Morgunblaðið - 03.09.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.09.1996, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Daníel D. enn í afgreiðslubanni í Líibeck í Þýskalandi Utg’erðin fellst á að greiða rúmar 3,9 milljónir Fólk Ágúst Guð- mundsson skipaður for- sljóri Land- mælinga • GUÐMUNDUR Bjarnason um- hverfisráðherra skipaði í gær Agúst Guðmundsson til að vera forstjóri Landmælinga íslands til næstu fimm ára. Ágúst hefur starfað hjá stofnuninni um árabil, þar af hefur hann gegnt stöðu forstjóra síðan árið 1985. Um stöðuna sóttu auk Ágústar þeir Þór- arinn Sigurðsson mælingarverk- fræðingur, Ágúst G. Gylfason land- fræðingur og Sig- urður Karlsson viðskiptafræðingur. Ráðherra hefur einnig í dag skipað annars vegar framkvæmdanefnd til þess að undirbúa og annast flutninga Landmælinga íslands frá Reykjavík til Akraness, þar sem stofnuninni er ætlað að starfa frá og með 1. janúar 1999 að telja og hins vegar starfshóp sem ætlað er að vinna sérstaklega að lausn mála er varða þá starfs- menn er ætla sér að flytja með stofn- uninni til Akraness. í framkvæmdanefnd um flutninga Landmælinga íslands til Akraness eiga sæti: Guðjón Ólafur Jónsson, aðstoðarmaður umhverfisráðherra, formaður, Þórður H. Ólafsson skrif- stofustjóri í umhverfisráðuneytinu, Þórhallur Arason skrifstofustjóri í íjármálaráðuneytinu, Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi, og Ágúst Guðmundsson, forstjóri Landmæl- inga íslands. í starfshópi um málefni starfs- manna eiga sæti: Ingimar Sigurðsson skrifstofustjóri í umhverfisráðuneyt- inu, formaður, Jón P. Pálsson, bæjar- ritari á Akranesi og fulltrúi starfs- manna, sem verður skipaður síðar að höfðu samráði við starfsmenn. -----» ♦ 4---- Skólagangan undirbúin MIKIL örtröð var í Griffli sem og í öðrum bóka- og ritfangaverslun- um en þær voru opnar fram á kvöld í gær þegar nemendur grunn- og framhaldsskólanna við- uðu að sér skólabókum og öðrum hjálpargögnum fyrir veturinn. Nokkuð bar á óþolinmæði þeirra sem beðið höfðu í nær tvær klukkustundir í röð eftir að kom- ast að en þetta munu vera árviss vandræði sem komast mætti hjá ef nemendur fengju innkaupalist- ann fyrr í hendur. í AÐALSKIPULAGI Reykjavíkur fyrir árin 1984-2004 kemur fram að nýting á svæði, sem liggur að gatnamótum Egilsgötu og Snorra- brautar, er komin upp í 1,7 sem er með því mesta sem þekkist í Reykja- vík. Samkvæmt umferðartalningu frá árinu 1994 var sólarhringsum- ferð í báðar áttir um Egilsgötu 3.795 ökutæki en það er hátt í fjórfalt umferðarálag á við það sem yfirleitt er talið eðlilegt. Þetta kemur meðal annars fram í álitsgerð sem Gestur Ólafsson skipulagsfræðingur hefur unnið fyrir íbúa við Egilsgötu 10-32 og Þorf- innsgötu 2, vegna fyrirhugaðrar bensínsölu á horni Egilsgötu og Snorrabrautar. Þar segir enn fremur að í hverfaskipulagi fyrir gamla bæinn, sem unnið var af Borgar- skipulagi árið 1990, sé Egilsgata fiokkuð sem húsagata. Húsagata er skilgreind sem gata sem fyrst og fremst á að veita aðgang að húsum ÚTGERÐ flutningaskipsins Daní- els D. hefur að sögn Kjartans Guðmundssonar, eftirlitsmanns ITF (Alþjóða flutningaverka- mannasambandsins), fallist á að greiða mismun launa þriggja Kró- ata í áhöfninni og launa sam- kvæmt íslenskum kjarasamning- um ásamt kostnaði ITF vegna af- skipta af skipinu í Skagen og Liibeck. Kjartan segir að ITF hafi í sam- vinnu við íslensk verkalýðsfélög komist að því að útgerðin þyrfti að greiða 60.000 dollara (rúmar 3,9) millj. ísl. kr. Farið er fram á að upphæðin verði greidd í pening- um um borð í skipinu í morgun. Kjartan sagði að útgerð Daníels D. hefði farið að kröfu ITF og skrifað undir heildarkjarasamning fyrir alla áhöfnina. Honum til við- eða starfsemi við viðkomandi götu. Sólarhringsumferð sé þar yfirleitt undir 1.000 bílum en geti verið allt að 5.000 bílar. Á fylgikorti með hverfaskipulagi er sýnd hávaðamengun við Snorra- braut og Egilsgötu sem var árið 1981 65-70 db. í tillögunni frá ár- inu 1990 er ítrekað að stefnt sé að því að umferðarhraðinni í íbúðar- hverfum sé ekki meiri en 30 km/klst. Króatarnir hafa sagt upp störfum sínum bótar hefði verið gerður ráðning- arsamningur við hvern og einn í áhöfninni. Útgerðin hefði með því skuldbundið sig til að greiða mis- mun launa Króatanna og íslenskra launa frá því Króatarnir hófu störf um borð. Með kostnaði ITF væri um 60.000 dollara að ræða. Hann staðfesti að Króatarnir í áhöfninni hefðu sagt upp störfum enda hefði útgerðin ekki komið vel fram við þá. Einn íslending- anna hefði einnig sagt upp störf- um. Útgerðin væri skuldbundin til að greiða kostnað vegna ferða Bent er á að í könnun lögreglunnar árið 1994 komi fram að um 60% bíla, sem aki um Egilsgötu, aki yfir hraðamörkunum. Þá segir að ekki verði séð að mik- 11 þörf sé fyrir bensínsölu á þessum stað því innan 5 mínútna aksturs- vegalengdar séu að minnsta kosti 12 bensínsölustaðir. Bent er á að íbúarnir óski ekki eftir þessari starf- semi og að þeir hafi mótmælt henni Ijórmenninganna heim eða á næsta áfangastað. Hann sagðist hafa fengið upp- lýsingar um að útgerðina hefði sent áðurnefnda fjárhæð í banka í Þýskalandi í gær. Ekki hefði hins vegar verið hægt að borga áhöfn- inni því bankar væru lokaðir. Von- andi yrði gengið frá greiðslunni í peningum, eins og talað hefði ver- ið um, um borð í skipinu snemma í morgun. Eftir að gengið hefði verið frá henni mætti afgreiða skipið og málinu væri lokið. „Hér lítur út fyrir 100% sigur dönsku-, þýsku-, króatísku- og jafnvel ís- lensku verkalýðsfélaganna. Ekki má heldur gleyma 100% sigri ITF,“ sagði Kjartan. Þorvaldur Jónsson, eigandi Daníels D., kaus að tjá sig ekki við Morgunblaðið í gær. með bréfi til borgarráðs. Einnig hafi íbúar við Egilsgötu mótmælt óviðun- andi ástandi í umferðarmálum við götuna með bréfi til borgarstjóra. Loks segir: „Að fenginni reynslu af álíka rekstri annars staðar hér á landi og hér er fyrirhugaður er hægt að fullyrða að aukið umferðarálag á Egilsgötu af þessari starfsemi, ef um beina tengingu við hana verður að ræða, mun að öllum líkindum skipta hundruðum bíla á sólarhring. Af þessari reynslu má einnig álykta að megin hluti þessara viðskipta eigi sér stað frá því kl. 14 og langt fram á nótt. Afleiðing þess yrði tvímæla- laust aukin hávaðamengun, aukin slysahætta og aukið ónæði frá ljós- um bifreiða ef ekið yrði frá um- ræddri lóð upp á Egilsgötu." Gert er ráð fyrir að skipulags- nefnd taki ákvörðun um hvort leyfa eigi bensínafgreiðslu á lóðinni á fundi sínum í dag. Kúbuferð Sam- vinnuferða uppseld • • Onnur ferð í und- irbúningi SÆTI í sex daga ferð Sam- vinnuferða-Landsýnar til Kúbu seldust upp fyrrihluta gærdags- ins, en ferðin var auglýst í Morgunblaðinu á sunnudaginn. Sæti í ferð til Bahamaeyja seld- ust einnig mjög vel, að sögn Auðar Björnsdóttur, sölustjóra hjá Samvinnuferðum-Landsýn. Flogið er með Boeing 747 breiðþotu Atlanta og voru tæp- lega 500 sæti í boði til Kúbu. Verðið fyrir ferðina er á bilinu 40-45 þúsund krónur. Verið er að skipuleggja aðra samsvar- andi ferð tii Kúbu 19. nóvember og skýrist það innan skamms hvort af henni verður, en það fer m.a. eftir þátttöku. „Þetta er sérstakt kynning- arverð, sem kemur til af því að við höfum náð mjög góðum samningum við hótel á Kúbu. Með þessu er verið að gera sem flestum kleift að komast til Kúbu, en það er að öllu jöfnu mjög dýrt,“ segir Auður. Gist er á hótelum á Bláu ströndinni, Varedo, sem er á eyju eða rifjaklasa þar sem mikil uppbygging hefur verið á undanförnum árum. Áður fyrr áttu valdastéttir þar sumarhús en nú hefur svæðið verið opnað almenningi. Reykur gaus upp í prent- smiðju Morg- unblaðsins REYKUR gaus upp í prent- smiðju Morgunblaðsins aðfara- nótt mánudags rétt um það leyti sem prentun mánudagsblaðs DV var að hefjast. Að sögn Ragnars Magnússonar, prent- smiðjustjóra, tók að ijúka frá einum mótor prentvélarinnar en við það fór loftræsti- og við- vörunarkerfi af stað. Ragnar segir að enginn eldur hafi kviknað og síðar hafi kom- ið í ljós að mótorinn brann ekki yfir. Hann segir enn ekki ljóst hvað hafi valdið því að reykur- inn gaus upp. Eftir að tekist hafði að reyk- ræsta að fullu var prentvélin ræst að nýju og tekið til við að prenta eins og ekkert hefði í skorist. Engar skemmdir urðu á tækjum eða vélum í prentsaln- um. Sjónvarpið Þrír frétta- menn ráðnir LOGI Bergmann Eiðsson hlaut sjö atkvæði allra útvarpsráðs- manna í kosningu um stöðu fréttamanns á innlendri fétta- deild Sjónvarpsins á fundi út- varpsráðs í gær. Margrét Arna Hlöðversdóttir hlaut fimm at- kvæði og Sólveig Ólafsdóttir tvö atkvæði í kosningu um stöðu fréttamanns á erlendri frétta- deild. Þá hlaut Hrannar Pétursson einnig sjö atkvæði í ársstöðu fréttamanns á erlendri frétta- deild. Að sögn Gunnlaugs Sæv- ars Gunnlaugssonar formanns útvarpsráðs gekk útvarpsstjóri frá ráðningu þeirra Loga, Margrétar og Hrannars í gær. Fimmtíu umsóknir bárust um stöðurnar. Morgunblaðið/RAX íbúar mótmæla fyrirhugaðri bensínsölu á horni Egilsgötu og Snorrabrautar Talning sýnir hátt í fjórfalt umferðarálag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.