Morgunblaðið - 03.09.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.09.1996, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ r Kirkjuorgel vígt í Siglufjarðarkirkju Morgunblaðið/Sigríður Ingvarsdóttir ANTONIA Hevesi, organisti í Siglu- fjarðarkirkju, við hið nýja orgel. Siglufirði - Nýtt kirkjuorgel var vígt í Siglufjarðarkirkju fyrir skömmu. Orgelið, sem er ungverskt, af gerðinni Aquincum, er 24 radda með tvö hljómborð auk fótspils og er þetta næststærsta org- el á landsbyggðinni en á Akureyri er það stærsta. Kaupverð orgelsins er um 14 milljónir en heildarkostn- aður við framkvæmdina er kominn í tæpar 20 milljónir. Við vígsluathöfnina þjón- ustuðu sr. Bragi V. Ingi- bergsson, sóknarprestur á Siglufirði, sr. Vigfús Þór Arnason, fyrrverandi sókn- arprestur á Siglufirði, sr. Sigurpáll Óskarsson, sókn- arprestur á Hofsósi og sr. Bolli Gústafsson, vígslubisk- up en hann vígði orgelið. Eftir athöfnina var kirkju- gestum boðið upp á veitingar í safnaðarheimili kirkjunnar og þar á eftir voru orgeltón- leikar í kirkjunni þar sem organistinn Antonia Hevesi lék á orgelið og bróðir hennar Páll B. Szabó á fagott. Að sögn sr. Braga eru þessi org- elkaup mikil framkvæmd fyrir ekki stærri söfnuð svo áfram þarf að safna fé til kaupanna. Jafnframt sagðist Bragi vera mjög ánægður með hvernig til hefði tekist með hljóm orgelsins en þrír Ungverjar komu frá verksmiðjunni til að setja upp orgelið og tók sú vinna rúmar 5 vikur. Orgelið er tileinkað minn- ingu sr. Bjarna Þorsteinssonar sem var þjóðkunnur prestur og tónskáld. Hann samdi m.a. hátíðarsöngva þá sem fluttir eru í flestum kirkjum landsins um hátíðir en sr. Bjarni þjónaði Siglufjarðarkirkju í 47 ár frá 1888-1935. Við vígsluathöfn- ina voru viðstödd öll þau fjögur barnabörn Bjarna sem enn eru á lífi. Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir HLUTI nýbúa Egilsstaða á gönguferð um bæinn. Nýfluttir kynnast bænum Egilsstöðum - Það voru nokkrar nýfluttar fjölskyldur sem þáðu boð Egilsstaðabæjar um kynn- ingu á bæjarfélaginu. Björn Vig- fússon, kennari og söguritari bæjarins, var leiðsögumaður og fór hann með hópinn á helstu staði bæjarins. Stiklað var á stóru og var staldrað við sjúkra- hús, kirkju, Kaupfélag Hér- aðsbúa og Hótel Valaskjálf. Kom- ið var við í Café Níelsen sem er í einu elsta húsi bæjarins. Að síð- ustu fór hópurinn í Selskóg sem er útivistarsvæði Egilsstaða og þeir sem vildu vera lengur sáu lokasýningu útileikhússins í skóginum. Opið virka daga kl. 9-18 ^ 551 9400 11 öflug fyrirtæki á söluskrá okkar Pizza heimsendingar þjónustutyrirtæki (13074) Öflugur söluturn við sundlaug (10042) Rótgróin hverfismatvöruverslun (11018) Bóka-, rit- og leikfangaverslun (12000) Blóma og gjafavöruverslun (12050) Vöruflutningar á styttri leiðum (16049) Fyrirtæki í plast og álgluggagerð (19010) Vel rekin og góð hárgreiðslustofa (21008) Öflug prentsmiðja á landsbyggðinni (15023) Lítil skiltagerð með meiru (12060) Lítið bakarí suður með sjó (15019) Vantar góð og öflug fyrirtæki á söluskrá af öllum stærðum og gerðum. LAIMDIÐ Kaupfélag Skagfirðinga stuðiar að stækkun kúabúa og I enduruppbyggingu loðdýraræktar Meðalkvótinn aukist um 10 þúsund lítra án fjárfestingar FRAMLEIÐSLA mjólkur hefur aukist verulega í Skagafirði tvö undanfarin ár en búum hefur á sama tíma fækkað. Framleiðslu- réttur kúabúa í Skagafirði hefur því aukist um 10 þúsund lítra á ári og er nú áætlaður 90-100 þúsund lítrar. Kaupfélag Skagfirð- inga hefur stuðlað að þessari þró- un í samvinnu við bændur. Einnig að endurreisn loðdýraræktarinnar og er stefnt að því að þrefalda útfiutningsverðmæti loðskinna til að mæta samdrætti í sauðfjár- rækt. Þórólfur Gíslason, kaupfélags- stjóri hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, segir að forráðamenn félagsins hafi áhyggjur af stöðu sveitanna, meðal annars vegna samdráttar í sauðfjárræktinni, og áhrifa þess á fyrirtækið. í samvinnu við Búnað- arsambandið og bændur hefði ver- ið leitað leiða til að styrkja at- vinnulífið, annars vegar með því að aðstoða kúabændur við að auka mjólkurkvóta sinn og hins vegar því að stuðla að enduruppbygg- ingu loðdýraræktarinnar í hérað- inu. Telur Þórólfur að vel hafi tek- ist til í báðum þessum greinum. A tveimur verðlagsárum hefur framleiðsluréttur á mjólk í Skaga- firði aukist um eina milljón lítra, úr tæpum 8 milljónum í tæpar 9 milljónir lítra mjólkur á ári. Sam- hliða hefur búum fækkað og þau sem eftir eru því stækkað enda segir Þórólfur það skynsamlegt. Kúabúin þurfi að vera nokkuð stór til þess að þau standist samkeppn- ina og hægt hafi verið að stækka þau án þess að leggja í nýjar fjár- festingar. Meðalkvótinn hefur aukist um 10 þúsund lítra og er áætlaður 90-100 þúsund lítrar mjólkur á ári. Loðdýrahúsin að fyllast Mikill samdráttur hefur orðið í sauðfjárræktinni í Skagafirði eins og annars staðar á landinu. Þórólf- ur segir að kindakjötsframleiðslan hafi á tveimur áratugum minnkað um helming, nú sé slátrað liðlega 40 þúsund kindum í stað 80 þús- und. Loðdýraræktin kom að hluta til í staðinn fyrir sauðfjárræktina í Skagafirði og keypti kaupfélagið fóðurstöð til að veita loðdýrabænd- um þjónustu. Miklir erfiðleikar hafa verið í greininni en á síðasta ári fór að rofa til. Þórólfur segir að kaupfélagið hafi unnið að þvi með bændum að reyna að efla loðdýraræktina í héraðinu, í sama skyni og mjólkurframleiðslan var efld. „Við teljum að mjög erfitt og dýrt verði að byggja upp á ný í sveitunuin ef byggðin raskast um of og það myndi hafa slæm áhrif á rekstur kaupfélagsins," segir Þórólfur. I ár er áætlað að útflutnings- verðmæti loðskinna úr Skagafirði verði 150-200 milljónir kr. Þórólf- ur telur að á næsta ári verði kom- in full nýting á svo til allar fjárfest- ingar í greininni og segir menn binda vonir við að um aldamót verði framleiðsluverðmætið orðið 500-600 milljónir kr. Til saman- burðar má geta þess að fram- leiðsluverðmæti sauðfjárafurða í héraðinu er um 250 milljónir kr. » Ótrúlegir fordómar Loðdýraræktin er áhættusöm atvinnugrein, eins og sagan sýnir. Þórólfur segir að menn geri sér fulla grein fyrir því að lægðir og toppar séu í verði skinnanna og leggja verði áherslu á að menn fari varlega í uppbyggingu og skuldsetji sig ekki um of. Hins vegar sé ekki um margt að ræða í atvinnuuppbyggingu í sveitunum. Ekkert bendi til annars en íslensk- ir loðdýrabændur geti staðið sig í samkeppninni á þessum markaði. Þeir framleiði jafn góð og jafnvel betri skinn en bændur í nágranna- Lionsmenn gefa sambýlinu við Lindargötu bifreið Siglufirði - Sambýlið við Lind- argötu á Siglufirði eignaðist á dögunum nýja bifreið af gerð- inni Volkswagen Caravella og tekur hún 10 manns. Það var Kiwanisklúbburinn Skjöldur á Siglufirði sem gaf bifreiðina ásamt Lionsklúbbi Siglufjarð- ar, Siglufjarðarkaupstað, Þroskahjálp á Siglufirði, Verkalýðsfélaginu Vöku, Is- landsbanka Siglufirði, Þormóði ramma, SR-mjöli, Heklu hf. og Eimskip. Að sögn Sigurleifar Þor- steinsdóttur, forstöðumanns sambýlisins, þá gjörbreytir þessi bifreið ferðamöguleikum heimilisfólksins svo og sam- göngumálum öllum, ekki síst á snjóþungum vetrum. Engin ferðaþjónusta fyrir fatlaða er til staðar á Siglufirði og því er sambýlinu nauðsyn að eiga góða bifreið til að koma til móts við þarfir allra heimilis- manna. Segja má að Guðrún Árnadóttir, forstöðumaður þjónustumiðstöðvar aldraðra á Siglufirði ásamt Jóni bróður sínum, sérlegum ráðgjafa í ( Reykjavík, hafi borið hita og g þunga af kaupum bílsins, skipu- " lagningu og undirbúningi og þeim ber að þakka sérstaklega svo og Þórði Gunnarssyni, sölu- stjóra hjá Heklu hf., sem keyrði bifreiðina til Siglufjarðar. íbúar sambýlisins, sex að tölu, biðu komu bifreiðarinnar með eftirvæntingu og héldu m veislu af því tilefni þar sem þeir buðu þeim velunnurum sem lagt höfðu hönd á plóginn j til að gera þessi kaup möguleg. M
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.