Morgunblaðið - 03.09.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 1996 35
MENNTUN
Vaxandi áhugi á fjarkennslu Verkmenntaskólans á Akureyri
Jöfn fjölgun nemenda
TÆPLEGA 300 nemendur víðs
vegar af að landinu, auk nokkurra
Íslendinga erlendis, hafa nýtt sér
fjarkennsiu Verkmenntaskólans á
Akureyri (VMA) þær fimm annir
sem þjónustan hefur verið í boði.
Haukur Ágústsson, umsjónarmaður
íjarkennslu VMA, segir að nemend-
um hafi farið stöðugt fjölgandi og
um leið hefur framboð á greinum
og kennsluáföngum aukist jafnt og
þétt.
Fjarkennsla framtíðarleið
Almennir kennarar skólans hafa
séð um kennsluna samfara hefð-
bundinni kennslu. Á síðustu önn
komu 18 kennarar að fjarkennsl-
unni. „Skráningu fyrir komandi önn
er ekki lokið og því veit ég ekki á
þessari stundu hversu margir nem-
endur verða við nám í vetur,“ sagði
hann.
Haukur segir að fjarkennsla sé
framtíðarleið og veruleg þjónusta
við þá sem ekki komast í skóla með
hefðbundnum hætti af ýmsum
ástæðum. Nemandi í íjarkennslu
þarf tölvu, prentara, módem og
tengingu við alnetið. Ríkið greiðir
2/3 hluta kostnaðar við kennsluna
og nemendur 1/3. „Það stefnir í
að nemendur geti tekið stúdents-
próf á þeim þremur brautum sem
kenndar eru við skólann og þá fyrst
á félagsfræði- og viðskiptafræði-
braut og síðar á náttúrufræðibraut.
Við getum þegar boðið upp á al-
mennt verslunarpróf og ýmsar bók-
legar greinar iðngreina. Við erum
að taka veraldarvefinn í notkun í
sambandi við æfmgavinnu í grein-
um og hugsum okkur að nota vef-
inn enn frekar á ýmsum sviðum.“
Haukur segir að verkefni séu
send út vikulega til nemenda og
þeir hafi yfirleitt viku til að vinna
þau og skila inn aftur. Kennararnir
fara yfir verkefnin, leiðrétta þau
og gera athugasemdir og senda þau
svo aftur til nemandans. Flestir
nemendurnir taka próf og náms-
önninni lýkur með prófi sem tekið
er í heimabyggð nemandans. í lok
síðustu vorannar var prófað á 23
stöðum á landinu í samvinnu við
skóla á hveijum stað. Einnig hafa
nemendur tekið próf erlendis, á
ræðismannsskrifstofum og í sendi-
ráðum.
Nám í málmiðnaði
með nýju sniði
NÝLEGA lauk stýrihópur málm-
iðngreina, sem skipaður var af
menntamálaráðuneytinu, við ítar-
legar tillögur um nýskipan náms í
málmiðgreinum ásamt með drög-
um að þróunaráætlun um fram-
kvæmd. Hópurinn var skipaður
fimm mönnum frá Samtökum iðn-
aðarins, Samiðn, Fræðsluráði
málmiðnaðarins og tveimur frá
menntamálaráðuneyti.
Nicolai Jónasson framkvæmda-
stjóri Fræðsluráðs málmiðnaðarins
segir að áður en hópurinn hóf störf
hafi kröfur til sveinsprófa verið
skilgreindar í fjórum greinum inn-
an málmiðnaðarins.
Raunhæfar kröfur
Hann segir að við athugun hafi
komið í ljós að hægt væri í aðalat-
riðum að miða við þær kröfur sem
fyrir voru og hefjast strax handa
við að skipuleggja námsleiðir. Síð-
an að samræma námið og próf-
kröfurnar. „Til þess að tryggja
eðlilega þróun í iðnnáminu var þó
talið nauðsynlegt að endurskoða
prófkröfurnar á tveggja ára
fre_sti,“ segir hann.
í megintillögum hópsins er lagt
til að nám í löggiltum málmiðn-
greinum taki fjögur ár og skiptist
í þijá hluta. í fyrsta lagi svokallað-
an „fyrrihluta“, sem er miðað við
fjögurra ára sameiginlegt nám í
skóla sem ljúki með samræmdum
prófum í grunnteikningu og handa-
vinnu, í öðru lagi tveggja anna
sérnám í skóla þar sem nemendur
hafa valið sér sérsvið, svo sem stál-
smíði, vélvirkjun, rennismíði eða
blikksmíði.
Að loknum seinni hluta myndu
nemendur ganga undir fyrri hluta
sveinsprófs. í þriðja lagi yrði um
að ræða starfsþjálfun hjá fyrirtæki
í að minnsta kosti 15 mánuði sem
lýkur með seinni hluta sveinsprófs.
Þá leggur hópurinn til í ijórða lagi
að meistarnám verði hluti iðn-
fræðináms og tengist námi á sér-
sviðum að loknu sveinsprófi, svo
og tækninámskeiðum á vegum
Fræðsluráðs málmiðnaðarins, sem
nýst geti sem faglegur hluti meist-
aranáms.
Borgarholtsskóli
þróunarmiðstöð
„Þannig fá málmiðnaðarmenn
námskeið fræðsluráðsins metin
sem faglegan hluta meistaranáms-
ins,“ segir Nicolai. „Einnig er lagt
til að hinn nýi Borgarholtsskóli
verði kjarnaskóli og þróunarmið-
stöð í málmiðngreinum. Þar verði
aboðið upp á meistarnám og iðn-
fræðinám fyrir málmiðnaðarmenn,
auk tækninámskeiða á vegum
Fræðsluráðs málmiðnaðarins, sem
ekki eru haldin úti á landi.“
Sólvallagötu
S: 551 1578
Hússtjórnarskólinn
í Reykjavík rekur
tvær hússtjórnardeildir
bæöi fyrir og eftir áramót.
Fyrri deildin stendur í þrjá og hálfan mánuö
frá september til desember.
Seinni deildin stendur í fjóra og hálfan mánuö
frá janúar til maí.
Auk þess ueröa námskeiö í handauinnu og
matreiöslu sem ueröa auglýst nánar síöar.
Englar og bló
II
tálfar!
Krosssaumsmyndir í úrvali - yfir
30 tnism. etiglar og blómálfar
frá The Craft Collectioti og
Serendipity Desigtis. Verð
frá 1.560 kr. til 2.750 kr.
Nýjar vörur í hverri viku!
MIÐBÆ V/HÁALEITISBRAUT
Sími 553 7010
Opið frá kl. 11 -18, virka daga
og kl. 11 -14 laugardaga
Hafðu hárið í lafíi
Hafa bæst
í hópinn
af Því tilefni
veifum við
20% afsl.
af álstrípum oö peró
fyrir hádeöi
í sepfember.
Emilía Blöndal (Milla)
Guðrún Skúladóttir.
HARGREUJSLU A
Höfðabakkl 1.® 877900
v/hllðtna á SnsBvarsvldeó
EAPS, alþjóðasam-
tök ritara, hlaut
ESB-styrk
Símenntun
á alnetinu
EAPS, samtök ritara í Evrópu, hef-
ur hlotið um 1,3 milljóna króna
styrk frá Evrópusambandinu (ESB)
vegna verkefnis sem kallað er Sí-
menntun á alnetinu fyrir ritara.
Hefur verið stofnaður vinnuhópur
með félögum frá Hollandi, Bret-
landi, Grikklandi og íslandi. Vinnur
hópurinn að undirbúningi þessar
nýju menntunarleiðar undir hand-
leiðslu Jóns Erlendssonar, forstöðu-
manns Upplýsingaþjónustu Há-
skóla Islands.
Vinnuhópurinn hefur haldið einn
fund þar sem fræðsluefnið var skil-
greint en áfram er unnið að nánari
útfærslu. Fyrsti hluti verkefnisins
verður kynntur á 22. ársfundi
EAPS, sem haldinn verður í
Montecatini á Ítalíu síðari hluta
september.
Félagar í Evrópusamtökum rit-
ara eru um 1.800 í 23 Evrópulönd-
um. Beina þeir sjónum sínum að
þróun og framtíð stéttarinnar og
vilja með þessu framtaki styðja við
frekari menntun ritarastéttarinnar
i Evrópu, að því er segir í fréttatil-
kynningu frá samtökunum.
Vcrð frá
Helgardvöl í heimsborg
fyrir líkama og sál
26.9701,
á mann í tvíbýli í 3 daga*.
7nnifalið: Flug, gisting mcð morgunverði ogflugvallarskattar.
Helgarfjör og
hagstæð innkaiip
Glasgow
Iiafðu samband við söluskrifstofur okkar, umboðsmcnn, ferða-
skrifstofurnar cða söludcild Fluglciða í síma 50 50ÍOO
(svarað mánud. - föstud. kl. 8-19 ogálaugard. kl. 8-16).
FLUGLEIDIR
Traustur íslenskur ferðafélagi