Morgunblaðið - 13.09.1996, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 13.09.1996, Qupperneq 18
18 FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1996 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÚRVERINU STJÓRN hins nýja fyrirtækis á Spáni: Hinrik Kristjánsson, Friðrik Pálsson, Jón Ingfvarsson og Hjörleifur Asgeirsson. SH eflir sinn sess á spánska markaðnum NÝ SÖLUSKRIFSTOFA Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna í Barce- lona var vígð í sípustu viku að við- stöddum forstjóra SH, Friðriki Páls- syni, og fleiri stjórnendum fyrirtæk- isins, auk spænskra kaupenda. Skrifstofan er staðsett í nýtísku- legu skrifstofuhúsi sem byggt var eftir Ólympíuleikana í Barcelona í námunda við flugvöllinn í Barcelona og skammt frá Mercabarna, en þar fer fram heildsala á matvörum og dreifing á alla markaði í Barcelona og nágrenni. Þetta er sjötta skrifstofan sem SH opnar á erlendri grund, en þeir eru með skrifstofur í Bandaríkjun- um, Englandi, Þýskalandi, Japan og Frakklandi fyrir. Markaðurinn að breytast SH hefur frá 1989 verið að vinna sér markað á Spáni frá skrifstofu sinni í París, en þeir dreifa vöru sinni aðallega á veitingahús og hót- el um allan Spán. Að sögn Hjörleifs Ásgeirssonar, sem hefur umsjón með skrifstofunni í Barcelona fyrir hönd SH, hefur markaðurinn á Spáni verið að breytast hægt og hægt í þá veru sem tíðkast í Norð- ur-Evrópu hvað smekk varðar og Söluskrifstofa opnuð í Barcelona telur hann íslenskar vörur eiga fullt erindi á þennan markað. Fram að þessu hefur öll hefð fyrir útflutningi til Spánar tengst söltuðum fiski, en nú er eftirspurn- in eftir öðrum fiski að aukast í sí- fellu og í upphafi árs sá SH ástæðu til að opna sérstaka skrifstofu í Barcelona sem annast skal alla sölu á frystum afurðum á íberíuskagan- um. Hjörleifur telur að íslenskar afurðir standi vel að vígi á Spánar- markaði. Varan hefur líkað ákaf- lega vel, sérstaklega hvað gæði snertir, en þau eru meiri en gengur og gerist hvað varðar frystan físk á Spáni. Verð er að vísu hærra, en Hjörleifur kvað það ekki koma að sök þar sem gæðin væru meiri og úrvalið væri gott, allt frá karfa- og ufsaflökum í lægri verðlagskantin- um, til humars sem telja yrði mun- aðarvöru. Hafi viðbrögð kaupenda verið mjög góð allt frá upphafi. Þrír starfsmenn Á skrifstofunni, sem aðallega er ætlað að selja íslenska frystivöru s.s. þorsk-, grálúðu- og karfaflök, humar, rækju og ýmsar flatfiskteg- undir, en einnig smokkfisk frá sam- starfsaðilum Þormóðs ramma og Granda í Mexíkó, vinna þrír starfs- menn, tveir íslendingar og einn Spánverji. Kvað Hjörleifur Barcel- ona hafa orðið fyrir valinu vegna þess að kaupendafjöldi er þar meiri en annars staðar á Spáni, kaup- máttur almennt hærri og samgöng- ur góðar. í því sambandi mætti nefna að beint flug milli íslands og Barcelona byði upp á ýmsa mögu- leika, en tímasetningin væri því miður heldur óheppileg til innflutn- ings á frystri vöru. Ollum hnútum kunnugur Hjörleifur er öllum hnútum kunn- ugur í Barcelona enda hefur hann verið með annan fótinn á Spáni í mörg ár. Hann sagði að í nánustu framtíð stefndi SH í Barcelona að því að efla enn frekar þann sess sem þeir hafa þegar áunnið sér á spænskumm markaði og víkka hann-smám saman út með því að flytja inn tilbúna rétti frá Grimsby sem unnir eru úr íslensku hráefni, auk þess að kanna í ríkara mæli möguleikana á að dreifa vörunni í stórmarkaði í neytendaumbúðum. í ÞESSARI byggingu er hin nýja skrifstofa Icelandic Iberica S.A. í Barcelona. Forsjá í staö velferðar rædd á flokksþingi danskra jafnaðarmanna Nyrup segir kerfið fyrir alla Knupmannahöfn. Morgunblaðið. POUL Nyrup Rasmussen, leiðtogi danskra jafnaðarmanna, er ekki lengur mjúki maðurinn, heldur flokksleiðtogi, sem hnyklar óhikað vöðvana og stendur fast á skoðunum sínum, sem hann tjáir á persónuleg- an hátt. Forsætisráðherrann hefur á flokksþinginu minnt á að stofnfeð- ur velferðarkerfisins í röðum jafnað- armanna fyrr á öldinni hafi aldrei haft í huga að velferðarkerfið yrði forsjárkerfi. En hann heldur fast við að það sé fyrir alla, þó það sé deiluefni í flokknum. Nyrup virðist loks hafa náð tök- um á leiðtogahlutverkinu, en hann komst til valda í flokknum 1992. Ræður hans á þinginu hafa verið persónulegar og málflutningurinn hiklaus, en hann hefur haft orð á sér fyrir að segja aldrei af eða á. Eitt helsta deilumálið í flokknum er hvort velferðin eigi að vera fyrir alla, eða hvort aðeins verði efni til að styðja þá sem minna mega sín. Ýmsir hópar innan flokksins vilja takmarka kerfið og skoðanakannir sýna stuðning meðal Dana að vel- ferðarkerfi í þá átt. Nyrup hefur jafnan svarað að velferðin eigi að vera fyrir alla því annars dragi þeir betur stæðu sig út úr þjóðfélaginu og sýni enga samstöðu með þeim sem minna mega sín. Þessi sjónar- mið sín undirstrikaði hann á nú þegar hann sagði að það hefði ,já- kvæð áhrif að þeir sem hafa úr nógu að moða eigi einnig hagsmuna að gæta í að tryggja almennilega þjónustu. Þegar allt kemur til alls er það leyndardómurinn við framlag okkar í 125 ár.“ Nyrup Rasmussen hefur áður lýst óánægju með þjónustu sjúkrahúsa og langa biðlista í aðgerðir. Hótun hans um meiri ríkisafskipti af sjúkrahúsum vakti hörð mótmæli flokksbræðra hans í bæjarstjórnum. Á þinginu hefur sú deila verið kveð- in niður með málamiðlun þar sem sjálfsákvörðunarréttur sjúklinga og bæjarstjórna er undirstrikaður, en jafnframt hnykkt á að það sé á ábyrgð stjórnmálamanna í lands- málum að tryggja gott skipulag sjúkrahúsmála. Frá danska alþýðu- sambandinu berst einróma hrós yfir frammistöðu stjórnarinnar og sam- band þess og stjórnarinnar virðist hnökralaust. Ritt mætir ekki Annað er að segja um samband Ritt Bjerregaard við flokk sinn. Hún er nú fulltrúi Dana í framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins. Fyrr í vikunni sparaði hún hvergi stóryrðin er hún deildi harkalega á ESB- stefnu dönsku stjómarinnar. Hún mætir ekki á þingið og sýna við- brögð þinggesta að þolinmæði þeirra í garð Bjerregaard er á þrot- um. Flestir ypptu öxlum og spurðu sjálfa sig hvað hún ætlaði sér með gagnrýni sem hún vildi síðan ekki fylgja eftir á ráðstefnunni. Flokks- formaðurinn lét ekki svo lítið að nefna Bjerregaard á nafn eða svara gagnrýni hennar einu orði úr ræðu- stól. Reuter RUTI Nahmani réð sér ekki fyrir kæti þegar hæstaréttardómar- arnir kváðu upp úrskurðinn en þar sagði, að réttur konu til að eignast barn væri ríkari rétti karlmanns til að eignast ekki barn. Dæmdur til að eiga barn Jerúsalem. Reuter. HÆSTIRETTUR í Israel hefur úr- skurðað, að kona nokkur megi verða „móðir“ með því að nota frystan fósturvísi þótt fyrrverandi eigin- maður hennar hafi viljað eyða hon- um. Á síðasta ári kvað dómstóll, sem skipaður var fimm hæstaréttardóm- urum, upp þann úrskurð, að ekki væri hægt að neyða Danny Nahm- ani, sem hafði fijóvgað 11 egg frá konu sinni meðan allt lék í lyndi í hjónabandinu, til að verða faðir gegn vilja sínum. Annar dómstóll, að þessu sinni skipaður 11 hæsta- réttardómurum, komst hins vegar að þeirri niðurstöðu í gær, að réttur Ruti Nahmani til að eiga barn skipti meira máli. Eggin voru fjóvguð og fryst á árunum 1988-’90 en Danny fór frá konu sinni 1992 og á nú tvö börn með annarri þótt skilnaður hans og Ruti sé ekki enn kominn í gegn. Komið fyrir í „lánsmóður“ Ruti, sem er 42 ára gömul, lét fjarlægja legið 1987 en hyggst koma fósturvísinum eða fósturvís- um fyrir í annarri konu, eins konar lánsmóður, en það var leyft nýlega í ísrael. Lögspekingar segja, að nýjasti úrskurður hæstaréttardóm- aranna muni hafa mikið fordæmis- gildi en þau Nahmani-hjónin hafa staðið í þessu stappi í nokkur ár. „Dómararnir hafa gefið mér góða gjöf,“ sagði Ruti þegar sjö af dóm- urunum 11 dæmdu henni í vil. „Það er sárara fyrir konu að geta ekki átt barn en fyrir karlmann að eign- ast barn, sem hann vill ekki.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.