frá Tæknivali er nú í notkun hjá um 200 fyrirtækjum í sjávarútvegi. Hafdís er nýjasta kynslóð þessa hugbúnaðar. Hafdís er alhliða upplýsingakerfí og held- ur utan um flesta þætti sem tengj- ast veiðum og vinnslu, svo sem gæðamál, aflabrögð, kvóta, vinnslu hráefnis og framlegð. Minni hagnaður hjá Kjell I. Rokke Endurskodendur gera athugasemd við uppgjörið hjá Resource Group Int. RGI, Resource Group Intemation- al, stórfyrirtæki Norðmannsins Kjell Inge Rokkes, hefur birt reikninga fyrir fyrra misseri þessa árs og kemur þar fram, að hagnað- ur fyrirtækisins hefur minnkað verulega. Er samdrátturinn mest- ur í útgerðarh'.utanum. Endur- skoðendur hafa auk þess gert at- hugasemd við uppgjörið eftir fyrsta ársfjórðung og telja, að hagnaðurinn sé ofmetinn. Rokke og félagi hans, Bjorn Rune Gjelsten, gera lítið úr þessum tölum og segja, að við mat á fyrir- tækinu verði menn að horfa til framtíðar og skoða hver velta þess er og sú verðmætaaukning, sem felst í endurskipulagningu ýmissa deilda þess. Að loknu fyrsta misseri nú er hagnaður RGI 1,75 milljarðar ísl. kr. en 2,6 milljarðar á sama tíma í fyrra. Á sama tíma hefur velta fyrirtækisins aukist úr 34 milljörð- um ísl. kr. í 46 milljarða. Lang- stærstur hluti hagnaðarins að þessu sinni kom til á fyrstu þrem- ur mánuðum ársins og er aðallega um að ræða söluhagnað. Lægra afurðaverð Endurskoðendur hafa gert at- hugsemd við hagnaðinn á fyrsta ársfjórðungi og telja þeir, að hann sé ofmetinn um rúmlega 400 millj. ísl. kr. Segir Tore Fjell hjá kaup- höllinni í Osló, að Rokke hafi bor- ið að kynna þessar athugasemdir fyrir kauphöllinni og hlutabréfa- markaðnum en það hafi hann ekki gert. Rokke skýrir útkomuna nú með lægra afurðaverði á mörkuðunum og segist hafa búist við, að verðið á surimi yrði stöðugra en raun varð á. RGI var hlutafjárúrboð í júní og var gengið þá 65 nkr. Síðustu vikur hefur það lækkað nokkuð og var fyrir skömmu komið í 63,50. Breski Verkamannaflokkurinn Leiðtogi í fót- spor Thatcher London. The Daily Telegraph. TONY Blair, leiðtogi Verka- mannaflokksins í Bretlandi, svar- aði fyrir helgina af mikilli hörku gagnrýni sem fram hefur komið innan flokksins á stjórnstíl hans sem mörgum þykir einræðis- kenndur. í gær sagðist Blair myndu upplýsa hvaða fyrirtæki hefðu styrkt flokkssjóðina og skor- aði á íhaldsmenn að gera slíkt hið sama. í grein Blairs í hægriblaðinu The Daily Telegraph sl. föstudag sagðist hann ekki myndu hvika frá því takmarki sínu að gera Verka- mannaflokkinn að nútímalegum samtökum er höfðað gætu til miðj- unnar í breskum stjórnmálum. Hann gagnrýndi John Major forsætisráðherra fyrir skort á röggsemi. í reynd hefðu aldrei verið til nema tvær aðferðir við að veita forystu. Annars vegar að reyna að flækja málin, þæfast við og þóknast öllum, hins vegar tjá sig skýrt um meginmálin, færa rök fyrir skoðunum sínum og reyna að vinna fólk á sitt band. Blair sagðist hafa lesið ævisögu Margaret Thatcher, forvera Maj- ors { embætti, í sumarleyfi á ítal- íu. Það væri athyglisvert að hún hefði orðið fyrir sams konar gagn- rýni úr eigin röðum rétt fyrir kosn- ingasigurinn árið 1979 og hann nú af hálfu eigin flokksmanna. „Þegar upp er staðið verða leið- togar að veita forystu. Þeir verða að sjá til þess að markmið og leið- ir séu ljós, jafnt fyrir flokkinn sem þjóðina." Blair hét því í gær að Verka- mannaflokkurinn myndi ekki verða háður samtökum er beijast fyrir réttindum dýra en hópur er berst gegn hinum hefðbundnu refaveiðum yfirstéttarinnar gaf nýlega milljón pund, um 100 millj- ónir króna, í flokkssjóðinn. Leið- toginn benti á að íhaldsflokkurinn, sem fékk um 18 milljónir punda, 1.800 milljónir króna, í sjóði sína í fyrra, veitti engar upplýsingar um einstaka gefendur. Ætlun Verkamannaflokksins væri að skýra frá nöfnum stjórn- enda fyrirtækja er gefið hefðu umtalsvert fé í flokkssjóðinn und- anfarna fímm mánuði. Yrði þá kjós- endum einnig ljóst að flokkurinn nyti í vaxandi mæli stuðnings í viðskiptalífínu. Enn koma þó um 54% af framlögum frá stéttarfélög- unum en hlutfallið fer lækkandi. Sjö drukkna á morð- staðnum SJÖ manns drukknuðu á laug- ardag á sama stað og Susan Smith drekkti börnum sínum, Michael og Alex, í Suður-Karol- ínu í Bandaríkjunum fyrir tveimur árum. Fólkið hafði farið að John D. Long-vatni til að skoða stað- inn, þar sem Smith drekkti börnum sínum. Bifreið með fjór- um börnum og föður þriggja þeirra virðist hafa runnið út í vatnið og fundust engin merki þess að reynt hefði verið að stöðva hana. Móðirin stakk sér út í vatnið til að bjarga íjölskyldu sinni, en virðist hafa drukknað inni í bifreiðinni. Að auki drukknaði fjölskylduvinur, sem einnig hugðist bjarga fólkinu. Susan Smith hélt því fram í níu daga að börnum sínum hefði verið rænt, en játaði svo að hafa drekkt þeim. Mál þetta vakti mikinn óhug Bandaríkja- manna og var fjallað um það um allan heim. Allt fór á annan endann í Union, heimabæ Susan Smith, fyrir tveimur árum og um helg- ina fylltist bærinn á ný af fjölm- iðlafólki. Talið er að atvikið á laugar- dag hafi verið slys. Brussel lifnar við að loknum sumarleyfum Erfið mál bíða úrlausnar hjá ESB Brussel. Reuter. MÖRG aðkallandi mál, sem liggja fyrir til úrlausnar hjá stofnunum Evrópusambandsins (ESB) í Bruss- el, eiga nú með septemberbyijun af fá notið þeirrar afgreiðslu sem ekki var hægt að veita þeim undan- farinn mánuð. Ágúst er sumarleyfa- tími embættismanna ESB og liggur því starfsemi stofnana ESB að meira eða minna leyti niðri þann tíma, en lifnar svo við af endurnýj- uðum krafti í september. Mest aðkallandi málin, sem emb- ættismennirnir þurfa nú að takast á við, eru kúariðumálið, sameigin- legur gjaldmiðill Evrópu og við- skiptasamningar við Bandaríkin. Að auki þessum þremur erfíðu málum, sem á dagskránni eru, má nefna ríkjaráðstefnuna um endur- skoðun grundvallarsáttmála og stofnanauppbyggingar ESB, sem hófst fyrr á þessu ári og stendur til að ljúka fyrir árslok 1997, og allalvarlega deilu sem fram- kvæmdastjórn ESB á nú í við Þýzkaland vegna niðurgreiðslna til bílaverksmiðja í Saxlandi. Enn deilt um kúariðu Kúariðumálið svokallaða var langmest áberandi á dagskrá ESB í júní og júlí. Talið var að tekizt hefði að finna lausn sem málsaðilar myndu una, en ný skýrsla vísinda- manna, þar sem líkum er að því leitt að kúrariða muni hverfa úr sögunni skömmu eftir aldamót, hef- ur hleypt af stað nýjum kröfum frá hendi Breta um að aðgerðirnar gegn brezkum kúabændum verði mildaðar. Ósennilegt er að hinar aðildarþjóðirnar hafi nokkurn hug á að samþykkja slíkt, svo að enn má búast við spennu innan sam- bandsins af þessum sökum. Á efnahagssviðinu eru tilraunir aðildarríkjanna til að uppfylla skil- yrði Maastricht-samningsins fyrir aðild að efnahags- og myntbanda- lagi Evrópu (EMU) efst á baugi. Framkvæmdastjórn ESB mun í þessum mánuði taka fyrir á fundum sínum áætlun um jafnvægi í ríkis- fjármálum aðildarríkjanna, nýtt gengissamstarf Evrópu (ERM) og undirbúning lagarammans fyrir hina sameiginlegu mynt. Spenna milli Evrópusambands- ríkjanna og Bandaríkjanna er enn þónokkur vegna nýrrar bandarískr- ar löggjafar sem beint er gegn fyrir- tækjum sem stunda viðskipti við Kúbu, íran og Líbýu. Háttsettir embættismenn munu eiga viðræður um þetta mál í Brussel í vikunni. Ríkjaráðstefnan er ennfremur alltaf ofarlega á dagskránni, en ákveðið hefur verið að hraða samn- ingaviðræðum henni tengdri á næstu mánuðum, til þess að takast megi að leggja uppkast að endur- skoðuðum grundvallarsáttmála fyr- ir leiðtogafund ESB í Dublin í des- ember. Brussel. Reuter. FRAMKVÆMDASTJÓRN ESB tilkynnti í gær, að hún hygðist rannsaka kvartanir skozkra lax- eldisbænda þess efnis, að lax sem fluttur væri inn frá Noregi til Evrópusambandsins væri greidd- ur niður og boðinn á undirboðs- kjörum, sem skaðaði framieið- endur innan ESB. í lögbirtingarriti fram- kvæmdastjórnarinnar kemur fram, að ákveðið hafi verið að hefja aðskildar rannsóknir á undirboði annars vegar og niður- greiðslum hins vegar, á eldislaxi frá Noregi. Norskur eldislax Undirboðs- rannsókn hafin Hagsmunasamtök laxeldis- bænda i Skotlandi og á Hjalt- landseyjum lögðu inn kvartan- irnar, en samkvæmt eigin upplýs- ingum framleiddu þeir 70 af hundraði alls eldislax innan ESB á síðasta ári. „Kvartanirnar gefa í skyn og láta í té sönnunargögn um að innflutningur frá Noregi hafi aukizt til muna, bæði hvað varðar magn og markaðshlut- deild,“ segir í tilkynningu fram- kvæmdastjórnarinnar. Gögn þau sem skozku fram- leiðendurnir lögðu fram eru sögð sanna, að norskir eldislaxfram- leiðendur hafi notið ríkisstyrkja sem næmu milli 450 og 500 sterl- ingspunda, um 50.000 íslenzkra króna, á hvert tonn. » I I > | í. I I i I l l i t; t t i a b t ! (: t. L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.