Morgunblaðið - 03.09.1996, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 1996 39
AÐSENDAR GREINAR
Bömín eiga skilið það besta
ÉG er alveg undr-
andi á að lesa í DV að
sveitarstjórinn í Garð-
inum telji sveitarfélagið
sitt ekki hafa efni á að
einsetja grunnskólann.
Hvað eru þeir að gera
annað við peningana?
Samkvæmt lögum ber
sveitarfélögum að sjá
fyrir húsnæði svo halda
megi uppi lögboðnu
skólastarfi. Þetta er
skylduverkefni, alveg
eins og það er skylda
foreldra að sjá til þess
að börnin mæti i skól-
ann. Sigurður Jónsson
sveitarstjóri í Garðinum
virðist ekki átta sig á hvað er að
gerast í skólamálum. Vissulega er
dýrt að byggja og við ættum að
leggja áherslu á einfaldar en vandað-
ar skólabyggingar en ekki megum
við missa sjónar á ávinningi við ein-
setinn skóla. Hér skulu nokkrir kost-
ir tíundaðir.
Það skapar festu í fjölskyldulífinu
að aliir fari á svipuðum tíma í vinnu
og skóla. Fjölskyldan borðar saman
morgunmat og meiri regla kemst á
svefntíma barna. Alltof mörg börn
fara seint að sofa vegna þess að þau
þurfa ekki að vakna að morgni í
skólann og svo verður erfiðara að
snúa dæminu við þegar þau eldast
og skólatíminn breytist.
Systkini eru á sama tíma í skól-
anum, það einfaldar ýmislegt í
tengslum við gæslu og tómstundir.
Hringl milli ára með síðdegis- og
árdegisbekki er úr sögunni og því
ættu útivinnandi foreldrar að fagna
svo og aðilar vinnumarkaðarins.
Svigrúm skapast fyrir fjölbreytt-
ara og skemmtilegra skólastarf.
Hver bekkur hefur sína kennslustofu
Unnur
Halldórsdóttir
þar sem kennari og
nemendur hafa gögn
sín á vísum stað án
þess að þurfa sífellt að
taka tiilit til þarfa ann-
arra sem þeir deila stof-
unni með. Sé bekkurinn
t.d. að vinna þemaverk-
efni er hægt að leyfa
hálfunnum verkefnum,
myndum, ítarefni og
öðru sem til þarf, að
liggja á borðum og hill-
um þar til vinnunni er
iokið.
Vinnuumhverfið er
sniðið að þörfum hvers
aldurshóps. Uppröðun í
stofu og stærð hús-
gagna er breytileg eftir aldri nem-
enda og núna skapar tvísetning
margvísleg óþægindi, t.d. þar sem 8
ára börn og 12 ára deila sömu stofu.
Við blasir að kennslustundum
mun fjölga jafnt og þétt á næstu
árum, þannig að yngstu börnin verða
30 kennslustundir á viku í skólanum
og þau eldri 35-37 árið 1999. Því
verður ekki komið við í tvísetnum
skóla. Árdegisbekkir, eldri nemend-
ur, verða í skólanum t.d. frá kl.
8-14.30 eða lengur. Eiga þeir yngri
að vera í skólanum fram undir kvöld-
mat?
Samstarf kennara er mikilvægt í
skipulagningu skólastarfs og þegar
kennslu er lokið í einsetnum skóla
geta kennarar unnið saman að öllum
þeim verkefnum sem þá bíða. Þetta
er ekki síst mikilvægt nú þegar
stendur til að auka skólanámsskrár-
gerð, taka upp innra mat í skóla-
starfí og gæðastjórnun. Kennarar
eru heldur ekki einir um að huga
að velferð barnanna. Þeir þurfa að
ræða við sálfræðinga, sérkennara,
talkennara, iðjuþjálfa, baðverði,
ni
Markmið námsins er að þjálfa nemendur til starfa á skrif-
stofum og er áhersla lögð á tölvugreinar og bókfærslu.
Námið er mjög hagnýtt og byggist að verulegu leyti á
verklegum æfingum. Námið eykur samkeppnishæfni
nemenda og býr þá undir krefjandi störf á vinnumarkaði.
Helstu námsgreinar eru:
Handfært bókhald
Tölvugrunnur
Ritvinnsla ILwðM'ijkj
Töflureiknir ibjík'nr. JBk -aýgt. HMgBýPla j
Verslunarreikningur "THl'nr'i ~
Gagnagrunnur Mannleg samskipti
Tölvubókhald
Lokaverkefni
STARFSMENNTUN
fjárfesting til framtíðar
„Ég hafði samband við Tölvuskóla
fslands og ætlaði að fá undirstöðu
í bókhaldi og var mér bent á skrif-
stofutækninámið. Eftir að hafa
setið þetta nám þá tel ég mig mun
hæfari starfskraft en áður og nú
get ég nýtt mér þá kosti, sem
tölvuvinnslan hefur upp á að
bjóða. Ég mæli eindregið með
þessu námi. “
Ólafur Benediktsson,
starfsmaður Glófaxa.
Öll námsgögn innifalin
Tölvuskóli íslands
Höfðabakka 9 • Sími 567 14 66
fL
Ég bendi á útboð í lausa-
kennslustofur fyrir allt
Suðurnesjasvæðið, segir
Unnur Halldórsdóttir.
Þær má síðan nota fyrir
gistiheimili, veiðihús,
leikskóla o.s.frv.
gangaverði, foreldra og nemendur.
Þetta er vandgert þegar sumir kenn-
arar eru bundnir við kennslu síðdeg-
is en aðrir árdegis.
Þegar á allt er litið er skólinn
vinnustaður barnanna okkar, þau
veija þar löngum tíma daglega 9
mánuði á ári ú 10 ár. Þess er
skemmst að minnast að VSÍ telur
það ógna samkeppnisstöðu íslend-
inga hve fáar kennslustundir börn
hér á landi fá árlega og tvísetinn
skóli á sinn þátt í því.
Það er rangt að minni sveitarfélög
hafi ekki burði til að einsetja skól-
ana. í dag eru 130 grunnskólar á
landinu einsetnir af rúmlega 200
skólum og vandinn er mestur í stærri
sveitarfélögum, hin minni hafa flest
öll búið vel að sínum börnum og þar
eru t.d. mötuneyti algeng í skólum.
Reykjavíkurborg, Akureyri og Kópa-
vogur eru af myndarskap á góðri
leið með að einsetja sína grunnskóla
og svo er víðar.
Það er alveg hægt að taka undir
þau orð Sigurðar að óþarfi sé að
byggja mötuneyti við hvern skóla,
flestar fjölskyldur borða aðalmáltíð-
ina saman að kvöldi og því þarf
mataraðstaðan í skólanum einungis
að duga fyrir létt snarl. Hvað vinnu-
aðstöðu kennara viðkemur batnar
hún til muna ef þeir hafa skólastof-
una út af fyrir sig að lokinni kennslu.
Þeir hafa þar skrifborð, hirslur og
væntanlega tölvu, sem hlýtur að
verða sjálfsagt kennslutæki í hverri
skólastofu í framtíðinni. Þeir munu
hins vegar þurfa fundarherbergi til
samstarfs og hópfunda.
Sigurður segir að það sé nóg ann-
að að gera við peningana og vissu-
lega er það rétt ef hann á við að
það sé nóg annað við peningana að
gera í skólamálum, þ.e. að hann vilji
þrátt fyrir allt efla menntun og
tryggja nemendum í Garðinum góð-
an grunnskóla. Það má alveg stokka
upp umræðuna um einsetinn skóla
og steinsteypu og í stað þess að
byggja dýrt mætti nota peningana
í að þróa innra starf og endurskipu-
leggja það allt þannig að ekki þurfi
endilega fleiri skólastofur í núver-
andi mynd. Ejarkennsla, hraðnáms-
tækni, tölvunotkun, internet og
margt fleira er í deiglunni og ætti
að geta komið okkur upp úr hjólför-
unum. Samkennsla bekkja eða
svæðaskipulag þar sem fleiri kenn-
arar vinna með blandaða aldurshópa
er einnig að mestu óplægður akur
hérlendis. Hver segir að skóli morg-
undagsins líti endilega út eins og -
skóli fortíðarinnar? Kannski ættu
menn að fara í heimsókn upp á
Keflavíkurflugvöll og skoða hvernig
Bandaríkjamenn kenna sínum nem-
endum? Mér segir svo hugur um að
þar sé fjölbreytt og lifandi skóla-
starf án þess að byggingar séu ýkja
merkilegar og líklega eru kennara-
launin hærri.
Ég legg til að Sigurður og kolleg-
ar hans í sveitarstjórn kynni sér sjón-
armið og óskir foreldra í Garðinum,
þeir eru kjósendur og vilja örugglega
setja skattpeningana sína í verkefni
sem koma allri fjölskyldunni til góða.
Skólanefnd Reykjanesbæjar er búin
að átta sig og ætlar að fara að
byggja nýjan skóla og miða við ein-
setningu. Það mætti líka slá á þráð-
inn og spjalla við fólk úr Þorláks-
höfn og Reyðarfirði, sem hefur búið
við einsetinn skóla í vetur, þar finna
menn muninn.
Sigurður gæti líka beitt sér fyrir
sameiginlegu útboði í lausar
kennslustofur fyrir allt Suðurnesja-
svæðið, svo öll börn á Suðurnesjum
fái sína skólstofu meðan beðið er
eftir nýju og spennandi skipulagi í
kennslu. Þær stofur má síðan nota
fyrir gistiheimili, veiðihús, leikskóla,
elliheimili eða hvað annað sem spurn
er eftir á hveijum tíma. > -
Höfundur er formaður Heimilis
og skóla.
Vertu skreFi á undan
með okkur!
Viðskipta- og tölvuskólinn er með námskeið í
virkri markaðssetningu og þjónustu.
, Ætlað verslunareigendum, verslunarstjórum eða fólki með
^ annan eigin rekstur.
Hringdu og fáðu nánari upplýsingar f sima 569 7640
<Q>
NÝHERJI
VIÐSKIPTA- OG
TÖLVUSKÓLINN
Ánanaustum 15
101 Reykjavfk
Slml 569 7640
Slmbréf 552 8583
skoll@nyherjl.ls
B
0 N
M C 1 1 1 1 1
IV J 1 L.. 1 ij
HEFST 5.SEPT.
Við veróum meó átaksnámskeió í FITUBRENNSLU i
allan vetur fyrir konur. það veróur stíf keyrsta í
heilar 8 vikur. Fylgst veróur vel meó öllum og
mikið aóhald svo árangurinn verói sem bestur,
m.a. vigtun, mælingar, mappa full af fróóleik og
hitaeiningasnauóum uppskriftum.
5889400
AMSKEIÐ