Morgunblaðið - 09.11.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.11.1996, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FLOKKSÞIIMG ALÞÝÐUFLOKKSINS Jón Baldvin Harniibalsson mælti með myndun kosningabandalags í setningarræðu Reynum að sam- einast um ríkis- stjórnaráætlun JÓN Baldvin Hannibalsson, fráfar- andi formaður Alþýðuflokksins, lagði ríka áherslu á samstarf og samstöðu jafnaðarmanna gegn sér- hagsmunum í setningarræðu sinni á 48. flokksþingi Alþýðuflokksins í gær. Jón Baldvin gagnrýndi Sjálf- stæðisflokkinn harðlega í ræðu sinni og sagði hann flokk kvótaeig- enda, hann slægi skjaldborg um landbúnaðarkerfið, hefði afskræmt neytendasáttmála GATT-sam- komulagsins og væri ekki til viðtals um Evrópumál. „Framundan bíður okkar sögu- legt tækifæri. Við sem hér erum, verðum að svara skýrt og skorinort skilaboðunum frá landsfundi Sjálf- stæðisflokksins. Við þurfum að gera það eins og við erum byrjuð að gera, það er að segja að hrinda af stað þessu sameiningarferli með nýstárlegum aðferðum, sem leggja áherslu á umburðarlyndi og virð- ingu fyrir skoðunum annarra. Verk- efnið er að skapa trúverðugan val- kost til mótvægis við sérhagsmuna- öflin. Við þurfum að efna til sam- stöðu gegn sérhagsmunum til þess að stuðla að jöfnum tækifærum til almennings á íslandi í framtíðinni. Aðferðin sem við höfum til þess og ég sé fyrir mér er þessi. Við eig- um ekki að gera kröfu um það að flokkar verði lagðir niður. Við eigum ekki að krefjast þess að allir samein- ist endilega í okkar flokki. Við höfum reynt það áður og það hefur ekki skilað nægilegum árangri. Við eigum einfaldlega að segja, setjumst nú niður og rökræðum til niðurstöðu um þessi miklu verk- efni. Reynum að sameinast um samstarfsáætlun, verkefnaáætlun, ríkisstjórnaráætlun um það hvernig við ætlum að hrinda þessum um- bótamáium í framkvæmd og stefn- um síðan að kosningabandalagi, sem að yrði með þeim hætti og hefði þann styrk að baki og byggði á svo traustu prógrammi, að það væri raunverulega trúverðugur val- kostur fyrir það fólk sem ekki á lengur samleið með sérhagsmuna- öflunum," sagði Jón Baldvin. Ágreiningur vinstri manna Jón Baldvin kom víða við í ræðu sinni, fjallaði um grundvallarhug- sjónir jafnaðarstefnunnar og um- bótamál sem Alþýðuflokkurinn hefði barist fyrir. Hann sagði tvær ástæður fyrir því að jafnaðarmönnum á íslandi hefði ekki tekist að varðveita einingu sína á undangengnum áratugum. Önnur væri sú, að vinstri öfl í Al- þýðubandalagi og Framsóknarflokki hefðu ekki skilið að baráttan gegn ríkisforsjá, miðstýringu, einokun og fákeppni og baráttan fyrir því að leysa úr læðingi krafta einstaklings- ins í opnu markaðskerfi og fríverslun í miiliríkjaviðskiptum, væri lífsbar- átta hins almenna manns. Hin ástæðan væri ágreiningur um utan- ríkismál á tímum kaldastríðsins og um utanríkisviðskiptamál. Gagnrýni á Sjálfstæðisflokkinn Vék hann að ríkisstjórnarsam- Morgunblaðið/Ásdís FULLTRUAR á flokksþingi Alþýðuflokksins klappa að aflokinni setningarræðu Jóns Baldvins Hannibalssonar, formanns Alþýðuflokksins, við setningu 48. flokksþingsins í Perlunni í gær. Fremst á myndinni má m.a. sjá Bryndísi Schram, eiginkonu Jóns Baidvins, Þröst Ólafsson hagfræðing og Gylfa Þ. Gíslason fyrrverandi ráðherra. starfinu með sjálfstæðismönnum og sagði að ekki hefði tekist að mark- aðsvæða undirstöðuatvinnuvegina eða draga með skýrum hætti úr pólitísku skömmtunarkerfi, sem byði upp á spillingu. Hann sagði að Sjálfstæðisflokkurinn hefði sleg- ið skjaldborg um landbúnaðarkerf- ið. „Það kom okkur á óvart að í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn í seinustu ríkisstjórn tókst ekki að útfæra GATT-samninginn, þannig að hann stæði undir þeim vænting- um sem ástæða var til. Þvert á móti treysti Sjálfstæðisflokkurinn sér ekki til að leysa málið í sam- starfí við okkur og lét það bíða nýrrar ríkisstjórnar, sem endaði í því að viðhalda óbreyttu ástandi í skjóii ofurtolla, sem þýddi að það yrði engin tollalækkun á sex ára aðlögunarskeiði," sagði hann. Jón Baldvin fjallaði einnig um sjávarútvegsmálin og sagði að fá- mennur hópur manna fengi ókeypis úthlutað dýrmætum veiðileyfum og þeir hefðu rétt til þess að leigja, sc'lja, veðsetja eða arfleiða þessi verðmæti. Hann sagði að barátta Alþýðuflokksins í þessu máli nyti mikil stuðnings meirihluta þjóðar- innar en Sjálfstæðisflokkurinn hefði á nýafstöðnum landsfundi ráðist af gríðarlegri hörku á umbótatillögur alþýðuflokksmanna. „Landsfundurinn skilgreindi Sjálfstæðisflokkinn þannig, sem kvótaeigendaflokkin.i, sem hags- munabandalagið sem slær skjald- borg um óbreytt ástand á þessu sviði,“ sagði hann. Jón Baldvin fy'allaði einnig um Evrópusambandið, sem væri að verða að allsheijarsamtökum lýð- ræðisþjóða í Evrópu. Sagði hann það skyldu stjórnvalda að rannsaka kosti og galla aðildar að ESB. „Fyrr á tíð hefði það þótt saga til næsta bæjar að formaður Sjálfstæðis- flokksins og forsætisráðherra hefði í þessu stærsta alþjóðaviðskipta- máli samtímans, uppi sömu ræðuna og Hjörleifur Guttormsson, leiðtogi vinstri arms Alþýðubandalagsins á íslandi," sagði Jón Baldvin og hélt því jafnframt fram að málflutningur Haildórs Ásgrimssonar, formanns Framsóknarflokksins, í Evrópumál- um væru annars eðlis og sagði að Halldór hefði ekki heldur útilokað veiðileyfagjald, þótt hann teldi það ekki tímabært. „Það eru vatnaskil í íslenskum stjómmálum þegar Sjálfstæðis- flokkurinn skilgreinir sig allt í einu svo afdráttarlaust sem Sjálfstæðis- flokk sérhagsmunanna," sagði Jón Baldvin. Dalaland — 4ra herb. Til sölu er 4ra herb. íbúö á 1. hæð við Dalaland í Reykjavík. Laus strax. Allar upplýsingar eru veittar í síma 566 8530 milli kl. 9—17 virka daga. Lögbær ehf., Ástríður Grímsdóttir hdl., sími 566 8530. 5521150-5521370 LÁRUS Þ. VALDIMARSSON, FRAMKVÆ JÓHflNN ÞÓRBARSON, HRL. LÖG6ILTUI Til sýnis og sölu m.a. eigna: Góð eign móti suðri og sói Velbyggt steinhús 141,2 fm nettó auk geymslu- og föndurherb. í kj. Góður bílskúr 33,6 fm auk geymslu. Ræktuð lóð með sólverönd og heitum potti. Vinsæll staður við Hrauntungu, Kóp. Gjafverð. Mjög góð - bílskúr - skipti Stór, sólrfk 4ra herb. íbúð 108,2 fm nettó á 3. hæð við Blikahóla. Sól- svalir. Stór og fóður bílskúr - innbyggður. Skipti möguleg. Glæsileg suðuríbúð - útsýni Á vinsælum stað við Háaleitisbraut á 3. hæð um 60 fm. Stór stofa. Sólsvalir. Sérhiti. Parket. Ágæt sameign. Laus fljótlega. Góð eign á Grundunum - Kóp. Nýlegt steinhús, ein hæð, 132,5 fm nettó. 4 svefnherb. Bílskúr 30 fm. Ræktuð lóð 675 fm. Skipti möguleg. Vinsæll staður. Með frábærum greiðslukjörum Nokkuð endurbætt 3ja herb. ibúð tæpir 80 fm I reisulegu steinhúsi í gamla góða austurbænum. Langtímalán kr. 3,5 millj. Laus fljótlega. Traustir fjársterkir athafnamenn með góð umboð óska eftir verslunarhúsnaeði við Laugaveg - Banka- stræti - nágrenni. Lóð eða gamalt hús til niðurrifs kemur til greina. Góðar greiðslur í boði. Rétt eign verður greidd við kaupsamning. Frekari uppl. á skrifst. • • • Opið í dag kl. 10-14. Leitum að góðum eignum í Smáíbúðahv., Fossvogi, gamla bænum og vesturb. ALMENNA FASTEIGNASALAN LAUGAVEG118 S. 5521150 - 552 1370 Valgerður Bjarnadóttir ávarpaði flokksþingið Móðgun við kjósendur að slaka á Evrópu- stefnunni VALGERÐUR Bjarnadóttir, deild- arstjóri hjá EFTÁ í Brussel, ávarp- aði flokksþing Alþýðuflokksins í gær og sagði meðal annars að yrði slakað á stefnu flokksins um inn- göngu í Evrópusambandið, væri það móðgun við kjósendur. Stefna lítils stjórnmálaflokks, sem vildi verða stór, þyrfti að vera skýr og augljós. „Leiðirnar til velmegunar geta verið margar og margvíslegar. Sum erum við þeirrar skoðunar að sam- fylgd með öðrum Evrópuþjóðum og innganga í Evrópusambandið væri snar þáttur í að ná markmiðinu," sagði Valgerður í ávarpi sínu. „I síðustu alþingiskosningum var einmitt þetta eitt af megin- stefnumálunum sem þessi flokkur setti fram og hann fékk ábyggilega heilmörg atkvæði fyrir bragðið - mitt þar á meðal. Nú segja hins vegar þungavigtarmenn í þessum flokki að þessi stefna sé ekki leng- ur neitt aðalatriði. Það er hugsan- legt að fyrirgefa stjórnmálaflokki að beygja sig og leggja mál af þessu tagi til hliðar við stjórnar- myndun. Ég sagði hugsanlegt vegna þess að ég er ekki alveg viss. En það er náttúrulega for- kastanleg móðgun við kjósendur Morgunblaðið/Ásdís VALGERÐUR Bjarnadóttir, deildarstjóri hjá EFTA í Brussel, ávarpar flokksþing Alþýðuflokksins. ef flokkur í stjórnarandstöðu kem- ur einn góðan veðurdag og segir að stefnumál af þessu tagi hafi verið sett út í horn eða því jafnvel kastað fyrir borð. Það virðist vera að þeim sem er skýlt af mörgum kjósendum í stórum flokkum geti leyfzt að hafa þá stefnu eina að allt verði eins og í gær og neita að ijalla um nokkuð annað. En það er ekki leið til að lítill flokkur verði stór.“ Valgerður fjallaði í ávarpi sínu m.a. um velferðarkerfið og sagði það standa þeim næst, sem teldu sig sérstaka útverði velferðarkerfis- ins, að gera upp við sig hvað ætti að borga úr sameiginlegum sjóðum og hvað ekki. Lúxus greiddur úr opinberum sjóðum? „Velferðarkerfið hefur verið skýrt sem réttur til eins og annars. Allir eiga rétt á skólagöngu og all- ir eiga rétt á heilbrigðisþjónustu, um það er ekki deilt. En mér finnst að megi spyija: er það réttur hverr- ar konu að ala barn eða hvers manns að geta getið barn, getur það ekki líka verið réttur okkar allra að hafa failega söngrödd eða stæltan líkama? Eins má spyrja hvort óeðlilegt sé að gera greinar- mun á lýtalækningum og fegrunar- aðgerðum, kannski er það gert nú þegar. Og enn má spyija hvort alkó- hóiismi sé hugsaniega of vítt skil- greindur hér á landi. Mér er það fullljóst að það er eins og að bera eld að púðurtunnu að nefna upphátt dæmi af þessu tagi, en hvernig ætla menn að stjórna velferðarkerfinu ef það má ekki tala um það? Hver er stefna þeirra sem kalla sig jafnaðarmenn til þessara mála? Er það kannski stefna þeirra sem kalla sig félags- hyggjufólk að ekkert sé til sem heitir lúxus nema það sem hægt er að kaupa í búðum eða á ferða- skrifstofum? Getur ekki verið að eitthvað af því sem nú er borgað úr sameiginlegum sjóðum sé lúx- us?“ Valgerður sagði að gagnrýnin og opinská umræða um velferðarkerfíð væri nauðsynleg. „Þeir sem skreyta sig með gömlum merkimiðum, verða að segja fyrir hvað þeir standa á þröskuldi nýrrar aldar," bætti hún við.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.