Morgunblaðið - 13.09.1996, Síða 12
12 FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Akureyrarbær selur UA hlutabréf í félaginu að nafnvirði um 92 milljónir
Söluverðmæti hlutabréfanna
um 455 milljónír króna
JAKOB Björnsson bæjarstjóri á Akureyri kynnti
á fundi bæjarráðs í gær samning um sölu Akur-
eyrarbæjar á hlutabréfum í Útgerðarfélagi Akur-
eyringa til félagsins að nafnverði 91,8 milljónir
króna. Samþykkt var á fundi bæjarráðs að
mæla með því við bæjarstjórn að samningurinn
yrði samþykktur, en bæjarstjórn kemur saman
til fundar í næstu viku.
í júlímánuði síðastliðnum náðist samkomulag
meðal meirihlutaflokkanna í bæjarstjórn, Fram-
sóknarflokks og Alþýðuflokks um hvernig staðið
yrði að sölu á hluta af hlutabréfum Akureyrar-
bæjar í Útgerðarfélagi Akureyringa. Akureyrar-
bær átti fram að hlutafjárútboði fyrr í sumar
53% hlut í félaginu að nafnvirði 410 milljónir
króna. Forkaupsréttur bæjarins í hlutafjárútboð-
inu var framseldur til Útgerðarfélagsins.
Bréfin seld á genginu 4,95
Bæjarstjórn ætlar að selja 24,6% af heildar-
hlutafé í félaginu, en nafnverð þess er um 225
milljónir króna. Stjórn ÚA óskaði eftir því í fyrra
vetur að kaupa 10% af hlutafé bæjarins og sam-
þykkti bæjarráð í gær að verða við þeirri beiðni.
Um er að ræða hlutabréf að nafnvirði tæpar
92 milljónir en bréfin eru seld á genginu 4,95
þannig að félagið greiðir tæpar 455 milij. króna
fyrir hlutabréfin. Útgerðarfélagið mun greiða
bænum bréfin á tiltölulega skömmum tíma.
Á fundi bæjarráðs á fimmtudag í næstu viku
verður gengið frá því á hvern hátt staðið verði
að sölu þeirra 14,6% af hlutbréfum bæjarins sem
ákveðið hefur verið að selja, en þau eru að nafn-
verði um 133 milljónir króna. Þessi hlutabréf
verða seld á almennum markaði. Starfsfólki ÚA
og almenningi á Akureyri verður veittur for-
kaupsréttur að hluta þessa hlutafjár.
Skuldirnar borgaðar fyrst
Söluandvirði bréfanna, sem áætlað er að nemi
um einum milljarði króna, er ætlað að greiða
niður skuldir Framkvæmdasjóðs bæjarins sem
og bæjarsjóðs, en einnig er gert ráð fyrir að
nokkuð aukið svigrúm skapist til frekari fram-
kvæmda á vegum bæjarins.
Samkomur
í hvíta-
sunnu-
söfnuðum
NEMENDUR og kennarar af Biblíu-
skóla Hvítasunnumanna í Kirku-
iækjakoti í Fljótshlíð heimsækja
Hvítasunnukirkjurnar á Akureyri,
Siglufirði, Ólafsfirði, Hrísey, Húsavík
og Vopnafirði um helgina.
Samkomur verða á Akureyri annað
kvöld, laugardagskvöld kl. 20.30 og
kl. 20 á sunnudagskvöld í Hvíta-
sunnukirkjunni við Skarðshlíð. Einnig
verður samkoma í Sæborg í Hrísey á
laugardagskvöld kl. 20.30. Á sunnu-
dag verður samkoma í Hvítasunnu-
kirkjunni Zion við Grundargötu á
Siglufirði og hefst hún kl. 16. Á laug-
ardagskvöld kl. 20.30 verður sam-
koma í Ljósi heimsins á Húsavík og
á sunnudag kl. 14 verður samkoma
í Hvitasunnukirkjunni í Vopnafirði.
I
i
\
I
!
>
Árni Logi
Sigurbjörnsson,
meindýraeyðir
Rottur
víðar í
bænum
ÁRNI Logi Sigurbjörnsson, mein-
dýraeyðir hjá Meindýravörnum
íslands, segir að unnið sé að því
að útrýma rottum í Krossanesi en
hins vegar séu rottur mun víðar í
bænum og alveg upp í nýjum
íbúðahverfum.
„Forsvarsmenn fyrirtækja í
Krossanesi hafa gert mjög góða
hluti í því að útrýma meindýrum
þar en hins vegar hafa Ákur-
eyringar ekki staðið sig nógu vel
við að útrýma þeim annars staðar
í bænum. Það er ekki nóg að
stunda rottuveiðar frá kl. 8-5, því
rottan er ekki á ferðinni á þeim
tíma og á þetta hef ég bent hjá
heilbrigðisyfirvöldum bæjarins,"
segir Árni Logi.
Hann vildi þó ekki ræða
ástandið nánar, þar sem hér sé
um mjög viðkvæmt mál að ræða.
Eins og fram kom í Morgunblað-
inu í gær er töluvert af rottu í
Krossanesi og menn sem rætt var
við höfðu aldrei séð annað eins.
Meindýraeyðir bæjarins sagði að
embættið myndi kynna sér
ástandið en eftir að fyrirtækin í
Krossanesi réðu annan meindýra-
eyði á svæðið, hafi embættið látið
svæðið afskipt.
i
i
L
Busavígsla í VMA
Morgunblaðið/Kristján
I
f
í
NÝNEMAR í Verkmenntaskólan-
um á Akureyri voru teknir í full-
orðinna manna tölu í gær, en um
busavígsluna sáu 4. árs nemar
skóians að vanda. Nýnemarnir
voru teymdir frá skólanum og nið-
ur á Ráðhústorg þar sem þeir
voru látnir dansa hinn geysivin-
sæla makkarínadans undir stjórn
þeirra eldri og ekki bara einu sinni
heldur þrisvar sinnum.
Einnig var brugðið á leik í blíð-
viðrinu en hitamælirinn á Torginu
sýndi einar 16 gráður um þetta
leyti. Eftir að hafa skemmt sér
og öðrum bæjarbúum á Torginu
var haldið í Kjarnaskóg, þar sem
haldin var hejjarmikil grillveisla.
I gærkvöld var svo dansleikur í
skólanum. Skólahald hófst í VMA
2. september sl., en alls eru nem-
endur á haustönn 1.066 talsins og
þar af eru um 350 nýnemar.
Fjórða árs nemarnir voru
klæddir svörtum fötum og stríðs-
málaðir í framan en busarnir voru
alla vega til fara og margir þeirra
málaðir í framan.
I
:
c
I:
i
Hljómborá og píaró
C 505 rafpíanó fyrir heimili, skóla og samkomusali. Tilboðsverð kr. 165.000.
X-línan, hljómborð og hljóðbankar fyrir hljómsveitir og tölvumenn. Verð frá kr. 46.500.
i-línan, hljómborð með skemmtara fyrir atvinnumenn og heimili. Verð frá kr. 99.900.
Trinity línan, toppurinn í hljómsveitarhljómborðum í dag. Verð frá kr. 228.600.
Prophecy, Solo synthesizer, ólíkur öllu öðru. Verð kr. 98.900.
rrr.s;- , Sunnuhlíð, Akureyri, sími 462 1415.
WmBUDIN Laugavegi 163, Reykjavík, sími 552 4515.
íi
Hef lækningastofu í Læknaverinu,
Hafnarstræti 97, Akureyri.
Tímapantanir virka daga milli kl. 08.00-19.00.
Qunnar friðrií^sson.
Sérgrein: Taugalœkningar.
\
I
p® ...blabib - kjarni málsins!
i
í
I
J-