Morgunblaðið - 13.09.1996, Side 52

Morgunblaðið - 13.09.1996, Side 52
JtewdCd -setur brag á sérhvern dag! HEIMILISLÍNAN - Heildarlausn ájjármálum einslaklinga ($) BÚNAtMRBANKI ÍSIANDS MORGUNBLAÐIÐ. KRINGLAN I, 103 REYKJA VÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL<SCENTRUM.IS / AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Island mætir andstöðu á fundi NAFO Líkur á óbreyttri stj órn veiðanna ARI Edwald, aðstoðarmaður sjáv- arútvegsráðherra og fulltrúi íslands á ársfundi Fiskveiðinefndar Norð- vestur-Atlantshafsins, segir að mik- il andstaða sé við tillögu íslands um heildarkvóta á rækjuveiðar á Flæmska hattinum. Mestar líkur virðast vera á að fundurinn sam- þykki að veiðum verði áfram stjóm- að með sóknarstýringu, en því kerfí var komið á í byijun þessa árs. Ari segir að íslensk stjórnvöld —geti ekki sætt sig við að veiðum á Flæmska hattinum verði stjórnað með sóknarstýringu. Hann vill ekki segja hver viðbrögð íslands verða ef fundurinn samþykkir óbreytt veiðikerfí. ísland og Rússland mót- mæltu samþykkt síðasta fundar NAFO um sóknarstýringu á rækju- veiðunum og eru því ekki bundin af samþykktunuin. Rækjan ofveidd Vísindanefnd NAFO telur að rækjustofninn á Flæmska hattinum sé ofveiddur og hvetur eindregið til þess að dregið verði úr veiðinni. Sókn í rækjuna hefur tvöfaldast á tveimur árum. Árið 1994 voru veidd um 24.000 tonn úr stofninum, en útlit er fyrir að veiðin á þessu ári verði um 50.000 tonn. Það em fyrst og fremst íslendingar sem aukið hafa veiðar á Flæmska hattinum. Utlit er fyrir að íslensk skip veiði þar um 20.000 tonn í ár, en 1994 nam veiði þeirra 2.300 tonnum. ís- land er orðin stærsta veiðiþjóðin á Flæmska hattinum. Ari segir að íslensk stjórnvöld leggi áherslu á að rækjustofninn á Flæmska hattinum verði ekki of- veiddur enda þjóni það ekki hags- munum íslands að skemma þessa auðlind. Þess vegna geri tillaga ís- lands um heildarkvóta ráð fyrir að dregið verði úr sókn í rækjustofninn frá því sem nú er. ■ Andstaða við tiIlögu/4 Mótmælaaðgerðir UMFERÐ strætisvagna og ann- arra ökutækja um Hverfísgötu í Reykjavík stöðvaðist um tíma í gær vegna mótmælaðgerða íbúa í nágrenninu. Þeir gengu hver á eftir öðrum á gangbraut yfir Hverfisgötuna svo þétt að ekki komust neinir bílar framhjá. Það voru íbúar úr íbúðum aldr- aðra við Lindargötu sem voru að mótmæla því að gangbrautarljós sem tekin voru niður vegna fram- kvæmda við Hverfísgötuna skyldu ekki hafa verið sett upp að nýju. Heilbrigðis- ráðuneytið Horfur á læknaskorti úti á landi HORFUR eru á að erfiðara verði að manna lausar stöður lækna á lands- byggðinni í vetur en undanfarin ár. Áhyggjur beinast einkum að 6 til 7 byggðarlögum. Kristján Erlendsson, skrifstofu- stjóri í heilbrigðisráðuneytinu, segir fyrirsjáanlegt að læknar fari frá Kirkjubæjarklaustri, Patreksfirði, Flateyri, ísafírði, Bolungarvík og sennilega Hvammstanga á næstu mánuðum. Því til viðbótar gæti horft til vandræða á Siglufírði í haust. Hann sagði að ekki væri einhlít skýring á því hvers vegna erfitt væri að manna lausar stöður. Heimamenn í Bolungarvík og á Flateyri eru bjart- sýnir á að hægt verði að ráða í lausar læknastöður. Hins vegar viðurkennir framkvæmdastjóri heilsugæslunnar á Siglufirði að erfiðara gæti reynst að fá lækni til starfa en áður. ■ Áhyggjur beinast/26 ------»■■■»■-♦-- Lögreglan á Isafirði Sjö menn handteknir LÖGREGLAN á ísafirði handtók sjö einstaklinga i gær grunaða um inn- brot og fíkniefnamisferli. Fólkið var handtekið eftir að fíkniefni og þýfi fannst við húsleit í tveimur íbúðum á ísafirði. Við leitina var notaður hundur frá fíkniefnadeildinni í Reykjavík. Seint í gærkvöldi voru sex menn enn í vörslu lögreglunnar. Hugsan- legt var að krafist yrði gæsluvarð- ,4ialds yfir mönnunum. Grunur leikur á að mennirnir séu viðriðnir nokkur innbrot, þjófnaði og fíkniefnabrot. Lögreglan á ísafirði hefur undan- farið rannsakað nokkur innbrot í bænum, sem ekki hefur tekist að upplýsa fram að þessu. Búist er við að eitthvað af þeim upplýsist við þessar handtökur. Að sögn lögreglu gengur rannsókn málsins vel. Morgunblaðið/Þorkell Krakkarnir úr 5. KH og 5. GJÓ í Hamraskóla fóru í gær í gróð- ursetningarferð í Skólaskóg- um Rafmagnsveitu Reykjavík- ur við Úlfljótsvatn. í Skóla- skógum eiga 26 grunnskólar í í Skólaskógum Reykjavík sinn eigin gróður- reit og var reitur Hamraskóla vígður í gær. Alls heimsækja um 2.000 reykvísk skólabörn í 4. og 5. bekk Skólaskóga í haust. Hvert þeirra gróðurset- ur 3 birkiplöntur sem Yrkju- sjóðurinn hefur að stærstum hluta lagt fram fé til kaupa á. Formaður Þróttar og endurskoðandi ÍSÍ Vill leffgia ÍSÍ niður TRYGGVI Geirsson, formaður Þróttar í Reykjavík, sem einnig er kjörinn endurskoðandi íþrótta- sambands íslands (ÍSÍ) leggur til, í bréfi til annarra íþróttaforystu- manna, að ÍSÍ verði lagt niður í núverandi mynd. Hann telur of stóran hluta af tekjum ÍSÍ af Ís- lenskri getspá (Lottói) fari í skrif- stofuhald og annan rekstrarkostn- að sambandsins. Um þessar mundir er unnið að sameiningu ÍSÍ og Ólympíunefnd- ar íslands í íþróttahreyfmgunni en Tryggvi leggur til að í stað sameiningar verði stofnuð tvenn ný samtök. Ellert B. Schram, for- seti ÍSÍ, er ekki hrifinn af hug- myndunum. ■ Vill leggja / C1 ■ Rangar / C3 Spár um halla á viðskiptum við útlönd síst of lágar UPPLÝSINGAR um inn- og útflutning það sem af er þessu ári benda til þess að viðskiptahalli á þessu og næsta ári verði töluverður og meiri en spár gerðu ráð fyrir. Stór hluti af viðskiptahallanum stafar af framkvæmdum við stækkun álversins í Straumsvík en einnig hefur almennur innflutningur og innflutningur á fjár- festingarvörum aukist umtalsvert. Afgangur hefur verið af viðskiptum við útlönd undanfarin þijú ár; á síðasta ári nam hann 3,9 milljörðum króna, en áður var viðskiptahalli við- varandi áratugum saman. Ljóst var, eftir að ákveðið var að stækka álverið, að einhver halli yrði á viðskiptum á þessu ári og í febrúar áætl- aði Þjóðhagsstofnun að sá halli yrði 1,3 milljarðar. í júní kom síðan ný spá frá stofnuninni á þá leið að viðskiptahalli á þessu ári yrði 6,1 milljarð- ur eða um 1,5% af landsframleiðslu og um 8 milljarðar á næsta ári. En meðalhallinn á við- skiptum við útlönd áratuginn 1986-1995 var 1,4% af landsframleiðslu. Aukin fjárfesting „Það sem við höfum séð fram að þessu stað- festir þessa þróun, og bendir raunar til að hall- inn verði meiri en við reiknuðum með,“ sagði Björn Rúnar Guðmundsson hagfræðingur hjá Þjóðhagsstofnun. Hann sagði að þær upplýs- ingar, sem lægju fyrir um viðskipti við útlönd á árinu bentu allar til aukins innflutnings á árinu, þar á meðal tölur frá Seðlabanka um greiðslu- jöfnuð við útlönd, tölur frá Hagstofunni um vöru- skipti fyrstu 7 mánuði ársins og vísbendingar um innflutning í ágúst. Á sama tíma hefði út- flutningur þó einnig aukist, einkum á sjávaraf- urðtyn. Bjprn Rúnar sagði þetta endurspegla aukna fjárfestingu í atvinnulífinu. Stærsti þátturinn væri stækkun álversins í Straumsvík sem kall- aði á töluverðan innflutning sem ekki skilaði sér strax í auknum útflutningi. Einnig væri mjög mikill innflutningur á öðrum fjárfestingar- vörum. Bifreiðar vægju einnig þungt en aukinn bifreiðainnflutningur endurspeglaði að ein- hveiju leyti uppsafnaða þörf. Þá hefði almennur innflutningur aukist að raungildi um 10% frá síðasta ári. í Þjóðhagsstofnun er verið að vinna að þjóð- hagsáætlun fyrir næsta ár og verður hún að venju lögð fram um leið og fjárlagafrumvarpið í byrjun næsta mánaðar. Björn Rúnar vildi ekki svara því hvort áætlanir um viðskiptahalla á næsta ári hefðu breyst mikið frá síðustu endurskoðun þjóðhagsspár í júní.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.