Morgunblaðið - 13.09.1996, Page 7

Morgunblaðið - 13.09.1996, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1996 7 FRÉTTIR____________ Doktorsritgerð um Björn Sigurðsson og stöðina að Keldum Tryggingastofnun og „frekari uppbótin“ Uppbótin ekki skert vegna lækna- deilunnar LÍFEYRISÞEGAR, er fá greidda svokallaða „frekari uppbót" vegna lyfja- og sjúkrakostnaðar eða umönnunar, hafa langflestir skilað Tryggingastofnun ríkisins vottorð- um vegna sjúkra- eða lyfjakostn- aðar. Örfáir lífeyrisþegar hafa ekki getað skilað inn umbeðnum vottorðum vegna læknadeilunnar og verða þeir ekki fyrir skerðingu eða niðurfellingu uppbótarinnar af þeim sökum, segir Karl Steinar Guðnason forstjóri Trygginga- stofnunar ríkisins. Karl Steinar Guðnason segir að nýtt frítekjumark sé ákveðið af heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneyti hinn 1. september ár hvert, samanber ákvæði laga um bætur almannatrygginga. Hækk- unin um síðustu mánaðamót á frí- tekjumarkinu var 1,7%. Karl Steinar segir að nýjar tekjur séu skráðar inn á tölvukerfi TR á bóta- þega úr skattframtölum síðasta árs hinn 1. september hvert ár. Bótaflokkur endurskoðaður Óháð frítekjumarkinu hefur far- ið fram endurskoðun á bótaflokki sem nefndur er „frekari uppbót“ og hefur sú endurskoðun staðið yfir frá því í byijun sumars. End- urskoðunin er framkvæmd sam- kvæmt breytingu á reglugerð, sem sett var á þessu ári og átti endur- skoðuninni að vera lokið fyrir síð- ustu mánaðamót. Við endurskoðunina, segir Karl Steinar, er óskað eftir nýjum gögnum frá þeim, sem notið hafa bótaflokksins „frekari uppbót". Þar er um að ræða ýmis ný læknis- vottorð eða önnur þau gögn, sem sýnt geta fram á að viðkomandi búi við þær aðstæður eða auka- kostnað, sem fellur innan ramma reglugerðanna. Vottorð frá lækn- um og önnur gögn hafa því verið að berast stofnuninni í allt sumar og eru þau ýmist í vinnslu eða hafa þegar verið afgreidd. Tryggingastofnun sendi út bréf seint í júlí eða byrjun ágúst til þeirra, sem notið hafa „frekari uppbótar“ og höfðu ekki skilað inn vottorðum vegna læknadeilunnar. Var þeim gefinn frestur til þess að skila inn gögnum, en eins og áður sagði var ekki um stóran hóp að ræða. Flestir höfðu þegar skilað inn gögnum og er endurskoðun því að verða lokið. 75 þúsund kr. laun hámark Reglugerðin, sem áður er vitnað til, felur í sér að þeir sem hafa tekjur yfir 75 þúsund krónum á mánuði fá ekki notið „frekari upp- bótar" og eru þá bætur almanna- trygginga meðtaldar. Ennfremur takmarkast uppbótin þannig að eigi menn í peningum eða verð- bréfum meira en 2,5 milljónir króna öðlast þeir ekki rétt til henn- ar. Þeim, sem þannig var ástatt um, var öllum sent bréf, þar sem tilgreind var ástæða og hvenær „frekari uppbótin" félli niður. Karl Steinar Guðnason kvað það ekki rétt, sem fram kom hér í blað- inu í fyrradag, að tölvukerfi væri um að kenna að ekki væri unnt að taka tillit til nýrra aðstæðna. Tölvukerfi bótadeildar væri býsna fullkomið og mætti kannski segja að betra væri ef kerfi allrar stofn- unarinnar væri jafngott. BANDARÍSKUR líffræðingur, Robert T. Klose, hefur varið dokt- orsritgerð við Háskóla Mainefylkis í Bandaríkjunum sem ber titilinn „Björn Sigurdsson and the concept of slow viral diseases: A case study of the development and operation of modern science in a small- language culture (Iceland)“. Á ís- lensku hljóðar þessi titill nokkurn veginn svo: „Björn Sigurðsson og hugtakið hæggengir smitsjúkdóm- ar: Athugun á þróun og starfshátt- um nútímavísinda í smáu mál- samfélagi (Island)“, segir í frétt frá Keldum. Þar segir jafnframt: „Eins og sjá má af titli doktorsritgerðar Roberts T. Klose er viðfangsefni hans á sviði vísindasögu. Hann kynnti sér tungu og sögu þjóðar- innar og vísindastarfsemi í landinu en þó öðru fremur starfsemi Til- raunastöðvar Háskóla íslands í meinafræði að Keldum og framlag hennar og fyrsta forstöðumanns- ins, Björns heitins Sigurðssonar, til alþjóðavísinda, eins og titillinn gefur til kynna. Á grundvelli þessara rannsókna kemst hann að þeirri niðurstöðu í ritgerð sinni, að smáþjóðir sem hafa yfir takmörkuðum mannafla og ijármagni að ráða geti lagt marktækan skerf til alþjóðlegra vísinda ef þremur skilyrðum er fullnægt: 1) Að hugmyndafræði- leg viðhorf setji alþjóðasamstarfí ekki skorður; 2) að þær nýti sér- þekkingu sem heimamenn hafi umfram aðra á eigin umhverfi; 3) að þær nýti rannsóknaaðstöðu á erlendri grund sem viðauka við eigin rannsóknastofnanir til að fá aðgang að sérþekkingu og efnivið sem ekki eru tiltæk heima fyrir. Þess má geta að Þorsteinn Vil- hjálmsson prófessor í eðlisfræði og vísindasögu tók þátt í að leið- beina Klose um ritgerðarsmíðina og sat í dómnefnd um ritgerðina og vörn hennar." „Við borðum Cheerios hringi... d meðan jörðin hringsnýst um möndul sinn...!“ Cheerios sólarhringurinn Málið er einfalt, í hvert sinn sem þú borðar Cheerios borðar þú hollan og góðan mat. Cheerios er trefjaríkur matur, svo til laus við sykur og fitu en hlaðinn steinefnum og vítamínum. Þess vegna er ráðlegt að borða Cheerios hvenær sem hungrið segir til sín - á nóttu sem degi. i JT -einfaldlega hollt allan sólarhr'mginn!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.