Morgunblaðið - 03.09.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 1996 13
AKUREYRI
Brimborg tekur við rekstri
bílaverkstæða Þórshamars
BRIMBORG hf. hefur frá og með
1. september tekið við rekstri bíla-
verkstæða Þórshamars hf. á Akur-
eyri og mun nafni fyrirtækisins
verða breytt í Brimborg - Þórsham-
ar hf. Þetta er í fyrsta skipti sem
bílaumboð opnar utan Reykjavíkur
fullbúið útibú sem er að fullu í eigu
þess.
Markmið Brimborgar með þessum
breytingum er að bæta þjónustu
fyrirtækisins við fjölmarga við-
skiptavini þess úti á landsbyggðinni
ásamt því að auka sölu á vörum
Tónleikar á
Breiðumýri
ELMA Atladóttir, sópransöngkona
og Helga Bryndís Magnúsdóttir,
píanóleikari halda tónleika á Breiðu-
mýri á fimmtudagskvöld, 5. septem-
ber kl. 21.
Á efnisskránni eru m.a. verk eftir
Jón Ásgeirsson, Sigfús Einarsson,
Þórarin Guðmundsson, Grieg, Sibel-
ius, Schubert, Strauss og Puccini.
Elma lauk 8. stigs prófi í söng frá
Tónlistarskólanum á Ákureyri á síð-
asta ári og burtfararprófi frá Söng-
skólanum í Reykjavík vorið 1996 og
stundar nú nám við framhaldsdeild
skólans.
Helga Bryndís Magnúsdóttir út-
skrifaðist sem einleikari og píanó-
kennari frá Tónlistarskólanum í
Reykjavík árið 1987. Hún stundaði
framhaldsnám í Vínarborg og Hels-
inki. Hún hefur haldið tónleika víða
um land auk þess að leika erlendis
ein og með öðrum. Hún er í Caput-
hópnum og starfar sem kennari við
Tónlistarskólann á Akureyri.
Hlúum að
börnum heims
- framtíðin
er þeirra
FRAMLAG ÞITT
ER MIKILS VIRÐI
<5lT hjálparstofnun
1-ii-J KIRKJUNNAR
V II y - meðþinni hjálp
fyrirtækisins. Allir starfsmenn þess
munu starfa áfram hjá Brimborg -
Þórshamri til þess að tryggja að
áratuga reynsla starfsmanna og
tengsl við viðskiptavini haldist
óbreytt.
Miklar breytingar á húsnæðinu
Miklar breytingar verða gerðar á
húsnæði Brimborgar - Þórshamars
til að fyrirtækið geti veitt öllum eig-
endum fólks- og vörubifreiða ásamt
eigendum krana, vinnuvéla og báta-
véla bestu mögulega þjónustu á sem
hagkvæmustu verði. Lögð verður
áhersla á að koma verkstæðunum í
endanlegt horf þannig að sem
minnstri röskun valdi fyrir viðskipta-
vini fyrirtækisins og þegar þeim
breytingum er lokið verður hafist
handa við opnun glæsilegs sýningar-
salar fyrir bifreiðar.
Koma Brimborgar hf. til Akur-
eyrar fer fram í góðri samvinnu við
ljölda fyrirtækja og einstaklinga í
bænum og hið nýja fyrirtæki hefur
þegar gert þjónustusamninga við
nokkur fyrirtæki á svæðinu.
Nýkomnar haustvörur
á mjög góðu verði
frá
Fyrir frjálslega vaxnar konur á öllum aldri.
Suðurlandsbraut 52. Sími 588 3800. Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-14.
Glerárkirkja
Opið hús fyr-
ir foreldra
og börn
FYRIRHUGAÐ er að endurvekja
opið hús fyrir foreldra með ung
börn sem í eina tíð voru í Glerár-
kirkju og verður hið fyrsta í dag,
þriðjudaginn 3. september frá kl.
14 til 16.
Ætlunin er að spjalla og gefa
börnunum kost á að leika sér sam-
an, en síðar meir þegar starfsem-
inni hefur vaxið fiskur um hrygg
verða fyrirlesarar fengnir til að
koma og fjalla um tiltekin málefni.
Bókaðu þig á fj ármálanámskeið
Búnaðarbankans!
Það er hægt að ná miklum árangri í að iækka útgjöldin
án þess að neita sér um alla ánægjulega hluti, ef fólk lætur
skynsemina ráða í fjármálunum.
Búnaðarbankinn mun standa fyrir röð af námskeiðum um
fjármál fyrir alla aldurshópa. Þátttakendur fá vandaðar fjár-
málahandbækur sem hafa verið samdar sérstaklega fyrir
hvern aldurshóp.
* A kr
Fjármála
&
y
'jé
- S*
•
CINS ÍACI.fAC Sfi/ÓffO* IA HlMA DAttASCA SS
I1EIMIL.1SIJNAN
Fjármál heimilisins
H Fjármál unga fólksins
FJÁKMÁLAHAxdbök
(Á)RUMUUiB-Wt;iNN
-/luutfUr lnwkí
NAMSfl
LINAN A
Fjármál heimilisins
Þar er fjallað um ýmis atriði sem tengj-
ast heimilisrekstri. Hvernig spara má í
útgjöldum, lánamöguleika, ávöxtunarleið-
ir, heimilisbókhald, áætlanagerð, skatta-
mál, húsnæðislán, kaup á íbúð o.fl.
Verð 2000 kr. (3000 kr. fyrir hjón).
Ath! Félagar í Heimilislínu borga 1500 kr.
(2500 kr. fyrir hjón). Innifalin er veg-
leg fjármálahandbók og veitingar.
Fjármál ungafólksins
Nýtt námskeið sem er sérstaklega
ætlað fólki á aldrinum 16 - 26 ára.
Tekið er á flestum þáttum fjármála
sem geta komið upp hjá ungu fólki í
námi og starfi.
Verð 1000 kr. Innifalin er
Fjármálahandbók fyrir ungt fóik og
veitingar.
_
Fjármál unglinga
Fjármálanámskeiðið er fyrir unglinga á
aldrinum 12 -15 ára. Þar er leiðbeint
um hvernig hægt er að láta peningana
endast betur, hvað hlutirnir kosta og
ýmislegt varðandi fjármál sem ungling-
ar hafa áhuga á að vita. Þátttakendur
fá vandaða fjármálahandbók.
Ath! Ekkert þátttökugjald. Veitingar.
Næstu námskeið:
Miðvikudag 11. sept. Fjármái unglinga kl. 15 -18
Miðvikudag 11. sept. Fjármál unga fólksins kl. 18 - 22
Fimmtudag 12. sept. Fjármál unga fólksins kl. 18 - 22
Miðvikudag 18. sept. Fjármál heimilisins kl. 18 - 22
Fimmtudag 19. sept. Fjármál unglinga ki. 15 -18
Mánudag 23. sept. Fjármál heimilisins kl. 18 - 22
Miðvikudag 25. sept. Fjármál heimilisins kl. 18 - 22
Nánari uppiýsingar um námskeiðin og skráning eru í síma 525 6343.
BUNAÐARBANKINN
-traustur banki!