Morgunblaðið - 03.09.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 03.09.1996, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, HERDÍS JÓNSDÓTTIR BIERING, andaðist 2. september sl. Gunnar Biering, Rannveig Biering, Sveinn Þorsteinsson, Hulda Biering, Margeir Gissurarson og barnabörn. Ástkaer eiginmaður minn og faðir, HLYNUR HANSEN, Bókhlöðustíg 3, Stykkishólmi, lést þann 31. ágúst á St. Fransiskus sjúkrahúsinu í Stykkishólmi. Sesselja Eysteinsdóttir, Danfel Hans Hlynsson. t Hjartans þökk sé öllum þeim fjölmörgu, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall og útför ARA GUÐJÓNSSONAR rakarameistara og vottuðu minningu hans virðingu sína. Salvör Veturliðadóttir, Sigrún Aradóttir, Sveinn Árnason, Halldór Arason, Ingibjörg Magnúsdóttir, Helgi Arason, Mai Britt Krogsvold, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, MAGNÚS ÓLAFSSON bóndi, Belgsholti, Melasveit, andaðist 30. ágúst í Sjúkrahúsi Akra- ness. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Anna Þorvarðardóttir. + Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengda- föður og afa, EGGERTSSTEFÁNS SIGURÐSSONAR WAAGE. Guð blessi ykkur. Sigurður Ó. E. Waage, Ingibjörg B. Jóhannesdóttir, ísleifur H. E. Waage, Andrea Gunnarsdóttir, Guðrún H. E. Waage, Kjartan V. Arnbjörnsson, Edda E. Waage, afabörn og langafabarn. + Útför eiginmanns míns, sonar, föður okkar, tengdaföður og afa, BIRGIS HALLDÓRSSONAR verslunarmanns, Dalalandi 10, Reykjavík, sem lést þann 26. ágúst, fer fram frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 4. sept- ember kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakk- aðir, en þeim, sem vildu minnast hans, er vinsamlegast bent á Krabbameinsfélag fslands. Sigríður Auðunsdóttir, Rut Guðmundsdóttir, Soffia Auður Birgisdóttir, Þorvarður Árnason, Halldór Þ. Birgisson, Steinunn Ragnarsdóttir, Birgir E. Birgisson, Eyrún Ingadóttir, Ægir Birgisson, Auður Björk Guðmundsdóttir og barnabörn. JÓNSÍMON MAGNÚSSON + Jón Símon Magnússon var fæddur á Siglufirði 15. ágúst 1931. Hann andaðist 26. ágúst siðastliðinn. Foreldrar hans voru Magnús Jóns- son, fæddur 23.12. 1884, dáinn 13.2. 1969, og María Sumarrós Erlends- dóttir, f. 23.4. 1891, d. 29.9. 1970. Systk- ini Jóns voru María og Guðlaug sem lét- ust í bernsku, Unn- ur, María og Haraldur sem eru nú látin. Eftirlifandi systur hans eru Jóhanna sem er bú- sett á Siglufirði og Elinóra Guðlaug, búsett í Reykjavík. Jón fluttist til Reykjavíkur 1953 og bjó þar til æviloka. Eftirlifandi eiginkona hans er Jóhanna Sigurbjörg Aðal- steinsdóttir frá Búðardal í Dalasýslu. Þau giftust 26. maí 1958. Þau voru barnlaus. Utför Jóns fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. „Dáinn, horfínn! Harmafregn! Hvílíkt orð mig dynur yfir!“ Mér var hugsað til þessara orða skáldsins og jafnframt setti mig hljóðan þegar Nanna tilkynnti mér að kvöldi mánudagsins 26. ágúst sl. að vinur minn Jón S. Magnús- son, Fellsmúla 2, Reykjavík, hefði látist síðdegis sama dag við veiðar á bökkum Þjórsár. „En ég veit að látinn lifir, það er huggun harmi gegn.“ Ég kynntist Jóni fyrst sem barn að aldri. Jón réðst ungur að árum til sjós. Þar kynntist hann föður mínum. Upp frá því var Jón heim- ilisvinur í Skipasundi 13. Þar hóf hann sinn búskap ásamt elskulegri eiginkonu sinni Jóhönnu Sigur- björgu Aðalsteinsdóttur, sem alltaf hefur verið nefnd Nanna. Allt frá þeirri tíð á ég margar góðar og skemmtilegar minningar er nú leita á hugann. Minningar um góðan dreng lifa í hjörtum okkar er þekktum hann og unnum honum. Ég vil einnig þakka þér vinur og þinni ágætu konu fyrir vináttu og ræktarsemi er aldrei bar skugga á, sem og til foreldra minna. Um- hyggja og hjálpsemi ykkar í minn garð, barns að aldri, gleymist eigi, né góðvild og þolinmæði að hlusta á og trúa litlum snáða. Eins þökk fyrir spilakennsluna og allar skemmtilegu stundirnar er við átt- um saman við spilaborðið gegnum árin. Jón var maður myndarlegur á velli, glæsimenni í sjón og raun eins og móðir mín Sólveig komst að orði um hann. Einnig var hann vel máli farinn, vel gefinn og fróð- leiksfús, maður er yndi hafði af rökræðum enda víðlesinn og glögg- ur. Eftir var tekið hversu góða rit- hönd hann hafði. Lífsstef hans var jafnvægi nátt- úrunnar, jafnvægi milli hins sterka og veika, eldri sem yngri, manns og konu. Já, lífsins í heild sinni. Hann var í senn trúr bernsku sinni og uppvaxtarárum á Siglu- firði og lífsreynslu sjómannsins, byggingaverkamannsins og bens- ínafgreiðslumannsins sem og eðli sínu. Þar sem orð og athafnir manna voru leiðarljós að betra mannlífi, von og trú til jöfnunar. Manninum er í reynd ásköpuð sú hvöt að taka afstöðu til manns- lífsins í heild sinni eftir efnum og ástæðum hvers og eins. I slíku lífs- spili var Jón ódeigur baráttumað- ur, spili sem aldrei verður að fullu lokið, í þeirri fullvissu að alltaf mætti gera betur til að nálgast „markmiðið“. I lífsgöngu hans mátti kenna þessa þætti ljóslega. Allir sem þekktu hann vissu að þar fór skapríkur maður með stórt hjarta, er þoldi ei órétt, hvort sem í hlut áttu háir eða lágir. Skoðunum sínum, viðhorfum til manna og málefna sem og rökum beitti hann til allra er hlut áttu að máli. Gerði ekki man- namun, hveijh' sem í hlut áttu, ríkir eða fá- tækir, ungir eða aldnir, konur eða karlar. Vinnuveitendum sínum var hann trúr og minntist þeirra oft með stolti og virðingu, sérstaklega vil ég hér tilnefna félagið Skeljung. Bar hann hag þess og framgang mjög fyrir bijósti, sem og sam- starfsmenn sína. Ég minnist þess, hversu hrifinn þú varst, Jón, að vinna að kjöri Ólafs Ragnars Grímssonar til for- seta íslands og hve þið hjón voruð stolt af forsetahjónunum við emb- ættistöku hans til forseta lýðveldis- ins 1. ágúst sl. Heimilið var sá staður er Jón mat mest og best, þangað var gott að koma. Þar ríkti snyrti- mennska og fágun, glaðværð og hjartahlýja húsráðenda. Þótt Jón væri dulur á sínar innstu tilfinning- ar hafði hann það á orði hversu mikill gæfumaður hann væri að hafa átt svo góðan félaga og lífs- förunaut sem Nönnu. f mínum huga voru þau eitt, Nanna og Jón, Jón og Nanna. Drengskaparmaðurinn Jón Magnússon er horfinn sjónum okk- ar yfir móðuna miklu. Lífsspili hans á þessari jörð er lokið. En áfram verður stokkað og gefið, en hvernig til tekst fer eftir útspili hvers og eins í sókn og vörn til betra mannlífs. Það spil er enda- laust eins og eilífðin sjálf. Megi óskin um trú, von og réttlæti verða leidd til hásætis. Hann á góða heimkomu vísa, er hann hverfur til þeirrar moldar sem allir eru sprottnir frá og up- prísa úr. Nanna mín, ég og fjöl- skylda mín vottum þér og eftirlif- andi systrum Jóns og öðrum ást- vinum, okkar dýpstu samúð. Hvíl í friði, mæti vinur. Eyjólfur Magnússon. Kallið er komið, og eins og svo oft áður kemur það manni jafn mikið á óvart. Kæri vinur, þegar við kvöddumst á sunnudagskvöldið 25. ágúst sl. átti ég svo sannarlega ekki von á því að við værum að kveðjast í síð- asta sinn, þú varst búinn að vera í vafa hvort þú ættir að fara austur í Ölfusá að veiða á mánudaginn og þegar þú hafðir heyrt veðurspána var ákveðið að fara. Ég kynntist Jóni fyrir tveimur og hálfu ári síðan og á þessum stutta tíma sem við unnum saman tókst með okkur mikil og góð vin- átt. Við unnum saman á bensínstöð Skeljungs við Miklubraut og þar eins og annars staðar var mismik- ið að gera, og okkur gafst stundum tækifæri til að setjast niður og tala saman og þá var ekki að sök- um að spyija, það kom saga, en þú hafðir frá mörgu að segja bæði frá þér sjálfum og eins frá ein- hverju sem þú hafðir heyrt eða lesið. Við töluðum stundum um að vaktin okkar væri sú besta því hlátur og gleði var það sem við áttum nóg af. Gullkornin frá þér voru mörg og allt of mörg til að telja upp hér, ég verð þó að minn- ast á eitt þeirra sem við vitnuðum oft í. Það er um hinn gamalkunna og nafntogaða kokk er á árum áður sem var spurður að því hvort hann vissi hvað fjallið þarna héti og bent var á Esjuna, neeeei var svarið en það er búið að vera þarna lengi. Þó frá mörgu sé að segja mun ég láta hér staðar numið, ég mun geyma minningar um þig og vitna í þig svo lengi sem ég lifi. Kæri vinur, með virðingu og þökk kveð ég þig og sendi Nönnu mínar dýpstu samúðarkveðjur. Hans P. Blomsterberg. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það, en samt ég verð að segja að sumarið líður allt of fljótt. Elsku Jónsi minn, mér fannst að það væri langt í það að sumar- ið þitt væri á enda. Það var laugar- daginn 17. ágúst sem ég hitti ykk- ur Nönnu í bænum. Mér fannst þú líta svo vel út og vera svo glað- ur. Og þetta kvöld ákvað ég það, að það skyldu ekki verða margir dagar þangað til ég kæmi í heim- sókn. Én þú varst allur er ég loks kom í heimsóknina. Mig langar að minnast gömlu góðu daganna heima hjá mömmu og pabba á Siglufirði. Við áttum skemmtileg unglingsár saman og góða foreldra sem lögðu mikla áherslu á það, að allt okkar líf væri undir því komið, að vera góðar og heiðarlegar manneskjur og skulda aldrei nein- um neitt. Ég held að við bæði höf- um staðið við þau heit. Það var gaman á þessum árum að eiga heima á Siglufirði. Sjá síldarskipin koma drekkhlaðin inn ijörðinn og göturnar fullar af fólki sem var komið í bæinn að afla sér peninga. Þetta sumar varst þú ekki nema 14 ára en kominn í vinnu sem létta- drengur á planinu hjá Óskari Hall- dórssyni en ég á ljósmyndastofunni hjá Kristfinni. Jóhanna systir okk- ar var trúlofuð Jónasi Guðmunds- syni málara og voru þau farin að búa og áttu von á sínu fyrsta barni. Um haustið fór ég svo til Akra- ness að ljúka gagnfræðaskólanum. Haustið 1946-47 kom svo Hval- fjarðarsíldin, þá fórst þú að vinna hjá síldarverksmiðjunum í vakta- vinnu í mjölskemmunni. Haraldur bróðir okkar var í landi þennan vetur og var hann að vinna við löndun úr síldarskipunum sem komu að sunnan. Núna þegar ég skrifa þessar línur, finn ég þessa rosalegu lykt sem aðallega fylgdi Haraldi sem var í lestarvinnunni. Ef ég talaði um að mig langaði að eiga eitthvað, þá var það ósjald- an að þið bræðurnir keyptuð sama hlutinn handa mér, það var ekkert of gott fyrir Laugu systur. Á þess- um árum var allt skammtað. Eitt kvöldið við matarborðið varð mér að orði, það á að selja kjólefni og silkisokka i Kaupfélaginu á morg- un. Jón var þessa nótt á vakt en Haraldur lét sig ekki muna um það en fór beint úr lestargrútnum í bið- röðina og konurnar sem voru búnar að bíða margar klukkustundir í bið- röðinni þustu í allar áttir. En ég fékk bæði kjólefni og mörg pör af sokkum. Haustið 1948 flyt ég til Akraness og leiðir okkar skiljast. Jón fer á sjóinn en það var alltaf samband á milli, hann var í sigling- um og þá var hann alltaf að kaupa eitthvað handa mér. Uppúr tvítugsaldrinum var hann í skipsrúmi suður með sjó, þar hitti hann konuefni sitt Jóhönnu Sigur- björgu Aðalsteinsdóttur ættaða frá Búðardal. Fljótlega eftir gifting- una fer Jón að vinna í landi, lengst hjá Olíufélaginu Skeljungi. Jón hafði mjög gaman af að spila, hann las mikið og var vel heima í öllum málum utanlands sem innan- lands. Hann hafði sérstaklega gaman að skreppa í veiði ef hann átti frí og var hann við þetta tóm- stundagaman sitt er kallið kom. Elsku Jónsi minn, ég þakka þér fyrir allt á liðnum árum og ég vona þér líði vel núna. Nanna mín, ég votta þér samúð mína og að góður guð gefi þér styrk í raunum þínum. Guðlaug Magnúsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.