Morgunblaðið - 03.09.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.09.1996, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ i ERLEIMT íraksher sagður taka hundruð Kúrda af lífi Salahuddin, Washington. Reuter, The Daily Telegraph. ARASIR I NORÐUR-IRAK 3> Mosul V%..í ■ Arbil 36. breiddarbaugur íröskum flugvélum bannaö aö fljúga lengra í noröur : Hermt var á sunnudag að íraskar herþotur hefðu gert árásir á þorp norðan við 36. breiddarbaug. Sameinuðu þjóðirnar hafa bannað flug íraskra herfiugvéla á því svæði. / Gerðar voru sprengjuárásir á þorpið Bustaneh, :• nálægt Arbil, /■ , og bæinn Kifri. \ s. I R A N íbúarnir flúðu þaðan, .....að sögn íraskra •---stjómarandstæðinga. RAK Sulaimaniya Fyrr á sunnudag voru gerðar sprengjuárásir á borgina Sulaimaniya Mikiö mannfall varð á laugardag þegar skæruliðar Lýðræðisflokks Kúrdistans (KDP) náðu Arbil á sitt vald að nýju, með stuðningi íraskra hersveita. Borgin hafði verið á valdi Föðurlandssambands Kúrdistans (PUK). \ *........... Reuter RUMLEGA þúsund manns komu saman í miðborg Lund- úna til að mótmæla árásum íraskra hersveita á svæði Kúrda í norðurhluta íraks um helgina. Hér er drengur með fána Kúrda á Trafalgar-torgi. Olíusölu A Iraka frestað New York, Ankara. Reuter. BOUTROS Boutros-Ghali, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði á sunnudag að hann myndi fresta framkvæmd samnings um að heimila takmarkaðan olíuút- flutning íraka af mannúðarástæð- um. Samkomulag hafði náðst við ír- aka um að þeir mættu selja olíu fyrir tvo milljarða dala, sem svarar 130 milljörðum króna, á hálfu ári til að kaupa matvæli og lyf handa fólki sem hefur orðið fyrir barðinu á viðskiptabanninu sem Sameinuðu þjóðirnar settu á írak eftir innrásina í Kúveit árið 1990. Gert hafði verið ráð fyrir að olíuútflutningurinn hæfíst 15. þessa mánaðar. Tyrkir mótmæla Tyrkneskir embættismenn, sem vilja að viðskiptabannið verði af- numið, segjast ætla að áfrýja úr- skurði Boutros-Ghali til allsheijar- þings Sameinuðu þjóðanna. Þeir hvöttu ennfremur Vesturlönd til að koma í veg fyrir að olíuútflutningn- um yrði frestað. Olíuverð snar- hækkaði á heimsmarkaði í gær vegna átakanna í írak og yfirlýsing- ar framkvæmdastjórans. EMBÆTTISMENN Sameinuðu þjóðanna sögðu í gær að írösku hersveitirnar í Arbil, höfuðstað Kúrda í norðurhluta Iraks, hefðu verið fluttar úr borginni. Tveimur dögum áður höfðu hersveitirnar ráðist á borgina til að koma banda- mönnum íraksstjórnar úr röðum Kúrda til valda. Fulltrúi Þjóðernis- bandalags Kúrdistans (PUK) sagði þó að íraskir hermenn væru enn í borginni og hefðu tekið nokkur hundruð Kúrda af lífi. íraskar hersveitir réðust á Ar- bil á laugardag til að liðsinna sveit- um Lýðræðisflokks Kúrdistans, sem hefur barist um völdin í norð- urhluta íraks við Þjóðernisbanda- lag Kúrdistans. „Allir írakarnir eru famir frá Arbil. Við sjáum ekki lengur skrið- dreka eða brynvagna eða stór- skotavopn. Þeir eru um fímm km frá borginni núna,“ sagði embætt- ismaður Sameinuðu þjóðanna í Arbil. Tansu Ciller, utanríkisráð- herra Tyrklands, sagði einnig að hersveitirnar hefðu farið frá borg- inni. Nokkrum klukkustundum áður hafði Saddam Hussein, leiðtogi íraks, gefið hersveitunum fyrir- mæli um að fara frá borginni eft- ir tveggja daga átök. Fulltrúi Þjóðernisbandalags Kúrdistans í Ankara sagði hins vegar að íraskir hermenn væru enn í borg- inni. „írösku hermennirnir hafa tekið fjölda félaga Föðurlandssam- bandsins af lífi í Arbil - sumir þeirra hafa verið skotnir á götun- um,“ sagði hann. „Nokkur hundr- uð manna hafa verið drepin. Mörg hundruð hafa verið handtekin.“ Ásakanir hreyfingarinnar feng- ust ekki staðfestar. Fréttamenn Reuters í norðurhluta íraks fengu ekki að fara til Arbil. Bandarílyaher í viðbragðsstöðu Bill Clinton, forseti Bandaríkj- anna, fyrirskipaði bandaríska her- aflanum við Persaflóa að vera í viðbragðsstöðu vegna átakanna. Embættismenn bandaríska vam- armálaráðuneytisins sögðu að rúmlega 300 bandarískar herflug- vélar og 20 herskip væm á svæð- inu og hægt yrði að beita þeim ef forsetinn fyrirskipaði árásir í írak. írakar réðu Bandaríkjastjórn frá því að grípa til hernaðarað- gerða í norðurhluta íraks og sögðu að þær gætu leitt til langvarandi stríðs og mikilla blóðsúthellinga eins og í Víetnam. Oskað aðstoðar írana? írakar vömðu ennfremur írani, sem þeir sökuðu um að hafa stutt Þjóðernisbandalag Kúrdistans, við því að skipta sér af málefnum Kúrda í írak. Leiðtogi Þjóðernis- bandalagsins, Jalal Talabani, sagði í útvarpsviðtali að hætta væri á að norðurhluti íraks myndi skiptast í tvennt, annar hlutinn yrði undir yfirráðum bandamanna íraskra stjórnvalda og hinn undir stjórn bandamanna Irana. Talabani gaf til kynna að hreyf- ing hans myndi óska eftir hernað- araðstoð írana ef bandarísk stjórn- völd og bandamenn þeirra gripu ekki til hernaðaraðgerða gegn hersveitum Saddams. íranir hafa ekki svarað ásökunum Lýðræðis- flokks Kúrdistans um að íranskar hersveitir hafi ráðist 40 km inn í norðausturhluta íraks. Dole gagnrýnir Clinton John Shalikashvili, forseti bandaríska herráðsins, og Robert Pelletreau, aðstoðarutanríkisráð- herra Bandaríkjanna, ræddu við ráðamenn í nokkrum höfuðborg- um Miðausturlanda um helgina og ráðgert var að þeir fæm aftur til Washington frá Kaíró í gærkvöldi. Jórdanir sögðu ekki koma til greina að þeir veittu aðstoð í hugs- anlegum hernaðaraðgerðum Vest- urlanda gegn írökum. Mike McCurry, talsmaður Bandaríkjaforseta, sagði að ekkert gæti réttlætt hernaðaraðgerðir Ir- aka og Bandaríkjastjórn teldi að refsa bæri Saddam Hussein. Bob Dole, forsetaefni repúblikana í kosningunum eftir tvo mánuði, I notaði tækifærið til að gagnrýna j stefnu Clintons í málefnum Mið- austurlanda, einkum íraks. Hann sagði að Saddam hefði verið að kanna hvers Clinton væri megnug- ur og komist að því að „forystu hans væri óbótavant“. Bandaríkjastjórn sagði að hægt yrði að refsa Saddam á grundvelli ályktana, sem Sameinuðu þjóðirn- ( ar hafa samþykkt eftir stríðið . gegn írökum árið 1991. Banda- rískir embættismenn viðurkenndu • þó að Irakar hefðu haft rétt til að senda hersveitir á svæðin sem þeir réðust á. Arbil væri ekki á því svæði, sem Sameinuðu þjóðirn- ar bönnuðu íröskum hersveitum að fara á. Þeir sögðu þó að Arbil væri á því svæði, sem íröskum herflugvélum væri bannað að fljúga yfír, og að írakar hefðu brotið gegn ályktunum Sameinuðu [ þjóðanna um verndun Kúrda. 40.000 manna herlið Bandarískir embættismenn sögðu að allt að 40.000 íraskir hermenn hefðu tekið þátt í hern- aðaraðgerðunum í norðurhluta ír- aks um helgina. Eftir að hersveit- irnar og kúrdískir bandamenn þeirra náðu Arbil á sitt vald gerðu íraskar herflugvélar árásir á þorp- ið Bustaneh, um 20 km austan við Arbil. Þorpið er á því svæði sem Sameinuðu þjóðirnar hafa bannað íröskum herflugvélum að fljúga yfír. Talabani sagði að ennfremur hefðu verið gerðar sprengjuárásir á þorp nálægt Sulaimaniya á sunnudag. íraskir stjórnarandstæðingar sökuðu íraka um að hafa tekið 97 íraska hermenn af lífí eftir að þeir hefðu gengið til liðs við and- | stæðinga Saddams. Tveir kúrdískir stjórnmálaflokkar beijast hatrammlega um völdin í norðurhéruðum íraks Diyarbakir. The Daily Telegraph. LEIÐTOGAR LýðræðisHokks Kúrdistans (KDP) og Þjóðernis- bandalags Kúrdistans (PUK) beijast báðir fyrir sjálfstjórn Kúrda en þá greinir á um hvern- ig ná eigi því markmiði fram. Massoud Barzani, 50 ára, leið- togi Lýðræðisflokks Kúrdistans, er sonarsonur Molla Ahmads Barzanis, sem stjórnaði upp- reisn þjóðernissinnaðra Kúrda í írak fyrir rúmum 60 árum. Hann er sagður hlédrægur, mjög trúrækinn og sannfærður um að hann sé sjálfur hinn sanni leiðtogi Kúrda. Barzani er frá þorpinu Barz- an og er með 50.000 vopnaða stuðningsmenn á bak við sig. Hann hefur ýmist leitað eftir stuðningi íraka eða írana í bar- áttunni við Jalal Talabani, leið- toga Þjóðernisbandalagsins. Talabani er vinstrisinnaður og hefur alltaf höfðað til miðstéttar- fólks og menntamanna í borgum Kúrda. Þegar hann sagði sig úr Lýðræðisflokknum til að stofna eigin hreyfingu árið 1964 tryggði hann sér stuðning stjórnarflokks Klofin þjóð með sameiginlegt markmið Massoud Barzani Jalal Talabani Tugir þúsunda Kúrda streymdu þá að landamærum Tyrklands og frans vegna ótta við árásir íraskra hersveita. Flóttinn varð til þess að Bandaríkjamenn og banda- menn þeirra komu á griða- svæði fyrir Kúrda norðan við 36. breiddarbaug. Kúrdar gátu þá farið með stjórn eigin mála í fyrsta sinn I sögunni. Hreyfingarnar tvær mynduðu þjóðstjórn eftir þingkosningar árið 1992. Tyrkir, íranir og Sýrlend- ingar óttuðust að stjórnin myndi stofna sjálfstætt ríki og reyndu því að stuðla að erjum milli hreyfinganna að nýju. Óttast írani meira en Saddam Það tókst því árið 1994 var stjðrnarsamstarfinu slitið og íraks, Ba’ath-flokksins, í baráttunni við Barzani, sem naut þá stuðnings ír- anskeisara og Bandaríkj anna. Hreyfingarnar sameinast írakar og íranir, og síð- ar Tyrkir, hafa síðan not- fært sér þessar hreyfing- ar til að valda klofningi meðal Kúrda. Hreyfing- arnar tóku þó höndum saman í fyrsta sinn fyrir tilstilli Bandaríkjamanna í lok Persaflóastríðsins og hófu uppreisn gegn Sadd- am Hussein. Vesturlönd komu þeim þó ekki til hjálpar og hersveitum Saddams tókst að kveða uppreisnina niður. Kúrdar í írak voru aftur farnir að beijast sín á milli. Síðustu átökin blossuðu upp í ágúst eftir að íranir réðust inn fyrir landa- mæri íraks. Þúsundir íranskra hermanna, með stórskotavopn og skriðdreka, réðust inn í norð- urhluta íraks til að eyðileggja vígi Lýðræðisflokks Kúrdistans. Markmið írana og Þjóðernis- bandalags Kúrdistans var að ná á sitt vald yfirráðasvæðum Lýð- ræðisflokksins frá landamærun- um að íran og alla leið að Tyrk- landi í norðri. Talabani neitar þessum ásök- unum en vestrænir embættis- menn hafa staðfest þær. Frétta- skýrendur telja mjög líklegt að ráðamenn á Vesturlöndum hafi ákveðið að bregðast ekki strax við hernaðaraðgerðum íraka og Lýðræðisflokksins vegna þess að þeir óttist að áhrifa- svæði írana í norðurhluta íraks stækki. „Það er alveg satt að við viþ'- um frekar að Arbil sé á valdi Saddams og Lýðræðisflokks Kúrdistans en írana," sagði vestrænn stjórnarerindreki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.