Morgunblaðið - 03.09.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 03.09.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 1996 13 AKUREYRI Brimborg tekur við rekstri bílaverkstæða Þórshamars BRIMBORG hf. hefur frá og með 1. september tekið við rekstri bíla- verkstæða Þórshamars hf. á Akur- eyri og mun nafni fyrirtækisins verða breytt í Brimborg - Þórsham- ar hf. Þetta er í fyrsta skipti sem bílaumboð opnar utan Reykjavíkur fullbúið útibú sem er að fullu í eigu þess. Markmið Brimborgar með þessum breytingum er að bæta þjónustu fyrirtækisins við fjölmarga við- skiptavini þess úti á landsbyggðinni ásamt því að auka sölu á vörum Tónleikar á Breiðumýri ELMA Atladóttir, sópransöngkona og Helga Bryndís Magnúsdóttir, píanóleikari halda tónleika á Breiðu- mýri á fimmtudagskvöld, 5. septem- ber kl. 21. Á efnisskránni eru m.a. verk eftir Jón Ásgeirsson, Sigfús Einarsson, Þórarin Guðmundsson, Grieg, Sibel- ius, Schubert, Strauss og Puccini. Elma lauk 8. stigs prófi í söng frá Tónlistarskólanum á Ákureyri á síð- asta ári og burtfararprófi frá Söng- skólanum í Reykjavík vorið 1996 og stundar nú nám við framhaldsdeild skólans. Helga Bryndís Magnúsdóttir út- skrifaðist sem einleikari og píanó- kennari frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1987. Hún stundaði framhaldsnám í Vínarborg og Hels- inki. Hún hefur haldið tónleika víða um land auk þess að leika erlendis ein og með öðrum. Hún er í Caput- hópnum og starfar sem kennari við Tónlistarskólann á Akureyri. Hlúum að börnum heims - framtíðin er þeirra FRAMLAG ÞITT ER MIKILS VIRÐI <5lT hjálparstofnun 1-ii-J KIRKJUNNAR V II y - meðþinni hjálp fyrirtækisins. Allir starfsmenn þess munu starfa áfram hjá Brimborg - Þórshamri til þess að tryggja að áratuga reynsla starfsmanna og tengsl við viðskiptavini haldist óbreytt. Miklar breytingar á húsnæðinu Miklar breytingar verða gerðar á húsnæði Brimborgar - Þórshamars til að fyrirtækið geti veitt öllum eig- endum fólks- og vörubifreiða ásamt eigendum krana, vinnuvéla og báta- véla bestu mögulega þjónustu á sem hagkvæmustu verði. Lögð verður áhersla á að koma verkstæðunum í endanlegt horf þannig að sem minnstri röskun valdi fyrir viðskipta- vini fyrirtækisins og þegar þeim breytingum er lokið verður hafist handa við opnun glæsilegs sýningar- salar fyrir bifreiðar. Koma Brimborgar hf. til Akur- eyrar fer fram í góðri samvinnu við ljölda fyrirtækja og einstaklinga í bænum og hið nýja fyrirtæki hefur þegar gert þjónustusamninga við nokkur fyrirtæki á svæðinu. Nýkomnar haustvörur á mjög góðu verði frá Fyrir frjálslega vaxnar konur á öllum aldri. Suðurlandsbraut 52. Sími 588 3800. Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-14. Glerárkirkja Opið hús fyr- ir foreldra og börn FYRIRHUGAÐ er að endurvekja opið hús fyrir foreldra með ung börn sem í eina tíð voru í Glerár- kirkju og verður hið fyrsta í dag, þriðjudaginn 3. september frá kl. 14 til 16. Ætlunin er að spjalla og gefa börnunum kost á að leika sér sam- an, en síðar meir þegar starfsem- inni hefur vaxið fiskur um hrygg verða fyrirlesarar fengnir til að koma og fjalla um tiltekin málefni. Bókaðu þig á fj ármálanámskeið Búnaðarbankans! Það er hægt að ná miklum árangri í að iækka útgjöldin án þess að neita sér um alla ánægjulega hluti, ef fólk lætur skynsemina ráða í fjármálunum. Búnaðarbankinn mun standa fyrir röð af námskeiðum um fjármál fyrir alla aldurshópa. Þátttakendur fá vandaðar fjár- málahandbækur sem hafa verið samdar sérstaklega fyrir hvern aldurshóp. * A kr Fjármála & y 'jé - S* • CINS ÍACI.fAC Sfi/ÓffO* IA HlMA DAttASCA SS I1EIMIL.1SIJNAN Fjármál heimilisins H Fjármál unga fólksins FJÁKMÁLAHAxdbök (Á)RUMUUiB-Wt;iNN -/luutfUr lnwkí NAMSfl LINAN A Fjármál heimilisins Þar er fjallað um ýmis atriði sem tengj- ast heimilisrekstri. Hvernig spara má í útgjöldum, lánamöguleika, ávöxtunarleið- ir, heimilisbókhald, áætlanagerð, skatta- mál, húsnæðislán, kaup á íbúð o.fl. Verð 2000 kr. (3000 kr. fyrir hjón). Ath! Félagar í Heimilislínu borga 1500 kr. (2500 kr. fyrir hjón). Innifalin er veg- leg fjármálahandbók og veitingar. Fjármál ungafólksins Nýtt námskeið sem er sérstaklega ætlað fólki á aldrinum 16 - 26 ára. Tekið er á flestum þáttum fjármála sem geta komið upp hjá ungu fólki í námi og starfi. Verð 1000 kr. Innifalin er Fjármálahandbók fyrir ungt fóik og veitingar. _ Fjármál unglinga Fjármálanámskeiðið er fyrir unglinga á aldrinum 12 -15 ára. Þar er leiðbeint um hvernig hægt er að láta peningana endast betur, hvað hlutirnir kosta og ýmislegt varðandi fjármál sem ungling- ar hafa áhuga á að vita. Þátttakendur fá vandaða fjármálahandbók. Ath! Ekkert þátttökugjald. Veitingar. Næstu námskeið: Miðvikudag 11. sept. Fjármái unglinga kl. 15 -18 Miðvikudag 11. sept. Fjármál unga fólksins kl. 18 - 22 Fimmtudag 12. sept. Fjármál unga fólksins kl. 18 - 22 Miðvikudag 18. sept. Fjármál heimilisins kl. 18 - 22 Fimmtudag 19. sept. Fjármál unglinga ki. 15 -18 Mánudag 23. sept. Fjármál heimilisins kl. 18 - 22 Miðvikudag 25. sept. Fjármál heimilisins kl. 18 - 22 Nánari uppiýsingar um námskeiðin og skráning eru í síma 525 6343. BUNAÐARBANKINN -traustur banki!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.