Morgunblaðið - 13.09.1996, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 13.09.1996, Qupperneq 24
24 FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1996 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Byggðamál og fiskveiðar í íslenskri lögsögn FORSETAKOSNINGAR eru ný- afstaðnar og sýndu svo ekki verður um villst að þjóðin sjálf á síðasta orðið. í næstu alþingiskosningum er þeim stjórnmálaflokki sigurinn vís sem setur það á oddinn að leiðrétta misvægi atkvæða landsmanna og af- nema kvótabraskið. Lánsdæmi sækóng- anna hafa þanist enn frekar út sökum ættar- tengsla og vensla enda eru þingmenn dreifbýl- isins oft á tíðum einnig meðeigendur í stór- útgerð. Það er lögleysa og siðlaust að hagræða lögum í eigin þágu að sitja beggja vegna borðsins. Stórum sæ- kvótaauðhringum hættir iðulega til að kúga lítil bæjarfélög í krafti veldis síns. Hóta þeir því að fái þeir ekki þessa eða hina fyrir- greiðsluna, þá flytji þeir sig yfir í annað byggðarlag sem býður betur. Vafalaust vegur einnig þungt mikil frændsemi í fámenniskjördæmum og óréttlátt misvægi atkvæða landsmanna. Þetta hefur gagngert þau áhrif að höfuðborg íslands er gerð pólitísk hornreka og höfð í einangrunarkví á Alþingi þar sem farið er með íbúa Reykjavíkur og nágrennis sem þriðja flokks fólk sem hefur lítil áhrif á framvindu landsmála, hvað þá framtíð lands- ins. En þessi hreppapólitík á íslandi er orðinn dragbítur á allar framfar- ir í landinu. Skyldi slík mismunun þjóðarinnar samrýmast EES-samn- ingnum eða mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna? Látum reyna á það! Kröfur þjóðarinnar eru eftir- farandi: - Það eru sjálfsögð mannréttindi að atkvæði allra íslendinga hafí jafnt vægi hvar sem þeir eru búsettir. - Fiskveiðar í íslenskri lögsögu verði sjálfbær atvinnugrein og reynt verði að stemma stigu við óvistræn- um veiðarfærum sem skaða lífríki sjávarbotnsins. - Þingmenn sem hagsmuni eiga í útgerð víki sæti vegna tengsla þegar lög eru sett um fiskveiði- stefnu og fískveiðigjald á Alþingi íslendinga. - Fiskveiðigjald kosti allt rann- sóknarstarf tengt fiskstofnum og fiskgengd. - Fiskveiðigjald verði nýtt til að styrkja Landhelgisgæsluna og til endurnýjunar eldri varðskipa. En um borð í slíkum varðskipum yrði að- staða fyrir hjúkrunarfólk og lækni til aðstoðar sjómönnum okkar. - Fiskveiðimiðstöð íslands innan sjávarútvegsráðuneytisins verði komið á fót og hafí það hlutverk að stýra og sjá um úthlutun fisk- veiðikvóta gegn sanngjörnu fisk- veiðigjaldi svo sem 10-20% af kíló- Óskulisti brúðhjónanna Gjafaþjónusta fyrir brúðkaupið 4 (y\ SILFURBÚÐIN \-*L/ Kringlunni 8-12 • Sími 568 9066 - Þar fœröu gjöfina - verði (fyrir árið 1997 er áætlað að innheimta eina krónu af hverju kílói til Þróunarsjóðs sjávarútvegsins). - Erlend skip sem fá leyfi til veiða í íslenskri lögsögu greiði í leigu 30- 50% af söluverðmæti aflans til íslenska ríkis- ins. - Öllum fískkvóta sé skilað inn. Enginn hafi leyfi til að framselja eða leigja fiskkvóta til annarra nema Fisk- veiðimiðstöð íslands í umboði íslenska lýð- veldisins, enda umdeilt að annað fái staðist samkvæmt íslenskum lögum. Haft skal til hliðsjónar að úthlutun fyrri ára var án endur- gjalds og án skuldbind- inga af hálfu ríkissjóðs. Einnig að áhafnir fiski- skipa og fiskvinnslan í landi fengu ekki úthlutað aflakvóta. Heimilt ætti að vera að innkalla og afnema fiskkvótaleyfin án endur- gjalds hvenær sem er. Meginmálin eru tvö, segir Ólöf S. Eyjólfs- (lóttir, að leiðrétta misvægi atkvæða og afnema kvótabraskið. - Að leiguúthlutun fiskkvóta sé miðuð við höfðatölu í landsfjórðung- um, en slíkt er þýðingarmikið til þess að byggðarröskun verði sem minnst svo að atvinna sé ekki flutt burt úr sjávarplássum með vinnslu- og kvótatilflutningi sem leiðir til hreppaflutninga nauðugs fólks. - Athuga ber hvort hringamynd- anir eins og nú eru víða í uppsigl- ingu ásamt samtvinnaðri eignar- aðild þessara sömu aðila samrýmist að öllu leyti samkeppnis- _og vinnu- löggjöf EES og ITF sem íslending- ar eru aðilar að. íslendingum virð- ist nokkuð tamt að þverbijóta lög þessi og sýna þá oft á tíðum ótrú- lega rislága samfélagskennd. íslendingar hafa verið í farar- broddi í verndun fiskistofna og var landhelgin færð út í 200 sjómílur árið 1975, er flestar þjóðir voru enn við 50 sjómílna heygarðshornið. ís- lenska þjóðin stendur nú á krossgöt- um þar sem fylgismenn ESB reka stanslausan áróður fyrir fullri aðild og Evrópusambandið bíður færis til að sölsa undir sig fiskimiðin, íjör- eKK þjóðarinnar. Lífsspursmál er því að koma sanngjörnu veiðigjaldi í höfn og stöðva sjálfskipaða kvóta- tollheimtumenn, sem hafa tekið upp siði nýlenduherraþjóða, áður en ís- lenska þjóðin verður aftur eins og rúnir hjáleigubændur fyrri alda. Ríkissjóður stefnir nú í 12 milljarða hallarekstur í ár samkvæmt Ríkis- endurskoðun og heilbrigðiskerfið er í rúst. Atvinnuleysi er orðið viðloð- andi og fólk flýr land. Þarf nokkur lengur að velkjast í vafa um hveijir stjórni í raun þjóðarskútunni? Þing landsmanna á ekki að verða hand- bendi sækvótaauðhringa, heldur stjórna af heilindum og horfa til framtíðar, þá farnast íslensku þjóð- inni vel. Forgangsmál í næstu al- þingiskosningum er því jöfnun at- kvæða landsmanna en þar hafa þingmenn Reykjavíkur þarft verk að vinna eigi höfuðborgarsvæðið sér enn einhveija málsvara á Alþingi og sú krafa að fiskimiðin kringum ísland verði áfram auðlind þjóðar- innar en ekki fárra útvaldra. Höfundur er húsmóðir. ÓlöfS. Eyjólfsdóttir Konur í musteri réttlætisins NU NYVERIÐ var umfjöllun í Morgun- blaðinu um ný húsa- kynni Hæstaréttar. Þá var haft eftir Haraldi Henryssyni, forseta Hæstaréttar, að hann vonaðist til þess að hús- ið geti staðið undir sæmdarheitinu „must- eri réttlætisins" og að þeir sem þar starfi sýni og sanni að svo sé. Það er ekki annað hægt en að taka heilshugar und- ir þessi orð forseta Hæstaréttar. Hæsti- réttur á að vera útvörð- ur réttarríkisins, hann á að vera bústaður jafnréttis og rétt- lætis. Spurningin er hins vegar sú, hvort þessi æðsti dómstóll standi undir þeim væntingum sem til hans eru gerðar. Er Hæstiréttur íslands musteri réttlætisins? Gæslumenn réttlætis ogjafnréttis Við spurningu sem þessari er erf- itt að finna einhlít svör, enda horfa hugtök eins og jafnrétti og réttlæti ekki eins við okkur öilum. Þegar myndin sem fylgdi umræddri frétt var skoðuð þá komu hins vegar óneitanlega efasemdir upp í hugann um það hvort æðsti dómstóll þjóðar- innar gæti þjónað hlutverki sínu. Þar er ein kona í hópi dómaranna, en dómstóllinn er skipaður níu manns, átta körlum og einni konu. Hvernig stendur á því að aðeins karlar eru valdir til starfa í musteri réttlætis- ins? Lítur dómsmálaráðherra, sem skipar hæstaréttardómara, svo á að karlar séu betur fallnir til þess að gæta réttarins en konur? Konur hafa margar hverjar deilt harðlega á meðferð mála sem tengjast á ein- hvern hátt jafnrétti kvenna og karla fyrir dómstólum landsins og sú gagnrýni er ekki óeðli- leg, þegar skipan Hæstaréttar er skoðuð. Á meðan aðeins karlar eru skipaðir þar til starfa er eðlilegt að konur upplifi dómstól- inn síður sem málsvara réttlætis. CEDAW-sáttmálinn og skipun dómara Árið 1985 fullgilti ísland sáttmála Sam- einuðu þjóðanna um afnám allrar mismun- unar gegn konum, sem í daglegu tali gengur undir nafninu CEDAW- sáttmálinn. I 2. gr. hans segir m.a.: „Aðildarríkin fordæma alla mismun- un gagnvart konum, eru ásátt um að framfylgja með öllum tiltækum Hvernig stendur á því, spyr Bryndís Hlöð- versdóttir, að af níu hæstaréttardómurum er aðeins ein kona? ráðum og án tafar stefnu sem miðar að afnámi mismununar gagnvart konum og takast í þessum tilgangi á hendur, að koma á lagavernd á réttindum kvenna á grundvelli jafn- réttis við karla og að tryggja fyrir lögbærum dómstólum landsins og hjá öðrum opinberum stofnunum raunverulega vernd til handa konum gegn hvers konar misrétti." Stjórn- völdum er þannig skv. sáttmálanum skylt að grípa til aðgerða til að tryggja jafnan rétt kvenna og karla, ekki aðeins með löggjöf, heldur einn- ig til að tryggja réttláta meðferð fyrir dómstólum. Það hlýtur hver heilvita maður að sjá að grundvöllur- inn fyrir því að þetta sé uppfyllt, er að konur komist líka að sjálfri réttlætisvoginni. Ég vil því skora á dómsmálaráðherra að hafa CEDAW-sáttmálann í huga næst þegar hann skipar í stöðu dómara. Hlutverk Kvenréttinda- félags íslands Kvenréttindafélag íslands er þverpólitískt félag sem vinnur að jafnrétti kvenna og karla á öllum sviðum þjóðlífs. Félagið hyggst gangast fyrir sérstakri kynningu á CEDAW-sáttmálanum á næstu misserum en upphaf þess starfs er landsfundur félagsins sem haldinn verður í Hafnarborg í Hafnarfirði, dagana 27.-28. september nk. Að- alumíjöllunarefni fundarins verður CEDÁW-sáttmálinn en sérstaklega verður farið ofan í þær greinar hans sem snúa að meðferð mála fyrir dómstólum og konum í atvinnu- rekstri. Bæði dóms- og félagsmála- ráðherra hafa sýnt því áhuga að taka þátt í kynningu félagsins á þessum merka sáttmála, sem er fagnaðarefni því stjórnvöld hafa hingað til ekki sýnt honum mikinn áhuga. Það er hins vegar mikilvægt að frjáls félagasamtök sem vilja vinna að jafnri stöðu kvenna og karla í samfélaginu veiti stjórnvöld- um aðhald við framkvæmd sáttmál- ans, enda er hætta á að það verði gengisfall á irinihaldi alþjóðlegra samninga sem ísland gerist aðili að, ef þeim er ekki fylgt eftir a_f fullri hörku. Kvenréttindafélag Islands hyggst taka að sér þetta eftirlitshlut- verk gagnvart þessum tiltekna sátt- mála, sem vissulega getur haft þýð- ingu fyrir konur og stöðu þeirra í samfélaginu, sé rétt á málum haldið. Höfundur er alþing'ismaður og formaður Kvenréttindafélags Islands. Bryndís Hlöðversdóttir Heilbrigðismálin í hendur byggðarlaganna NAUÐSYNLEGT er að veita fólki sem mest öryggi í heilbrigðismál- um. Reynslan hefur verið sú að hér er um hratt vaxandi útgjaldal- ið að ræða. Vöxturinn virðist vera innbyggður í kerfinu sjálfu svo ekki verði við neitt ráðið. Hvað veldur? Kostnaður búinn til Sumt af hinum aukna kostnaði er beinlínis búið til af stjórnvöldum og hikað við að takast á við þau mál sem auka álag á heilbrigðiskerflð. Það var t.d. ljóst að sala á áfengu öli og fjölgun útsölustaða áfengis hlaut að hafa þau heilsufarslegu áhrif að kostnaður í heilbrigðiskerfínu ykist. Þar var tekin geðþóttaákvörðun án þess að reikna dæmið til enda. En það er nauðsyn- legt að gera til að fá sannleikann svart á hvítu. Það er viðurkennt að tóbaksnotkun er mjög skaðleg heilsu fólks. Ætla má að 300-500 manns látist árlega um aldur fram vegna sjúkdóma sem af neyslu ofannefndra fíkniefna stafa. Allan kostnað við umönnun þessa fólks ættu þeir að bera sem neyta, selja og framleiða þessa vöru. Ef tekið væri á þessum málum mundi það spara marga millj- arða króna á ári hveiju. Þar er því verðugt forvarnarverkefni og arð- bærara en flest annað. Að láta þetta viðgangast með þeim afleiðingum að sjúkt fólk kvelst á biðlistum er ekki sæmandi siðuðu þjóðfé- lagi. Margt fleira er hægt að gera til að breyta lífsmynstri fólks til þess að draga úr heil- brigðiskostnaði. Fólk þarf að þekkja kostnaðinn Þjónustugjöld eru ekkert til að óttast. Tryggingar eiga að vera fyrir hendi til að hjálpa fólki til að standa undir heilbrigð- iskostnaði og endur- greiðslur ættu að'fara eftir efnum og ástæð- Hver er sinnar gæfu smiður Undirstaða góðrar heilsu er fólkið sjálft. Það þarf að vera meðvitað og upplýst um, hvað lifnaðarhættir og fæðuval hefur mikil áhrif á heilsufar og vellíðan. Þurfi að greiða fyrir heilbrigðisþjónustu lærist fólki að forðast sjálfskaparvítin, og heilsufar verður betra, heilsugæslan verður ódýrari og biðlistar verða úr sög- unni. Samstarf heilbrigðisstétta við almenning verður meira lifandi og markvissara. Að þeir sem fara illa með heilsu sína beri meiri kostnað verður hvati til að gæta heilsunnar. Vörur sem spilla heilsu bæti að fullu það tjón sem þær valda. Þær ættu því að vera í háum skattflokkum. Vörur sem eru nauðsynlegar og holl- ar eiga aftur á móti að vera lítið eða ekki skattlagðar. Þá lærir hver að Stjórn heilsugæslu, seg- ir Páll V. Daníelsson, þarf að vera sem næst fólkinu sjálfu. vera sinnar gæfusmiður í heilbrigðis- málum. Þá þarf fólk að hafa nokkuð fijálst val um til hvaða lækna það leitar því sannleikurinn er sá að besti læknirinn fyrir hvern og einn er sá sem hann hefur trú á. Stjórnin í heimabyggð Stjórn heilsugæslu þarf að vera sem næst fólkinu á hveijum stað. Þess vegna eiga heilsugæslan og sjúkrahúsin að vera undir stjórn byggðarlaganna eða sjálfstæðar stofnanir. Þó væri eðlilegt að ríkið ætti eitt öflugt sjúkrahús. Höfuð- borgin ætti einnig að hafa burði til að eiga sjúkrahús sem gæti verið það öflugt að eðlilegt aðhald skapist og samkeppni verði um gæði og verð þjónustunnar. Sú staða sem nú er komin upp í heilbrigðismálum að sameina stóru sjúkrahúsin í eitt Ijárlagamiðstýrt bákn er röng. Miðstýring leysir ekki vandann. Að fólk sé ofurselt einum vilja og einu valdi gengur ekki upp. Slíkt vald hefur það fyrst og fremst í för með sér að safna upp vandamál- um, búa til biðtíma, rýra þjónustuna og draga úr gæðum hennar. Höfundur er viðskiptafræðingur. Páll V. Danielsson um.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.