Morgunblaðið - 13.09.1996, Page 34

Morgunblaðið - 13.09.1996, Page 34
34 FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ GUÐBJÖRG G UÐMUNDSDÓTTIR + Guðbjörg Guð- mundsdóttir var fædd í Leirár- sveit 9. apríl 1917. Hún lést á Land- spítalanum 6. sept- ember. Foreldrar hennar voru Sigur- björg Jónsdóttir, f. á Litlu-Drageyri í Skorradal 2. apríl 1890, d. 25. júní 1966 og Guðmund- ur Jóhannesson, f. í Sanddalstungu í Norðurárdal 5. október 1896, d. 24. júlí 1972. Guðbjörg fluttist með móður sinni til Akraness árið 1924 og hefur búið þar síðan, Iengst af í Reykhólum (Heiðargerði 13), en síðan á Skarðsbraut 15. Hún bjó hjá móður sinni og sambýlismanni hennar, Þorsteini Magnús- syni, f. í Svignaskarði 29. nóv- ember 1899, d. 5. febrúar 1983. Börn Þorsteins og Sig- urbjargar eru: Magnús, f. 23. maí 1924, Ingiberg, f. 16. mars 1928, d. 1970. Guðbjörg eignaðist stúlku- Elsku amma. Nú er sorg í huga mínum. Þessi stund átti ekki að koma svona fljótt. Manstu þegar við töluðum saman um að þegar ég yrði svona gamall gætum við gert hitt og þetta saman. Þá sagðir þú, að þú yrðir kannski dáin, en ég neitaði því og sagði að þú dæir aldrei. En svo var ekki, þú bara fórst og það allt of snemma. Elsku amma mín, þú kunnir svo sannarlega að elda og ég man allt- af þegar þú bauðst okkur systkin- unum í mat. Þá var eins gott að vera svangur, alltaf þríréttað með öllu tilheyrandi. barn, Ingibjörgu, með Rafni H. Sig- mundssyni 26. des- ember 1943. Guð- björg vann, auk húsmóðurstarfa, við verkakvenna- störf eins og fisk- vinnslu og fram- reiðslustörf. Hún starfaði lengst af við framreiðslu- störf hjá Olíustöð- inni í Hvalfirði. Ingibjörg dóttir Guðbjargar er gift Guðlaugi Ketils- syni vélfræðingi frá Bolungar- vík. Þau eiga fjögur börn: Ernu Björgu, f. 24. nóv. 1964, Rafn Hafberg, f. 28. júlí 1968, Birki, f. 10. ágúst 1973 og Kötlu, f. 20. des. 1980. Börn Ernu Bjargar og Harðar Sig- urbjarnasonar eru: Agla, Atli og Breki, og barn Birkis og Lilju Benónýsdóttur er Vaka Lind. Rafn Hafberg er í sam- búð með Lísu Greipsson. Útför Guðbjargar fer fram frá Akraneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Pijónana lagðir þú sjaldan frá þér og fengum við systkinin og öll barnabörnin nóg af vettlingum og sokkum. Ég man þegar ég beið í gluggan- um heima eftir að ljós kviknaði hjá þér, því við systkinin kepptumst um að sofa hjá þér langt fram eft- ir aldri. Þú vannst í Olíustöðinni í Hval- firði í 20 ár. Þangað var gaman að koma og fá eitthvert gotterí. Þar var skylda að stoppa þegar farið var út úr bænum. Mér þótti svo sárt þegar þú hættir að vinna þar því ég tengdi staðinn svo mikið við þig og þegar þú sagðir mér að BJÖRNJÓN LÁRUSSON + Björn Jón Lár- usson fæddist í Gröf í Grundar- firði hinn 13. sept- ember 1917. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík hinn 7. september síðast- liðinn. Foreldrar Björns voru hjónin Lárus Jónsson, bóndi í Gröf, og Halldóra Jóhanns- dóttir ljósmóðir. Björn átti fimm systkini og eina uppeldissystur: Jó- hann, f. 26.8. 1920, Helga Gróa, f. 22.4. 1924, Sigurður, f. 31.1. 1927, Inga Hrefna, f. 22.6. 1929, Sverrir, f. 14.1. 1931, og Erla Jónsdóttir, f. 31.10. 1940. Björn kvæntist 28.12. 1946 Elsu Magnúsdóttur frá Kirkju- felli í Grundarfirði, f. 20.11. 1928, d. 20.10 1983. Björn og Elsa eign- uðust fjögur börn: Valgerði, f. 20.11. 1947, Lárus, f. 25.7. 1950, Hall- dóru, f. 26.1. 1953, og Ingveldi, f. 4.11. 1954. Barnabörnin eru fimm og barna- barnabörnin tvö. Björn starfaði lengst af sem verk- stjóri, fyrst hjá Hraðfrystihúsi Grundarfjarðar. Eftir að hann flutt- ist til Reykjavíkur árið 1959 starfaði hann fyrst hjá Júpíter og Mars á Kirkjusandi til árs- ins 1973, síðan hjá Landflutn- ingum hf. til ársins 1991 er hann lét af störfum. Útför Björns fer fram frá Langholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Það er sárt að sjá á eftir góðum vini svo snöggt og óvænt sem raun varð á, þegar Björn Jón Lárusson kvaddi. Björn hafði búið einn og séð um sig að öllu leyti sjálfur af miklum myndarbrag síðan hann missti eiginkonu sína 20. október 1983. Hún hafði þá í nokkur ár þjáðst af JWS-veiki, sem m.a. gerði það að verkum, að þau hjón urðu að flytja búferlum frá Grundarfirði árið 1959, þar sem þau voru borin og bamfædd, ásamt fjórum ungum börnum sínum, og koma sér fyrir í Reykjavík þar sem betur var unnt að hlúa að konu hans. Allir sem til þekkja, tala einum rómi um það, hve einstaka um- hyggju Björn bar fyrir konu sinni á þeim erfiðu tímum sem í hönd fóru. Hann var ekki einungis fyrir- vinna fjölskyldunnar, hann tók einnig að sér heimilisstörfin í rík- um mæli, að ógleymdri hjúkrun eiginkonunnar sem var afrek út af fyrir sig. Með hjálp fjölskyldu sinnar og skilningi góðra vinnu- veitenda tókst honum svo frábær- lega til við þessi störf að enn er á orði haft. Björn var hreystimenni og naut góðrar heilsu fram á síðasta dag. Aldurinn var aðeins farinn að segja til sín eins og eðiilegt er hjá manni MINNINGAR þú værir hætt að vinna vegna ald- urs sagði ég við sjálfan mig:. „Hún amma Gauja er sko ekki orðin göm- ul.“ Þú varst mjög góð og gjafmild en áttir jafn erfitt með að þiggja til baka. Elsku amma mín, ég á erfitt með að trúa því að nú sértu farin og ég á ekki eftir tala við þig nema í bænum mínum. Ég er svo ánægður með að Vaka dóttir mín, sem er að verða tveggja ára, fékk að kynnast þér svo vel. Ég gleymi ekki síðasta skiptinu sem þið hittust. Þá sagði Vaka nafnið þitt, „amma Gauja“. Ég þakka allar stundirnar sem ég og fjölskylda mín áttum með þér. Blessuð sé minning þín, elsku amma mín. Birkir. Elsku amma. Nú ertu farin. Það er þessi óumflýjanlega staðreynd sem er svo erfitt að sætta sig við. Minningin um þig mun lifa með mér alla mína daga og ég er þakk- lát fyrir að börnin mín fengu að kynnast þér. Þegar ég hugsa til baka, stendur mér efst í huga hvað þú varst dug- leg og sterk. Þú barst tilfinningar þínar aldrei á torg. Þú varst svo greiðvikin og varst alltaf tilbúin að hjálpa en áttir svo erfitt með að Jnggja. Ég var svo heppin að búa í sömu götu og amma þegar ég var barn. Þangað gat ég farið og leikið í alls kyns öðruvísi leikjum. Amma gaf mér alls kyns leirtau sem við stelp- urnar notuðum í „mömmó". Ég mátti leika mér með snyrtivörurnar hennar og ekki má gleyma tölunum hennar. Ég sturtaði úr töluvasan- um á gólfið og flokkaði tölurnar ýmist eftir litum eða formum. Þolinmæðin sem þú sýndir mér þegar ég gramsaði í öllum fötunum þínum og var með tískusýningu fyrir þig og vinkonur þínar. Toppurinn á tilverunni var að fá að sofa hjá ömmu. Ef ég vissi að hún var í helgarfríi vakti ég langt fram eftir kvöldi og lá úti í glugga og beið eftir að sjá ljós hjá ömmu í Reykhólunum og þá var ekki vílað fyrir sér að klæða sig og hlaupa út til ömmu. Ég á svo margar góðar minning- ar um þig, elsku amma mín, og þær geymi ég í hjarta mínu. Ég mun aldrei gleyma þér. Megi algóður guð styrkja mömmu mína í þessum mikia missi. Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér, - hvert andartak er tafðir þú hjá mér var sólskinsstund og sæludraumur hár minn sáttmáli við Guð um þúsund ár. (H.Laxness) Erna Björg. Elsku besta amma mín. Nú ertu farin og ég mun seint sætta mig við það. Ég mun aldrei gleyma hversu gaman var að koma á Skarðsbrautina til þín. Þú tókst alltaf svo hlýlega á móti mér. Amma mín, það varst þú sem kenndir mér allar bænirnar. Mér fannst alltaf svo gaman að sofa hjá þér, þá báðum við bænirnar saman. Stundum var komið mið- nætti þegar ég ákvað allt í einu að sofa hjá þér og það var sama hvað klukkan var, þú tókst alltaf jafnvel á móti mér. Alltaf áttir þú kandís og allskyns góðgæti sem við systkinin máttum borða og ekki má gleyma loft- kökunum sem þú áttir oftast. Og ef ekki, þá varstu ekki lengi að kaupa þær ef þú áttir von á mér. Þú gerðir langlangbesta grjóna- grautinn í öllum heiminum. Þú átt- ir líka langlangflottasta lampann í öllum heiminum, lampann með hvítu styttunni og regndropunum, ég gat horft á hann tímunum sam- an. Ég mun alla tíð halda upp á Biblíuna sem þú gafst mér í ferm- ingargjöf og gullkrossinn sem þú gafst mér í afmælisgjöf. Jólin verða tómleg án þín. Amma mín, nú ertu farin, lengi lifi minning þín. Katla. Elsku amma mín, nú ert þú dáin. Ég á mjög erfitt með að sætta mig sem búinn er að vinna langan vinnudag, en lundin var létt og hann átti enn svo mikið til þess að gefa. Heimsóknir á æskustöðvarn- ar í Grundarfirði voru ofarlega í huga hans og dvaldi hann þar á sumrin, oftast í stuttan tíma í senn, í faðmi ættingja og vinafólks og var ávallt mikill aufúsugestur hvar sem hann fór. Margs er að minnast þegar horft er til baka og sporin sem skilin eru eftir munu ekki mást. Á þessari kveðjustund er hugurinn fullur af þakklæti. Gunniaugur Helgason. Björn, tengdafaðir minn, hefði orðið 79 ára í dag, 13. september, þegar hann er til moldar borinn. Fréttin um andlát hans kom eins og reiðarslag þar sem hann hafði verið mjög hress upp á síðkastið. Þar sem ég sit hér nú og riíj'a upp þau 13 ár sem liðin eru síðan ég kynntist honum koma ýmsar minn- ingar upp í hugann. Ég man hve mjög ég kveið fyrir að hitta hann í fyrsta skipti, þá 23 ára gömul, í fylgd með tilvonandi eiginmanni mínum, en feimnin hvarf fljótt er hlýlegt viðmót hans og velvild mættu mér. Hann var þá verkstjóri hjá Landflutningum en fór á eftir- laun nokkrum árum síðar. Eigin- kona hans, Elsa Magnúsdóttir, var nýlátin, en Björn hafði staðið sem klettur við hlið hennar í gegnum veikindi hennar. Þó böm hans væru flutt að heiman og komin með sín- ar fjölskyldur sleppti Björn ekki af þeim hendinni og vakti ávallt yfir velferð þeirra svo og mökum þeirra og börnum. Því kynntist ég vel í gegnum árin og teí mig vera ríkari manneskju af því að hafa kynnst hans hlýju og óeigingirni. Tvær eldri dætur okkar Lárusar, Elsa Lillý og Kristveig, eiga eftir að sakna afa Bjössa sárt, sem alltaf sýndi þeim einlægan áhuga og því sem þær tóku sér fyrir hendur. Þær eiga örugglega eftir að segja þeirri yngstu Láru Borgu frá honum. Elsku Björn, ég þakka þér alla þína góðvild. Hvíl í friði. Vilborg Gunnarsdóttir. Látinn er í Reykjavík Björn Lár- usson. Ég átti því láni að fagna að kynnast honum lítillega á síð- asta ári, er dóttir hans kynnti mig fyrir honum. Mér kom hann þannig fyrir sjónir, að þar færi hógvær og vandaður maður, ekki margmáll en samt með skoðanir sínar á mönnum og málefnum á hreinu. Andlitið var svipmikið og þrátt fyr- ir nokkuð háan aldur var hann beinn í baki, og ég skynjaði rósemi og reisn í öllu hans fasi og handtak- ið var hlýlegt og þétt. Síðastliðinn laugardag barst sú fregn til mín, að Björn væri látinn, og hefði látist í svefni þá um nótt- ina. Á slíkum stundum finnur mað- ur mest fyrir vanmætti manneskj- unnar og varnarleysi. Þegar dauð- inn knýr dyra er hann ætíð óvel- kominn og fyrirvaralaus, og oft finnst okkur hann vera óréttlátur og miskunnarlaus. í kjölfar hans er auðn og tóm, sem okkur finnst alltaf svo erfitt að fylla. En þetta er lífið, kynslóðir fæðast á meðan aðrar lifa og ganga sína leið, að loknu dagsverki deyja og hverfa á vit betri heima. Kristin trú hefur kennt okkur „að látinn lifir" og því viljum við staðfastlega trúa. Ég vil ljúka þessum fátæklegu orðum mínum með því að votta dætrum hans, syni og fjölskyldum þeirra og öðrum ættingjum og vin- um, mína einlægustu samúð, og honum þakka ég góða viðkynningu að leiðarlokum. Skarphéðinn Ragnarsson. við að þú sért farin og komir aldr- ei aftur. Þú varst svo lífsglöð og hress kona og mér finnst þetta vera allt of fljótt. Amma var alltaf kölluð amma Gauja bæði af okkur í fjölskyldunni og líka af okkar vinum. Minningarnar hrannast upp, en það sem mér er efst í huga eru slagsmálin við Ernu systur um það, hvort okkar fengi að sofa hjá ömmu þá og þá nóttina. En ég þurfti oft að lúta í lægra haidi því Erna er eldri. Svo biðu þær oft heima á Heiðarbrautinni þar til ég var sofnaður og þá læddust þær út til ömmu að sofa. En ég fékk nú samt oft að sofa hjá henni. Hún amma kenndi mér allar helstu bænirnar og við báðum saman áður en við sofnuðum. Amma átti fimm matchboxbíla og svo átti hún steina í skál og minn skemmtilegasti leikur hjá henni var að renna bílunum á fót- stiginu á gömlu saumavélinni henn- ar. Hún var alltaf svo þolinmóð við mig, það var alveg sama hvað ég gekk langt í óþekktinni. Amma vann í 20 ár í oiíustöð- inni i Hvalfirði og það var alltaf toppurinn að fara inn í olíustöð til ömmu. Stundum fékk ég að vera hjá henni yfir nótt og þá vat' alltaf nóg af nammi og góðgæti. Amma var mjög hlédræg og feimin en mjög örlát kona. í hvert sinn þegar ég gerði eitthvað fyrir hana þá fékk ég það alltaf marg- falt til baka. Elsku amma, ég á svo margar góðar minningar um þig og ég mun aldrei gleyma þér. Ég vil þakka þér fyrir að hafa fengið að kynnast þér eins vel og ég gerði og að ég fékk að vera vinur þinn í öll þessi ár. Elsku mamma og pabbi, megi Guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Rafn Hafberg. Mig langar til að minnast Guð- bjargar Guðmundsdóttur í nokkr- um fátæklegum orðum. Björn Jón Lárusson mágur minn lést skyndilega 7. sept. sex dögum áður en hann næði því að verða 79 ára. Ég mægðist við hann fyr- ir 53 árum. Það fyrsta sem ég minnist frá kynnum okkar Björns var frá síðsumarkvöldi á hlaðinu við nýlega byggt hús tengdafor- eldra minna í þorpinu, sem var þá að myndast og síðar fékk hið opin- bera nafn Grundarfjörður. Björn var þá kvæntur Elsu Magnúsdótt- ur, glæsiiegri atgerviskonu til orðs og æðis, ættuð frá Kirkjufelli í sömu sveit, 11 árum yngri en hann var. Hinn forni siður að hlaupa ekki langt yfir skammt með kvon- bænir var hjá þeim feðgum Lárusi og Birni í heiðri hafður, þar eð Lárus kvæntist Halldóru Jóhanns- dóttur frá Kverná, sem er næsti bær við Grafarbæina. Elsa og Björn höfðu fyrir sig eitt herbergi í húsinu og afnot af stórri eldavél og löngu eldhúsborði. Komin var á leiksviðið ný Valgerður frá Kirkjufelli, sem vissi upp á hár hvað mamma átti og hvað amma átti. Þetta umrædda kvöld stóð ég á hlaðvarpanum og naut þess að horfa á fjöllin speglast í sléttum firðinum. Sem ég stóð þar kemur að túnhliðinu gamall grannur mað- ur með strigapoka á bognu bak- inu. Hann kveður dyra og spyr eftir Birni, sem þá var orðinn verk- stjóri í frystihúsinu og falar af honum vinnu í Íshúsinu, eins og hann nefndi það. Ég man Björn þar á tröppunum, vel limaðan með dökkt, þétt hár og skipti vel litum. Fumlausan heyrði ég hann segja við öldunginn, sem hann nafn- greindi: „Komdu þegar þér hentar. Það skortir ekki verkefni fyrir mann sem þig.“ Mér virtist gamalmennið, sem ég sá opna túnhliðið hafa yngst um heilan áratug, þegar hann hljóp við fót niður brekkuna að Gilósnum,

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.