Morgunblaðið - 09.11.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.11.1996, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/RAX STARFSMENN Landsvirkjunar könnuðu í gær aðstæður til lagfæringa á háspennulínunum sem eyðilögðust af völdum Skeiðarárhlaupsins. Vegagerðin hefst handa við viðgerð á veginum yfir Skeiðarársand Bráðabirgðastöpull settur undir Skeiðarárbrúna RÍKISSTJÓRNIN hefur samþykkt að vetja einum milljarði króna til uppbyggingar á samgöngumann- virkjum á Skeiðarársandi á næstu tveimur árum. Að sögn Halldórs Blöndal samgönguráðherra verður 150 milljónum varið í bráðabirgða- framkvæmdir fyrir áramót og 50 milljónum eftir áramót. í brúargerð verður varið samtals 500 milljónum króna, þar af 300 milljónum á næsta ári og 200 milljónum 1998. Til vega- gerðar og framkvæmda við flóðgarða verður varið 200 milljónum króna á næsta ári og 100 milljónum 1998. Vegagerðarmenn hófu í gær framkvæmdir á Skeiðarársandi. Fyrsta verk þeirra var að koma í veg fyrir að brúin yfir Skeiðará skemmdist enn frekar, með því að setja bráðabirgðastöpul undir brúar- gólfið þar sem einn stöpull sópaðist burtu í flóðinu. Að sögn Jóns Rögn- valdssonar, aðstoðarvegamálastjóra, hefur Vegagerðinni borist fjöldi til- boða um búnað, sem nýst gæti til að koma á vegasambandi á ný. Hann sagði að tilboðin yrðu könnuð á næstunni. Stefnt er að því að leggja veg upp Morgunblaðið/Ingvar BLAÐINU í dag fylgir 16 síðna auglýsingablað frá IKEA. Stolinn bíll utan vegar LITLU munaði að illa færi þegar stolinn bíll fór út af i Öskjuhlíð í fyrrakvöld og festist, en talið er hugsanlegt að hann hefði far- ið fram af klettum þar nærri, hefði ferðin verið ögn lengri. Bilnum var stolið fyrr sama dag úr bílageymsluhúsi við Vestur- götu, en lyklarnir höfðu gleymst í bílnum. Um kvöldið var til- kynnt um einkennilega staðsett- an bíl í Öskjuhlíð, skammt frá Keiluhöllinni, og reyndist það vera sá stolni. Þjófurinn hefur ekki náðst að sögn lögreglu. á Skeiðarárbrú og nýta um 250 metra af henni til að byija með. Vegurinn mun þá liggja upp á bnína og niður af henni aftur við eitt út- skotanna, sem á henni eru. „Vegagerðarmenn hafa ekki enn komist um allan sandinn, svo við höfum ekki getað mótað endanlegar tillögur um framkvæmdir," sagði Jón Rögnvaldsson í samtali við Morgunblaðið í gær. „I gær var hafist handa við að styrkja Skeiðarárbrú, en í framhald- inu verður samin áætlun um frekari framkvæmdir." Vinnuvélar og önnur tæki eru nú við Skeiðarárbrú og sagði aðstoðar- vegamálastjóri ljóst að tækjaskortur myndi ekki tefja framkvæmdir. Jakarsprengdir í loft upp „Hins vegar er mikið af ís á sandinum og hann getur orðið til trafala. Jakarnir eru sumir svo stór- ir, að við þurfum líklega að sprengja þá í burtu til að fjarlægja þá úr vegstæðinu. Margir þeirra hafa grafist mikið niður og þá verður einnig að fjarlægja," sagði Jón. 15 ára fang- elsi fyrir morð ZUrích. Morgunblaðið. MAÐUR sá er myrti Vivan Hrefnu Óttarsdóttur í Sviss á síðasta ári var dæmdur í fimmtán ára fangelsi í Genf í gær. Kviðdómi var í gærmorgun falið að ákveða hvort manninum skyldi hegnt fyrir morð af ásettu ráði eða morð. Var úrskurður kviðdómsins að honum skyldi hegnt fyrir morð. Saksóknari fór þá fram á 15 ára fangelsisvist og úrskurðaði kvið- dómur manninn í fimmtán ára fang- elsi síðdegis. Vivan var myrt á hroðalegan hátt á heimili sínu í Genf fyrir rúmu ári. Dánarorsökin var köfnun. Smábatamenn gegn auðlindagjaldí ÞEIM hugmyndum, sem fram hafa komið um að leggja á sjávarútveginn auðlindaskatt var harðlega mótmælt á aðalfundi Landssambands smá- bátaeigenda í gær. Ekki kæmi til greina að skattleggja þessa atvinnu- grein, sem afkoma þjóðarinnar bygg- ist á, umfram aðrar atvinnugreinar. Hinsvegar varpaði formaður sam- bandsins, Arthur Bogason, fram þeirri hugmynd að hann gæti fallist á veiði- leyfagjald ef það yrði til þess að efla strandveiðar og byggðir landsins. Gjaldið yrði þannig notað til kaupa á aflaheimildum, sem settar yrðu í jöfn- unarsjóð, og skip undir tiltekinni stærð fengju t.d. að veiða úr. Þetta yrðu ekki framseljanlegar aflaheim- ildir, heldur yrði þetta pottur, sem fyrirfram skilgreindur floti undir ákveðnum stærðarmörkum hefði að- gang að. Hann sagðist þó alfarið hafna auðlindaskatti að óbreyttri fisk- veiðistjómun, enda myndi þetta hafa í för með sér breytingu á því kerfi, að því leyti að farið yrði að versla með heimildir til þess að setja í pott handa sérstökum hluta flotans. ■ Veiðileyfagjald/18 Brúartimb- ur suður af landinu MIKIÐ spýtnabrak úr brúnum á Skeiðarársandi sást úr flug- vél í sjónum 30-40 km suð- austur af Skarðsfjöruvita á fimmtudag. Sjónarvottar telja að timbrið geti verið hættulegt smábátum. Úlfar Henningsen flugmað- ur og Arnþór Garðarsson líf- fræðingur voru að telja sjó- fugla suður af landinu um hádegið á fímmtudag þegar þeir ráku augun í timbrið. „Fyrst sáum við eitt og eitt borð en svo kom nánast timb- urstafli," segir Úlfar. „Mest af timbrinu var á um 3-5 kíló- metra belti, en nokkrar spýtur utan við það. Timbrið hefur rekið í suð-suðvestur er það kom í sjóinn og það var komið út fyrir gruggflekkinn." TriStar-þota til Atlanta FLUGFÉLAGIÐ Atlanta hefur tekið á leigu TriStar-breiðþotu vegna verkefnis á Bretlandi. Þetta er fímmta þotan af þess- ari tegund sem Atlanta tekur í notkun og fjórtánda vélin í flugflota félagsins. Auk Tri- Star-vélanna er það með fimm Boeing 747 þotur og fjórar Boeing 737. Verkefni Atlanta á Bret- landi hófst I vor og stendur að minnsta kosti fram í októ- ber 1998. Að sögn Ingólfs Einarssonar, deildarstjóra flugrekstrardeildar Atlanta, eru næg verkefni framundan. I mars hefst pílagrímaflug í Saudi-Arabíu og verður það með svipuðu sniði og verið hefur. Fjórir sækja um embætti ríkislögreglu- stjóra FJÓRIR umsækjendur eru um embætti ríkislögreglustjóra, en umsóknarfrestur rann út í gær, föstudag. Umsækjendurnir eru Bogi Nilsson, rannsóknarlögreglu- stjóri ríkisins, Jónatan Þór- mundsson, prófessor, Stefán Hirst, skrifstofustjóri Lög- reglustjóraembættisins í Reykjavík og Þórir Oddsson, vararannsóknarlögreglustjóri ríkisins. Embættið er veitt frá 1. júlí 1997, en sá sem tekur við starfmu verður ráðinn frá 1. janúar 1997 til að starfa að undirbúningi að stofnun þess. Eignaskipta- yfirlýsingar Frestur lengdur FRESTUR til að gera eigna- skiptayfirlýsingar um fjöl- eignahús verður lengdur til 1. janúar 1999 samkvæmt frum- varpi sem félagsmálaráðherra kynnti í ríkisstjórn í gær. Páll Pétursson félagsmála- ráðherra sagði að þetta væri gert að beiðni Fasteignamats ríkisins, sýslumannsins í Reykjavík og fleiri aðila vegna þess að svo mikið ætti eftir að gera af slíkum yfirlýsingum að það næðist ekki á þessu ári. Fresturinn rennur að óbreyttu út um áramótin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.