Morgunblaðið - 03.09.1996, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.09.1996, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 1996 27 LISTIR Þjóð á fornum grunni eða týnd í nútímanum Morgunblaðið/Þorkell MALÞINGIÐ um íslenska þjóðernisstefnu sem haldið var í Norræna húsinu um helgina var mjög vel sótt. Á málþingi um íslenska þjóðernisstefnu í Norræna húsinu á laugardaginn sögðu menn að hún lifði góðu lífi. Þröstur Helgason sótti þingið og segir meðal annars frá nokkrum efasemdum sem vöknuðu um þessa fullyrðingu. SJÁLFSMYND íslensku þjóðarinnar er reist á mýtum úr þjóðernisstefnu hennar; mýt- unni um tungumálið, mýtunni um þjóðar- andann, þjóðareininguna, þjóðararfinn, þjóðina. Og allar miða þessar mýtur að því að staðfesta sameiginlegan uppruna fólks- ins sem byggir landið; þær eru eins og lím í sprungurnar sem annars blasa við í þjóðar- sálinni, í samkennd þessa hóps. Mýtur þess- ar urðu til á síðustu öld, þær eru afrakstur sjálfstæðisbaráttunnar. Og þær eru sko ekki á undanhaldi. Islensk þjóðernisstefna lifir góðu lífi. Þetta er kannski meginniður- staða málþings sem haldið var um íslenska þjóðernisstefnu í Norræna húsinu á laugar- daginn. Mjólkurþamb og dömubinda- auglýsingar Á þinginu, sem var ansi fjölmennt, fluttu níu fyrirlesarar erindi. Helsti galli þingsins var sá að erindin voru mörg hver lík að efni og efnistökum. Erindi sem Haraldur Jónsson, myndlistarmaður, flutti og nefnd- ist ísland í dag skar sig mjög úr, bæði hvað varðar efni og efnistök. Haraldur tók á sig það mikla verkefni að lýsa einkennum og eðli íslensks þjóðernis í dag. Þar var tungumálið ofarlega í huga Haraldar, ís- lenskan er móðurmál allra hinna Norður- landamálanna, að mati nútíma íslendings- ins, hún er latína norðursins. Mjólkurþamb mótar líka íslendinginn í dag, sagði Harald- ur, og dömubindaauglýsingar. Lestur Haraldar var eitt af því sem vakti með manni eilitlar efasemdir um að gildi þjóðernissinna nítjándu aldarinnar væru enn lifandi meðal þjóðarinnar, og þá sérstaklega yngri kynslóðarinnar. Maður efaðist um það sem Ragnheiður Kristjánsdóttir, sagnfræð- ingur, sagði að hefði verið ein af grundvall- ar kennisetningum hinna baráttuglöðu nítj- ándu aidar manna að framtíðina skyldi reisa á fornum grunni. Það virðist frekar vera sem síðustu kynslóðir hafi týnt sér í nútím- anum, þær eru óþekktar stærðir, X-kynslöð- ir. Maður veit ekki hvort fornar sögur koma að einhveiju gagni við að rata út úr slíkum ógöngum. Eða tungan, menn óttast helst að hún sjálf týnist. Davíð Logi Sigurðs- son, sagnfræðingur, fjallaði um það hvað verður um þjóð sem tapar tungu sinni, en írar eru einmitt dæmi þess. Niðurstaða Davíðs Loga var að öfgafullur málflutning- ur til varnar tungumáli geti haft þveröfug áhrif. Skárri iausn er ef til vill frekari nú- tímavæðing tungunnar sem Gauti Sigþórs- son, bókmenntafræðingur, sagði að Einar Benediktsson, skáld, hefði stundað af mest- um krafti. Menningarsöguleg samlagning Það er auðvitað goðgá að efast um mikil- vægi íslenskra fornsagna fyrir sjálfsmynd þjóðarinnar. Eins og Jón Yngvi Jóhannsson, bókmenntafræðingur, benti á gegndi útgáfa fornritanna ákveðnu hlutverki í mótun þjóð- ernisvitundarinnar á umbrotatímum um miðja öldina. Jón Yngvi skoðaði sérstaklega útgáfu Sigurðar Nordals á Egils sögu, en Sigurður mótaði skilning þjóðarinnar á sög- unum öðrum fremur og mótaði þar með sjálfsskilning hennar um leið. Jón Karl Helgason, bókmenntafræðing- ur, lagði út af lestri Halldórs Laxness á Gunnarshólma Jónasar Hallgrímssonar sem varðveittur er í segulbandssafni RÚV. Út úr því kom eins konar menningarsöguleg samlagning, eins og hann kallaði það sjálf- ur, þar sem áhrifamesti rithöfundur sam- tímans las ljóð eftir ástsælasta ljóðskáld þjóðarinnar um eina nafntoguðustu hetju fornsagnanna. Jón Karl sýndi fram á það hvernig mýtan um Gunnar og hlíðina fögru varð til í ljóði Jónasar og hvernig henni hefur verið beitt í þjóðernislegri umræðu, meðal annars til að væna Sigurð Nordal um að vera óþjóðhollan. Islenskt sérkenni, evrópskt samkenni Það kemur kannski sumum á óvart að þjóðernismýtur Tékka og margra annarra austur-evrópskra þjóða líkjast mjög íslensk- um. Á þetta benti Sigríður Matthíasdóttir, sagnfræðingur. Það er hins vegar kannski ástæða til að óttast þá menningarlegu eins- ieitni sem Arnar Guðmundsson, bókmennta- fræðingur, talaði um. Er enginn munur til lengur? Mun hið islenska sérkenni ef til vill renna inn í hið evrópska samkenni? Spurning Guðmundar Hálfdanarsonar, dós- ents, í lok þingsins er við hæfi hér: Hvert stefnir þjóðin? Japönsk glerlist í KVÖLD þriðjudag kl. 20 verður fyrirlestur um japanska glerlist fluttur í fundarsal Norræna húss- ins. Fyrirlesturinn er unninn af gler- listamönnunum Sören S. Larsen og Sigrúnu Ó. Einarsdóttur, og flytur Sigrún fyrirlesturinn á íslensku og sýnir litskyggnur. Á eftir stuttu inngripi í sögu og þróun glergerðar í Japan verða kynnt verk eftir rúm- lega 30 nútíma glerlistamenn. Fyrirlesturinn er haldinn í tengsl- um við sýninguna Austan vindar og norðan, sem stendur nú yfir í sýningarsal Norræna hússins. Hér er um að ræða samsýningu Kom: hópsins og japanskra listamanna. í Kom-sýningarhópnum eru: Magnús Tómasson, Kristín Isleifsdóttir, Sör- en S. Larsen, Sigrún Ó. Einarsdótt- ir og Örn Þorsteinsson. Japönsku listamennirnrir eru: Makoto Ito, Atsuo Ishii, Kazumi Ikemoto og Hiromi Assoka. Sýningin er opin daglega kl. 14-19 og henni lýkur sunnudaginn 8. september. ----♦ » ♦-- I svörtum kufli í SVÖRTUM kufli heitir ljóðadag- skrá sem Hjalti Rögnvaldsson leik- ari flytur á Kaffi Oliver við lngólfs- stræti í kvöld, þriðjudag, kl. 22. Þar mun Hjalti lesa þijár fyrstu ljóðabækur Þorsteins frá Hamri. skóli ólafs gauks FYRIR ÞÁ, SEM VILJA LÆRA LÉTTAN, SKEMMTILEGAN UIMDIRLEIK HRATT 1. F0RÞREP FULL0RÐINNA Byrjendakennsla. undirstaða, léttur undirleikur viö alþekkt lög. 6.F0RÞREP 3 Beint framhald Forþreps eða Forþreps 2, dægurlög undanfarinna 20-30 ára, byrjun á þvergripum o.m.fi. 2. FORÞREP UIMGLIIUGA Byrjendakennsla, sama og Forþrep fulloröinna. 7. BÍTLATÍIVIIIUIM Eitt af Forþrepunum. Aöeins leikin lög frá bítlatfmabilinu, einkum lög Bítlanna sjálfra, svo og Rolling Stones og nokkur íslensk lög frá þessu tímabili. 3. LÍTK) F0RÞREP Byrjendakennsla fyrir börn aö 10 ára aldri. 8. TÚMSTUniDAGÍTAR 1 Byrjendakennsla (sama og Forþrep fullorðinna, en styttra) fyrir 16 ára og eldri í samvinnu viö Tómstunda- skólann. 4. FORÞREP-FRAMHALD Beint framhald Forþreþs fyrir þá, sem telja sig þurfa svolltið meiri æfingu. 5. F0RÞREP 2 Beint framhald Forþreps eöa Forþreps 3 - meiri undirleikur, einkum „plokk" o.m.fl. 9. TOMSTUNDAGÍTAR II Beint framhald af Tómstundagítar II. 1FYRIR ÞÁ, SEM VILJA LÆRA HEFDBUNDINN 1GÍTARLEIK, TÚNFRÆOI, TÚNHEYRN 10. FYRSTA ÞRH» Undirstöðuatriði nótnalesturs fyrir byrj- endur lærð meö því aö leika léttar laglínur á gítarinn o.m.fl. Forstig tónfræöi. Próf. þyngjast smátt og smátt. Framhald tónfræði- og tónheyrnarkennslu. Próf. 13. FJÓRBA ÞREP Beint framhald þriðja þreps. Bæði smálög og hefðbundið gttarkennsluefni ettir gamla meistara. Tónfræði, tónheyrn. Tekur tvær annir. Próf. 11. ANNAÐ ÞREP Framhald fyrsta þreps, leikin þekkt smá- lög eftir nótum, framhald tónfræði- og tónheyrnarkennslu. Próf. 14. HMMTA ÞREP Beint framhald Fjóröa þreps. Leikiö námsefni veröur fjölbreyttara. Tónfræði, tónheyrn. Tekur tvær annir. Próf. 12. ÞRIÐ JA ÞREP Beint framhald Annars þreps. Verkefnin ÖIMIMUR NÁMSKEIÐ, EIIMKUM FYRIR ÞA, SEM HAFA EIIMHVERJA UNDIRSTÖÐU Innritun er hafin og fer fram í skólanum, Síðumúla 17, daglega á virkum dögum kl 14-17, sími 588-3730, fax 588-3731. Eftirtalin námskeið eru flest í boði á haustönn, en nánari upplýsingar er að fá í skólanum á innritunartíma eða í ítarlegum bæklingi um skólann, sem við sendum þeim sem þess óska hvert á land sem er: 15. JAZZ-P0PP1 Þvergrip, hljómauppbygging, tónstigar, hljómsveitarleikur o.m.fl. Nótnakunn- átta áskilin. 20. HLJÓMSVBT-ÆFING Æfö hljómsveit einu sinni í viku, hugs- anlega aö einhverju leyti skipuö nem- endum skólans, en alls ekki skilyrði. 16. JAZZ-P0PPII Spuni, tónstigar, hljómfræöi, nótnalest- ur o.fl. 21. TÓNSMÍÐAR1 Byrjunarkennsla á hagnýtum atriöum varöandi tónsmíðar. Einhver undirstaöa er nauösynleg. 17. JAZZ-P0PPIII Spuni, tónstigar, hljómfræöi, nótnalest- ur, tónsmíö, útsetning o.m.fl. 22. TÓNSMÍÐAR11 Framhald Tónsmíöa 1. 18. HLJÓMSVBTARGÍTAR Farið yfir „gítarparta" stórra og lítilla hljómsveita. Einhver undirstaða nauð- synleg. 23. KVIKMYNOAMÚSIK-HLJÓMSVÐT Farið yfir nokkur grundvallaratriöi þess aö semja músik fyrir kvikmyndir og skrifa hana fyrir hljómsveit. 19. HLJÓMSVElT-ÚTSETNffilG Kennd byrjunaratriöi þess að útsetja fyrir litia hljómsveit, sem leikur lifandi músik, eða sem sett er saman á hljómborði og líkt eftir hljóöfærum. Undirstaöa nauösynleg.' 24. KASSETTUNÁMSKEK) Námskeið fyrir byrjendur á tveim kass- ettum og bók, tilvaliö fyrir þá, sem vegna búsetu eöa af öðrum ástæöum geta ekki sótt tíma í skólanum en langar aö kynnast gítarnum. Sent í póstkröfu. SÉRSTÖK TÓNFR/EÐI- 0G TÚNHEYRNARKENNSLA 1 15. TÓNFRÆDI-TÓMHEYRIV1 Innifalin í námi. 27. TÓNFR.-TÓNHEYRN FYRIR ÁHUGAFÓLK Fyrir þá, sem langar aö kynna sér hiö einfalda en fullkomna kerfi nótnanna til þess m.a. aö geta sungið eöa leikiö eftir nótum. 26. TÓNFRÆÐI-TÓIUHEYRni U Innifalin í námi. INNRITUN, UPPLYSINGAR DAGLEGA KL. 14-17 Sendum vandaOan upplýsingabækling e( óskaö en BYRJENOUR fllHUGIÐ: Hægt al fá leigða heimagítana fypin hr. 1000 á önn gftar ^^skóli ólafs gauks viSA' SÍDUMÚLA17 SIMI588-3730
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.