Morgunblaðið - 13.09.1996, Síða 13

Morgunblaðið - 13.09.1996, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1996 13 AKUREYRI Helgi Símonarson á Þverá í Svarfaðardal 101 árs í dag Þarf ekki að kvarta miðað við aldur HELGI Símonarson á Þverá í Svarfaðardal er 101 árs í dag. Helgi fæddist 13. september 1895 að Gröf í Svarfaðardal. Helgi var hinn hressasti er blaðamaður Morgunblaðsins heimsótti hann heim að Þverá í gær. „Mér líður vel enda hef ég alltaf verið heilsuhraustur. Aðeins einu sinni hef ég þurft að leggjast inn á sjúkrahús en það var fyrir fáum árum og dvaldi þar i viku eða hálfan mánuð,“ sagði Helgi. „Það eru vissulega komin á mig ellimörk og annað væri nú skrýtið. Eg þarf hins vegar ekki að kvarta miðað við ald- ur.“ Helgi horfir á sjónvarp og hlustar á útvarp en þó eru bæði sjón og heyrn aðeins farin að daprast. Hann er mikill íþróttaáhugamaður og fylgist með öllum íþróttum i sjón- varpi. Enska knattspyrnuliðið Liverpool er i miklu uppáhaldi hjá Helga, en hann var þó ekki alveg sáttur við leik liðsins á siðasta keppnistímabili. Hætti að reykja og drekka fyrirrúmum 70 árum Helgi hefur allatíð verið reglumaður og hann segir að það eigi stóran þátt í þessum háa aldri sínum. „Eg byijaði að drekka brennivín og nota tóbak á mínum yngri árum en ég hætti að drekka árið 1923 og fljótlega hætti ég svo við tóbakið líka og hef ekki iðrast þess. Eftir að ég byijaði að kenna á Dalvík þótti mér ekki við hæfi að nota tóbak á sama tíma og ég varaði ungmennin við því,“ segir Helgi, sem var kennari á Dalvík í 19 ár og 1 ár á Árskógsströnd. Helgi segir að auk þess sem reglusemi haf i haft áhrif á langlífi sitt, hafi hann einnig verið vel byggður. Hreyfing og heilbrigt líferni hafi haft sitt að segja og einnig hugarróin. „Ég lærði það að taka hlutun- um, bæði gleði og sorg, af fyllstu ró.“ Riðuveikin verið skæð í dalnum Helgi keypti Þverá árið 1930 og bjó þar með kýr og kindur. Hann hætti búskap árið 1972 en nú búa þar félagsbúi Símon sonur hans og Guðrún Lárus- dóttir, dótturdóttir hans. Helgi kann vel við sig í Svarfaðar- dalnum og hefur hvergi annars staðar viljað búa. Bændur í dalnum hafa gengið í gegnum ýmsa erfiðleika í gegnum tíðina og riðuveiki hefur stungið sér þar niður nokkrum sinnum. „Árið 1930 kom upp riða hér en mér tókst að losna við hana án þess að skera niður. Þá tók ég þær kindur sem sá á og farg- aði þeim og tók svo lífgimbrar undan ám sem virtust ónæmar fyrir veikinni og það lánaðist. Um 4-5 árum síðar var allt fé i dalnum skorið vegna mæðu- veiki og í kjölfar þess kom upp riða á ný með nýju fé. Allt fé i dalnum var skorið vegna riðu- veiki fyrir nokkrum árum og síðar kom aftur upp riða á 5 bæjum í dalnum." Kaus framsókn ekki alltaf Helgi fylgist með þjóðmálun- um og hann var nokkuð póli- tískur á árum áður. Hann fylgdi Bændaflokknum að málum og. síðar Framsóknarflokknum, „en ég kaus Framsóknarflokk- inn ekki alltaf". Hann segir að í dag kreppi víða að í þjóðfélag- inu en þó eigi bændastéttin hvað erfiðast um þessar mund- ir. Helgi segist ekki hafa hugs- að sér að gera sér neinn daga- mun í tilefni afmælisins. „Það á að ganga á morgun [í dag], og ég kannski bregð mér á Urðarrétt og kíki á féð.“ Helgi giftist Maríu Stefaníu Stefánsdóttur4.júní 1927 en hún lést 20. nóvember 1963. Þau eignuðust 6 börn, upp komust þijú þeirra en aðeins eitt þeirra er á lífi. „Kona min var mér mikil stoð og stytta alla tið. Hún tók á sig verk sem ég hefði átt að vinna en á meðan ég stund- aði kennslu kom ég aðeins heim um helgar," sagði Helgi. Morgunblaðið/Kristján FRÁ afhendingu íbúðanna. Taldir f.v. Sveinbjörn Hákonarson, Sigurður Sigurðsson, Kristín Jónsdóttir, Hafliði Hjartarson, Ólöf Ríkarðsdóttir, Anna Ingvarsdóttir, Tómas Helgason, Vífill Odds- son og Arinbjörn Kolbeinsson. Hússjóður Öryrkjabandalagsins á 23 íbúðir Þijár nýjar íbúðir við Hafnarstræti afhentar STJÓRN Hússjóðs Öryrkjabanda- lagsins tók í gær við þremur nýjum íbúðum við Hafnarstræti á Akur- eyri og á sjóðurinn þar með 23 íbúð- ir í bænum. I þessum íbúðum búa 46 einstaklingar. Fyrstu íbúðirnar á Akureyri voru keyptar árið 1987, en þá byijaði Öryrkjabandalagið að fá hluta af hagnaði Lottósins frá íslenskri getspá. íbúðirnar eru af ýmsum stærðum og eru vítt og breitt um bæinn. Þær eru ýmist leigðar ein- staklingum eða Svæðisstjórn um málefni fatlaðra. Að sögn Tómasar Helgasonar liggja nú fyrir umsóknir um 8 íbúð- ir á Akureyri þannig að enn er þörf á meira húsnæði. „Við höldum áfram að fjárfesta í íbúðum eins og fjármagn leyfir," sagði Tómas. Hússjóðurinn hefur átt góða samvinnu við Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra á Akureyri en þar hefur verið tekið á móti húsnæðis- umsóknum og starfsfólk þar haft hönd í bagga með úthlutun á íbúð- unum. Líkt og á landinu öllu eru þroskaheftir fjölmennasti íbúahóp- urinn, en starfsemi Hússjóðsins hefur í raun verið ein af forsendum fyrir þeim breytingum sem orðið hafa á húsnæðisaðstöðu þess hóps eins og annarra öryrkja. Tekjur af Lottói Hússjóður Öryrkjabandalagsins er sjálfseignarstofnun sem stofnuð var árið 1966. Hann á nú 536 íbúð- ir, flestar í Reykjavík og nágrenni en 62 eru víðs vegar um landið. Nú fær Öryrkjabandalagið 40% af hagnaði Islenskrar getspár og er mestum hluta þess fjár sem þannig fæst varið til kaupa á íbúðum fyrir öryrkja eða þær byggðar, en eftir að Lottóið kom til sögunnar hefur sjóðurinn eignast 253 íbúðir. Þrátt fyrir þessar tekjur þarf sjóðurinn meira Ijármagn og hefur Húsnæðis- stofnun ríkisins veitt lán til hluta íbúðanna. Eignir Hússjóðsins er nú metnar á 1.700 milljónir króna en skuldirnar nema um 860 milljónum. Heildarleigutekjur eru um 113 milljónir en duga ekki alveg til að standa undir rekstrarkostnaði. Meðalleiga á hvetja íbúð er nálægt 18 þúsund krónum á mánuði, en breytileg eftir stærð, en Tómas seg- ir að leigu sé ávallt haldið í lág- marki. Fegurðarsamkeppni íslands kynnir: Kynning: Ólafía Hrönn Jónsdóttir, leikkona og Bergur Þór Ingólfsson, leikari Verð kr. 4,800, matur og skemmtun. Glæsileg skemmtun - meðalfjplda skemmtiatriða eru Egill Olafsson stórsöngvari, og stórglæsileg fimleikasýning. Verð kr. 2,200 á skemmtun kl. 21:30. Matseðill Tekið verður á móti gestum með fordrykknum „Frostafrá Finniandi" Gratineraðir sjávarréttir í koníaki m/tómatsalati. Heilsteiktur lambavöðvi „Rósamarín “ með bakaðri kartöflu, blönduðu grænmeti og piparsósu. Grand marnier kaffiístoppur með ávöxtum og heitri súkkulaðisósu. ^Uaóste^ (rifiirvtjs sirt. Mirm HTUAfNIR KMS |M A I W C A Rt| jktd. FACE Miða og borðapantanir í síma 568-7111

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.