Morgunblaðið - 03.09.1996, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 03.09.1996, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR UM LANGA hríð hefur ríkisvaldið mark- visst stundað þá iðju að ganga ekki til samninga við þær stéttir, sem vinna í þess þágu, þótt þeir ** hafi verið lausir mán- uðum eða misserum saman. Með þessu of- beldi hefur því hver stéttarhópurinn á fæt- ur öðrum verið neydd- ur út í sársaukafullar og erfiðar aðgerðir til að ná fram sjálfsögð- um rétti sínum að ræða um lífskjör sín. Samn- ingar heimilislækna hafa verið laus- ir i hátt á annað ár. Á þeim tíma komu í vaxandi mæli fram sterkar vísbendingar um að staða heilsu- gæslunnar í landinu væri að hrynja vegna óvissrar stefnu heilbrigðisyf- _ ^ irvalda og forsómunar uppbygging- ' ar hennar. í frumheilsugæslunni á sér stað vel yfir ein milljón sam- skipta á ári. Hún er heilsufarslegt öryggisnet íbúanna og stoð og stytta í dagsins erli. Hún fæst við ráðgjöf um hollustu- og áhættu- þætti, forvarnir, eftirlit með lang- vinnum sjúkdómum, bráðalækning- ar og leiðsögn til annarra sérfræð- inga og stofnana. Hún ástundar sérstaka nálægð við íbúana, per- sónuleg kynni og þekkingu á högum í bráð og lengd, og deilir með þeim ’jafnt stórum sem smærri uppákom- um, er varða heilbrigði þeirra. Heimilislæknar tengjast fjölskyld- um og kynnast innra ferli þeirra, reyna að skilja og útskýra sam- spil félagslegra, sál- fræðilegra og líkam- legra þátta í einkenn- um og vanlíðan og jafnvel að henda reiður á menningarlegum og mannfræðilegum bak- grunni þeirra. í heilsu- gæslunni er heilsufars- legt upplýsingaheimili um hvem íbúa, sem getur m.a. hindrað misræmi og offar í rannsóknum , lækning- um og lyijagjöfum og gætt að áhættuþáttum. Slík umsjón á sér stað á löngum tíma í stað þess að vera einstakt atvik í sjúkra- sögu einstaklinga. Það er fjar- stæðukennt, að fólk geti búið við heilsufarslegt jafnvægi og velferð í okkar flókna samfélagi, ef heil- brigðisþjónustan ætti eingöngu að byggjast á lækningu einstakra sjúk- dóma og líkamshluta, þar sem hver sæi aðeins um sinn litla bút. Skal þó síst lasta stórkostlegar tækni- framfarir læknisfræðinnar. í langflestum þróuðum löndum er verið að efla og styrkja frum- heilsugæsluna. Alþjóðaheilbrigðis- stofnunin hefur í nýlegri stefnuyfir- lýsingu lagt höfuðáherslu á þetta. Það sama á við um Efnahagsbanda- lag Evrópu. Aðeins á litla Islandi er raunin önnur. Uppbygging henn- ar á höfuðborgarsvæðinu var strönduð, mannafli víðast langt Sjúkrahúslæknar eru, segir Olafur Mixa, síst ofhaldnir af sínum hlut. undir þörf og aðrir sérfræðingar að taka yfír hefðbundin heilsu- gæsluverk, hver á sínu þrengra sviði án heildarsamræmingar. Þegar heimilislæknar sögðu stöð- um sínum loks lausum, var það ekki síst vegna þessarar óvissu um framtíð þeirrar þjónustu, sem þeir hafa flestir sérmenntast til, þótt vissulega hafi þeir sem aðrir mátt bíða kjarasamninga langt yfir kurt- eisismörk. Heilbrigðisyfirvöld yrðu fyrst að gera upp við sig, hvort þau vildu í raun viðhalda heilsugæslunni með tilheyrandi verkaskiptingu eða ekki. Ef ekki, væri ekki um neitt að semja, mál til komið að pakka saman og laga sig að nýjum að- stæðum markaðstorgslækninga. Þetta var skýrt látið í veðri vaka í uppsögnunum og átti að vera öllum Ijóst. Heilbrigðisráðuneytið markaði í fyllingu tímans stefnu sína og gerði heyrinkunnugt, að það liti á heilsu- gæsluna sem hornstein heilbrigðis- þjónustunnar, sem skyldi efld eins- og annars staðar meðal siðaðra þjóða. Nú var komið eitthvað að semja um. Sú staðreynd er ómótmælanleg, enda studd nægum rökum og tölum, að kjör heimilislækna hafi hreinlega hrunið úr stöðu þeirra fyrir 10-15 árum. Skilaboð Samninganefndar ríkisins ( SNR ) voru einfaldlega þau, að við heimilislæknar hefðum verið heimskulega frekjulausir und- anfarandi áratug og sypum nú sjálf seyðið af þeirri hógværð. Sorrí. Kom nú fram, að í þeim sérstaka, dularfulla heimi engum öðrum lík- um, Karphúsinu, sé ekki verið að skyggnast eftir réttlæti, sanngirni eða sannleika. Við mættum fá sömu launahækkun í nokkra mánuði fram að áramótum og aðrir hefðu notið allt síðasta ár. Þetta tilboð hefur ekkert breyst síðustu ijórar vikur. Innihaldið var aðeins stokkað upp á mismunandi blekkjandi hátt. Heimilislæknar hafa slegið verulega af sínum kröfum. Þeir hafa allan tímann tekið þátt í að veijast stórá- föllum með því að manna neyðar- vaktir læknum, sem vinna kaup- laust. Þeir hafa séð aðra heilbrigðis- starfsmenn ganga inn í störf sín og varað formlega við því að ráð- leggja og leyfa það að fela fólki störf og ábyrgð, sem það gæti átt erfitt með að standa undir. Það telur sig nú margt að lotum komið eftir þessa vaktabyrði og finnst sanngirnismál að fá afleysingar. Gleymist þá gjarnan, að læknisræf- illinn hefur mátt standa þessar vaktir oft svo mánuðum skiptir fyr- ir brot af því sem nú er greitt. Við teljum, að sá háttur heil- brigðisyfirvalda framanaf deilunni, að draga úr alvöru ástandsins kunni að eiga þátt í þekkingar- og ábyrgð- arleysi SNR um eðli mála og tregðu hennar til að leita málamiðlunar. Pjármálaráðherra lýsti, m.a. í bréfi til Læknafélags íslands, áhuga sín- um á að samræma samninga við lækna. Buðu þá heimilislæknar að flytjast á gildandi kjarasamninga annarra lækna eins og þeir væru í dag. Hvað lýsir betur kjarastöðu þeirra en hin fortakslausa synjun SNR á því tilboði? Það væri svo dýrt að setja heimilislækna á lækn- islaun. Hafi þeir ætlast til, að við hefðum áhuga á því, að önnur starfssystkin bæru minna úr býtum til að við hlytum meira, þá vaða þeir reyk. Sjúkrahúslæknar eru síst ofhaldnir af sínum launum. Það hníga ekki heldur nein rök að því, að sérmenntaðir heimilislæknar fái minna en þeir. Fjármálaráðherra mun ekki geta att þessum hópum saman. í stað þess að standa við þessa hugmynd kom útspil frá SNR, sem fólst í breyttri skipun vaktþjónustu í Reykjavík. Teikn eru og á lofti um, að fjármálaráðherra sé hvata- maður að því að fela öðrum sér- fræðingum vaktþjónustu í Reykja- vík (og þeir væntanlega tilbúnir að nýta sér hremmingar sinna kol- lega?). Ekki verður betur séð en það muni gilda hann einu, þótt heilsugæslan hrynji. Talsmenn hans í SNR lýstu því beinlínis yfir, að þeim sé efst í huga ástin til ríkis- sjóðs, og verið sé að reyna að glæða viðlíka ást í hjörtum okkar manna. Hún virðist eiga að vera þeim áhyggjum yfirsterkari, sem við eða aðrir kynnum að bera í brjósti vegna mögulegs heilsufarslegs ófarnaðar einstaklinga og fjölskyldna í land- inu. Vakna nú ýmsar spurningar. Ráðuneyti heilbrigði vill gera heilsugæsluna að „hornsteini “ ís- lenskrar heilbrigðisþjónustu. Fjár- málaráðuneytið vill ekki greiða læknum læknislaun, er sjálft að móta vaktþjónustu, sem stríðir gegn ríkjandi reglugerðum og nán- ast komið í heilagt stríð gegn al- hliða, samfelldri heilsugæslu einsog að ofan var lýst. Hver ræður heil- brigðismálum á þessum bæ? Heilsugæslan er í uppnámi sem aldrei fyrr. Æ fleiri heimilislæknar leita sér a.m.k.tímabundið viðfangs- efna erlendis. Tilfellum um varan- legan heilsuskaða fjölgar. Því er aftur spurt: Hver ræður og vill bera ábyrgð á framhaldinu? Höfundur er heimilislæknir. Hver ræður í heilbrigðismálum? Ólafur Mixa Úrvals heilsuefni 11 steinefni 18 amínósýrur Meiriháttar C-vítamín með kalki EC-200, EC-500. Eykur úthald og vellíðan. V&M Fjölvitamín með steinefnum, spirúlina þara og aminósýrum 12 vítamín A...............0.8 mg B1..............1.5 mg B2..............1,7 mg B3...............20 mg B5...............10 mg B6..............2,4 mg B12...............9 mcg C................60 mg D.............5 mcg E............16 mg Folsýra.....400 mcg Biotin......200 mcg Kalcium......150 mg Fosfor.......100 mg Magnesium...l00 mg Zink..........12 mg Járn..........10 mg Mangan.........4 mg Kalium.........2 mg Kopar..........2 mg Joð.............150 mcg Selen........60 mcg Króm.............50 mcg Spirulina...100 mg V&M Fjölvítamínið er náttúrulegt gæðaefni sem fullnægir daglegum þörfum okkar. Berðu það saman við önnur fjölvítamín og þá sérðu að V&M er sterk úrvalsblanda. BIO-SELEN UMB..SIMI 557 6610 Af högum íslenskra heimilislækna 1995 I UMFJÖLLUN fjölmiðla um kjaradeilu heimilislækna og fjár- málaráðuneytisins á undanförnum vikum hafa laun heimilislækna ver- ið nefnd og er þar ávallt verið að fjalla um tekjur þeirra. Haft er eft- ir fjármálaráðherra í útvarpsviðtali 28. ágúst að „heilsugæslulæknar séu ekki vanhaldnir af kjörum sín- um ... en þeir beri sig saman við aðra lækna og það geri málið erfið- ara.“ í þessu sambandi skal á það bent, að „laun“ og „kjör“ eru tvö nátengd hugtök, sem hafa þó ekki sömu merkingu. í einföldustu skil- greiningu er almennt átt við, að „laun“ merki kaup og „kjör“ merki hagur (orðabók Menningarsjóðs). Gail flísar fc StórhÖfða 17, vlð GuUinbrú, slmi 567 4844 Til þess að gefa al- menningi nokkra inn- sýn í kjör heimilis- lækna verða hér nefnd- ar nokkrar niðurstöður úr „Könnun á högum íslenskra heimilis- lækna / 1995“, sem gerð var á vegum Fé- lags ísl. heimilislækna (FIH) fyrri hluta árs 1995. Athygli er vakin á því, að könnunin var gerð löngu áður en uppsagnir heilsu- gæslulækna komu til tals. Öllum heimilis- læknum starfandi 1.9. 1994 eða 178 talsins var sendur spurningalisti með 58 spurningum er vörðuðu m.a. starfið, starfs- umhverfi og líðan læknanna í vinn- unni og utan hennar. Alls svöruðu 139 læknar (79%) og var svörun nokkuð svipuð milli höfuðborgar- svæðisins (66) og landsbyggðarinn- ar (73). Vinnutími. Lögbundin vinnuvika er 40 klst. Á 8 klst. dagvinnutíma er heimilislæknum ætlað m.a. að taka á móti sjúklingum í viðtal á stofu, hafa símatíma og fara í vitj- anir. Ekki má gleyma að nefna pappírsvinnu af ýmsum toga s.s. vottorð, læknabréf og fleira í þeim dúr. Vinnufundir, stjórnun- arstörf, forvarnir, fræðsla og vísindastörf eiga einnig að rúmast innan dagvinnuramm- ans. Samkvæmt því launakerfi, sem heimil- islæknar búa við verða tekjur þeirra lægri eftir því sem vinnutímanum er varið í annað en viðtöl við sjúkl- inga á stofu. Dagvinnutíminn dugar því fæstum til að ljúka af sinni Flestir heimilislæknar, segir Bjarni Jónasson, telja starf sitt vera inni- haldsríkt og gefandi. Bjarni Jónasson. Gœðavara Gjdfavara — malar og kaíTislell. Allir verðílokkar. ^ VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Heimsfrægir hönnuðir m.a.Gianni Versare. vinnu að öllu jöfnu og meira en helmingur hópsins vinnur 4-10 klst. í yfirvinnu á viku ólaunað, þar eð ríkið greiðir ekki fyrir slíka yfir- vinnu. Orlof. Lögboðinn orlofsréttur op- inberra starfsmanna eru 24-30 vinnudagar alls á ári og ákvarðast það af starfsaldri. A árunum ’92-’94 höfðu 42% læknanna aldrei notað fullan orlofsrétt sinn og voru læknar af höfuðborgarsvæðinu þar fleiri. Aðeins 28% nýttu sér þennan rétt öll árin. Þegar spurt er um hve oft læknarnir hefðu tekið þriggja vikna samfellt orlof á þessum árum, svöruðu 15% „aldrei" en 45% náðu að vera 3 vikur samfellt í fríi öll árin. Ljóst er, að heimilislæknar nýta sér réttindi sín til orlofs með takmörkuðum hætti. í þessu sam- bandi verða nokkrar spurningar áleitnar. Hafa heimilislæknar ekki efni á að taka sér frí? Fæst ekki læknir til afleysinga? Við þau kjör sem heimilislæknar búa í dag út- heimtir það mikla vinnu að ná við- unandi tekjum og fyrir flesta hefur það í för með sér umtalsverðan tekjumissi að fara í leyfi. Kjörin eru orðin slík í formi vinnuálags (stöð- ugar vaktir) og lágra launa að mörgum heilsugæslulækninum, einkum í dreifbýli hefur reynst erf- itt að fara í frí. Námsferðir. Læknum er skylt að viðhalda þekkingu sinni. Skv. kjara- samningum heilsugæslulækna gefst þeim kostur á að fara í eina náms- ferð til útlanda á ári líkt og sjúkra- húslæknum. 8% læknanna höfðu aldrei farið slíka námsferð á árunum ’92, ’93 og ’94 og 53% fóru öll árin. Læknar af landsbyggðinni notfærðu sér þennan rétt sinn miklu síður. Þeir eiga jafnan ekki eins auðveld- lega heimangengt til slíkra ferða m.a. vegna erfiðleika á að fá stað- gengil fyrir sig í styttri eða lengri tíma auk þess sem þeir þurfa sjálfir að fínna slíkan staðgengil. Að lokum. Flestir heimilislæknar telja starf sitt vera innihaldsríkt og gefandi en það útheimtir mikla vinnu, verulegt vinnuálag og óreglulegan vinnutíma. Þær skyld- ur, sem þjóðfélagið hefur lagt þeim á herðar hafa leitt til þess, að þeir hafa ekki getað notað orlofsréttindi sín eða nýtt sér rétt sinn til við- haldsmenntunar sem skyldi. Eru heimilislæknar ef til vill van- haldnir af kjörum sínum þrátt fyrir allt? Höfundur er heilsugæslulæknir í Garðabæ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.