Morgunblaðið - 03.09.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.09.1996, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Golli LEGSTEINARNIR eru geymdir í næsta nágrenni við hauga af járnarusli. Þeir sjást í bakgrunni myndarinnar. Vinstra megin er skúr þar sem geymt er timbur úr gömlu kirkjunni á Isafirði, en hún brann fyrir nokkrum árum. ísafjörður Legsteinar geymdir við hlið ruslahauga LEGSTEINAR sem teknir voru úr kirkjugarði við ísafjarðarkirkju þeg- ar ný kirkja var byggð eru nú geymd- ir í nágrenni sorpbrennslustöðvarinn- ar í Engidal, nokkra tugi metra frá haugum af járnarusli. Timbur úr gömlu kirkjunni á ísafirði, sem var rifín árið 1992, er geymt í skúr, en legsteinarnir eru úti við. Nöfn og ártöl eru greinileg á sumum stein- anna og þar á meðal á legsteini frá byijun níunda áratugarins. Magnús Erlingsson, sóknarprest- ur á Isafírði, segir að legsteinamir hafí verið fluttir áður en sorp- brennslustöðin var byggð. „Okkur leist vel á það á sínum tíma að geyma timbrið úr gömlu kirkjunni og legsteinana í Engidal, því þar var þá ósnert svæði. Síðar var tekin ákvörðun um að byggja sorp- brennslustöðina. Ýmsir hafa haft á orði að staðsetning hennar sé óheppileg vegna nálægðar við kirkjugarðinn. Nefna má að grafíð hefur verið skammt ofan við kirkju- garðinn og rusli hent þar ofan í.“ Legsteinamir em um 250 metra frá sorpbrennslustöðinni en tæpir fímm hundruð metrar em frá henni að kirkjugarðinum. Það er þó ekki úr þeim garði sem legsteinamir vom sóttir. Magnús segist ekki hafa séð Ieg- steinana síðan þeir voru fluttir. „Eg mun athuga málið í framhaldi af þessari ábendingu og ef ósmekklega er gengið frá verður það lagað. í raun hefðum við getað hent þessum legsteinum á sínum.tíma; því þeir verða ekki notaðir meir. I vetur er áætlað að koma fyrir minningartöfl- um í nýju kirkjunni um þá sem grafnir era undir henni.“ Fimm bíla árekstur Þrír á sjúkrahús eftir að rútu hlekkt- ist á í Suðurárdal í Dölum Litlu munaði að rút- an legðist á hliðina Áfengi hækkar að meðaltali um 0,02% Skilar ríki hverfandi tekjum ÁFENGI hækkar að meðaltali um 0,02% frá og með nýrri verðskrá ÁTVR, sem gefin var út í gær, og er þá miðað við sölu seinustu tólf mánuði. Verð á tóbaki helst hins vegar óbreytt. Sumar tegundir lækka en aðrar hækka lítils háttar eða um 10-20 krónur. Mesta hækkun er um 28% eða úr 1.070 í 1.370 krónur á ákveð- inni rauðvínstegund en mesta lækk- un nemur um 11%, eða úr 950 krón- um í 850 krónur á ákveðinni rauð- vínstegund, að sögn Höskuldar Jóns- sonar, forstjóra ATVR. Sem dæmi um verðbreytingar má nefna að „belja“ af Merlot rauðvíni hækkar úr 3.010 í 3.030 krónur, flaska af Smirnoff vodka hækkar úr 2.350 í 2.360 krónur og flaska af Ballantine’s viskíi hækkar úr 2.570 í 2.580 krónur. Sem dæmi um kostnað samfara verðbreytingu nefnir Hösk- uldur útgáfu verðskrár, en hún sé gefín út hvort sem er enda um að ræða upplýsingarit fyrir viðskipta- vini. Einnig sé einhver kostnaður við breytingar á tölvukerfí. „Ástæðan fyrir því að við gefum út verðskrá er að vömval okkar er alltaf á hreyfingu og í hverjum mán- uði koma nýjar tegundir í reynslu- sölu og aðrar í kjamasölu á meðan aðrar detta út. Hann segir tilhneig- ingu til þess hjá framleiðendum sterkra vína að lækka áfengisstyrk- inn, „meðal annars til að spila á skattareglur hér á Íslandi," segir Höskuldur. Aðspurður um ástæður þess að tóbak hækkar ekki í verði, segir Höskuldur fyrirtækið hafa „svindlað" lítillega á tóbaksverði í gegnum tíðina. „Við kaupum yfírgnæfandi meiri- hluta alls tóbaks fyrir dollara en höf- um aldrei lækkað það sem samsvarar lækkun á gengi dollarans. Það hefur verið nánast stjómmálaleg ákvörðun að lækka ekki útsöluverð á tóbaki. Nú hins vegar, þegar dollarinn fer upp, minnkar þetta bil að nýju og þegar hann hefur náð þeirri stöðu sem hann hafði áður, verðum við náttúr- lega að breyta verði,“ segir hann. FIMM bflar skullu saman á mót- um Fjarðarhrauns og Reykjanes- brautar um klukkan 17.30 í gær. Að sögn lögreglunnar í Hafnarfirði slasaðist einn þeirra sem lenti í árekstrinum og var hann fluttur á slysadeild Sjúkra- húss Reykjavíkur. Ekki er vitað hvað varð til þess að bílarnir skullu saman. ÞRÍ R voru fluttir á sjúkrahús eftir að hópferðarútu hlekktist á og lenti hálf út af vegi í Suður- árdal norðan Bröttubrekku í Dölum rétt um kvöldmatarleyt- ið á sunnudag. Óhappið varð á mjög þröngum vegarkafla í beygju, en rútan, sem var á suðurleið, mætti þarjeppa með hestakerru. Samkvæmt upplýs- ingum lögreglunnar í Búðardal neyddist ökumaður rútunnar til að aka út í kant til að koma í veg fyrir árekstur með þeim afleiðingum að kanturinn gaf sig. Litlu mátti muna að rútan legðist á hliðina í tvígang Á fimmta tug farþega voru í rútunni á heimleið úr hóp- ferðalagi á slóðir Gísla Súrsson- ar. Farþegarnir voru allir flutt- ir á heilsugæslustöðina í Borg- arnesi til skoðunar. Tveir þeirra, sem fluttir voru á sjúkrahús, hafa fengið að fara heim en ein eldri kona liggur enn á Sjúkrahúsi Akraness með bakmeiðsl. Sigvaldi G. Guðmundsson lögreglumaður í Búðardal telur að mjög litlu hafi mátt muna að rútan legðist á hliðina í tví- gang. „Bifreiðarnar mættust á versta stað og vegurinn var ein- faldlega ekki nógu breiður til að bera þær,“ segir hann. „Oku- maður rútunnar náði með harð- fylgi að aka út í kant en hann þoldi ekki álagið og gaf sig. Rútan þeystist í loftköstum eft- ir kantinum með aðra hliðina utan vegar, yfir ræsi og lenti loks í föstu barði. Þar tókst framendi rútunnar á loft og síðan afturendinn þegar hann lenti á moldarbarðinu.“ Sigvaldi segir að við þetta hafi rútan snúist og Ient þvers- um á veginum, með framend- ann inni á veginum en aftur- endann út í moldarflagi. „Eg tel að litlu hafi mátt muna í tvígang að rútan legðist á hlið- ina, annars vegar í skurð við ræsið og hins vegar þegar hún skall á moldarbarðið," segir hann. Gátu alls ekki mæst Að mati Sigvalda var ekki fræðilegur möguleiki fyrir þessa bíla að mætast á umrædd- um stað vegna þrengsla. Veg hafi vantað undir hjól bílanna, en rútan er 2,5 m á breidd en hestakerran 2 m á breidd. Sigvaldi segir að mikill slynk- ur hafi komið á bílinn með þeim afleiðingum að farþegar hent- ust til, einkum þeir sem sátu aftarlega. Hann segir að margir hafa kvartað undan eymslum og þess vegna hafi til öryggis verið ákveðið að flytja alla farþega til skoðunar í Borgarnesi. Engar skemmdir urðu á bíl- unum, utan að baksýnisspegill brotnaði af rútunni. Andlát BALDVIN JÓNSSON BALDVIN Jónsson hæstaréttarlögmaður er látinn, 85 ára að aldri. Baldvin fæddist í Reykjavík 10. janúar árið 1911. Foreldrar hans voru Jón Bald- vinsson jorentari, for- seti ASI, bankastjóri og alþingismaður og Júlíana Guðmunds- dóttir húsfreyja. Baldvin varð stúd- ent frá Menntaskólan- um í Reykjavík árið 1931 og lauk prófí í lögfræði frá Háskóla íslands árið 1937. Hann öðlaðist réttindi héraðsdómslögmanns árið 1940 og hæstaréttarlögmanns árið 1954. Baldvin starfaði sem fulltrúi hjá lögmanninum í Reykjavík á árun- um 1937-1940 og var um tíma fulltrúi lögreglustjórans í Reykja- vík. Hann var lögfræðingur Búnað- arbankans á árunum 1940-1942. Hann rak eigin málflutningsstofu í Reykjavík frá árinu 1942 en í félagi við Reyni Karlsson hdl. frá árinu 1985 þar til stofan var sam- einuð lögmannsstofu Jónatans Sveinssonar hrl. og Hróbjarts Jón- atanssonar hrl. undir nafninu Al- menna málflutningsstofan hf. Baldvin átti sæti í bankaráði Landsbank- ans, fyrst sem vara- maður, síðar aðalmað- ur og var hann for- maður ráðsins frá 1959 til ársloka 1972. Hann var varamaður í flugráði um árabil, átti sæti í stjórn Sjúkra- samlags Reykjavíkur og var formaður stjórnar á árunum 1952-1978 og hann sat í fjárhags ráði á árunum 1949-1953. Baldvin átti sæti í mið- stjórn Alþýðuflokksins og sat í framkvæmdastjórn flokksins, þar af var hann formaður í fjögur ár. Hann var formaður Flugmálafé- lags íslands, átti sæti í stjórn Sogsvirkjunar og i stjórn Lands- virkjunar. Baldvin var sæmdur gullmerki Flugmálafélags íslands árið 1965, riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu árið 1970 og gullmerki Flugbjörgunarsveitarinnar árið 1990. Fyrri kona Baldvins var Guðrún Gísladóttir og áttu þau þrjú böm en síðari kona var Emilía Ingibjörg Samúelsdóttir. Þá átti Baldvin stjúpson. KONA sem hugðist notfæra sér þjónustu Neyðarlínunnar á laugar- dagskvöld til að tilkynna ofbeldis- verk, fékk að sögn ekki samband við starfsmann fyrr en eftir nokkra bið og hlýddi á segulbandsupptöku á meðan. Eiríkur Þorbjörnsson fram- kvæmdastjóri Neyðarlínunnar segir útilokað að fjórir starfsmenn geti sinnt öllum símtölum á mestu álagstímum, en hins vegar eigi bið fólks eftir þjónustu aðeins að nema örskammri stund. Forgangsmál að koma hjálp á staðinn „Þegar eitthvað sérstakt kemur upp á, svo sem slys á fjölförnum stað eða eldsvoði, hringja kannski hundrað manns í einu. Aðeins fjór- ir svara og þá hljóta einhverjir að þurfa að hinkra við. Þetta er vita- skuld mjög slæmt, en okkar fyrsta verk og forgangsmál er að koma hjálp á staðinn, en síðan svömm við fólki og við alla er rætt. Mann- legur máttur ræður ekki einfald- lega við álagið þegar mest er, en þegar slík staða kemur upp er fólk beðið um að bíða í símanum og oftast líða aðeins nokkrar sek- úndur,“ segir hann. Framkvæmda- stjóri Neyðarlín- unnar segir atvik sem þessi sjaldgæf Eríkur segir atvik sem þessi sjaldgæf og því er í raun ekki þörf á fleiri starfsmönnum. Sömu sögu sé að segja í neyðarþjónustu erlendis frá, þegar mikill fjöldi fólks hringir vegna eins máls. Hann segir erfitt að forgangsraða eftir því hversu alvarleg atvikin em sem verið er að tilkynna, enda bjóði slíkt upp á óánægju þeirra sem notfæra sér þjónustuna. „Þá myndi fólk spyija hvers vegna það sé sett í seinni röðina, því flestir telja neyð sína jafn- mikla og annarra. Við viljum ekki leggja slíkt mat á aðstæður og reynum að sinna öllum jafnt, enda lítum-við svo á að fólk hringi ekki nema full ástæða sé til,“ segir Eiríkur. Hugbúnaður flokki símtöl Hann segir nú unnið að gerð hugbúnaðar fyrir Neyðarlínununa, sem getur meðal annars skipað símtölum í flokka eftir staðsetn- ingu. „Ef við segjum að slys verði á Miklubraut og fleiri hundmð manns hringi í okkur, getum við staðsett símtölin þannig að í t.d. 100 metra radíus frá slysstað minnkar forgangur samtala, því nær sjálfkrafa má áætla að allir séu að hringja vegna sama atburð- ar. Hringi hins vegar einhver á sama tíma annars staðar frá er hann tekinn framfyrir, sökum þess að hann er örugglega að hafa sam- band af öðrum ástæðum. Eini vandinn við þetta kerfi em farsím- amir, því aldrei er hægt að vita hvar viðkomandi er staddur þegar hringt er,“ segir Eiríkur. Bergsveinn G. Alfonsson varð- stjóri hjá Neyðarlínunni segir að nær alltaf sé svarað í síma fyrir- tækisins innan þriggja hringinga, nema vegna fyrrgreinds álags eða hugsanlegrar bilunar. Ekki liggi fulljóst fyrir hvers vegna um- rædd manneskja þurfti að sýna biðlund, en þó megi telja víst að það hafí verið vegna álags. „Þetta gerist ótrúlega sjaldan," segir hann. Varð að bíða eftir símsvörun hjá Neyðarlínunni Hætta á bið á álagstímum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.