Morgunblaðið - 09.11.1996, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 09.11.1996, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Ólafur Jensson var fæddur í Reykjavík 16. júní 1924. Hann lést á heimili sínu 31. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkj- unni i Reykjavík 7. nóvember. Ég átti þess kost að kynnast Ólafi Jenssyni, er ég vann á Landspítal- anum 1985-1989. Var þá gaman að rabba við hann í mat- salnum um menn og málefni. Lét hann sér þá annt um að viðmælendur hans væru ekki skoðanalausir og hugsjónalausir í þjóðmálum. (Hljóp hann þó stundum á sig í ákafa sínum, svo sem er hann spurði mig hvar ég hefði verið á Austurvelli 1949. En þá var ég ekki enn fæddur, og því augljóslega sak- laus af því að hafa fyllt fylkingu hægri manna þar daginn þann!) Er menn komu til hans í starfsleit og hann varð að bera við niður- skurði, þá brá hann gjaman fyrir sig tilvitnun í Hinn guðdómlega gleðileik eftir Dante, á ensku, um það sem stóð á hliðinu til Heljar: „Þeir sem hingað koma inn fyrir, skilji vonina eftir fyrir utan.“ Ég söng eitt sinn með honum í tvöföldum kvartett á árshátíð Land- spítalans. (Lék Ingimar Eydal þá undir fyrir okkur á flygil.) Kom þá í ljós að Ólafur var söngmaður góð- ur, svo sem hann mun hafa átt ætt til. Mér var það sérstakt aðdáunarefni hvað hann hafði fengið óvenju marg- ar greinar birtar í vísindatímaritum um_ ævina. Á síðari árum sá ég hvað helst ti! hans í 1. maí-göngum verkalýðsins í Reykjavík. Hann var einn af þeim sem skrif- uðu greinar í tímaritið Sixty-Five Degrees; Icelandic life, sem birtist hér á íslandi á ensku, á árunum 1967-1970. (Var ritstjóri þess móðir mín heitin, Amalía Líndal; íjölmiðla- fræðingur og rithöfundur). Greinin hans þar birtist sumarið 1970, og fjallar um erfðafræði með hliðsjón af íslandssögunni. Vegna mann- fræðimenntunar minnar vil ég snara hér eftirfarandi kafla, sem dæmi um sameiginleg áhugamál okkar beggja. „Hin hefðbundna mynd ætt- fræðiskráningar sem áður var getið, vekur sérstakan áhuga hjá erfða- fræðingum læknavísinda og mann- fræðingum nútímans. Gamlar heim- ildir af þessum toga mynda verð- mætt kerfi fyrir þá sem nema ís- lenska sögu og þjóðfélagsgerð fyrri tíma. Síðari tíma lieimildirnar, sem eru þó miklu nákvæmari, og spanna síðustu 200 árin eða svo, geta einnig verið mjög verðmætar, og til mikils tímaspamaðar." Ólafur Jensson var í mínum huga sérlega gott dæmi um vel heppnaðan og farsælan einstakling. Tryggvi V. Líndal. Ég varð fyrir því láni fyrir 19 árum . að kynnast Ólafí Jenssyni, sem þá var forstöðumaður Blóðbankans. Á þessum tíma var ég nýútskrifaður læknir og var að velta fyrir mér að leggja fyrir mig rannsóknarstörf inn- an læknisfræðinnar. Enginn af pró- fessorum mínum úr læknadeild hafði að mínu mati bitastæða rannsóknaráætlun til að glíma við, enda var læknadeildin að mestu rekin eins og evrópskur embættismannaskóli frá 19. öld, þar sem ekki var endilega ætlast til að prófessoramir væm virkir vísinda- menn eins og hefur tíðkast erlendis á þess- ari öld. Einn af kennurum mínum úr læknadeild, Jónas Hallgrímsson, benti mér á að leita til Ólafs Jensson- ar. Ólafur hafði þá ekki stöðu við læknadeildina, en hafði aðstöðu til erfðarannsókna í kjallara Blóðbank- ans þar sem hann starfaði ásamt samstarfsmanni sínum, Alfreð Áma- syni, erfðafræðingi. Vinna Ólafs og Alfreðs var á þessum ámm besta rannsóknarvinna í læknisfræði sem fór fram á Landspítalalóðinni. Blóð- bankinn var á þessum tíma ákaflega skemmtilegur vinnustaður undir for- ystu Ólafs og ekki leið á löngu áður en Ólafí og Alfreð hafði tekist að smita mig af ólæknandi áhuga á mannerfðafræði. Eftir nokkra mán- uði í Blóðbankanum ákvað ég að leggja fyrir mig erfðafræðirannsókn- ir. Olafur átti auðvelt með að hvetja aðra því hann var óvenju bjartsýnn, hafði brennandi áhuga á verkefnum sínum og beitti ríkri kímnigáfu sinni til þess að skapa spennandi andrúms- loft á vinnustaðnum. Hann hafði sambönd út um allan heim og talaði við eða skrifaðist á við fræga vísinda- menn daglega. Þetta olli því að mér fannst eins og ég væri kominn í hringiðu hins alþjóðlega vísinda- starfs og var það áhugaverð breyting frá verunni í embættismannaskólan- um. Við Ólafur urðum fljótt nánir vinir og hann aðstoðaði mig við að komast til náms erlendis. Eftir 6 ára dvöl erlendis ákvað ég að setjast að í Bandaríkjunum og síðar í Svíþjóð, en við Ólafur höfðum ávallt mikið samband öll þessi ár með heimsókn- um og bréfaskriftum. Einnig rákum við saman lítið námskeið í lækna- deildinni fyrir læknanema um fímm ára skeið, eftir að Ólafur var orðinn prófessor við deildina. Náms- og starfsferill Ólafs var á margan hátt óvenjulegur. Hann fór til Bretlands í nám í blóðmeinafræði og dvaldi þar í tvö ár. Ólafur bar gæfu til þess að taka að sér rann- sóknarverkefni á Hammersmith- sjúkrahúsinu sem varð honum lær- dómsríkt og smitaði hann af vís- indaáhuganum sem hann hafði síðan ævilangt. Þegar heim kom fékk hann ekki stöðu við sjúkrahúsin í Reykja- vík og setti því á stofn rannsóknar- stofu í blóðmeinafræði, fyrst á Klapparstígnum og síðan í Domus Medica, sem hann rak í tvo áratugi með góðum árangri. Ólafur lét ekki fjárskort á sig fá og beitti ímyndun- arafli sínu til þess að koma starfsem- inni í gang. Hann bjó til hitabað úr ölkassa frá Agli Skallagrímssyni og sagði að merkasta vísindauppgötvun sín væri sú að „Ölgerðin byggi til bestu rannsóknartækin". Upp úr 1960 fékk Ólafur mikinn áhuga á erfðafræði og fór aftur til Bretlands til þess að kynna sér litningarann- sóknir. Þessi ferð var byijunin á við- halds- og símenntun Ólafs, sem átti eftir að einkenna hans starfsferil alla tíð. Hann var fyrsti íslenski læknirinn sem kynnti sér erfðafræði til þess að greina og skilja eðli sjúk- dóma. Ólafur hafði forystu um að greina leghálskrabbamein á byijun- arstigi og hefur sú starfsemi verið ein af mikilvægustu þáttum í starfí Krabbameinsfélagsins. Hann er á þessum árum „praktiserandi læknir úti í bæ“, en notar frístundir sínar til þess að rannsaka erfðagalla í ís- lendingum, mest blóðsjúkdóma. Náði Ólafur síðar að birta fræðiritgerðir í erlendum tímaritum um rannsóknir sínar á þessum árum. Þegar frægir erlendir erfðafræðiprófessorar komu til Islands til þess að vinna að stofn- un Erfðafræðinefndar Háskólans með styrk frá Bandaríkjunum var Ólafur einn af fulltrúum íslands til þess að koma þessu máli í kring. Notaði Ólafur síðan gagnasöfnun erfðafræðinefndar mikið í rannsókn- um sínum. Straumhvörf verða í lífí Ólafs árið 1972, þegar hann er skipaður for- stöðulæknir Blóðbankans. Hann hafði í næstum 15 ár rekið einka- rannsóknarstofu og er kominn ná- lægt fímmtugu þegar hann fær tæki- færi til þess að reka þjónustu- og vísindarannsóknir á Landspítalalóð- inni. Nýtti Ólafur það tækifæri til hins ýtrasta. Hann stofnaði erfða- fræðideild við Blóðbankann og þar fór meginhluti vísindarannsóknanna fram. Jafnframt kom hann rekstri Blóðbankans í nútímalegra form. Afkastamesta tímabilið á starfsferli Ólafs hófst nú og birtu hann og sam- starfsmenn hans fjöldann allan af vísindagreinum í góðum erlendum tímaritum og hélt þessi starfsemi áfram alveg þar til Ólafur fór á eftir- laun í lok ásins 1994. Það voru mörg viðfangsefnin sem Ólafur fékkst við. Mestan áhuga hafði hann á arfgeng- um blóðsjúkdómum og fjallaði dokt- orsritgerð hans um það efni. Sömu- leiðis hafði hann mikinn áhuga á erfðagöllum og arfgengum breyti- leika í ónæmiskerfinu. Olafur var nú orðinn forstöðumaður stofnunar og hafði stöður fyrir nokkra samstarfs- menn sem unnu með honum. Þessi rannsóknarstarfsemi var stór á ís- lenskan mælikvarða, en rannsóknar- stofan var auðvitað ekki stór þegar miðað er við erlendar aðstæður. Ólaf- ur lét þessa takmörkun ekki á sig fá og stofnaði til fjölmargra sam- vinnusambanda við bestu rannsókn- arstofur erlendis, til þess að leysa verkþætti sem ekki var unnt að sinna í Blóðbankanum. Það einkenndi þessi samvinnusambönd, að Ólafur átti frumkvæði að rannsóknarverkefninu og kom sínum hugmyndum á fram- færi við erlenda vísindamenn. Ólafur leitaði ávallt uppi fremstu vísinda- menn erlendis til að vinna með. Seinna, þegar ég kynntist sumu þessu fólki sjálfur, sagði það mér að það hefði hrifíst af persónutöfrum Ólafs og ímyndunarafli hans og þess vegna fallist á að hjálpa honum. Eitt mikilvægasta og áhugaverðasta verkefni sem Ólafur fékkst við var arfgeng heilablæðing. Hann vann að þessu með fjölmörgum samstarfs- mönnum heima og erlendis og hafði náið samstarf við prófessor Gunnar Guðmundsson, vin sinn. Gunnar hafði haft forystu um að rannsaka sjúklingana klíniskt, en aðaláhuga- mál Ólafs var að einangra efnið úr heilanum sem virtist valda sjúkdómn- um. Fékk Ólafur að lokum vísinda- menn í New York til þess að ein- angra efnið og leiddi það síðar til þess að unnt var að uppgötva orsök- ina fyrir sjúkdómnum. Starfsbræður Ólafs á íslandi og rannsóknarstofa Anders Grubb, prófessors í Lundi, birtu síðan margar greinar um þetta efni og mun þessi vinna líklega leiða til þess að unnt verði að lækna sjúk- dóminn í framtíðinni. Þegar ég minnist persónueinkenna Ólafs, þá koma mér í hug hugarflug hans og ímyndunarafl, og takmarka- laus forvitni. Bjartsýni hans og ják- vætt viðhorf til verkefnanna verkaði hvetjandi á samstarfsmennina og kom í veg fyrir uppgjöf, þegar erfíð- leikar voru á ferðinni. Þessi einkenni eru dæmigerð fyrir alla góða vísinda- menn enda eru sköpunargáfan og bjartsýnin lykilatriði. Ólafur var einnig sterkur persónuleiki og traust- ur leiðtogi, sem sá til þess að við- fangsefnin fengju verklok. Þessir + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, vinóttu og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, UMNAR BJÖRNSDÓTTUR frá Hrísey. Guð blessi ykkur öll. Tryggvi Ingimarsson, Esther Júlíusdóttir, Ingibjörg Ingimarsdóttir, Haligrimur Sigmundsson, Eygló Ingimarsdóttir, Árni Kristinsson, Halla Grímsdóttir, Jósef Kristjánsson, barnabörn og barnabarnabörn. OLAFUR JENSSON leiðtogahæfileikar Ólafs voru ein- kennandi í öllu starfí hans og tryggðu góð starfsafköst í rannsóknarstarf- inu. Þegar Ólafs er minnst ber þó hæst kímnigáfu hans, enn eitt ein- kenni þess hversu hugmyndaríkur hann var. Hann virtist afla gaman- seminnar úr botnlausum brunni og hafði skemmtilegar tilvitnanir á tak- teinunum sem pössuðu vel við um- ræðuefnið hverju sinni. Ein uppá- haldstilvitnun Ólafs sem hann notaði gjaman þegar eitthvað torskilið bar á góma, var úr Góða dátanum Sveik: „Inni í jörðinni er önnur kúla og sú innri er miklu stærri en hin ytri.“ Þessi tilvitnun minnir mig einnig á Ólaf á annan hátt. Hann var stór og myndarlegur maður, en innra með honum bjó andi, hugarflug og lífs- kraftur sem var miklu stærri en lík- amjeg ímynd hans. Ég votta Erlu og bömum þeirra Ólafs mína dýpstu samúð. Stefán Karlsson. í rauninni er það þögnin ein sem sæmir minningu látins manns. Minn- ingin á sér fá orð og verður alltaf eins og bergmál á milli klettaveggja. Þó er eins og ómi í eyra að um hana skuli tala. Ólafí Jenssyni lækni og prófessor var þetta ljóst enda að eðli rökhyggju- maður og leitandi heimspekingur. Við hittumst fyrst á Landspítal- anum, ég verðandi læknir en hann nýbakaður læknakandidat. Ég fun- heitur þjóðvamarmaður en hann eld- heitur alheims-sósíalisti. Hann höf- uðborgarbarn en ég sveitamaður. Viðhorfm voru þó lík og við áttum gott með að tala saman. Ungir menn vilja leysa vandamál, þjóna réttlæt- inu og fínna því heilsteyptan farveg. Ólafur heitinn var dæmigerður réttlætissinni þegar ég þekkti hann. Hann var ákafur i umræðunni og horfði stórum augum á þá sem skelltu skolleyrum við rökum og réttlætis- kennd. Hann var að upplagi „forma- listi". Það hlaut að vera til form réttr- ar skipunar á málefnum heimsbyggð- arinnar. Þannig hugsaði fullhuginn og hugsjónamaðurinn Ólafur. Ég minnist margra atvika frá störfum okkar Ólafs við Landspítal- ann. Þá voru störf stúdents og kandi- dats með allt öðrum hætti en nú er. Stoðdeildir fáar og ófullkomnar. Læknisstörf deildarinnar mæddu mest á þessum tveimur mönnum. Þegar meinatækninn vantaði geng- um við í störf hans. Árla byijaði vinn- an og seint var hætt. Ef til vill hefur áhugi Ólafs kviknað þama á blóð- meinafræði Rýnin í smásjána vakti hjá honum forvitni. Hvítu blóðkornin geymdu leyndarmál sem enginn þekkti til hlítar. Hér var verk að vinna og hann helgaði líf sitt þessu brautryðjandastarfí. Ólafur Jensson er í minningu minni sá sem fölskvalaust leitaði svara, lét allt líf skipta sig máli. í rauninni vildi hann, eins og hug- sjónamönnum er tamt, faðma allan heiminn, frelsa heimsbyggðina. Sem þroskaður og reyndur læknir gerðist hann góður og gegn vísindamaður í þess orðs besta skilningi. Yfír til englanna flaug hann því ekki fjaðralaus en hamur svansins á nú heima í íslenskri mold. Kona hans og fjölskylda geyma nú fagra minn- ingu hans. Brynleifur H. Steingrímsson. Horfmn er yfir móðuna miklu, þangað sem leið okkar allra liggur fyrr eða síðar, Ólafur Jensson, fyrr- verandi yfirlæknir Blóðbankans. Við kynntumst Ólafí fyrst 1982 þegar við hófum störf við erfðafræði- deild Blóbankans. Hann var ábúðar- mikill maður, hávaxinn, þéttur á velli og með reisn manns sem hefur tögl og hagldir en einnig visku til að halda um stjórnartaumana. Hann var brautryðjandi, fremstur meðal jafningja, áræðinn og fylginn sér, greindur og víðlesinn. Skrifstofan hans, á efri hæð Blóðbankans, var sem hin helgu vé. Það var ekki laust við að menn stigu léttar til jarðar þegar farið var fram hjá dyrum yfír- læknisins. Þar sat hann oftast við skriftir, lestur og skýrslugerðir og skipulagði starfsemina. Hann helgaði sig Blóðbankanum og þeirri starf- semi sem þar var til húsa en var fyrst og fremst vísindamaður með þekkingaröflun í mannerfðafræði að leiðarljósi. Til Blóðbankans réð hann einvala- lið einstaklinga sem gættu hags- muna hans í hvívetna. í hans tíð unnu allir saman sem ein heild til að tryggja bestu þjónustu sem völ var á, á hveijum tíma. Ólafur var stoltur af sínum mönnum og þakklát- ur fyrir vel unnin störf. Hann var einnig mjög lánsamur í sínu starfí. Á árunum upp úr 1980 fór að bera á áður óþekktum sjúkdómi sem menn vissu ekki af hveiju stafaði. Það voru meðal annarra sjúklingar með sér- stakan blæðingarsjúkdóm, dreyra- sýki A, sem virtust útsettir fyrir honum. Dreyrasjúkir þurfa á sérstök- um blóðhluta að halda til að blóðið geti storknað eðlilega. Þó svo þessi blóðhluti sé keyptur erlendis frá hef- ur hann alltaf farið í gegnum Blóð- bankann og hefur það verið á valdi forstöðumanns að ákveða hvaðan hann er keyptur. Menn voru að sjálf- sögðu mjög uggandi um hvort ís- lensku sjúklingarnir fengju sjúkdóm- inn. En viti menn, þeir hafa allir sloppið. Þegár við hugsum til baka viljum við þakka það meðfæddri skynsemi og dómgreind Ólafs að al- næmi barst ekki með blóðhlutum til landsins. Reynsla undanfarinna ára í löndunum í kringum okkur sýnir að rekstur Bióðbanka er ekkert ein- falt mál. Það hefur jafnvel sýnt sig að heilar ríkisstjómir hafa riðað til falls út af mistökum sem gerð hafa verið. Þama tókst Ólafi að sigla fley- inu heilu í höfn. Það hefur ábyggi- lega líka haft sitt að segja að Olafí tókst að velja með sér hæfa og góða starfsmenn sem alla tíð höfðu hans markmið að leiðarljósi. Þó karlinn í brúnni sé góður er starfsemi nútíma Blóðbanka orðin svo flókin að þar verður öll áhöfnin að leggjast á eitt. Ólafur gat þvi gengið sáttur frá borði þegar hann lét af störfum. Erfðafræðideildin, sem Ólafur stofnaði við Blóðbankann, var sú fyrsta sinnar tegundar á landinu. Olafur var frumkvöðull í rannsóknum á arfgengum einkennum meðal manna á íslandi. Hann hefur í gegn um tíðina átt samstarf við marga af fremstu vísindamönnum þjóðar- innar í læknisfræði raunvísindum, ættfræði og sögu. Ólafur stóð með sannfæringu sinni og sagði oft að menn yrðu að vera á öldufaldi fram- fara í vísindum, helga sig markmið- inu, annars misstu þeir af lestinni. Honum var ekki vel við seinagang eða ómarkviss hliðarskref frá verk- efnum. Það kallaði hann villuljós eða mýrarljós. Ólafur barðist eins og ljón til að afla verkefnum brautargengi. Fyrir hans tilstuðlan og harðfylgi hófust m.a. ónæmis- og sameinda- erfðafræðilegar rannsóknir á arf- gengri heilablæðingu, íslenskum sjúkdómi sem var fyrst lýst af Árna Árnasyni lækni 1935, rannsóknir sem varpað hafa ljósi á eðli og fram- gang sjúkdómsins. Þegar Ólafur lét af störfum sem yfirlæknir Blóðbank- ans fyrir nærri tveimur árum fékk ég (Leifur) tækifæri til að scgja nokkur orð. Þá vitnaði ég í Lækna- blaðið frá 15. jan. 1988 þar sem Guðjón Lárusson læknir flutti inn- gangsorð að minningarfyrirlestri til- einkuðum Þórði Þórðarsyni sem lengi var yfirlæknir á Landakotsspítala. „Samkvæmt því fínnst mér fara vel á, að fyrsti fyrirlesturinn sé fluttur af þeim lækni íslenskum sem einna mestan orðstír hefur hlotið á heims- mælikvarða fyrir ritgerðir sínar og rannsóknir. Ólafur Jensson er vel að þeim heiðri kominn, sem honum hef- ur fallið í skaut." í framhaldi af þessu flutti Ólafur fyrirlestur um rannsókn- ir okkar á arfgengri heilablæðingu. Um er að ræða mjög alvarlegan sjúk- dóm sem ekki hefur enn fundist utan íslands. Kannski er það þessi vinna sem lengst mun halda nafni hans á lofti. Við höfum oft veit því fyrir okkur hvernig staða þekkingarinnar væri á þessum sjúkdómi ef Ólafs hefði ekki notið við. Ólafur hafði áræði og dugnað til að afla sér þekkingar og aðstoðar erlendis þegar hún bauðst ekki hér á landi. Hann rannsakaði eða tók þátt í rannsóknum á ijölda sjúkdóma sem hafa áhrif á ónæmiskerfið, á þriðja tug ættlægra eða ættgengra sjúk- dóma og er höfundur á enn fleiri greinum í alþjóðlegum vísindaritum. Samstarfsmenn hans í Bandaríkjun- um, Kanada, Japan og mörgum lönd-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.