Morgunblaðið - 09.11.1996, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 09.11.1996, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 1996 41 I ___________ ' EINAR PÁLSSON + Einar Pálsson fæddist i Reykjavík 10. nóv- ember 1925. Hann lést á heimili sínu 130. október síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Dóm- kirkjunni 8. nóvem- ber. Nú er genginn einn af athyglisverðustu og fijósömustu fræði- . mönnum þessarar ald- ar hér á landi. Þó nið- urstöður hans séu um- Ideildar er það yfir allan vafa hafíð, að hann hefur víkkað sjóndeildar- hring íslenskrar menningarsögu mikið frá því sem hann hóf sínar rannsóknir. Hann leyfðj sér að grípa til rita, sem Háskóli íslands hafði engan aðgang að, en voru seld í bókabúðum í Reykjavík, þegar hann var að alast upp. Þessi rit sögðu Ifrá nýjustu rannsóknarniðurstöðum í alþjóðlegri fornleifafræði, biblíu- fræðum og Austurlandafræðum. Á | síðustu árum eru að koma ungir 1 lærdómsmenn úr erlendum háskól- um, sem taka margt af því sem Einar sagði sem sjálfsagðan hlut, vegna þess að kennararnir í útlönd- um hafa gengið út frá sömu þekk- ingaratriðum og Einar gerði. Sjálf- ur var ég því aðeins móttækilegur fyrir hugsun Einars Pálssonar, að 4 ég hafði í guðfræðinámi mínu lesið á bókum um rannsóknir frægra vís- 1 indamanna á hugmyndaheimi | Gamla testamentisins. Á þeim tíma voru það fræðimenn í Uppsölum í Svíþjóð og líka á Englandi, en þýsk- ir fræðimenn viðurkenndu þetta ekki og voru hinir síðastnefndu lærimeistarar Dana og íslendinga. Það skal tekið fram, að ég hafði líka keypt bækur í Bókabúð KRON í Bankastræti og í Bókaverslun j Snæbjarnar Jónssonar — The Engl- ish Bookshop, því á þeim tíma - breiddist þessi vísdómur fyrst og ( fremst út frá þessum tveimur búð- um í Reykjavík. Fyrstu kynni mín af afrekum Einars voru þau, að ég fór einu sinni í Tjarnarbíó til að horfa á myndina Hamlet með Sir Laurence Olivier. Fyrir utan allt annað var mynd þessi einstök að því leyti, að hún var textasett á íslensku, svo ( að ungur áhorfandi gat haft marg- i falt gagn af henni til náms í enskri ’ tungu og texta Matthíasar Joch- ( umssonar, en það var hann sem settur hafði verið inn á myndina. Sá sem vann þessa textasetningu í þetta allra fyrsta skipti sem kvikmynd var með ís- lenskum texta, var Einar Pálsson, sem þá var leiklistarnemi í Englandi. Um afskipti hans af endurreisn Leikfélags Reykjavík- ur hljóta aðrir að skrifa, sem kunna þá sögu. Einar Pálsson virðist hafa erft einhver „gen“ frá tveimur forfeðrum sínum, og átti sú arf- leifð eftir að setja mark sitt á hið fræðilega rannsóknarstarf hans. Þetta voru þeir séra Jón Norðmann og ísólfur Pálsson. Sá fyrri var frægur áhugamaður um rúnir, en hinn síðari var annálaður uppfinn- ingamaður í sinni sveit, ásamt því að vera kunnáttumaður í smá- skammtalækningum. Fræði þess- ara forfeðra beggja útheimtu það, að þeir hlutu að viðurkenna plat- ónskan hugarheim fortíðarinnar með hinu pýþagóríska ívafi, sem allir læsir menn á gamla texta sjá í hendi sér að var hugsun forfeðra okkar. Hér á ég við kristinn tíma. En Einar bætti um betur. Öll rit hans ganga út frá því að þessi plat- ónska hugsun um „Stórheim" og „Örheirn" hafi líka stýrt athöfnum heiðinna landnámsmanna. Þessa hugsun orðaði Guðbrandur biskup svo í þýðingu sinni á riti eftir síra Filippus Nicolai í Ham- borg: „Maðurinn nefnist af náttúru- meistaranum MIKROKOSMOS, það er: minni heimur. Því að so sem líkaminn og sálin eru samtengd, so er og í nokkurn máta samteng- ing á milli skaparans og allra hans skepna, en ekki þó með þeim hætti að þeir sé ein persóna. Heimurinn, og þessi hin kringlótta bygging himins og jarðar, hún er (til að jafna) so sem mannsins Corpus og líkami. Þar næst er allt mannlegt kyn (eftir Guðs mynd og bílæti skapað) það búa skyldi á allri jarð- arkringlunni, það er so sem hjartað í þessum líkama. Framarmeir þá eru englar Guðs so sem Spiritus Vitales Corporis, lifandi andar eða hræringar líkamans í blóðinu og öllum líkamans liðum og limum. En Guð hann er so sem sálin í þessum líkama, stýrir hönum og stjórnar, og uppfyllir hann allan. Á þessu hefur sá heiðni Virgilius haft nökkurn skilning, þar hann MINNINGAR so skrifar: Guð er einn Andi, sá skapað hefur himin og jörð, sól, tungl og stjörnur, og hann uppfyll- ir hið innra allan himininn og jörð- ina etcet.“ Þessa grunnhugsun yfirfærir Einar Pálsson á heiðni og kristni. Fræðimenn vita, að þessi platónska grunnhugsun hefur verið grund- völlur musteris og kirkjubygginga um víða veröld. Sumir þeirra, og þar á meðal Einar Pálsson, vilja meina að landnám manna á nýjum stað hafi hafist með helgiathöfn, sem yfirfærði mynd mannsins eða guðsins á landið, svo það yrði frjó- samt. Eftir því sem árin hafa liðið hafa komið út eftir Einar fimmtán stórar bækur, sem fjalla um það hvernig þessi hugsun birtist í fjölda íslenskra fornrita: Njálu, Hrafn- kötlu, Egilssögu o.fl. Líka í kirkjum eins og í Flórens, Skálholti og Pét- urskirkjunni í Róm. Landshlutum eins og Þingvöllum, Landeyjum og Jótlandi. Það mætti æra óstöðugan að telja allt upp, sem hann íjallar á sínum rúmlega 4.000 blaðsíðum. Svo er mér sagt að á leiðinni sé sextánda bókin, sem fjalla skal um Njálufræði hans á ensku. Þá hefur honum tekist að fylla tölu litla „fú- þarksins" eða rúnaraðarinnar. Það er framtíðarinnar að skera úr um það, hvaða hugmyndir Ein- ars eiga sér framtíðarlíf fyrir hönd- um. Mikilvægustu grunnhugmyndir Einars í fræðunum eru hugmyndir hans um konungs-hugtakið, tíma- hugtakið og kven-hugtakið. Allar bækur hans birta mismunandi til- brigði af þessum hugmyndum, sem hann vill meina að Islendingar til forna hafi kunnað skil á. Rök hans voru sótt í trúarbragðafræðilegar og menningarsögulegar rannsóknir, og hefur mörgum íslenskufræðing- um þótt þau rök skrítin. Nú fyrir nokkrum dögum sá ég þó, að ung- um manni hefur tekist „með láði“ að telja kennurum sínum trú um þá furðuhluti, að íslendingar á Sturlungaöld hafi verið svo upp- teknir af hugmyndum um konung- dæmi, að þeir hafi beinlínis óskað eftir því að komast undir norskt konungsvald. (Viðtal í helgarblaði DV). Þetta er merki um nýja tíma, því svona lagað hefði verið óhugs- andi fyrir 30 árum, þegar Einar Pálsson kom fyrst fram með hug- myndir sínar. Kolbeinn Þorleifsson. Kveðja frá Leikfélagi Reykjavíkur Einar Pálsson kom til starfa hjá Leikfélagi Reykjavíkur á örlaga- stundu í sögu félagsins. Hann hafði tekið þátt í menntaskólaleikjum og síðan stundað leiklistarnám í Lond- on en lék sitt fyrsta stóra hlutverk, Mosca í Volpone, hjá Leikfélaginu 1949. Við endurskipulagningu Leikfélagsins eftir opnun Þjóðleik- hússins var Einar í þeirri forystu- sveit sem leiddi félagið inn á nýja framfarabraut. Hann var formaður félagsins 1950-53, fyrstu þijú árin eftir að ráðin voru þau ráð að hlut- verki félagsins væri ekki lokið með tilkomu Þjóðleikhússins. Veturinn 1950-51 réðst Gunnar Róbertsson Hansen til félagsins sem leikstjóri og undir handleiðslu hans starfaði hópur ungra hæfileikaríkra leikara. Auk Einars léku þá hjá félaginu m.a. Steindór Hjörleifsson, Gunnar Eyjólfsson, Rúrik Haraldsson, Erna Sigurleifsdóttir, Katrín Thors, Guð- björg Þorbjarnardóttir, Bryndís Pétursdóttir, Árni Tryggvason og Gísli Halldórsson svo aðeins nokkr- ir séu nefndir. En einnig tóku þátt í þessu uppbyggingarstarfi eldri leikarar: Alfreð Andrésson, Sigrún Magnúsdóttir, Auróra Halldórsdótt- ir, Emilía Borg, Wilhelm Norðfjörð, Inga Laxness, Edda Kvaran, að ógleymdum Þorsteini Ö. Stephen- sen og Brynjólfi Jóhannessyni. Einar var einnig afkastamikill leikstjóri á þessum árum og undir forystu hans sýndi Leikfélagið t.d. þá djörfung að frumflytja haustið 1952 ballettinn Ólaf Liljurós eftir Sigríði Ármann og Jórunni Viðar og óperuna Miðilinn eftir Menotti í leikstjórn Einars. í formannstíð Einars rak Leikfélag Reykjavíkur leiklistarskóla sem var kvöldskóli og undanfari Leiklistarskóla Leikfé- lags Reykjavíkur sem starfaði ára- tuginn næsta á eftir. í þessum skóla voru ýmsir sem síðar áttu eftir að láta að sér kveða í listalífi landsins og öðrum störfum, t.d. leikkonurnar Helga Valtýsdóttir og Helga Bach- mann, Jóhann Pálsson leikari og síðar garðyrkjustjóri Reykjavíkur, Vilborg Dagbjartsdóttir skáldkona og Sveinn Einarsson leikstjóri og rithöfundur. Og enn kom Einar við sögu Leik- félagsins svo athygli vakti vorið 1964, á listahátið sem Bandalag íslenskra listamanna stóð fyrir, er frumfluttur var einþáttungur hans Brunnir Kolskógar við tónlist föður hans dr. Páls ísólfssonar. Þó að Einar Pálsson hafí síðar kosið sér meginlífsstarf á öðrum sviðum má ljóst vera af því sem hér hefur ver- ið rakið að hlutur hans í sögu Leik- félags Reykjavíkur er mikill og merkilegur. Því er hann að leiðar- lokum kvaddur með virðingu og þökk. Leikfélag Reykjavíkur sendir eiginkonu hans, börnum og öðrum aðstandendum innilegar samúðar- kveðjur. Sigurður Karlsson. Elsku afi, á kveðjustundinni leita margar minningar á hugann. Þú kenndir mér að meta svo margt. Landslagið stórbrotna í fjör- unni á Stokkseyri. Allar gönguferð- irnar sem við fórum til að finna fallega steina, og alltaf fannst þú þá sem voru fallegastir. Og þegar ég kom í heimsókn á Sólvallagötu og þú sast við skriftir þá fékk ég að trufla í eina mínútu til að smella á þig kossi. Svo beið ég þar til þú varst búinn því þá vissi ég að þú mundir kalla til ömmu að þú ætlaðir út að anda. Þá dreif ég mig í skóna svo ég gæti lætt litlu hendinni minni í þína stóru og traustu og labbað með þér niður Sólvallagötuna og niður í fjöru og þar sátum við og ræddum landsins gagn og nauðsynjar. Þá var heim- sóknin fullkomin. Þegar ég eltist og fór í sveit þá komuð þið amma að heimsækja mig og buðuð mér í bíltúr. Og oftar en ekki var farið í Fljótshlíðina þar sem þú hafðir verið kúarektor sem strákur. Við amma sátum í veg- kantinum og hlustuðum á sögurnar þínar. Frásagnarstíllinn þinn var einstakur. Þú hafðir þannig áhrif að maður vildi alltaf heyra hvað þú hefðir að segja. Og ekki að ástæðulausu, því fróðari og skemmtilegri afa er vart hægt að hugsa sér. Elsku afi, með miklum söknuði en jafnframt miklu þakklæti kveð ég þig- Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem.) • Fleirí minningargreinar um Einar Pálsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 5691115, eða á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skirnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. < i ( < ( < Rekstrar- og viðskiptanám Endurmenntunarstofnun Háskóla íslands þriggja missera nám með starfi - hefst í febrúar 1997 Endurmenntunarstofnun býður fólki með reynslu í rekstri og stjórnun upp á hagnýtt og heildstætt nám í helstu viðskiptagreinum. Námið hafa nú þegar stundað á fimmta hundrað stjórnendur úr einkafyrirtækjum og stofnunum. Nemendur eru flestir fólk með viðamikla stjórnunarreynslu sem gera miklar kröfur um hagnýtt gildi og fræðilega undirstöðu námsins. Ávallt komast færri að en vilja. Tveggja missera framhaldsnám með sama sniði stendur til boða annað hvert ár. Inntökuskilyrði: Teknir eru inn 32 nemendur. Forgang hafa þeir sem lokið hafa háskólanámi, en einnig er tekið inn fólk með stúdentspróf eða sambærilega menntun sem hefur töluverða reynslu í rekstri og stjórnun. Helstu þættir námsins: Rekstrarhagfræði, reikningshald og skattskil, fjármálastjórn, stjórnun og skipulag, starfsmannastjórnun, upplýsingatækni í rekstri og stjórnun, framleiðslustjórnun, markaðs- og sölufræði, réttarreglur og viðskiptaréttur, þjóðhagfræði og haglýsing og stefnumótun. Kennslutimi er að meðaltali 120 klst. á hverju misseri auk heimavinnu. Námið er alls 360 klst. sem samsvarar 18 einingum á háskólastigi. Nemendur taka próf og fa prófskírteini að námi loknu. Kennarar m.a.: Bjarni Þór Óskarsson, hdl. og adjúnkt HÍ. Gísli S. Arason, rekstrarráðgjafi og lektor HÍ. Guðmundur Ólafsson, hagfræðingur, lektor HÍ. Magnús Pálsson, viðskiptafræðingur og rekstrarráðgjafi. Páll Jensson, prófessor, verkfræðideild HÍ. Stefán Svavarsson, dósent, viðskiptadeild HÍ. Þórður S. Óskarsson, vinnusálfræðingur Sinnu hf. Stjórn námsins skipa þrír háskólakennarar, þeir Logi Jónsson, dósent, fulltrúi Endurmenntunarstofnunar HÍ, Stefán Svavarsson, dósent, fúlltrúi viðskipta- og hagfræðideildar HÍ og Pétur Maack, prófessor, fulltrúi verkfræðideildar HÍ. Næsti hópur hefur nám í febrúar 1997. Verð fy rir hvert misseri er 72.000 kr. Umsóknarfrestur og upplýsingar um námið, og umsóknareyðublöð fást hjá: Endurmenntunarstofnun Háskóla íslands Tæknigarði, Dunhaga 5, 107 Reykjavík, slmi 525 4923. Fax. 525 4080. Netfang: endurm@rhi.hi.is *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.