Morgunblaðið - 13.09.1996, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1996 17
VIÐSKIPTI
Nýstjórn hjá Skýrrhf.
NOKKRAR breytingar urðu á
stjórn Skýrr hf. á aðalfundi fyrir-
tækisins sem haldinn var í gær.
Þar komu þau Margrét Guðmunds-
dóttir forstöðumaður hjá Skeljungi
hf. og Eyjólfur Sveinsson fram-
kvæmdastjóri Ftjálsrar fjölmiðlun-
ar ný í stjórnina í stað Hauks
Pálmasonar aðstoðarrafmagns-
veitustjóra og Magnúsar Péturs-
sonar ráðuneytisstjóra í fjármála-
ráðuneytinu.
Áfram sitja í stjórn þau Hall-
grímur _ Snorrason hagstofustjóri,
Oskar Óskarsson borgarbókari og
Inga Jóna Jónsdóttir kennari í
Verslunarskóla íslands. Stjórnin
hafði ekki skipt með sér verkum í
gær.
Sala hlutafjár fari
fram á þessu ári
Eins og fram hefur komið ligg-
ur fyrir sú ákvörðun ríkis og
Reykjavíkurborgar að selja 30%
hlutafjár í Skýrr, 15% hvor aðili.
Á sameiginlegum fundi Fram-
kvæmdanefndar um einkavæð-
ingu og Einkavæðingarnefndar
Reykjavíkur á miðvikudag var
gengið frá bréfi til verðbréfafyrir-
tækja og þeim boðið að gera til-
boð í verðmat og umsjón með sölu
bréfanna. Gert er ráð fyrir að til-
boð þeirra berist fyrir 19. septem-
ber nk. og að verðmatið liggi fyr-
ir 25. október þannig að sala geti
farið fram á þessu ári, að því er
segir í frétt frá Framkvæmda-
nefnd um einkavæðingu.
Þar er þess jafnframt getið að
hér sé um að ræða aðra sölu hluta-
bréfa ríkisins í fyrirtækjum á
þessu ári, en fyrr á árinu seldi
ríkið allan hlut sinn í Jarðborunum
hf. Þá er vinna við verðmat og
skoðun á rekstri Áburðarverk-
smiðjunnar hf. og Sementsverk-
smiðjunnar hf. í fullum gangi og
má búast við niðurstöðum í lok
september.
)4t^aint^urent
YÆ$y\\N\fA\J\lENY
STJÖRNUR HAUSTSINS
Kringlunni 8-12 s. 568 9033
Gréta Boða,
förðunarmeistari,
kynnir nýju haust-
og vetrarlitina í dag
og á morgun.
• CAæsilegir litir.
• Clæsileg tilboS
Vertið velkomin.
Vinsamlegast
pantið tíma í förðun.
Skuldabréfaútboð
Société Générale
Þrjú fyrir-
tæki ann-
ast útboðið
ÞRJÚ íslensk verðbréfafyrirtæki,
Kaupþing, Landsbréf og Handsal,
annast útboð hér á landi á skulda-
bréfum að fjárhæð 250-1.000
milljónir króna fyrir franska bank-
ann Société Générale. Þetta útboð
er því ekki aðeins í höndum Hand-
sals, eins og skilja mátti af frétt
Morgunblaðsins á miðvikudag.
Einnig gætti nokkurrar óná-
kvæmni varðandi ávöxtun skulda-
bréfanna í umræddri frétt. Bréf
þessi bera ekki 20% ávöxtun á 4
árum heldur grundvallast ávöxtun
þeirra af hækkun sérstakrar vísi-
tölu sem spannar yfír hlutabréfa-
verð í öllum heiminum.
Verði t.d. 30% hækkun á þess-
ari vístölu á umræddu fjögurra ára
tímabili er 20% álag lagt ofan á
þá hækkun. Ennfremur er
ávöxtunin reiknuð út í dollurum
og því er einnig tekið tillit til breyt-
inga á gengi dollars gagnvart
krónu á tímabilinu. Hafi dollar t.d.
hækkað um 10% gagnvart krónu,
leggst 10% álag ofan á endanlega
ávöxtunartölu.
Sé höfuðstóllinn 1 milljón króna
í þessu dæmi yrði ávöxtunin þar
ofan á 30% x 1,2 x 1,1 (gengisleið-
rétting) eða samtals 39,6%. Verði
hins vegar engin hækkun eða
lækkun á hlutabréfavísitölunni,
leggst engin ávöxtun ofan á höfuð-
stólinn.
KOMPU
SALAsJ
I Kolaportinu er kompusala
alla markaðsdaga
og básinn kostar ekki nema
kr^w2i8A0J
Nú er tilvalið að taka til i
geymslunum og tataskápunum,
panta bás i Kolaportinu
og breyta gamla dótinu
í goðan pening.
>Pantanasími
er 562 5030 V
KOLAPORTIÐ
Opnum á morgun
glæsilega verslun í Kringlunni
CHA # CHA
C C D K
io%>
kynningar-
afsláttur
Gildir aðeins
laugardag.
CHA # CHA
CCDK
CHA * CHA
KRINGLUNNII. HÆÐ, S. 588 4848.
MARKAÐSTORG