Morgunblaðið - 03.09.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.09.1996, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 1996 FRÉTTIR Hliðinu verði lokað endanlega FJÖGURRA ára gamalli stúlku hefur tekist að strjúka tvívegis af leikskólanum Lindarborg við Lindargötu á þessu ári vegna misbrests á að hlið við skólann sé óaðgengilegt börnunum. í fyrra skiptið, sem var í maí síð- astliðnum, hafði barnið verið í burtu í klukkutíma áður en það fannst, en um styttri tíma var að ræða í seinna skiptið, sem var seinasta föstudag. Tvö hlið liggja að lóð leikskól- ans, annars vegar frá Lindargötu og hins vegar frá Veghúsastíg, og er hið síðarnefnda í hvarfi. Það er jafnframt nægjanlega lágt til að börn geti opnað, þegar gleymst hefur að læsa að utan- verðu, en tveir lásar eru á hiiðinu. Ragnheiður Halldórsdóttir leikskólastjóri segir koma fyrir að hliðið að Lindargötu sé skilið eftir opið, en það blasi við sjónum ojg því sé lítil hætta á ferðum. Öðru máli gegni hins vegar um hitt hliðið. „Það er mikill umgangur um hliðið að Veghúsastíg og umferð yfir lóðina, bæði er um að ræða foreldra en einnig stytta óviðkom- andi sér stundum leið þarna í gegn. Hliðið var hálfgert klúður strax í upphafi, því það var aðeins lás á því innanverðu og það er of lágt. Við settum lás að utan- verðu, en fólk gleymir eða hirðir ekki um að Iæsa báðum lásum og þar eru foreldrar engin und- antekning, því miður. Þetta er áhyggjuefni og atvik sem þetta á ekki að geta átt sér stað, hvorki hér né annars staðar. I þessu tilviki vill svo til að barn- ið býr hinum megin við götuna, sér þangað og sækir heim eins og eðiilegt getur talist. Bæði þessi atvik skutu okkur mikinn skelk í bringu og eftir atvikið í vor læst- um við hliðinu með hjólalás meðan við vorum að reyna að finna lausn á vandanum, en þá kvörtuðu þeir Morgunblaðið/Rax HLIÐ leikskólans sem veit að Veghúsastíg er nægjanlega lágt til að börn geta opnað það og misbrestur á að fólk hirði um að læsa því sem skyldi. foreldrar sem nota hliðið, því að talsverður krókur er að fara niður á Lindargötu. Það er hins vegar ekki um neitt annað að ræða eins og atvikið á föstudag sýndi. Við höfum læst með hjólalási að nýju og ég mun biðja um að hliðinu verði lokað endanlega, neglt fyrir það með öðrum orðum, eða að sett verði upp hlið sem er algjörlega barn- helt. Hins vegar er alltaf sú hætta fyrir hendi að hliðið verði skilið eftir opið, þannig að það er ekki öruggt. Þó að aðeins sé um eitt bam að ræða, vonum við að fólk sýni þessu skilning vegna hættunn- ar sem þetta skapar,“ segir hún. Ragnheiður segir vitað að starfsmaður sem var að hefja störf í fyrsta skipti hafi gleymt að læsa ytra lás hliðsins seinasta föstudag, og hafi sá fengið tiltal þótt að þarna sé vitaskuld um skiljanlega vanþekkingu á að- stæðum að ræða. Hún segir mál- um yfirleitt svo háttað að ekki fari talning fram á börnum að leik útivið, það sé fyrst gert þeg- ar þau eru tekin inn. „Sjái starfsmennirnir á leik- skólanum ekki að barnið fari eða sé að reyna að fara, uppgötvast yfirleitt ekki fyrr en farið er inn að barn sé horfið. Ekki bætir úr skák að leikskól- ar Reykjavíkurborgar eru ekkert sérstaklega vel mannaðir allir og nú skortir til dæmis fagfólk. Það er verið að endurmanna marga Ieikskóla um þessar mundir og það hefur ekki gengið neitt sér- staklega vel, þannig að ungt fólk með tiltölulega litla starfsreynslu er að koma til starfa sem er vissu- lega ekki gleðiefni," segir hún. MORGUNBLAÐIÐ Sautjánda alþjóðarallið á Islandi Vill íslenska vegi á alþjóðamarkað TRYGGVI hefur unnið í mörg ár sem keppn- isstjóri á þessu stærsta rallmóti hérlendis. Hann vill auka kynningu á keppninni á alþjóðlegum vettvangi og fá til þess op- inbera hjálp og telur að kynningin og tekjurnar sem kæmu til baka í þjóðarbúið yrðu margfalt meiri. Tryggvi og samstarfsað- ilar hans hafa unnið mikið starf við kynningu á alþjóð- arallinu á erlendum vett- vangi og margir hafa lagt hendur á plóginn i sjálf- boðavinnu við að koma rall- inu á framfæri. Sú grein rallaksturs sem hefur vaxið mikið síðustu ár er akstur sögufrægra rallbíla og þrír slíkir koma til íslands og aka mestan hluta laugar- dagsins í alþjóðarallinu. En hvað fær keppendur til að koma til ís- lands, að mati Tryggvi? „Ég tel að þeir sem hafa keppt hér hafi auglýst mótið, til dæmis liðsmenn breska hersins í fyrra, auk þess sem heimsókn blaða- manna og sjónvarpsmanna á okkar vegum, sem hafa kynnt landið í milijóna Qölmiðlum, hafi hjálpað til. Það sem alltof fáir gera sér grein fyrir, er fjármagnið sem rallöku- menn koma með inn í landið. Ein keppnisbifreið þarfnast 4-8 við- gerðarmanna hjá áhugamönnum sem allir kaupa flug, gistingu, mat og margfalt meira bensín en venju- legur ferðamaður. Heimsæki al- vöru keppnislið landið, þá erum við að tala um 30-50 manns í kringum einn ökumann. Þetta er það sem við viljum stefna að, helst að keppnin hér verði einn hluti Evr- ópumeistaramótsins árið 2000. Við höfum vegina, en vantar fjármagn- ið til að koma þessu verki á lag- gimar með sóma. Við höfum þegar unnið þrekvirki upp á eigin spýtur. Fengum svo tímabundna aðstoð frá borgaryfirvöldum en þau drógu sig út úr samstarfínu, sennilega til að auglýsa bíllausan dag.“ - Átta aðilar innan ferðamála- geirans sig á möguleikunum sem þú talar um? „Ekki nógu margir. Það tók mörg ár að ýta mönnum í gang með hálendisferðir en nú eru augu fleiri að opnast. í rallið um næstu helgi koma 50 útlendingar, þeirra á meðal 20 hermenn sem keppa annað árið í röð og munu njóta aðstoðar atvinnumanna frá Land Rover bílaverksmiðjunum. Þá hafa þekktir ökumenn og keppnislið haft samband við okkur varðandi framtíðina. Bretinn Dave Sutton sem stýrði Ford keppnisliði og rek- ur nú fyrirtæki sem smíðar sögu- fræga rallbíla vill vinna að mark- aðsmálum með okkur. Boltinn er farinn að rúlla, en til að við getum sparkað honum áfram þurfum við samvinnu og aðstoð yfirvalda." - Hvaða þýðingu hefur það að halda hér stórmót í rall- ---------------- akstp? Þurfum sam- „Eg get nefnt sem __ .* dæmi að í flnnska 1.000 a®' vatna rallinu fyrir StOÖ yfírvalda skömmu kepptu hátt í Tryggvi M. Þórðarson ► Tryggvi M. Þórðarson er einn af eigendum Hugbúnaðar hf. og keppnisstjóri í alþjóða- rallinu sem fram fer um næstu helgi. Hann er fæddur í Reykja- vík árið 1956, lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum í Kópavogi 1976 og BSc prófi i vélaverkfræði frá háskólanum í Dundee í Skotlandi árið 1980. Tryggvi starfaði fyrstu árin eft- ir komuna heim hjá Skipadeild Sambandsins en stofnaði fyrir- tækið Hugbúnað hf. og hefur unnið þar síðan 1985. Eiginkona Tryggva er Selma Þórðardóttir og eiga þau einn son, en hann átti eina dóttur fyrir. 200 ökumenn með tilheyrandi að- stoðarliði, 250 erlendir blaðamenn komu og fjölluðu um landið og keppnina. Allir þessir aðilar keyptu þjónustu. Vegirnir sem við höfum eru hreinlega tilbúnir til að skapa landinu gjaldeyri í formi sölu á þjónustu við þá sem vilja spretta úr spori á þeim. Ég vildi sjá sam- starf við Vegagerðina um verndun malarvega í framtíðinni, þannig að við getum gengið að vegunum vísum til rallaksturs." - Þykir Island ekki of langt frá hringiðu rallaksturs í Evrópu? „Jú. Það er einmitt það sem við þurfum að breyta. Markaðssetning okkar þarf að liggja í því að ísland er skammt frá meginlandi Evrópu, ekki nema rúmlega þriggja tíma flug frá helstu borgum. Verksmiðj- uliðin láta sig ekki muna um að ferðast til t.d. Afríku og Astralíu og víðar til að keppa í heimsmeist- aramótum. ísland er mun ódýrari kostur hvað flutnings- og ferða- kostnað varðar." - Hefur undirbúningur gengið vel fyrir alþjððarallið? „Já. Ég hef samt alltaf áhyggjur af, að eitthvað fari úrskeiðis því að mörgu er að hyggja. Ég er spenntur að sjá hvernig hátíðin við endamarkið á Austurvelli tekst til og sömuleiðis verður spennandi að hafa áhorfendaleið í Öskjuhlíð. Ég vil sérstaklega benda áhorfendum á að vinna með starfsmönnum keppninnar. Það voru brögð að því í fyrra að áhorfendur hlustuðu ekki á tilmæli gæslumanna, enda verður gæslan aukin til muna núna. Rallakstur er hættulegur. Við viljum búa svo um hnútana að þeir sem koma til að skemmta sér og fyigjast með aðförum öku- manna séu ekki í hættu. Fólk ætti ekki að leggja sjálft sig og aðra í lífshættu með þijósku og skeyting- arleysi. Þú stekkur ekk- ert undan rallbíl á mik- ill ferð. Erlendis er mjög vin- sælt að fylgjast með “™™“ ralli og víða eru keppn- isleiðir í miðjum borgum, þorpum og skemmtigörðum og fólk borgar jafnvel aðgangseyri til að sjá bíl- ana þeysa. En erlendis er rallakst- ur stór íþrótt, þar sem bílaverk- smiðjur leggja mikla fjármuni í púkkið til að selja bíla sína. Nú eru stór nöfn í þessari íþrótt farin að líta land okkar hýru auga og við þurfum að fylgja því eftir af krafti. Til þess þarf aðstoð og skilning þeirra sem ráða,“ sagði Tryggvi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.