Morgunblaðið - 03.09.1996, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 03.09.1996, Qupperneq 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI I ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Akvörðunar vænst um samruna fjárfestingarlánasjóðanna í einn fjárfestingarbanka Bankínn verði í eign ríkissióðs fyrstu árin BÚIST er við að ríkisstjórnin muni á næstu vikum taka endanlega ákvörðun um að sameina Iðnlána- sjóð, Iðnþróunarsjóð og Fiskveiða- sjóð í einn fjárfestingarbanka. í tengslum við sameininguna er gert ráð fyrir að setja á stofn Nýsköpun- arsjóð sem fengi um 40% af eigin fé sjóðanna þriggja til ráðstöfunar. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins hefur verið rætt um að fjárfestingarbankinn verði stofnaður 1. janúar 1998 og verði alfarið í eigu ríkissjóðs fyrstu árin til að valda ekki óróleika hjá erlendum lánar- drottum sjóðanna þriggja. Síðan yrði stefnt að einkavæðingu eftir því sem markaðsaðstæður á hlutabréfamark- aði leyfðu. Samanlagt eigið fé sjóð- anna þriggja er nú áætlað nálægt 11 milljarðar króna þannig að Ný- sköpunarsjóðurinn fengi yfir 4 millj- arða til ráðstöfunar. Í tíð núverandi ríkisstjórnar hefur starfshópur þriggja ráðuneytisstjóra forsætis-, sjávarútvegs- og iðnaðar- ráðuneytis unnið að því að móta til- lögur um uppstokkun á fjárfesting- arlánasjóðakerfinu. Einkum hefur verið rætt um tvær leiðir í því sam- bandi. Fyrri leiðin gerir ráð fyrir að sjóðirnir verði hlutafélagavæddir, en síðan látið ráðast hvort þeim verði rennt saman á síðari stigum. I öðru lagi hefur verið rætt um þá leið sem nú virðist njóta mests fylgis, þ.e. að sameina sjóðina þtjá í einn ijárfestingarbanka, en sérstak- ur Nýsköpunarsjóður verði klofinn út úr honum. Litið yrði á Nýsköpun- arsjóðinn sem framlag ríkisins til atvinnulífsins til að koma til móts þá skoðun atvinnulífsins að það eigi tilkall til eignaraðildar að sjóðunum. Sá sjóður fengi um 40% af saman- lögðu eigin fé sjóðanna á þann hátt að ekki yrði um að ræða nein form- leg tengsl milli sjóðsins og bankans. Ráðuneytisstjórunum var falið að ræða við talsmenn sjávarútvegs og iðnaðar á grundvelli þessara sjónar- miða, en þeim umræðum er ekki lokið. Ólafur Davíðsson, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu sem stýrir vinnuhópnum, vildi lítið tjá sig um þetta mál. Hann staðfesti þó að það hefði verið rætt við fulltrúa helstu hagsmunasamtaka úr sjávarútvegi og iðnaði. Hins vegar hefðu engar ákvarðanir verið teknar af hálfu ráð- herra eða ríkisstjómar þannig að máiinu væri alls ekki lokið. Kvaðst hann gera ráð fyrir að fljótlega yrði reynt að ná niðurstöðu. Fimm ár í þágu barna STYRKTARFÉLAG krabbameins- sjúkra bama bauð í gær félags- mönnum, velunnurum og áhuga- fólki um velferð langveikra bama að þiggja veitingar í tilefni af fimm ára afmæli félagsins. Magn- ús Benjamínsson, eins og hálfs árs snáði, þurfti aðstoð við að skera afmæliskökuna en af svipnum að dæma getur hann vart beðið eftir því að fá eina kökusneið. Styrktarfélagið var stofnað 2. september árið 1991 af foreldrum barna með krabbamein. Markmið- ið með stofnun þess var m.a. að styðja við bakið á aðstandendum barna og unglinga með krabba- mein en árlega greinast 10-12 börn eða unglingar, 18 ára og yngri, með sjúkdóminn. Meðal þess sem styrktarfélagið hefur gengist fyrir er kaup á íbúð í Reykjavík fyrir fjölskyldur krabbameinssjúkra barna af landsbyggðinni. F orstjórar Landsvirkj- unar í við- ræðum við Columbia HALLDÓR Jónatansson, forstjóri Landsvirkjunar, og Jóhann Már Maríusson, aðstoðarforstjóri, eru nú staddir í Bandaríkjunum þar sem þeir munu eiga viðræður í þessari viku við stjórnendur Col- umbia Ventures um raforkuverð í tengslum við hugsanlega starf- semi álvers fyrirtækisins á Grund- artanga. Helga Jónsdóttir, stjórnarfor- maður Landsvirkjunar, segir að í viðræðum að undanförnu hafi tek- ist að einangra þau efni sem út af star.da en aðilar eigi enn eftir að ná saman um orkuverð eða hvort möguleikar væru á að ná fram hagstæðara orkuverði með því að líta til annarra orkukosta. „Okkur eru skorður settar. Við hvorki getum né viljum selja raf- magn á lægra verði en svo að það borgi sig að selja það,“ sagði Helga. „Þeir hafa sína útreikninga og Bandaríkjamennirnir sína og það er spurning um hvort menn geti einhvers staðar nálgast," sagði hún. James A. Hensel, yfirmaður nýrra verkefna hjá Columbia, sagði að fyrirtækið héldi áfram sinni undirbúningsvinnu og ein- hverra fregna væri að vænta í lok vikunnar en hann vildi ekki tjá sig um viðræðurnar við stjórnendur Landsvirkjunar. Hvorki Helga né James Hensel vildu svara því hvort mikið bæri á milli hugmynda Columbia og Landsvirkjunar um verð fyrir raf- , orkuna. „Eg held að það komi bet- ur í ljós á þessum fundum," sagði Helga. „Menn hafa fyrst og fremst einblínt á þá hluti sem samstaða getur náðst um en auðvitað er það sem meginmáli skiptir, þegar upp er staðið, hvort þeir fá það verð sem þeir eru sáttir við og hvort við fáum þá peninga inn sem gera það eðlilegt að við leggjum út í þær framkvæmdir sem til þarf.“ Morgunblaðið/Kristinn Framhaldslandsfundur Félags íslenskra heimilislækna á Akureyri Hætta að sinna neyðarvakt Morgunblaðið/Kristján í yfirstandandi kjaradeilu við fjár- fram voru sett í upphafi samninga- FRAMHALDSLANDSFUNDUR Fé- lags íslenskra heimilislækna sem haldinn var á Akureyri og um 70 læknar sóttu telur að ekki sé lengur hægt að mæla með því að læknar manni neyðarvakt þá sem heilbrigð- isráðuneytið hefur komið á fót í ýms- um landshlutum. Komið hafi í ljós að neyðarvaktin skapi einungis falskt öryggi og muni draga yfirstandandi neyðarástand á langinn. „Við horfum til þess að heimilislæknar sinni neyð- artilvikum í um 5% tilvika, en þessi 95% sem ekki teljast til bráðra tilvika fá enga þjónustu. Þetta fólk lætur ekki í sér heyra, en er í vandræðum um land allt,“ sagði Kartín Fjeldsted, formaður Félags íslenskra heimilis- lækna, eftir fundinn. Á fundinum var einnig lýst yfir eindregnum stuðningi við stjórn og samninganefnd Læknafélags Islands málaráðherra. Fól fundurinn samn- inganefndinni áframhaldandi fullt umboð til að leiða samninga til lykta í samræmi við þau markmið sem viðræðna. Einnig lýsti fundunnn full- um stuðningi við forystu heilsu- gæslulækna. Fram kom á fundinum stuðningur við þá ákvörðun stjórnar Læknafélags íslands að skipa fulltrúa í nefnd sem hafi það verkefni að vinna ásamt full- tníum fjármálaráðuneytis að gerð sameiginlegs kjarasamnings fyrir alla lækna og lögð á það áhersla að nefnd- in taki til starfa svo fljótt sem verða má eftir að nýr kjarasamningur við heilsugæslulækna og aðra fastráðna lækna hefur verið undirritaður. „Ég er afskaplega ánægður með þennan fund, það sátu hann yfir 70 manns, en ég hafði á tilfinningunni að þarna hefði verið einn maður,“ sagði Gunnar Ingi Gunnarsson for- maður samninganefndar FÍH. Gunnar Ingi sagði lækna gera ráð fyrir að sáttasemjari ríkisins myndi hafa samband við lækna eins og til hafi staðið. Á fundinum gerði Katr- ín Fjeldsted grein fyrir stuðningi tíu sjálfstætt starfandi heimilislækna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.