Morgunblaðið - 09.11.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 1996 37
GUNNFRÍÐUR
FRIÐRIKSDÓTTIR
+ Gunnfríður
Friðriksdóttir
fæddist í Nesi í
Flókadal í Skaga-
firði 24. ágúst 1920.
Hún lést á Sjúkra-
húsi Siglufjarðar 4.
nóvember síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar voru hjónin
Friðrik Ingvar Stef-
ánsson, f. 13. sept.
1897 á Steinavöllum
í Flókadal, d. 16.
nóv. 1976 á Siglu-
firði, og k.h. Guðný
Kristjánsdóttir, f.
24. ágúst (17. ágúst skv.
kirkjub.) 1895 í Hraungerði í
Aðaldal í S.-Þing., d. 10. sept.
1928 á Siglufirði. Friðrik, faðir
Gunnfríðar, kvæntist aftur Mar-
gréti Marsibil Eggertsdóttur, f.
23. apríl 1903 í Miðneshreppi,
d. 9. júlí 1985 á Siglufirði.
Alsystkini Gunnfríðar eru: 1)
Jóna f. 4. okt. 1922, búsett í
Grindavík, maki Alfreð Hjart-
arson, f. 18. nóv. 1918, d. 19.
jan. 1981. 2) Stefán, f. 18. nóv.
1923, búsettur í Reykjavík, maki
Hallfríður E. Pétursdóttir, f. 26.
mars 1929. Guðni Kristján Hans,
f. 29. ágúst 1928, d. 22. mars
1963. Hálfsystur Gunnfríðar
eru: 1) Guðný Ósk,
f. 6. júní 1932, bú-
sett á Siglufirði,
maki Steingrímur
Kristinsson, f. 21.
des. 1934, og Guð-
björg Oddný, f. 10.
apríl 1936, búsett á
Siglufirði, maki Ás-
grímur Björnsson,
f. 22. febr. 1927.
Gunnfríður gift-
ist 29. jan. 1940
Oddi V. Hjálmars-
syni frá Akureyri,
f. 11. júlí 1913, d.
10. júní 1979. Börn
þeirra eru: 1) Erna, f. 20. maí
1937, búsett í Svíþjóð, maki
Haukur Jónasson, f. 24. apríl
1936. 2) Hannes, f. 26. des.
1939, búsettur í Kópavogi,
maki Erna Einarsdóttir, f. 8.
maí 1945. 3) Ingibjörg, f. 23.
okt. 1943, búsett á Sauðár-
króki, maki Stefán B. Stefáns-
son, f. 16. júní 1944. 4)Haf-
steinn, f. 7. ágúst 1947, búsett-
ur á Sauðárkróki, maki Sigrún
Ásgeirsdóttir, f. 5. maí 1951.
Barnabörn Gunnfríðar eru 13
og barnabarnabörn 14.
Útför Gunnfríðar fer fram
frá Siglufjarðarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
Friðsælt er við fjörðinn bláa
fögru björtu júníkvöldin
þegar sólin himinháa
hnigur bak við Ránartjöldin.
Birtu slær á vík og voga
vakir land í sólareldi,
geislaföpr leiftur loga,
leika dans á bárufeldi.
(J.S.S.)
Þannig er Siglufjörður í mínum
huga alltaf það blíðasta og besta
og þegar ég sat við eldhúsgluggann
Gunnu mágkonu minnar, sem við
kveðjum í dag, blasti þessi sýn við.
Gunnfríður Friðriksdóttir hét hún
fullu nafni, hún var aðeins átta ára
þegar hún missti móður sína. Það
hefur verið mikil lífsreynsla fyrir
unga sál, en lífið heldur áfram eins
og við öll þekkjum. Það fór oft
þannig áður fyrr að systkinahópar
sundruðust þegar annað foreldrið
lést. Gunnu var komið til ungra
hjóna og þar dvaldi hún í nokkur
ár. Það er sagt að tíminn lækni öll
sár - en örin verða eftir.
Gunnfríður giftist ung Oddi
Vagni Hjálmarssyni frá Akureyri.
Ein af minningum mínum úr eld-
húsinu hennar Gunnu er skýr í
huga mér. Vaggi, eins og maðurinn
hennar var kallaður, var að fara á
sjóinn. Ég sá þau kveðjast og
fannst það nánast eins og helgi-
stund. Þetta kom mér mjög á óvart,
því það gat gustað í kringum mág-
konu mína.
Heimili Gunnfríðar mágkonu
minnar var einstakt, fágað og fal-
legt, þar var borin virðing fyrir
hlutunum. Blómin hennar voru fal-
legust allra og gluggarnir hennar
báru af öllum hinum í götunni.
Lífið var ekki dans á rósum, enda
eru fáar rósir án þyrna. Hún var
sjómannskona sem oft þurfti að
takast á við erfiðleika.
Fjögur börn eignaðist hún,
Ernu, Hannes, Ingibjörgu og Haf-
stein. Allt er þetta myndarfólk og
afkomendur þeirra hver öðrum
myndarlegri og efnilegri. Eftir að
ég og fjölskylda mín fluttust að
norðan til Reykjavíkur, kom Gunna
í heimsókn til okkar og dvaldi
nokkra daga. Við áttum saman
góðar stundir og töluðum fram á
rauða nótt í vináttu og trúnaði.
Þegar hún kvaddi og fór heim aft-
ur, sagði hún oft við mig: „Ég hefði
ekki trúað að það væri svona gott
að vera hjá þér, Hallfríður mín.“
Þetta hlýjaði mér inn að hjartarót-
um og við bundumst vináttubönd-
um sem voru mér mikils virði.
Eitt barnabarna mitt, Ingólfur
Arnarson, nefndi Gunnfríði „stór-
frænku“ sína frá þeim tíma sem
hann dvaidi að sumarlagi á Siglu-
firði með móður sinni og systur.
Gunna „stórfrænka" var höfðingi
heim að sækja og frábær mat-
reiðslukona. Það var mikill kærleik-
ur á milli þeirra.
Ég vil fyrir hönd fjölskyldu
minnar þakka systrunum Guðnýju
og Guðbjörgu fyrir þá miklu um-
byggju sem þær sýndu systur sinni
í langvarandi og erfiðum veikind-
um. Einhvers staðar las ég að að
lífi loknu væri upphaf að einhveiju
nýju. Þessu vil ég trúa og hlakka
til endurfunda. Ég og Stefán eigin-
maður minn, bróðir hennar, og
börnin okkar þökkum Gunnfríði
liðnar samverustundir. Á kveðju-
stund biðjum við algóðan Guð að
blessa hana og varðveita um alla
eilífð. Við sendum börnum hennar
og fjölskyldum þeirra innilegustu
samúðarkveðjur.
Hallfríður E. Pétursdóttir.
Elsku besta amma, mig
langömmubarnið þitt langar að
minnast þín í örfáum orðum. Hvað
þú fórst snemma frá mér, mánu-
daginn 4. nóvember 1996 á Siglu-
fjarðarspítala með krabbamein í
lifrinni. Hvað ég átti góðar stundir
með þér. Þú hefur alltaf verið mér
svo góð og eflaust besta amma
innra og ytra. Þú hefur alltaf verið
mér svo hlý og góð. Alltaf þegar
ég kom í heimsókn, þegar ég var
minni en ég er nú, gafst þú mér
að borða og svo leyfðir þú mér að
perla og svo straujaðir þú það líka.
Eflaust mun Steffý sakna þín líka
því þú varst okkur Steffý og Connie
jafn góð. Þú manst eflaust eftir því
þegar ég og Steffý vorum nýbúnar
að perla og þú varst að strauja og
Steffý var að halda við bökunar-
pappírinn og þú rakst straujárnið í
puttann á Steffý og hún fékk litla
brunablöðru á puttann.
Svo áttum við að sjálfsögðu góð-
ar stundir þegar ég var orðin að-
eins eldri, svo sem átta og níu ára.
Þegar þú dast úti og mjaðma-
grindarbrotnaðir, þá fannst mér
svo gaman að heimsækja þig á
spítalann. Og þegar ég heimsótti
Huldu ömmu og Stebba afa suðaði
ég alltaf í mömmu um að fara til
þín og eitt sinn leitaði ég á allri
deildinni og fann þig hvergi og þá
sagði ein hjúkkan að þú værir á
ellideildinni. Ég fór þangað og fann
þig þar að drekka kaffi og borða
brauð með systur þinni og hún
bauð mér líka brauð og hjúkkan
gaf mér djús. Alltaf fannst mér
jafngaman að heimsækja þig, elsku
besta amma.
Brynja Skjaldardóttir.
Okkur systkinin langar með
örfáum orðum að minnast elsku-
legrar ömmu okkar sem hvarf svo
snögglega frá okkur. Gunna amma
eins og við kölluðum hana var okk-
ur afar kær. Þegar við vorum lítil
og bjuggum á Siglufirði var hún
miðpunkturinn í lífi okkar. Við
heimsóttum hana á hveijum degi
og oftar en ekki þegar við áttum
um sárt að binda var hlaupið til
ömmu og hún bjó yfir þeim undra-
krafti að geta lagað allt saman.
Oft var kátt á hjalla hjá ömmu
þegar börnin hennar voru þar sam-
ankomin með börnin sín. Sýndi
amma okkur þá ómælda þolinmæði
í öllum látunum og í rólegheitum
bjó hún til heimsins besta súkkul-
aði og með því bauð hún kramar-
hús með ijóma og kokteilberi ofan
á. Sökum þess hve amma var yndis-
leg við okkur barnabörnin sín hitt-
umst við frændsystkinin oft hjá
ömmu og eyddum þar heilu dögun-
um saman í leik inni í borðstofu
því stofan var að jafnaði lokuð fyr-
ir grislingum eins og okkur. Amma
á mikið þakklæti skilið fyrir hvað
hún tengdi okkur frændsystkinin
saman og þau bönd haldast enn í
dag, þökk sé ömmu.
Síðar þegar mamma og pabbi
ákváðu að flytjast suður áttum við
systkinin ávallt vísan samastað hjá
ömmu og afa. Þau voru ófá yndis-
leg sumrin sem við eyddum hjá
ömmu og afa á friðsælu heimili
þeirra. Því miður var afi burtkallað-
ur af þessari jörðu langt fyrir aldur
fram en eftir sat yndilegasta amma
í heimi og gætti þess að okkur liði
alltaf jafnvel hjá sér eftir sem áður.
Þegar árin liðu og amma þurfti
meira á okkur að halda fækkaði
því miður ferðunum til Siglufjarðar
og þegar við horfum til baka óskum
við þess að við hefðum getað eytt
fleiri stundum með elskulegri
ömmu okkar en raun varð á. Við
verðum því að varðveita og halda
fast í þær dýrmætu minningar sem
við eigum um Gunnu ömmu okkar.
Elsku amma, við þökkum þér
fyrir yndislegar stundir og vonum
að þér líði vel þar sem þú ert nú og
að þú fáir nú notið samvista við afa
aftur. Guð blessi þína fallegu sálu.
Þín barnabörn,
Gunnfríður, Hulda, Linda og
Hannes.
Elsku amma, við viljum minnast
þín með fáeinum orðum. Það er
mjög erfitt að sætta sig við það
að trúa því að sért farin frá okkur
og er það skrýtin tilhugsun að eiga
ekki eftir að koma á Siglufjörð
aftur og heimsækja þig.
Á svona stundu er erfitt að rifja
upp og setja á blað einhveija ein-
staka atburði, því svo ótalmargt
kemur upp huga okkar.
Það voru ekki fáar stundirnar
sem við dvöldumst .hjá þér og nut-
um þinnar frábæru gestrisni, því
alltaf áttir þú eitthvað gott handa
öllum. Hjálpsemi þín var ótakmörk-
uð og ekki síst þegar langömmu-
börnin áttu í hlut.
Við munum ávallt geyma allar
þær góðus tundir sem við áttum
saman.
Við kveðjum þig nú með söknuði
og þökkum þér fyrir allt sem þú
gerðir fyrir okkur og alla þá um-
hyggju sem þú barst fyrir okkur.
Elsku amma, þú munt lifa í
minningu okkar alla tíð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Fanney, íris, Oddur og Nina.
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og sambýliskona,
HULDA JÓHANNESDÓTTIR,
Rauðgerði 18,
lést í Vífilsstaðaspítala fimmtudaginn 7. nóvember.
Jarðarförin auglýst síðar.
Aðstandendur.
t
Móðir okkar,
ÁSTA ÞORKELSDÓTTIR,
áðurtil heimilis
í Hraunbæ 108,
lést á Hrafnistu, Reykjavík, fimmtudaginn 7. nóvember si.
Fyrir hönd aðstandenda,
Reynir G. Karlsson,
Þorbjörg Hilbertsdóttir,
Sævar Hilbertsson.
+
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
LUDWIG H. SIEMSEN
stórkaupmaður og
fyrrv. aðalræðismaður,
Fjölnisvegi 11,
andaðist í Landspítalanum 8. nóvem-
ber.
Sigrfður Siemsen,
Árni Siemsen,
Sigríður Siemsen, Guðjón Haraldsson,
Ólafur Siemsen, Auður Snorradóttir,
Elísabet Siemsen, Guðmundur Ámundason
og barnabörn.
+
Þökkum innilega auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför eiginkonu
minnar, móður okkar, tengdamóður og
ömmu,
ÓLÍNU SIGRÍÐAR
BJÖRNSDÓTTUR,
Fossvegi 10,
Siglufirði.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
Sjúkrahúss Siglufjarðar fyrir frábæra
umönnun í langri og oft strangri baráttu við ósigrandi andstæðing.
Guð blessi ykkur öll.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Hólmsteinn Þórarinsson.
+
Ástkær eiginkona mín og móðir,
GUÐMUNDA G.
GUÐMUNDSDÓTTIR,
verður jarðsungin frá Áskirkju þriðju-
daginn 12. nóvember nk. kl. 13.30.
Þeim, sem vilja minnast hinnar látnu,
er bent á Krabbameinsfélagiö.
Marteinn Steinþórsson,
Þorsteinn Marteinsson.
+
Innilegar þakkir færum við öllum, sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við and-
lát og útför ástkærrar móður okkar,
tengdamóður, ömmu, langömmu, og
langalangalangömmu,
GUÐRÚNARÁGÚSTU
ÁGÚSTSDÓTTUR
(Lóu frá Kiðjabergi),
Heiðarvegi 55,
Vestmannaeyjum.
Guðrún Andersen, Jóhanna Andersen,
Ágústa Þyrí Andersen, Þór Guðmundsson,
Willum Pétur Andersen, Sigríður Ingólfsdóttir,
Halla Júlía Andersen, Baldvin Kristjánsson,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.