Morgunblaðið - 09.11.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.11.1996, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Ferðasaga * Ur dagbókum Elínar Magnúsdóttur í júní-júlí 1925 i í FYRRI hluta ferðasögunnar, sem birtist í Morgunblaðinu 2. nóv- ember sl, skildum við við þau Elínu og Svein á Missions-hótelinu í i-> Kirkegaden í Ósló. Þau halda af stað frá þann Ósló 26. júní „og er byijuð hin langþráða ferð til Dals- fjarðar". Næstu daga eru þau á sigl- ingu, m.a. á Sognefjörd, en koma til Vadheim 28. júní um kvöldið. 29. júní: „Rísum úr rekkju í sama blíðviðrinu og vant er, snæðum morgunverð, skoðum okkur um. Staðurinn er viðkunnanlegur. Svo er lagt af stað í tveim vögnum með hestum fyrir. Gengur allt sæmilega, þar til á einum stað, að við komum að stórri bugðu á veginum. Kemur þá bíll fyrir bugðuna á súsandi fart án þess að flauta og rekst hann á vagninn, sem við hjónin sitjum í. Álít ég að það hafí orðið okkur til lífs, að vanur hestur var fyrir vagni okkar, alveg ófælinn og að vagn- stjóri okkar var gangandi og gat hann furðufljótt róað hestinn og bílstjórinn gat einnig stöðvað bílinn furðufljótt. Við fengum samt tölu- vert stuð, vagninn brotnaði á tveim stöðum og Guðs miidi, að ekki fór niður fyrir veginn, vagninn með öllu saman. Þar var vegurinn grafinn inn í hamrabelti og hefði þá ekki verið um líf að ræða. Við sluppum með að hruflast dálítið og ég er slæm í _ jófubeininu, en vona að það lagist. Það var gert við vagninn. Við jusum skömmum yfir bílstjórann, létum það nægja og héldum svo áfram til Sande. Þar eru Gaular í Firðafylki. Gjörðum við þá áætlun, að Haliveig Fróðadóttir hafi verið alin upp á neðsta bænum, þar var fossinn svo stór. í Sande var skipt um æki og ökumann, síðan haldið til Bygstad. Gekk sú ferð vel, enda Gaulá með miklum kröftugum fossi. Við geng- um og skoðuðum okkur um og borð- uðum síðan miðdegisverð á Hótel Bygstad. Biðum svo eftir bátsferð út fjörðinn. Eins og gefur að skilja, gat það ekki gengið fyrir sig, að Sveinn Jónsson kæmi á fæðingar- stað Ingólfs Arnarsonar alveg við- hafnarlaust, enda voru 40-50 manns með mótorbátnum, sem við vorum með og alla leið söngur og hljóðfærasláttur. Við vorum heldur spennt fyrir að sjá Dale. Glæddust vonir okkar meir og meir eftir því sem á leið fjörðinn, því þar varð hver staðurinn öðrum vistlegri, en þó tekur þeim Dale öllum fram. Hér er yndislega fagurt. Við komum hingað seint, en gengum okkur þó dálítinn túr, veðrið yndislegt, nátt- úran sömuleiðis." Þriðjudagurinn 30. júní: „Við fengum gistingu á eina hótelinu, sem til er hér, sem er lítið og ekki fullkomið, en fólkið einstaklega -'Vinalegt. Sváfum vel, fórum frekar seint á fætur, sama yndislega veðr- ið. Eftir morgunverð lögðum við af stað að skoða okkur um, það var meira verk en við höfðum búist við. Við héldum heillengi áfram og það tók við hver byggðin af annarri, allt í skógi og grasivaxið. Snerum svo við, að ekkert hafði breyst það fagra landslag. Seinni part dags gengum við í aðra átt, þar fór á sömu leið, sældar land og býli. Hér er töluverð laxveiði, einnig sjávarútgerð. Við skoðuðum kirkjuna, sem er stór og viðkunnanleg, en Íítið skrautleg." Þau heimsækja prestinn Anton Kleppestö. „Tók hann okkur mjög vel. Hann býr í stóru og fallegu húsi og heill hópur í kring af hús- um, sem heyra prestssetrinu til. Það lítur út fyrir, að betur sé farið með presta hér en heima." „Um kvöldið fór stúlkan, sem stendur fyrir hótel- . .inu með okkur upp á háan stöðul, þar sem kýrnar eru hafðar á sumr- in. Við komumst hálfa leið. Var þar á ýmsum stöðum yndislegt útsýni yfir Dalinn.“ Fimmtudaginn 2. júlí: „í dag er svo heitt, að við þolum vart við, gengum við hjónin okkur túr, en urðum því fegnust að koma heim aftur, því skást var að vera inni. Júlla var úti að mála. Varð hún einn- ig fegin að komast undir þak. Kl. 17 fórum við öll að heimsækja gamla 89 ára dömu, sem býr hér og heitir Nikka Vonen. Hún er fædd og upp alin hér á staðnum, hefur verið sérlega vel að sér. Hafði áður skóla hér fyrir ungar stúlkur. Sóttu hann bæði franskar, enskar og þýzkar dömur. Hún á stórar eignir hér. Faðir minn hafði einnig búið í Dale og sagði hún frá ýmsu, sem maður minn var spenntur fyrir. Kona þessi er þekkt af öllum hér og auðheyrt, að allir bera mikla virð- ingu fyrir henni, tók hún okkur mæta vel, var verulega glöð yfir heimsókn okkar og afar spennt fyr- ir íslandi. Sagði hún, að væri hún 20 árum yngri, myndi hún áreiðan- lega hafa komið með okkur til ís- land. Þangað hefði sig alltaf langað að koma. Ég hef ekki ennþá minnst á, að í Dale eru tvær verksmiðjur, önnur múrsteins, hin skófatnaðar. Skip koma hingað frá Bergen þrisv- ar í viku.“ Föstudagur 3. júlí: „Það er sama blíðan í dag, bara svo heitt, að við höldum okkur inni á meðan sól er hæst á lofti. Þegar líður á daginn fer frk. Sunndal (veitingastúlkan) með okkur út að sýna okkur merkis- staði. Á heimleið göngum við fram- hjá húsi frk. Vonen. Liggja þá boð fyrir okkur, að hana langi svo að tala við okkur aftur. Fórum við þá inn til þessarar elskulegu dömu, sem sagðist hafa setið á móti opnum dyrunum allan daginn til að missa ekki af okkur, ef við gengjum fram- hjá. Hún tók okkur sem fyrr mæta vel, talaði mikið um Ingólf og forn- sögurnar íslensku, síðan gaf hún okkur mynd í ramma, sem á að fyrirstilla Ingólf og Hjörleif á leið til íslands. Við kvöddum svo, en urðum að lofa að koma aftur á morgun.“ Laugardagurinn 4. júlí: „í dag er mátulega heitt. Við hjónin heim- sóttum frk. Vonen. Var eins og hún sæi systkini sín, svo góð var hún við okkur og Júllu (sem var úti að mála). Við kvöddum frk. Vonen sem vin og lofuðum henni, að hún skyldi heyra frá okkur áður en lagt um liði.“ Sunnudagurinn 5. júlí: „í dag gengum við ofurlítinn túr í síðasta sinn í hinum fagra Dale. Síðan var Þar var hver staðurinn öðrum vistlegri, en þó tekur Dale þeim öllum fram, segir í grein Leifs Sveinssonar, sem reifar ferðasögu afa síns og Elínar Magnúsdóttur í síðari grein af tveimur. JÚLÍANA Sveinsdóttir og greinarhöfundur fyrir framan sumar- hús hennar í Horneby á Sjálandi fyrir 49 árum og 50 pundum. MÁLVERK Júlíönu Sveinsdóttur af Dal í Dalsfirði í Noregi. beðið eftir skipinu. Var lagt af stað frá Daie kl. 14.40. Það var flaggað fyrir okkur á hótelinu, þegar við fórum og við kvödd með veifingum úr gluggunum alveg út á ijörð, svo það er hægt að heyra, að ekki kom- um við okkur svo illa, að ég ekki tali um, að við vorum sögð velkom- in aftur. Við fengum ágætis veður og falleg er útsiglingin, þó mér þætti hvergi fallegra eða eins fallegt út fjörðinn sem í Dale. Skipið sem við vorum á heitir „Gudvangen", var það ágætt skip, þægilegt og ágætur matur. Það kom víða við, en kl. 23 fórum við í kojur." Mánudagurinn 6. júlí: „Fórum snemma á fætur og horfðum á inn- siglinguna til Bergen. Komum þang- að kl. 8 og tókum gistingu á Hótel Hospitset, stóru hóteli, en að mínu áliti vantar þar allt hreinlæti, við höfum fengið stórt og rúmgott her- bergi með útsjón á höfnina, bar þar margt fyrir augu. Við lögðum svo af stað, skoðuðum Jóhannesarkirkj- una og forngripasafn, gengum svo töluvert og skoðuðum okkur um. Fórum um kvöldið, er „Lyra“ kom, niður að höfn, skoðuðum pláss það, er við eigum að hafa heim, hittum Ragnar Ásgeirsson og Þorstein Bjarnason." Þriðjudagurinn 7. júlí: „Við hjónin fórum af stað á pósthúsið, bjuggumst við mörgum bréfum með „Lyru“, en það kom bara eitt, frá Sveini og Soffíu (foreldrar greinar- höfundar). Við fórum svo á af- greiðslu Morgunblaðsins hér, þar gat ég narrað út fáein Morgunblöð heiman að, en öll voru þau gömul, frá júníbyijun. Okkur þótti samt gott að fá þau. Þegar við höfðum snætt morgunverð, fórum við Júlla í kaupstaðinn, sem maður segir á góðri íslensku, en maðurinn minn sat heima og las Morgunblöðin að heiman.“ Miðvikudagurinn 8. júlí: „Við höfum aðeins gengið lítið eitt í dag, bara verið að hugsa um heimfeðrina og ég að skrifa í þessa dagbók, sem ég er þó ekki nærri nógu ánægð með. Við skoðuðum Hákonarhöllina í dag.“ Fimmtudagurinn 9. júlí: „Nú er alvarlegur ferðahugur kom- inn ...“ Þannig lýkur ferðasögu Elínar Magnúsdóttur úr Norðurlandaferð þeirra hjóna í maí-júlí 1925. II Sveinn Jónsson afi greinarhöf- undar fæddist á Steinum undir Eyja- fjöllum 19. apríl 1862 og dó í Reykjavík 13. maí 1947. Hann var fjórkvæntur: Þann 12. nóvember 1886 kvænt- ist hann Guðrúnu Runólfdóttur, f. 26. nóvember 1860, dáin í Vest- mannaeyjum 20. október 1949. Þau skildu árið 1899. 18. ágúst 1907 kvæntist hann Guðrúnu Guðmundsdóttur bónda á Keldum Brynjólfssonar, þau skildu eftir skamma sambúð og voru barn- laus. 8. júní 1918 kvæntist hann Elínu Magnúsdóttur, f. 12. ágúst 1877, dáin 10. ágúst 1933. Þau voru barn- laus. 18. maí 1935 kvæntist Guðlaugu Teitsdóttur hjúkrunarkonu, f. 10. júní 1904, dáin 8. nóvember 1974. Þau voru bamlaus. Börn Sveins Jónssonar með Guð- rúnu Runólfsdóttur ömmu greinar- höfundar, voru þessi, sem öll eru látin: Sigurveig fædd 10. janúar 1887, dáin 21. mars 1972. Júlíana fædd 31. júlí 1889, dáin 17. apríl 1966. Sveinn Magnús fæddur 17. október 1891, dáinn 23. nóvember 1951. Ársæll fæddur 31. desember 1893, dáinn 14. apríl 1969. Sigurður fæddur 18. nóvember 1898, dáinn 28. júní 1964. III Sveinn Jónsson var mikill áhuga- maður um sögu íngólfs Arnarsonar landsnámsmanns og forgöngumað- ur um að reist var stytta af honum á Arnarhóli og hún afhjúpuð þann 24. febrúar 1924. Þegar þessum áfanga var náð lagði hann upp í hina 8 vikna ferð til Norðurlanda með Dal í Dalsfirði að meginmarkm- iði árið 1925. Er heim er komið tekur hann til óspilltra málanna að safna í eitt handrit öllu því, sem um Ingólf hafði verið ritað. I Þjóðarbók- hlöðinni fékk ég að skoða þetta handrit, sem er auðkennt þannig í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.