Morgunblaðið - 03.09.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 03.09.1996, Blaðsíða 31
30 ÞRIÐJUDAGUR3. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 1996 31 ÍNwffittiÞIafrií STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. BREYTT STEFNA - NÝJAR LEIÐIR FORSETI lýðveldisins, herra Ólafur Ragnar Grímsson, vék í ræðu sem hann flutti í opinberri heimsókn á Vestfjörðum á dögunum að togstreitunni rhilli höfuðborg- arsvæðisins og landsbyggðarinnar. Forsetinn fullyrti að þessi togstreita væri að daga uppi í umbroti breytinga í veröldinni og sagði orðrétt: „Sú samkeppni sem úrslitum ræður er ekki lengur milli Reykjavíkur og annarra landshluta heldur íslands annars vegar og umheimsins hins vegar. Það er sú glíma sem umfram annað mun ráða því, hvort unga fólkið kýs áfram að eiga ísland að heimkynnum. í krafti þeirrar boðskipta- tækni, sem færir heimsmarkaðinn beint til hvers og eins, geta Vestfirðir, Norðurland eða Austfirðir vissulega skar- að fram úr. Reykjavíkursvæðið er ekki lengur nauðsynleg- ur áfangastaður heldur byggðarlag á sama báti og öll hin.“ Forsetinn vísaði til þess að íslenzka menntanetið væri þróað í hugbúnaðarsmiðju á Kópaskeri, að Dalvík væri heimabyggð heimsfyrirtækis og að forskotið í hátækni mjölframleiðslunnar væri á Austfjörðum. Þetta sýndi að byggðir landsins væru að tengjast „beint við það markaðs- kerfi veraldarinnar, sem umskapar í sífellu efnahagslíf heimsins“. Þessi nýi veruleiki krefst ferskrar hugsunar, sagði for- seti lýðveldisins: „Umræðan um byggðavanda íslendinga þarf að vissu leyti að færast á byrjunarreit. Hún þarf að eignast nýtt upphaf þar sem tækifæri hugbúnaðartækn- innar og boðskiptabrautir heimsviðskiptanna eru forsend- ur breyttrar stefnu og nýrra aðferða. Hún þarf að taka mið af þeirri staðreynd að dýrmætasta auðlindin felst í fólkinu sjálfu; hæfni, menntun og áræði sérhvers einstakl- ings. Mannauðurinn mun ráða úrslitum í samkeppni byggða og þjóðlanda á nýrri öld.“ Þessi orð eru í tíma töluð. Lykillinn að framtíðarvelferð þjóðarinnar er atvinnu- og efnahagslíf, sem er samkeppnis- hæft við umheiminn. Sá lykill verður aðeins smíðaður í smiðju almennrar og sérhæfðrar menntunar, þekkingar og tækni. En jafnframt er ræða Ólafs Ragnars Grímssonar á Isafirði vísbending um í hvaða farveg hann hyggst beina forsetaembættinu á næstu árum. SADDAM ÖGRAR UMHEIMINUM HERLIÐ Saddams Husseins íraksforseta réðst á laugar- dag á höfuðvígi íraskra Kúrda, borgina Arbil. Virð- ist sem að markmiðið hafi verið að veikja samtök Kúrda, hliðholl Irönum. Þessi árás íraska stjórnarhersins er hrein ögrun við umheiminn og það gæti reynst afdrifaríkt að láta Saddam komast upp með hana óáreittur. Eftir að írakar biðu ósig- ur í Persaflóastríðinu fyrir fimm árum var því lýst yfir af Bandaríkjamönnum og bandamönnum þeirra að svæðið norðan 36. breiddargráðunnar væri griðasvæði fyrir Kúrda. Þrátt fyrir að ekki hafi verið amast við því til þessa að íraksher athafnaði sig á þessu svæði hefur Sadd- am með árásinni á Arbil farið langt yfir þau mörk sem þjóðir Vesturlanda geta sætt sig við. Vesturlönd skuldbundu sig til að tryggja öryggi Kúrda í írak. Trúverðugleiki þeirra er því í veði. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í kjölfar Persaflóastríðsins ályktun, þar sem þess var krafist, að Saddam virti mann- réttindi íraskra ríkisborgara. Hernaðaraðgerðir helgarinn- ar eru grófasta brotið á þeirri ályktun til þessa. Þrátt fyrir að aðgerðir Saddams gegn Kúrdum breyti í sjálfu sér ekki valdajafnvæginu í þessum heimshluta eru mörg dæmi um það í sögunni að hættulegt geti reynst að leyfa harðstjórum að storka umheiminum með þessum hætti. Þegar Adolf Hitler rauf á sínum tíma vopnahléssam- komulag það er gert var í lok fyrri heimsstyrjaldarinnar og byrjaði að senda þýzkar hersveitir yfir þær markalín- ur, sem dregnar höfðu verið, var ekki byrjað að spyrna við fótum fyrr en of seint. Sömuleiðis má færa rök fyrir því að ef Saddam verði ekki refsað, efnahagslega og hern- aðarlega, fyrir árásina á Arbil muni hann smám saman færa sig upp á skaptið á ný og gerast sífellt djarfari. Þá áhættu á ekki að taka. Grunnskólar borgarinnar eru að hefja starfsemi sína Skemmtilegast að hitta aftur skólafélagana ANDRÚMSLOFTIÐ á göngum grunnskólanna í Reykjavík var spennt í gær. Prúðbúin börn höfðu flykkst í skólann til að taka við stundaskrám og öðrum fyrirmælum frá kennurunum um skólastarfið í vetur. Samt virtist me^tur spenn- ingurinn felast í því að hitta bekkj- arfélagana á nýjan leik eftir sumar- ið. Sex ára börnin skáru sig úr því að fyrir þeim voru að opnast dyr að nýjum og áður óþekktum heimi. Erna Dís Gunnarsdóttir, 6 ára, beið eftir því með mömmu sinni, Olgu Marinósdóttur, að hitta kenn- arann sinn, Sigurbjörgu Baldurs- dóttur, í fyrsta sinn í Hlíðaskóla í gærmorgun. Mæðgurnar áttu von á því að Erna Dís myndi kannast við einhveija af verðandi bekkjarfé- lögum sínum. „Ég held að fleiri krakkar af minni deild á Sólborg verði í bekknum," sagði Erna Dís og viðurkenndi að vera orðin svolít- ið spennt að byija í skólanum. Henni var heldur ekkert að van- búnaði því skólataskan og fleira skóladót var tilbúið heima. Hún segist hafa pantað að fá gamla skólatösku frá 11 ára systur sinni. Reyndar kom í Ijós að hún stæði betur að vígi en margir aðrir að hafa getað spurt eldri systur sínar 11 og 13 ára út úr um skólann. Ekki væri heldur verra að kunna alla eða næstum því alla bókstafina eins og Erna Dís. „Ekki proffi“ Miðskólinn hóf starfsemi sína í nýju húsnæði í Skógarhlíð 10 í gær. Bragi Jósepsson, skólastjóri, bauð nemendur og foreldra vel- komna og flutti að því loknu stutta tölu. Hann sagði t.a.m. frá því að lögð hefði verið nótt við dag að koma húsnæðinu úr fokheldu ástandi sl. tvo mánuði. Nú væri því verki lokið og aðeins minniháttar frágangur eftir, t.d. ætti eftir að koma fyrir fótboltamörkum og körfuboltakörfu úti á skólalóðinni. Eftir að hafa hlýtt á skólastjór- ann fóru krakkarnir hvert í sína skólastofuna en skólastofurnar eru merktar 4. til 7. bekk. Sigríður Erla Viðarsdóttir, 12 ára í október, og Magnús Sigurðsson, 12 ára í september, gáfu sér hins vegar nokkrar mínútur til að spjalla við blaðamann. Þau voru sammála um að gaman væri að koma aftur í skólann. „Sumarið var ágætt enda gerði ég margt skemmtilegt, fór í útlegur, til Þýsklands í fimm daga og á reiðnámskeið. Núna finnst mér ágætt að vera byrjuð í skólan- um því fríið var orðið svolítið mikið og gaman að hitta krakkana aft- ur,“ sagði Sigríður Erla. Magnús segist hafa farið á tenn- isnámskeið, leikið körfubolta og farið til Bandaríkjanna í sumar. „Mér finnst bara fínt að vera kom- in aftur og hitta krakkana. Við reyndum að hittast og fara saman í bíó í sumar. En margir voru í burtu,“ sagði hann. Hann sagði að stærðfræði væri uppáhaldsnáms- greinin sín. „Mér gengur ágætlega í stærðfræði en ég er enginn „proffi“,“ sagði hann. Sigríður Erla nefnir aðrar greinar, ritun, lestur og handmennt. Magnús og Sigríður Erla eru sammála um að Miðskólinn sé frá- bær skóli og nýja húsnæðið sé að mörgu leyti betra en hið gamla. „Langbest finnst mér að nú förum Morgunblaðið/Kristinn ÞESSAR stelpur voru ekki í vafa um að Fjölnir væri bestur, (f.v.) Kristín Björnsdóttir, Ása Jónsdóttir, Arna Eir Einarsdóttir, Agnes Kristjánsdóttir og Guðrún Sigríður Sæmundsen. SIGRÍÐI Erlu Viðarsdóttur og Magnús Sigurðs- ÞÓRIR Örn Jónsson og Andri Steinn Birgisson son greindi á um hvort KR væri betra lið. við í íþróttir í Valsheimilið. Ég er nefnilega Valsari," segir Magnús. Vinkonurnar Kristín Björnsdótt- ir, Ása Jónsdóttir, Arna Eir Einars- dóttir, Agnes Kristjánsdóttir og Guðrún Sigríður Sæmundsen höfðu fengið afhentar stundaskrár og inn- kaupalista í níunda bekk í Folda- skóla í Grafarvogi um ellefu leytið. eða Valur stungu saman Stelpurnar sögðu að til stæði að versla fyrir skólann eftir hádegi. Foreldrarnir stæðu væntanlega straum af þeim kostnaði. Hins veg- ar myndi sumarhýran fara í ný skólaföt. Við innkaupin skipti mestu máli að fötin væri þægileg og tískuleg. Af tvennu skipti meira máli að föt- nefjum yfir stundaskrá 8. JA í Foldaskóla. in væru örugglega í tísku. Eftir að hafa farið hver í sinn umsjónar- bekkinn sögðu stelpurnar greinilegt að strákarnir hefðu heldur skánað frá því í fyrra. Uppáhaldsnáms- greinin var án efa íþróttir enda sögðust þijár æfa fótbolta og ein handbolta og lokaorðin voru auðvit- að: „Áfram Fjölnir!“ FYRSTA skóladaginn skiptir miklu máli að hafa styrka hönd að styðja sig við. ERNA Dís, 6 ára, og Olga Marinósdóttir, mamma hennar, biðu eftir að hitta kennara Ernu Dísar. Ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um kynferðislega misnotkun barna lokið Börnin eru berskjölduð Ferill Ray Wyre hófst í breska sjóhernum en lá síðan inn í réttarkerfið. Wyre býr yfir yfir- gripsmikilli þekkingu á þeim sem áreita böm kynferðislega. Sigrún Davíðsdóttir hitti hann í Stokkhólmi þar sem hann jós úr skál- um þekkingar sinnar á ráðstefnu Barnahjálp- ar Sameinuðu þjóðanna, sem lauk sl. föstudag. OLÍKT fyrri ráðstefnum Sam- einuðu þjóðanna sátu ekki aðeins virðulegir stjóm- málamenn og ríkisskrif- finnar í salnum í Húsi fólksins í Stokk- hólmi, heldur einnig fólk sem vinnur meðal barna er stunda vændi eða á öðrum vettvangi er tengist efni ráð- stefnunnar um kynferðislega misbeit- ingu barna í gróðaskyni. Einn af þeim sem þekkir betur til þessa efnis en margir aðrir er Bretinn Ray Wyre. Þessi glaðlegi og hnellni maður með grásprengt hár, drengjalegt andlit og eplakinnar hefur um árabil unnið með kynferðisafbrotamenn og hryðjuverka- menn. Þekking hans á efninu er byggð á tuttugu ára reynslu í meðferð þeirra og hann hefur skrifað bækur eins og Murderíng Childhood, Æskan myrt. Titillinn er tilvitnun í kynferðisafbrota- mann sem hafði sjálfur þessi orð um athæfi sitt. En Wyre undirstrikar að hann eigi ekki að baki neinn háskólaferil, öðra nær. Það breytir þó ekki því að hann er eftirsóttur fyrirlesari og ráðgjafi um allan heim. „Kannski af því ég tala ekki eins og háskólamaður," segir hann kíminn. Hann fór í sjóherinn á ungl- ingsaldri eins og pabbi hans, komst á kafbát. „Þetta var eins og í Das Boot,“ . og vitnar hér í fræga kvikmynd um lífið á kafbát. Meiðsli bundu þó enda á hermennskuna, hann fór ungur á eftirlaun og þurfti þá að hugsa málin upp á nýtt. Hann vissi of lítið um vopn til að fara að vinna í vopnaiðnaðinum en fór að vinna í sjálfboðavinnu hjá lögreglunni þar sem hann var afbrota- mönnum til halds og trausts við réttar- höld. Þar með var hann kominn á þá braut sem hann hefur síðan unnið við. „Og það var tilviljun að það skyldu verða kynferðisafbrotamenn. Þeir urðu bara fyrst á vegi mínum.“ Þegar barnamorðin í Belgíu og kyn- ferðisafbrot þar ber á góma ypptir hann öxlum. „Það sem skekur mig í því máli er að fólki skuli svo brugðið í brún yfir að svona geti gerst í Belg- íu. Það er ekki lengra síðan en 1988 að afhjúpaður var hringur embættis- manna í Brassel sem tengdist Bama- hjálp Sameinuðu þjóðanna og sextán vora handteknir. Þetta getur gerst alls staðar. Því miður er eins og það þurfi ógnarlega atburði til að við rönkum við okkur. Það er ekki fólkið í ráð- stefnusalnum, sem geldur fyrir áhuga- leysið, heldur fómarlömbin. Ef vandinn væri bara að það væru ófreskjur í mannsmynd á eftir bömun- um væri þetta einfalt mál því börn laðast ekki að ófreskjum. Þegar kyn- ferðisafbrot gagnvart bömum eru ann- ars vegar þýðir ekki að leita að ein- hvetjum skepnum, heldur bara venju- lega fólki. Ef við leitum að skepnunum skiljum við börnin eftir berskjölduð. Þar með er ég auðvitað heldur ekki að hvetja til neinnar móðursýki, bara að fólk átti sig á hvemig hér getur verið í pottinn búið. Ef granur vaknar um að einhver áreiti börn á að athuga málið og reyna þá að veita viðkomandi meðferð en ekki bara einangra börnin. Thomas Hamilton, sem myrti sextán börn í Dunblane í Skotlandi í fyrra, var þekkt- ur fyrir að leita á börn. En í stað þess að snúa sér að honum sögðu foreldrar börnum sínum að forðast hann. Árás hans var ekki árás á börnin heldur hefnd við foreldrana. Fyrst, þeir vildu ekki leyfa honum að umgangast böm- in skyidu þeir heldur ekki fá að njóta þeirra. Samfara því að glæpamenn era meðhöndlaðir á mannúðlegri hátt en áður tíðkaðist heyrist oft að þeir séu sjálfír fórnarlömb misþyrminga af ein- hveiju tagi. Ég er ekki hrifinn af slíkri röksemdafærslu. Allir glæpamenn rétt- læta verknað sinn á einhvern hátt. Hryðjuverkamaður, sem hefur staðið að sprengjuárás, þar sem nokkrir óbreyttir borgarar látast, segir að hann hafí bara drepið nokkra meðan ríkið, sem hann berst á móti, drepi óáreitt fjölda manns. Nauðgari segir að hann hafi bara nauðgað einni eða tveimur konum meðan konum í Bosníu sé nauðgað í hópum. Þeir hafa allir ein- hver rök, líka þeir sem leita maka við börn. En fyrir mér er spurningin hvers vegna tveir menn, sem báðir hafa ver- ið misnotaðir sem börn, halda hvor sína leið. Annar leggur fyrir sig að hjálpa fórnarlömbum misnotkunar, með öðram orðum notar dapurlega reynslu sína til góðs. Hinn misnotar börn og jafnvel myrðir þau eins og gerðist í Dunblane. Ef við setjum af- brotamenn alltaf í hlutverk fómar- lamba er aldrei neinn sem ber sökina. Það er ekki spurning að koma á hinu endanlega réttlæti, en einhvers staðar verður að byija.“ Nútímaþjóðfélag er ekki ómannúðlegra en áður Wyre talar sig auðveldlega heitan þegar hann nefnir að á stundum heyr- ■ist að þjóðfélag nútímans sé ómannúð- legra og grimmara en nokkru sinni áður og er óhræddur við að setja fram óvenjuleg sjónarmið. „Nei, ég get ekki tekið undir þetta sjónarmið. Það eru ! dag fleiri sem láta óréttlæti til sín taka en nokkru sinni áður. Það er meiri skilningur, meiri meðvitund um og umhyggja fyrir einstaklingnum en nokkru sinni hefur verið. Mér verður í þessu sambandi stund- um hugsað til 98 ára ástralskrar konu sem ég hitti eitt sinn á ferð þar. Amma hennar fæddist í Englandi og ólst upp við kröpp kjör. Þegar hún var fjórtán ára stal hún blúndubleðli og fyrir það var hún dæmd til dauða en dómnum var síðan breytt í fangels- isvist og hún send til Ástralíu sem þá var fanganýlenda. Á skipinu á leið- inni þangað var henni margsinnis nauðgað og var hún ófrísk þegar hún kom á leiðarenda. Saga þessarar konu er ekkert einsdæmi. Við skulum því tala varlega um að þjóðfélag nútímans sé ómannúðlegt. Það kemur kannski á óvart að ég skuli aðhyllast hin fornu lög um auga fyrir auga og tönn fyrir tönn. Fyrir mér era þetta bestu lögin, því í mínum skilningi era þetta lög sem ætlað er að vera til viðvörunar. I mínum huga merkja þau að við gerum öðrum ekk- ert sem við viljum ekki verða fyrir sjálf. Nú heyrist aðeins vitnað í þau í hefndar- og hótunarskyni. Það er ekki sá skilningur sem ég legg í þau.“ Kynferðisafbrotamenn er sækja í börn fylgja ákveðnu mynstri Þegar kemur að því að greina kyn- ferðisafbrotamenn, sem sækjast eftir börnum, segir Wyre að þeir geti verið af ýmsum gerðum. „Þeir sem enda með því að myrða fómarlömb sín era undantekning, þó það séu til þau dæmi sem allir heyra af. En það era í raun mun fleiri börn sem láta lífíð fyrir hendi foreldra sinna en fyrir hendi kynferðisafbrotamanna, þó slík mál veki minni athygli." Þeir sem leita á böm og valda þeim skaðá eru að sögn Wyres mun fleiri og þeir fylgja oftast sama mynstri. Sumir leita eftir sam- vera við börn í gegnum vinnu eða sjálf- boðavinnu með börnum, sumir vingast við íjölskyldu bamsins og vinna traust hennar og enn aðrir hanga í kringum leikvelli og aðra staði sem börn koma á. „Einn þeirra sagðist í yfirheyrslu gera sér grein fyrir að með verknaði sínum myrti hann æsku barnanna, myrti æskuna sem hann hefði sjálfur aldrei fengið að njóta. Börnin era ber- skjölduð af ýmsum ástæðum, meðal annars af því að hlutverk föðurins hefur dofnað og þau sækjast því oft eftir einhveijum í það hlutverk." Þegar kemur að því að dæma í kynferðisafbrotum gegn börnum segir Wyre að dómskerfið sé ekki í stakk búið til að taka á þeim málum. „Dóms- kerfið miðast við að refsa fyrir ein- staka atburði, ekki fyrir refsivert ferli. Það er varla meira en 3-5 prósent málanna sem komast fyrir dóm. Kyn- ferðisafbrot gegn börnum eru alls ekki alltaf og kannski sjaldnast ein- stakir refsiverðir atburðir, heldur gengur hegðun hins fullorðna út. yfir barnið á einhvem hátt. Mörk barnsins eru ekki virt. Ef barn ber upp ásökun á foreldri eða aðra um kynferðisáreitni af ein- hveiju tagi er sjálfsagt að hlusta, því það er merki um að eitthvað sé að þó í raun sé alls ekki víst að um eiginleg mök sé að ræða. Til að skýra þetta nota ég gjarnan líkingu við skotskífu. í miðjunni er sá sem á beinan hátt hefur haft kynmök við bam. Þar lenda þó fæstir af þeim, sem sækjast eftir sambandi við börn, heldur eru þeir í næstu reitum. Yst liggja svo þeir sem halda sig utan marka barnsins. Það eru þessar hreyfingar utan við miðjuna sem oft er erfitt að henda reiður á. Kennari, sem fer til dæmis nakinn í sundlaug með nemendum sínum, er ekki í miðjunni en hann er heldur ekki utan markanna. Ég trúi á að meðferð hjálpi og geti fengið viðkomandi til að halda sig réttu meg- in við mörk barnsins. Það dugir ekki bara að loka menn inni í fangelsi. Meðferð er ekki alörugg, en fangeisi gerir örugglega ekki neitt í þá átt að færa menn til síns rétta vegar.“ Hvert mál er einstakt „Ég fæst við að yfirheyra þá sem ákærðir eru fyrir kynferðisafbrot og fyrstu viðbrögð þeirra era alltaf af- neitun, hvort sem þeir era saklausir eða ekki. Starf mitt felst svo í að finna út hvað að baki orða þeirra liggur. Flestir þeir sem hafa áreitt barn bregðast eins við. Þeir tala yfirleitt mest um sjálfan sig og áhrif ákærunn- ar á þá sjálfa, sýna enga samúð með barninu og er í mun að hafa stjórn á tilfinningum sínum. Síðan eiga þeir það til að segja að þeir viti að barnið hafi verið áreitt en það hafi ekki ver- ið þeir. Það er langt ferli að komast til botns í svona málum en með þekk- ingu og reynslu held ég að yfirleitt sé hægt að komast að hinu rétta. Annað mál er svo að það er erfiðara að gera dómsmál úr slíkri rannsókn eins og ég nefndi áður. Það er ekki hægt að segja neitt almennt um hvað er rétt í slíkum málum, því það verður að athuga hvert mál fyrir sig. Auðvitað koma líka fyrir falskar ásakanir. Ég kom nýlega að máli þar sem fráskilin eigin- kona ásakaði fyrrum eiginmann sinn fyrir mök við dóttur þeirra, hélt því fram að hann sækti í börn og vildi láta banna honum umgengni við barn- ið. Þau höfðu verið fráskilin í 2‘rí ár og maðurinn sagði frá því við yfir- heyrslu að hann hefði á þeim tíma sóst eftir kynnum við aðrar konur í gegnum skrifstofu sem miðlar kynn- um og skrifast á við 52 konur í leit að nýrri konu. Hann var fús að sýna bréfín og af þeim mátti ráða að hann leitaði eftir kynnum við konur á milli fertugs og fimmtugs. Ef hann hefði verið á hött- unum eftir að komast í tæri við börn hefði hann öragglega leitað eftir yngri konum með börn. Læknisrannsókn sýndi að dóttirin var óspjölluð. í þessu tilfelli kom kæran frá konunni, ekki barninu, og á endanum var komist að þeirri niðurstöðu að ásökunin ætti ekki við rök að styðjast. Svo eru líka dæmi um slæma meðferð þar sem mál era búin til án þess að eiga við rök að styðjast. Allt þetta réttlætir þó ekki að við Iokum augum fyrir að svona nokkuð getur gerst. Þegar kemur að því að taka á at- burðum, sem í raun hafa gerst, er það óskaplega vandasamt þegar ym er að ræða börn og foreldra. Átta ára stúikubarn hefur verið misnotað af föður sínum sem það hefur búið eitt með síðan það var sex mánaða. Þegar þetta kemst upp eru þau aðskilin og hún sett í fóstur. Áfallið af aðskilnað- inum er óskaplegt fyrir stúlkuna. Því dýpra sem tilfinningasambandið er því erfiðara er að taka á þessum málum þannig að barnið bíði ekki enn frek- ara tjón af. Hér gilda engar einfaldar og algildar lausnir."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.