Morgunblaðið - 03.09.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.09.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 1996 2h Lík 91 manns fundið á Svalbarða Lík fórnar- lamba slyssins flutt til Tromsn NELSON Míandela í þann mund að smella kossi á kærustu sína, Graca Machel. Jóhannesarborg. The Daily Telegraph. EFTIR orðróm í marga mánuði hefur skrifstofa Nelsons Mand- ela, forseta Suður-Afríku, stað- fest, að forsetinn og Graca Mac- hel, ekkja Samora Machel, fyrr- verandi forseta Mósambík, séu í „nánu og stöðugu sambandi“. Samkvæmt blaðafréttum ætla þau ekki að ganga í hjónaband að svo stöddu en búa saman á heimili Mandela í tvær vikur í hverjum mánuði. Orðrómurinn um samdrátt þeirra Mandela og Machel jókst mjög eftir að Mandela skildi við eiginkonu sína í 38 ár, Winnie, í mars sl. og í opinberri heim- sókn forsetans í París í júlí héld- ust þau í hendur, hann og Mac- Mandela með nýja upp á arminn hel. Þegar svo Mandela kyssti Machel í brúðkaupi Roberts Mugabes, forseta Zimbabwes, fyrir tveimur vikum fór ekki lengur á milli mála hvað væri á seyði. Sagt er, að Mandela hafi til- kynnt leiðtogum Afríska þjóð- arráðsins, að þau Machel muni koma fram saman á næstunni en hún missti mann sinn, Sa- mora Machel, í dularfullu flug- slysi 1986. Mandela er 78 ára að aldri en Machel fimmtug og er hann guðfaðir sjö barna hennar og Samora. Nýtur hún mikillar virðingar í Mósambík og víðar vegna starfa sinna fyrir Unicef, Barnahjálparsjóð Sameinuðu þjóðanna. Sagt er, að frammá- menn í Mósambík og öldungarn- ir í ættbálki Machel séu sam- þykkir þessum ráðahag en selji sig samt upp á móti því, að hún flyljist úr landi. Longyearbyen. Reuter. NORSKUM og rússneskum björg- unarmönnum hafði í gærmorgun tekist að finna lík 91 manns af þeim 141, sem fórst með rússnesku flugvélinni á Svalbarða. Er farið með líkin fyrst til Longyearbyen á Spitzbergen en síðan til Tromso í Noregi þar sem borin verða kennsl á þau. Ekki er mjög erfitt að komast að flaki vélarinnar, sem var af gerðinni Tupolev TU-154, en veðr- ið var aftur mjög slæmt þar til nú um helgina. Eru flest líkanna svo illa farin, að notast verður við DNA-rannsókn til að þekkja þau. Hafa blóðsýni úr ættingjum hinna látnu verið send frá Moskvu til Tromso. Fyrir helgi kom upp ágreiningur milli Norðmanna og Rússa en þá höfðu rússneskir björgunarmenn farið í þyrlu á slysstað þar sem þeir fundu svarta kassann úr vél- inni. Höfðu þeir ekki beðið Norð- menn leyfis en Norðmenn hafa lögsögu á Spitzbergen þótt Rússar megi stunda þar námavinnslu sam- kvæmt samningnum frá 1920. Voru tveir Rússanna handteknir og hafðir í haldi í nokkrar klukku- stundir en nú er búið að jafna þennan ágreining. Minningarathöfn Björgunaraðgerðum var frestað í tvær klukkustundir á sunnudag meðan Rússar könnuðu hluta úr vélinni, sem merktur var alþjóð- legu tákni fyrir geislavirk efni. Ekki varð vart við neina geisla- virkni og var aðgerðum þá haldið áfram. Margir ættingja hinna látnu eru komnir til Spitzbergen og var fyrir- hugað að halda minningarathöfn skammt frá slysstaðnum í gærdag. Pavel Baev hjá Norrænu friðar- rannsóknastofnuninni telur, að flugslysið geti leitt til þess, að Rússar hætti námagrefti á Sval- barða. Segir hann, að af honum sé enginn arður og hafi aldrei ver- ið enda hafi tilgangurinn með hon- um fyrst og fremst verið sá að styrkja pólitíska hagsmuni Rússa á þessum slóðum. Eftir lok kalda stríðsins séu þessir hagsmunir ekki jafn ríkir og áður. Blaö allra landsmanna! - kjarni ináhins! Mannskæð átök í Búrúndí Bujumbura. Reuter. STJÓRNARHER Búrúndí, sem að mestu er skipaður Tútsum, sagði í gær að uppreisnarmenn úr röðum Hútúa hefðu myrt fjölda óbreyttra borgara í hörðum bardögum í Kay- anza-héraði í norðvesturhluta lands- ins. Þá hefði Qöldi opinberra bygg- inga verið eyðilagður. Skæruliðar hafa hert mjög sókn sína á hendur stjórnarhernum síð- ustu daga en mánuður er liðinn frá því að settar voru viðskiptaþvingan- ir á hendur Búrúndí í kjölfar þess að herinn tók völdin þar í lok júní. Árásir skæruliða Hútúa um helg- ina á borgina Gatara voru gerðar degi áður en forsætisráðherra her- foringjastjórnarinnar hugðist koma til svæðisins til að útskýra fyrir íbú- um þess hvers vegna valdarán hers- ins hefði verið talið nauðsynlegt. Vitni í Gatara fullyrða að skæru- liðar hafi eyðilagt allar stjórnar- byggingar en látið heimili óbreyttra borgara vera. Hins vegar hafi all- nokkrir verið drepnir þar sem þeir hafi verið grunaðir um að veita hern- um upplýsingar. Segja vitnin að skæruliðar hafi sagst myndu gera viðlíka árásir á aðrar borgir og bæi í Búrúndí. Alls hafa um 150.000 manns látið lífið í átökum Hútúa og Tútsa síð- ustu þrjú árin. Nágrannaríki Búr- úndí hafa lokað fyrir alla umferð til og frá landinu til að þrýsta á herfor- ingjastjórnina um að ganga til við- ræðna við Hútúa, auk þess sem Sameinuðu þjóðirnar hafa hótað stjórninni vopnasölubanni hefji hún ekki viðræður. Þrettán mannrétt- indasamtök í Búrúndí lögðu í gær fram þá ósk að samgöngubanninu á landið yrði aflétt, þar sem það kæmi fyrst og fremst niður á óbreyttum borgurum. N-Kórea setur skilyrði fyrir viðræðum Brottför Bandaríkja- herliðs verði rædd Tókýó. Reuter. NORÐUR-Kóreumenn sögðu að ræða ætti brottför bandaríska herl- iðsins í Suður-Kóreu á fundi sem lagt hefur verið til að yrði með full- trúum Kóreuríkjanna beggja, Bandaríkjanna og Kína til að semja um frið á svæðinu. Óljóst er hver fer með völdin núna í kommúnistaflokki Norður-Kóreu en Kim Jong-il, sonur fyrrverandi einræðisherra landsins, og arftaki, hefur reynt að treysta tök sín á hernum og valdakerfinu. Norður- Kóreumenn, sem eiga auk þess við mikinn efnahagsvanda og matar- skort að stríða, hafa enn ekki svarað því formlega hvort ríkið viiji taka þátt í áðurnefndum fundi. Talsmað- ur utanríkisráðuneytis kommúnista- stjórnarinnar í Pyongyang, höfuð- borg N-Kóreu, sagði að ef Banda- ríkjamenn vildu ekki ræða brott- flutninginn væri ekki æskilegt að halda fundinn. Kóreuríkin áttu í blóðugri styijöld á sjötta áratugnum og veittu þá Bandaríkjamenn suðurhlutanum lið- sinni en Kínvetjar studdu norðan- menn. Bandaríkjamenn hafa enn 37.000 manna herlið í Suður-Kóreu. BIODROGA Lífrænar jurtasnyrtivörur Haustlitimir 1996 Útsölustaðir: Stella Bankastræti, Ingólfsapótek Kringlunni, Stjömuapótek Akureyri, Lilja snyrtistofa, Grenigrund 7, Akranesi, Hilnta Húsavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.