Morgunblaðið - 03.09.1996, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 03.09.1996, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ HESTAR ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 1996 45 Fljótandi ræsing Misjafnar undirtektir Fljótandi ræsing var nú reynd í fyrsta sinn á opinberu móti og sýnist sitt hverjum um útkomuna á þessari tilraun. Fljótandi ræsing fer þannig fram að hestarnir koma á milliferð, tölti, brokki, stökki eða skeiði að ráslínu og þegar nef fyrsta hestsins eða nef hestanna fer samtímis yfir ráslínu lætur ræsir flaggið falla og tímataka hefst. Kostir aðferðarinnar eru þeir helstir að framkvæmd keppninnar verður öll einfaldari og fljótlegri í framkvæmd og áhorfendur virðast hafa meiri skemmtan af. Gallarnir eru aftur þeir að knapar sitja ekki við sama borð því hestar geta ver- ið misfljótir að rásmarki. Milliferð getur verið teygjanlegt hugtak og þegar kapp er komið í menn getur keppnin verið hafin áður en komið er að rásmarki. Sú leikni og kunn- átta sem knapar hafa þurft að búa yfir á rásmarki til að ná árangri yrði ekki lengur nauðsynleg. Telja margir, sérstaklega úr röðum skeiðknapa, slíkt óæskilegt. Fljót- andi ræsing hentar hestum mis- munandi vel, þeir hestar sem eru fljótir að skella sér á beislið og taka skeiðsprettinn standa betur að vígi en að sjálfsögðu er það svo með alla keppni að hún hentar hestum mismunandi vel. Hinsvegar hefur komið fram sú hugmynd að bjóða mætti upp á fljótandi ræsingu fyrir þá sem eru lítt vanir þátttöku í kappreiða- skeiði og gæti það verið einn liður í að koma á styrkleikaskiptingu í hestamennskunni. En það má ljóst vera að toppmennirnir í skeiðinu eru ekki hrifnir af þessu fyrir- komulagi til frambúðar en sumir telja í góðu lagi að hafa það með til skemmtunar. Þarna, eins og oft vill verða, skarast hagsmunir eða óskir keppenda og mótsgesta. -----» ♦ ♦---- Tvö mót um næstu helgi AF NAFNINU Lokasprettur mætti ætla að þar væri um að ræða síð- asta mót ársins, en svo var þegar mót með þessu nafni voru sett á laggirnar hjá Herði fyrir einum sjö árum. Síðan hafa kröfur um leng- ingu keppnistímabilsins náð fram að ganga. Um næstu helgi verða haldin tvö mót og þykir það tíðind- um sæta, en er í góðum takti við þá þróun sem nú er í fullum gangi, það er lengingu útreiða og keppnis- tímabilsins. Andvaramenn komu á hinu svo- kallaða Metamóti í fyrra sem tókst með ágætum þótt ekki væru sett nein met þá. Nú hyggjast þeir endurtaka leikinn og bjóða upp á annað slíkt mót þar sem keppt verður í A- og B-flokki gæðinga, 150 og 250 metra skeiði og því sem þeir kalla 100 metra fljúgandi skeiði. Verðlaun eru vegleg og má þar nefna utanlandsferðir. A Gaddstaðaflötum verður hald- ið Suðurlandsmót í hestaíþróttum þar sem keppt verður i öllum hefð- bundnum hestaíþróttagreinum auk þess sem fram fer hin árlega skeið- meistarakeppni sem hefur notið nokkurra vinsælda. Mótið er um leið meistaramót HSK í hesta- íþróttum. Ekki er vitað um að fleiri mót séu á döfinni helgina þar á eftir og því líklegt að keppnistíma- bili hestamanna ljúki með þessum tveimur mótum. %'&" INNLENT Námskeið um sam- skipti for- eldra og barna Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson TJALDIÐ kom í góðar þarfir eftir að keppni lauk og voru verðlaun afiient þar inni eftir volkið úti. Hér má sjá verðlaunahafa í 150 metra skeiði. Frá vinstri talið: Hinrik Bragason, sem einnig sigraði í gæðingaskeiði, Ragnar Ólafsson, Eiríkur Guðmundsson við hlið sigurvegarans, Loga Laxdal. Við hlið hans stendur einn af ábúendum í Varmadal, Berglind Árnadóttir, og þar næst Hulda Gústafs- dóttir, sem sigraði í 250 metrunum og upp á borði trónir Björgvin Jónsson mótsstjóri og sambýling- ur Berglindar. Á myndina vantar Sigurbjörn Bárðarson, sem ekki mætti í verðlaunaafhendingu. Fljótandi ræsing á fljótandi velli í SEPTEMBER hefst tólfta árið í röð námskeiðið Samskipti foreldra og barna. Námskeið þessi hafa verið haldin við góðar undirtektir foreldra enda er fjallað um mikiivæga þætti í uppeldi barna á námskeiðinu. Áðferðirnar sem kynntar eru og „æfðar“ byggjast á hugmyndum sál- fræðingsins dr. Thomasar Gordons en námskeið sem þessi eru haldin í 30 löndum víðsvegar um heim. Dr. Gordon er höfundur fjöl- margra bóka um mannleg samskipti og hefur ein bóka hans, Samskipti foreldra og barna, að ala upp ábyrga æsku (AB 1987), verið þýdd á ís- lensku. Grunnhugmyndir hans eru að með hlustun, markvísum sam- skiptum og því sem hann kallar „báð- ir sigra“ aðferðinni geti foreldrar haft mótandi áhrif á jákvæðan þroska barna sinna. Markmiðið er að foreldrar geti í daglegum sam- skiptum í fjölskyldunni alið upp og styrkt jákvæða sjálfsmynd barnsins, sjálfstæði þess, ábyrgð og tillitssemi. Leiðbeinendur á námskeiðinu verða sálfræðingarnir Hugo Þórisson og Wilhelm Norðfjörð en þeir hafa báðir margra ára reynslu af starfi með börnum og foreldrum. Fyrirlestur um Kristínu Lavransdóttur HESTAR Varmadalur Lokasprettur’96 Lokasprettur Harðar var nú haldinn í þriðja sinn í Varmadal á Kjalarnesi af fjölskyldunni sem þar býr. Keppt var í tölti, bama-, unglinga- og opn- um flokki, gæðingaskeiði og 150 metra og 250 metra skeiði. ÞRÁTT fyrir afleitt veður tókst mótið svo vel sem hægt var miðað við aðstæður, rok og rigningu. I opnum flokki í tölti sigraði Sigur- björn Bárðarson, Fáki, á nýjum hesti, Djákna frá Dunhaga. Mátti þarna sjá að Sigurbjörn er ekki aiveg hestlaus þótt hann gefi Oddi frá Blönduósi frí. Djákni mun að sögn Sigurbjörns eiga að taka við af Oddi ef hann stendur undir væntingum, sem allt virðist stefna í. Þijátíu og þrír voru skráðir til leiks í opnum flokki og var boðið upp á B-úrslit. Þar vann sig upp Vignir Siggeirsson, Geysi, á Rakel frá Ey, en hann deildi fjórða sæt- inu með félaga sínum Guðmundi Guðmundssyni á Blesa frá Onund- arholti í A-úrsIitum. Kvennaveldi í unglingaflokki Ekki reyndist næg þátttaka í ungmennaflokki svo næsti flokkur fyrir neðan opna flokkinn var því unglingaflokkur þar sem Inga Karen Traustadóttir, Herði, kom, sá og sigraði öllum á óvart því hún hefur ekki verið fyrirferðarmikil á vettvangi keppninnar. Inga Karen fékk lánaðan keppnishest föður síns, Funa frá Hvítárholti, og hafði hún gott vald á þeim mikla gæð- ingi. Faðir hennar er sá kunni hestamaður Trausti Þór Guð- mundsson. Athygli vakti að Magnea Rós Axelsdóttir, Herði, hafnaði í þriðja sæti að þessu sinni á Vafa frá Mosfellsbæ, en auk Ingu Karenar tókst Hrafnhildi Jóhannesdóttur, Herði, á Geysi frá Garðsá að skjótast upp fyrir hana. í GÆÐINGASKEIÐI hlutu verðlaun Hulda, Páll Bragi Hólmars- son, Sigurður V. Matthíassson og Hinrik. í unglingaflokki voru aðeins sex keppendur og allt stúlkur, en þær hafa verið mun meira áberandi á þessum vettvangi í sumar. Mun betri þátttaka var í barna- flokki þar sem tólf krakkar mættu til leiks. Viðar Ingólfsson, Fáki, sigraði á Fiðringi frá Ögmundar- stöðum nokkuð örugglega en fé- lagi hans úr Fáki Sylvía Sigur- björnsdóttir kom þar næst eftir forkeppnina, en þriðji Fáksfélag- inn í þessum úrslitum, Jóna Mar- grét Ragnarsdóttir, sem keppti á Leisti frá Búðarhóli, skaust í ann- að sætið í úrslitum. Allt á floti alls staðar... Fljótandi ræsing var reynd í kappreiðaskeiðinu en gæðinga- skeiðið var með hefðbundnum hætti. Ræddu knapar um að þarna hefði verið um að ræða fljótandi ræsingu í tvennum skilningi, í fyrsta lagi komu hestarnir á ferð í ræsinguna og í öðru lagi var skeiðbrautin á floti eftir mikla úrkomu. Tímarnir sem náðust í kappreiðaskeiðinu eru að sjálf- sögðu ekki marktækir í beinum samanburði en eigi að síður má ætla að þetta séu góðir tímar og með ólíkindum hversu góðum tím- um brautin í Varmadal skilar þrátt fyrir misjafnar aðstæður. í gæðingaskeiði hafði sigur Hin- rik Bragason, Fáki, á Aski frá Djúpadal með 100,5 stig og Sig- urður V. Matthíasson, Fáki, kom fast á hæla hans með hálfu stigi minna. En skeiðjaxlinn Logi Laxd- al sigraði í 150 metra skeiði á nýjum hesti, Gný frá Heiði, á 13,17 sek. í 250 metrunum sigraði Hulda Gústafsdóttir, Fáki, á Koli frá Stóra-Hofi á 21,88 sek. Kolur virð- ist vera í feiknagóðu formi þessa dagana og ánægjulegt er að sjá fulltrúa kvenþjóðarinnar færa sig upp á bekkinn í þessu karlaveldi sem skeiðgreinarnar hafa verið gegnum tíðina. OLAV Solberg, prófessor frá Háskól- anum á Þelamörk í Noregi, flytur opinberan fyrirlestur í boði _Heim- spekideildar Háskóla Islands fimmtudaginn 5. september kl. 17.15 í stofu 201 í Árnagarði. Fyrirlesturinn nefnist „Kristin Lavransdatter som historisk roman". Fjallað verður um hvernig höfundur vinnur úr sögulegu og þjóðfræðilegu efni í þessu mikla skáldverki sem gerist í Noregi á miðöldum. Olav Solberg hefur um árabil kennt Norðurlandabókmenntir við Háskólann í Bo á Þelamörk. Hann skrifaði doktorsritgerð um sagna- dans þar sem hann fjallaði um hvern- ig hefðbundnum gildum er snúið við og heimurinn skoðaður í spéspegli í gamankvæðum. Hann hefur birt greinar um samband þjóðkvæða og skáldbókmennta seinni tíma og vinn- ur nú að því að skrifa bók um Sigrid Undset. Fyrirlesturinn verður fluttur á norsku og er öllum opinn. Söng- og skemmtifélagið Samstilling SÖNGFÉLAGIÐ Samstilling hefur vetrarstarfsemi sína mánudags- kvöldið 9. september næstkomandi. Markmið Samstillingar er að fólk komi saman vikulega til að syngja, en engar kröfur eru gerðar til félags- manna aðrar en að þeir njóti þess að syngja í góðra vina hópi. Sungið er í Hljómskálanum á mánudags- kvöldum frá klukkan 20.30.-23. Samstilling hefur starfað í bráðum áratug og félagar eru á aldrinum sjö ára_ til sjötugs. Á söngkvöldum Samstillingar sit- ur fólk saman í hring og velur lög^ til skiptis úr sérstakri söngmöppu sem félagsmenn hafa tekið saman. Samstilling innheimtir engin félags- gjöld en 200 krónur eru borgaðar fyrir kvöldið, kaffi eða te innifalið. Fyrsta kvöldið er þó frítt. Þeir sem treysta sér til að leika undir sönginn eru sérstaklega beðnir að taka hljóð- færi með.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.