Morgunblaðið - 13.09.1996, Page 27

Morgunblaðið - 13.09.1996, Page 27
26 FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1996 27 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. NÝTING SJÁVAR- FANGS FYRIRTÆKIÐ Fiskeyri á Stokkseyri sérhæfir sig í vinnslu á utankvótategundum. Reksturinn hefur gengið bærilega, en helzti vandinn er öflun hráefnis, sem hefur verið skrykkjótt. Þær tegundir, sem Fiskeyri hefur einkum tekið til vinnslu, eru háfur og tindabikkja, og fara afurðirnar á markað í Belgíu, Frakklandi og Eng- landi. Háfur og tindabikkja er eftirsótt matvara í þessum löndum og löng hefð fyrir því, en hér á landi er tiltölu- lega stutt síðan farið var að neyta þeirra og þá helzt á veitingastöðum, sem leggja mikið upp úr fiskréttum. Fiskeyri er um þessar mundir að hefja vinnslu á svart- háfi, sem talsvert virðist af í djúpköntunum, en svartháf- urinn telst til djúpsjávarfiska. Tilraun var gerð hjá fyrir- tækinu sl. vor með vinnslu svartháfs fyrir Japansmarkað og tókst hún það vel, að nú á að ráðast í umfangsmeiri vinnslu. Það hefur lengi verið augljóst í áralöngum kvótasam- drætti hefðbundinna tegunda, að nauðsynlegt er fyrir íslendinga að gera sér mat úr fisktegundum, sem fram til þessa hafa að mestu farið útbyrðis eða í bræðslu. Oft er um að ræða tegundir, sem eru eftirsóttar á erlendum mörkuðum og hátt verð fæst fyrir. Má þar nefna búr- ann, sem var talsvert til umræðu fyrir fáum árum, en er nú nýttur þegar hann gefst, enda fæst miklu hærra verð fyrir hann en t.d. þorsk. Erfitt er að byggja stöðugan rekstur fiskvinnslufyrir- tækis eins og Fiskeyrar eingöngu á utankvótategundum á meðan fiskinum er hent útbyrðis í stórum stíl í stað þess að koma með hann að landi. Sjómenn hafa ekki mikinn áhuga þegar verð lækkar, enda ekki of mikið pláss í bátunum, að sögn Þórðar Guðmundssonar, eins eiganda Fiskeyrar. Félagi hans, Stefán Muggur Jónsson, segir, að svartháfurinn hafi allur farið aftur í sjóinn og nefnir dæmi um, að fjörutíu tonnum hafi verið hent út- byrðis í einum túr. Nú hafi sjómenn hins vegar áhuga á að gera tilraun með nýtingu svartháfs og drýgja þannig tekjurnar. Það nær ekki nokkurri átt að henda verðmætum svona og tími til kominn, að sjómenn og útvegsmenn breyti aldagömlum hugsunarhætti í þessum efnum. íslendingar mega búast við því, að umhverfisverndarsamtök bendi fyrr en síðar á þessa umgengni á auðlindum hafsins í áróðri sínum fyrir takmörkun veiða á hefðbundnari teg- undum eins og t.d. þorski og loðnu. Að ekki sé talað um beint tap þjóðarbúsins vegna sóunar sjávarfangs. KEPPT Á MARKAÐI SÍLDARÚTVEGSNEFND hefur unnið að því undanfar- in ár að styrkja markaðsstöðu sína í Rússlandi og hefur nú keypt helming hlutafjár í fisksölufyrirtækinu Viking Group í Pétursborg. Fyrirtækið er í eigu íslend- ingsins Magnúsar Þorsteinssonar og rússnesks félaga hans. Síldarútvegsnefnd hefur undanfarin tvö ár átt náið samstarf við fyrirtækið, sem hefur verið stærsti viðskiptavinur hennar í Rússlandi. Báðir aðilar vonast til, að með þessari samvinnu styrkist staðan verulega á Rússlandsmarkaði, sem er í hraðri uppbyggingu. Neyzla síldar hefur verið mikil í Rússlandi frá gamalli tíð og íslenzk saltsíld hefur haft orð á sér þar sem gæðavara. Þá er ætlunin að auka vinnslu síldarinnar með þróun nýrra afurða. Þessi tíðindi eru tákn um þær breytingar, sem orðið hafa síðustu árin í fisksölumálum íslendinga. Fyrirtækin hafa verið að hasla sér völl á erlendum mörkuðum með stofnun nýrra sölufyrirtækja eða kaupum á grónum fyrir- tækjum til að treysta stöðu sína og fá beinan aðgang að neytendum. Óhætt er að segja, að hvergi hafi breytingarnar orðið meiri en á Rússlandsmarkaði. Við hrun Sovétríkjanna árið 1990 hrundi einnig síldarmarkaðurinn þar, langmik- ilvægasti markaður íslendinga fyrir saltsíld. Á þeim tíma var skipt við sovézk ríkisfyrirtæki og íslenzk stjórnvöld greiddu fyrir sölusamningum þangað. Nú er öldin önnur og síldarsaltendur þurfa að keppa á Rússlandsmarkaði eins og annars staðar. JÓN Sigurbjörnsson, framkvæmdastjóri heilsugæslunnar á Siglufirði segir að erfiðara gæti reynst að fá lækni til starfa þar en áður. Horfur á að erfitt verði að manna lausar stöður lækna á landsbyggðinni Ahyg-gjur beinast að 6 til 7 byggð- arlögum Þótt deilu ríkisins og heilsugæslulækna sé lokið og læknar hafí snúið aftur til starfa getur skapast ófremdarástand vegna erfíðleika við að ráða í lausar stöður heilsugæslulækna í sex til sjö byggðarlögum næstu mánuði. Anna G. Olafsdóttir spurðist fyrir um ástand- ið og hvað væri til ráða. HORFUR eru á að erfiðara verði að manna lausar stöður lækna á lands- byggðinni í vetur en und- anfarin ár. Kristján Erlendsson, skrifstofustjóri í heilbrigðisráðu- neytinu, segir að héraðslæknar hafi einkum áhyggjur af 6 til 7 byggðar- lögum. Hann telur að borið hefði á læknaskorti þó að læknadeilan hefði ekki komið til. Deilan hafi hins veg- ar ekki bætt ástandið. Heimamenn í Bolungarvík og á Flateyri eru bjartsýnir á að hægt verði að ráða í lausar læknastöður. Hins vegar viðurkennir framkvæmdastjóri heilsugæslunnar á Siglufirði að erf- iðara gæti reynst að fá lækni til starfa þar en áður. Kristján sagðist eiga von á að flestallir læknar í tímabundnum störfum erlendis yrðu komnir heim um næstu mánaðamót. „Við vitum ekki til að neinn sé alfarinn af landi brott. Hins vegar er hreyfing á mönnum eins og alltaf. Eg nefni í því sambandi að fyrirsjáanlegt er að læknir fari frá Kirkjubæjar- klaustri. Síðan er fyrirsjáanleg fækkun á Patreksfirði, Flateyri, Isafirði og Bolungarvík fram að áramótum. Á sama hátt kemur sennilega til með að vanta á Hvammstanga og til vandræða gæti horft á Siglufirði í haust,“ sagði hann. Þekktar sveiflur Hann sagði að ekki væri útlit fyrir einstætt ástand. „Ástandið hefur ekki litið út fyrir að verða svona alvarlegt á undanförnum árum. Hins vegar höfum við rekið okkur á læknaskort í gegnum tíðina, ekki síst á Vestfjörðum, og svona sveiflur eru þekktar víða um heim. Við höfum enga einhlíta skýringu á þessu,“ sagði hann en játti því að þensla í þjóðfélaginu gæti haft sín áhrif. „Eins er farið að segja til sín að fækkað hefur í útskriftarhóp- um.“ Hann játti því að iæknum, eins og kennurum, hefðu verið boðin ýmis hlunnindi úti á landi. „Allt hefur verið reynt að gera til að auð- velda mönnum að velja ýmsa staði úti á landi. Ýmiss konar hlunnindi virðast hins vegar ekki duga til,“ sagði hann og tók fram að ljóst væri að heilbrigðisráðuneytið yrði að taka á fyrirsjáanlegum vanda þegar ástandið skýrðist betur. „Jafnframt er Ijóst að við þurfum að skoða ýmis mál í kjölfar þessara samninga, m.a. vaktasvæði úti á landi. Það getur vel verið að það komi eitthvað til með að létta undir með mönnum," bætti hann við og játti því að til greina kæmi að stækka og jafnvel sam- eina vaktasvæði. Kristján sagðist reikna með að lausar stöður yrðu auglýstar. „Allra leiða verður leitað til að fá mann- skap til starfa. Vissulega verður horft til íslenskra lækna erlendis. Erfiðara verður að fá erlenda lækna til starfa enda er víðar skortur á iæknum," sagði hann og tók fram að tungumálakunnátta gæti einnig valdið erfiðleikum. Góð aðstaða í Bolungarvík Valdimar Gíslason, stjórnarfor- maður heilsugæslunnar og sjúkra- hússins í Bolungarvík, staðfesti að Ágúst Oddsson, heilsugæslu- og sjúkrahúslæknir á Bolungarvík, væri á förum. Hins vegar sagðist hann ekki hafa áhyggjur af því að erfitt yrði að ráða annan lækni enda hefði aldrei gengið illa að ráða lækna til Bolungar- víkur og læknarnir hefðu að jafnaði starfað um 10 til 12 ára skeið. Hann nefndi í því sambandi að aðstæður væru góðar, t.d. væri heilsugæslustöðin nýleg og læknir hefði afnot af einbýlishúsi gegn sanngjarnri leigu. Heppileg nálægð væri við ísafjörð og fram hefði kom- ið hugmynd um að hægt yrði að taka upp samstarf í vaktþjónustu. Almennt væri hátt þjónustustig í Bolungarvík og gott mannlíf. Aðspurður sagði Valdimar að læknisstaðan yrði auglýst um helg- ina. Um væri að ræða 100% stöðu við heilsugæsluna og 17% viðbót á sjúkrahúsinu. Hann tók fram að atvinnustig væri hátt og því ætti ekki að vera vandkvæðum bundið fyrir maka læknis að fá atvinnu. Betri samgöngur Ægir Hafberg, stjórnarformaður heilsugæslunnar á Flateyri, sagði að Flateyringar hefðu verið svo heppnir að hafa lækni á meðan á læknadeilunni stóð. Sá læknir hefði hins vegar sagt upp störfum og rynni uppsagnarfrestur út í nóvem- ber. Fyrir deiluna hefði verið aug- lýst eftir lækni án árangurs. Þegar staðan eftir læknadeiluna skýrðist betur yrði haldið áfram að auglýsa. Ægir sagðist ekki geta verið annað en bjartsýnn á að hægt yrði að fá lækni til starfa við heilsugæsluna. Hann nefndi í því sambandi að geng- ið hefði mjög vel að ráða lækna til Flateyrar síðustu 6 til 8 ár. Ægir sagði að boðinn hefði verið staðarsamningur með álagsgreiðslu og gott leiguhúsnæði væri til stað- ar. Um væri að ræða 100% starf við heilsugæsluna. Að lokum tók hann fram að gott væri að vera á Flateyri. Ekki mætti heldur gleyma því að Vestfjarðagöngin léttu íbúun- um lífið á ýmsan hátt. Erfiðara að finna lækni Jón Sigurbjörnsson, fram- kvæmdastjóri heilsugæslunnar- og sjúkrahússins á Siglufirði, sagði að þrjár læknastöður væru í bænurri. Yfirlæknir væri á sjúkrahúsinu og gert væri ráð fyrir tveimur læknum við heilsugæsluna. Önnur staðan hefði verið laus frá því í sumar. Auglýst hefði verið án viðbragða eftir lækni fyrir læknadeiluna og haldið yrði áfram að leita fast eftir lækni og hjúkrunarfræð- ingi eða hjúkrunarfræð- ingum nú. Mannaðar væru 5,6 stöður hjúkrunarfræð- inga af 7. Jón sagði að afleys- ingalæknir hefði starfað við heilsu- gæsluna í sumar. Nú væri hins vegar nauðsynlegt að fá lækni fyr- ir veturinn. Yfirleitt hefði ekki ver- ið erfiðleikum bundið að fá lækni til Siglufjarðar. En nú hefði hann áhyggjur af því að erfiðara reynd- ist að fá lækni til starfa. Væntan- lega yrði því ekki haldið til streitu að auglýsa eftir sérfræðingi í heim- ilislækningum enda væri starfandi læknir á heilsugæslunni sérfræð- ingur á því sviði. Fram kom að í boði væri staðarsamningur og leiguhúsnæði. Hlunnindi virðast ekki duga til Vaktasvæði verði m.a. skoðuð Aðalframkvæmdastjóri Vestur-Evrópusambandsins í opinberri heimsókn á íslandi VES mikilvægt í mótun öryggisstefnu Evrópu HLUTVERK Vestur-Evr- ópusambandsins (VES) hefur verið í deiglunni undanfarið bæði vegna yfírlýsingar utanríkisráðherra Atl- antshafsbandalagsins (NATO) eftir fund þeirra í Berlín í júní og ríkj- aráðstefnu Evrópusambandsins. José Cutileiro, framkvæmdastjóri Vestur-Evrópusambandsins (VES), heldur því fram að VES hafí „mikil- vægu hlutverki að gegna í því fyrir- komulagi öryggismála, sem nú er verið að móta í Evrópu, ekki með því að apa eftir NATO eða ESB, heldur vera þungamiðjan þar á milli, sem hjálpar til að beisla kosti beggja og gera Evrópuríkjum kleift að leggja allt sitt á vogarskálarnar til eflingar friði og stöðugleika í heim- inum“. Hlutverk íslendinga augljóst Hann bætti því við að íslendingar hefðu með aðild að NATO og auka- aðild að VES augljósu hlutverki að gegna í þessari þróun og því væri mikilvægt að almenningur á íslandi áttaði sig á þætti VES í öryggi Evrópu. Cutileiro kom til íslands á þriðju- dag til að ræða málefni VES við íslenska ráðamenn og hélt í gær af landi brott. Cutileiro flutti einnig fyrirlestur á miðvikudag undir heitinu „Lykil- staða VES milli Atlantshafsbanda- lagsins og Evrópusambandsins" á vegum Samtaka um vestræna sam- vinnu og Varðbergs. „Vestur-Evrópusambandið kem- ur ekki í stað NATO, því er ekki ætlað að koma í stað NATO og þessu gera allar Evrópuþjóðir sér fulla grein fyrir,“ sagði Cutileiro á blaðamannafundi á Hótel sögu í gær. „VES eru samtök Evrópuríkja, sem er ætlað að bregðast við ör- yggisvanda hvar sem hann kann að koma upp og varðar fremur evr- ópska hagsmuni, en bandaríska. Ef bregðast á við án þátttöku Banda- ríkjamanna mun VES vera við stjórn, sennilega með einhverri póli- tískri hvatningu frá ESB og notkun einhverra gagna frá NATO. Megint- ilgangur þeirrar vinnu, sem nú er unnin innan VES, er að þróa leiðir til að taka á öryggisvanda, sem Evrópuríki kunna að vilja bregðast við, en Bandaríkjamenn og Kanada- menn vilja ekki tengjast beint. Alvarleg ógn við öryggi Evrópu, sem augljóslega mundi einnig bein- ast að Bandaríkjunum og Kanada, mundi ekki falla undir VES. Við henni þyrfti að bregðast gegnum NATO, sem áfram verður horn- steinn varna Evrópu." Cutileiro lagði áherslu á þátt ís- lendinga. „Við erum með stöðug sam- skipti," sagði Cutileiro. _______ „íslendingar eru aukaað- ildarríki að VES og njóta því nánast sömu réttinda og ríki með fulla aðild. Því eru íslendingar við- staddir alla vikulega fundi fastar- áðsins og leggja sitt af mörkum til allra ákvarðana, sem til dæmis hafa verið teknar um þróun þess hvernig eigi að stjórna aðgerðum, en sú umræða hefur staðið yfir undanfar- in tvö eða þijú ár. Allt hefur verið gert með fullu samþykki Islendinga. Sem aukaaðildarríki getur ísland ekki stöðvað ákvarðanir, sem hafa verið teknar. En til þessa höfum við ekki komið auga á nein atriði, sem gætu sett íslendinga í ank- annalega stöðu vegna þess að þeir gætu ekki komið í veg fyrir ákvörð- Umræða um mikilvægi Vestur-Evrópusam- bandsins hefur færst í aukana undanfarið. José Cutileiro, aðalframkvæmdastjóri þess, er í opinberri heimsókn hér á landi og kynnti Karl Blöndal sér afstöðu hans til öryggis- og vamarmála í Evrópu og hlut- verks VES innan Evrópusambandsins og Atlantshafsbandalagsins. Morgunblaðið/Golli JOSÉ Cutileiro, aðalframkvæmdastjóri Vestur-Evrópusambands- ins, ræðir við blaðamenn á Hótel Sögu í gær. Honum á vinstri hönd situr Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra. Óiíklegt að stórvægileg ógn komi fram un. Ég held að íslendingar hafi fús- ir tekið þátt í starfi okkar.“ Hann sagði að íslendingar tækju ekki þátt í því starfi, sem varðaði hernaðarákvarðanir, þótt þeir hefðu rétt til. Yfirmenn úr norska hernum tækju þátt í því starfi og ugglaust væri hægt að koma því þannig fyr- ir að íslendingar gerðu það einnig þótt ekki væri her á íslandi. í fyrirlestri sínum sagði Cutileiro að ólíklegt væri að stórvægileg ógn kæmi fram eins og málum væri nú háttað. Hins vegar blossuðu nú upp vandamál, sem væru af ýmsum toga, jafnt milli ríkja, sem innan ríkis, víða um heim. Stundum vörð- uðu þessi mál hagsmuni beggja vegna Atlantshafs, eins og til dæm- is í Bosníu, en í öðrum væri ýmist að hagsmunir Norður-Ameríku eða Evrópu væru einkum í húfi. í síðasta tilfellinu gæti komið til kasta VES, hvort sem um yrði að ræða mannúðarverkefni, björgunar- starf, friðargæslu eða að stilla til friðar. Cutileiro var spurður hvort VES ________ yrði ekki ofaukið ef aðild- arríkjum NATO yrði fjölg- að. „Ef VES verður ofauk- ið við það, er sambandinu ofaukið nú,“ svaraði framkvæmdastjórinn. Vestur-Evrópusambandið hefur verið til í núverandi mynd frá árinu 1954. Upprunalega hafði það aðset- ur í London, en hefur verið í Bruss- el frá 1993. Nýju lífí var blásið í VES árið 1984 með það fyrir augum að „styrkja Evrópustoð NATO“. VES átti til dæmis þátt í því að samræma aðgerðir aðildarríkja sam- bandsins í Persaflóastríðinu 1991. í júní 1992 komu utanríkis- og varnarmálaráðherrar VES saman skammt frá Bonn og gáfu út Peters- berg-yfirlýsinguna, þar sem mælt er fyrir um framtíðarskipulag sam- bandssins með hliðsjón af Maas- tricht-sáttmála Evrópusambandsins. í Petersberg-yfirlýsingunni heita aðildarríki stuðningi við friðargæslu og aðgerðir til að koma í veg fyrir átök bæði í samvinnu við Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu og ör- yggisráð Sameinuðu þjóðanna. Fulla aðild að VES hafa 10 af 15 aðildarríkjum Evrópubandalags- ins, sem einnig eru í NATO. Þijú aðildarríki NATO, sem ekki eru í ESB, hafa svokallaða aukaaðild. Það eru ísland, Noregur og Tyrk- land. Þá eru svokallaðir aukafélag- ar, tíu Austur-Evrópuríki, sem hvorki eru aðiljar að NATO né ESB, en hafa sótt um aðild að Evr- ópusambandinu. Fimm ríki hafa áheyrnaraðild og þar á meðal eru Finnland og Svíþjóð, sem hins vegar eru ekki í NATÖ. Þannig tengjast öll aðildarríki ESB annars vegar og NATO hins vegar VES með ein- hvejjum hætti. Á ráðherrafundi VES í Birming- ham í maí var gefin út yfirlýsing um að auðvelda ætti þeim _________ ríkjum, sem eiga áheyrnaraðild að VES, t.d. Finnum og Svíum, að taka þátt í aðgerðum á sambandsins, um vegum leið og reyndar var lögð áhersla á mikilvægi aukaaðildarríkjanna í starfi sambandsins og sagt að til greina kæmi að þau tengdust því nánar. Rætt hefur verið um VES sem Evrópustoð NATO og hefur sú umræða vakið spurningar um það hvort slíkt geti leitt til þess að NATO-ríki á borð við íslánd, sem ekki eigi aðild að ESB, einangrist, en ríki, sem séu í ESB, en ekki í NATO, eins og til dæmis Finnar og Svíar, komist óbeint til áhrifa í bandalaginu. Bætt samningsstaða „Talað er um að VES eigi að styrkja Evrópustoðina," sagði Cutil- eiro. „Gert er ráð fyrir náinni sam- vinnu við NATO í því starfi, sem framundan er. Þetta er aðeins hægt með samkomulagi á hveiju stigi málsins milli þeirra, sem sitja í fastaráðinu. Hvað þessa hlið máls- ins varðar held ég að íslendingar og Norðmenn hafí engu tapað og ef til vill bætt samningsstöðu sína.“ Á ráðherrafundi NATO í Berlín sagði Malcolm Rifkind, utanríkisráð- herra Breta, að samkomulagið, sem þar hefði verið undirritað sýndi að áróður Frakka fyrir því að VES yrði þungamiðja sjálfstæðs framlags Evrópuríkjanna til vamarsamstarfs- ins hefði verið til einskis. Hlut VES yrði í hóf stillt og því bæri að fagna. Dudley Smith, forseti þing- mannasamkomu VES, svaraði því . til að samkomulag Berlínarfundar- ins sýndi þvert á móti að VES nyti aukinnar viðurkenningar og gegndi stærra hlutverki en áður. Cutileiro kvaðst ekki ætla að hlutast til um bresk stjórnmál, en bætti við að VES væri nefnt 29 sinnum í yfirlýsingunni frá Berlín. „Hlutverk VES var styrkt í Berl- ín því að það var skilgreint nánar,“ sagði hann. „Og það er skilgreint þannig að allir geti sætt sig við, af pólitísku raunsæi.“ Halldór Ásgrímsson sagði að Cutileiro hefði fengið að heyra sjón- armið íslendinga í viðræðum sínum hér. Áhersla íslands á sjálfstæði VES „Við höfum í gegnum tíðina lagt mikla áherslu á sjálfstæði Vestur- Evrópusambandsins," sagði Halldór á blaðamannafundinum í gær. „Við höfum lagt áherslu á að NATO væri undirstaða öryggismála í Evr- ópu, tengslin yfir Atlantshafið. skiptu höfuðmáli. Við höfum verið ósammála þeirri skoðun að Vestur- Evrópusambandið ætti að koma inn í Evrópusambandið og hlíta fyrir- skipunum þaðan og talað gegn því alla tíð. Þess vegna erum við ánægðir með þá þróun, sem nú hefur átt sér stað. Það ríkir orðið miklu meiri samstaða um Vestur- Evrópusambandið með þeim hætti, sem við höfum viljað sjá.“ Cutileiro kvaðst sem minnst vilja segja um viðræður sínar hér, þar hefði borið hæst umræðan um VES á yfirstandandi ríkjaráðstefnu Evr- ópusambandsins og samband VES við NATO. Á ríkjaráðstefnunni hafa Finnar og Svíar látið að sér kveða í umræð- unni um VES. „Finnar og Svíar eru aðiljar að Evrópusambandinu og þeir eru að ræða þessi mál á ríkjaráðstefnunni,“ sagði Cutileiro. „Mér skilst að þeir hafí sérstakan áhuga á því að innan Evr- VES í lykilhlut- verki milli NATO og ESB ópusambandsins fái þeir að láta rödd sína heyrast þegar kalla skal VES til og það er skiljanleg afstaða." Cutileiro varð aðalframkvæmda- stjóri VES í nóvember 1994. Hann starfaði lengi í portúgölsku utanrík- isþjónustunni, en hefur einnig kennt við London School of Economics. Einnig hefur hann gefið út tvær ljóðabækur, en þegar hann var innt- ur eftir því kvaðst hann hafa verið ungur að árum, auk þess sem allir Portúgalar ortu ljóð. „Það skiptir ekki máli,“ sagði Cutileiro. „Ljóðlist gerir það venjulega ekki.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.