Morgunblaðið - 09.11.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 09.11.1996, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LIV JÓHANNSDÓTTIR -4- Liv Jóhannsdóttir fæddist * í Noregi 29. september 1912. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 30. október síð- astliðinn og fór útför hennar fram frá Laugarneskirkju 7. nóvember. Tveir einstaklingar, karl og kona, gengu úr kirkju heim til sín eftir messu. Báðir höfðu misst maka sína fyrir nokkru og fundu sig því nokkuð einmana þrátt fyrir góða kunningja og skyldmenni sem vildu gjarnan sinna þeim eftir þörf- um og getu. Það var kalt úti og hálka á veginum. Karlmaðurinn sá að konan átti erfítt með að ganga og fór varlega. Hann fór því til hennar og bauð henni stuðning í hálkunni, sem hún þáði með þökk- um. Hin vinsamlega hlýja og við- mót varð til þess að góður kunn- ingsskapur hófst. Hún vildi þakka honum aðstoðina og bauð honum til sín í kaffí sem hann þáði með þökkum. Síðan hófst nánari kynn- ing og þau voru saman ánægð sem góðir félagar. Að því kom að hann fann að það myndi vera henni mikil ánægja að fara ferðir með honum. Hann bauð henni því til utanlandsferðar, sem hún þáði með þökkum. Þau fóru með vinum sínum og nutu sólar og hlýju erlendis á suðrænni slóðum. Þetta var endurtekið nokkrum sinnum. Hún gat meðal annars heimsótt skyldmenni sín erlendis og notið samvista við þau pg hinn nýja vin sinn. Heima nutu þau samvista í góðri íbúð hennar eða hans og buðu vinum sínum þangað þegar við átti. Nokkur ár liðu sem þau nutu samvista og vinsamlegrar nærveru hvort annars. Þá kom vágesturinn, vanheilsan og loks alvarleg veik- indi, sem drógu hana til dauða. Söknuður hans er mikill, því nú er hann bara fullorðinn og meyr maður og minnist góðrar vinkonu sem átti svo margt sameiginlegt með honum. Hann er svo einn núna. Hann getur ekki farið út í hæsta hús til vinar sem skilur hann og hrærist með honum. Hún er látin og söknuður hans er hreinn og flekklaus. Hún veitti honum þá vinsemd sem annars staðar var ekki að fá. Kvöldin, sem hann dvaldi með henni, verða ekki Iengur til nema í minningunni um góða og heilsteypta vinkonu. Vertu sæl, Liv. Sig. Sveinbjörnsson. RAÐAL/Q YSINGAR Kennara í stærðf ræði og eðlisfræði vantar Frá 1. janúar 1997 er laus við Framhalds- skóla Vestfjarða ein staða kennara í stærðfræði og eðlisfræði. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist fyrir 25. nóvember nk. til Framhaldsskóla Vestfjarða, pósthólf 97, 400 ísafjörður. Frekari vitneskju veitir undirritaður í síma 456 3599 eða 456 4540. ísafirði, 7. nóvember 1996. Skólameistari. Borgarskipulag Reykjavíkur Borgartúni 3,105 Rvík, s. 563 2340, myndsendir 562 3219 Dalbraut 16 Kynning á tillögu að breyttu skipulagi lóðar- innar Dalbraut 16. Tillagan verður til sýnis í kynningarsal Borgar- skipulags og byggingarfulltrúa í Borgartúni 3, 1. hæð, kl. 9.00-16.00 virka daga. Kynningin stendur til 6. desember 1996. Ábendingum eða athugasemdum skal skila skriflega til Borgarskipulags, Borgartúni 3, 105 R., eigi síðar en föstudaginn 6. desem- ber 1996. Er rafmagnið ílagi! Tek að mér endurnýjun raflagna á stór- Reykjavíkursvæðinu og uppsveitum. Kem á staðinn og geri kostnaðaráætlun og tilboð yður að kostnaðarlausu. Rafmagnsverkstæði Birgis ehf., símar893 1986 og 853 1986, boðtæki 846 1212, hs. 5872442, fax 5872442. Birgir Ólafsson, löggiltur rafverktaki. TIL SÖLU Bújörð til sölu Til sölu er jörðin Varmahlíð, Vestur-Eyjafjalla- hreppi, Rangárvallasýslu. Jörðin selst með húsum, áhöfn, vélum og fullvirðisrétti til mjólkurframleiðslu, sem er 82.540 lítrar. Upplýsingar gefur Sigmar Albertsson, hrl., Lágmúla 7, Reykjavík, sími 581 1140. Til sölu mmmmrn iiaaTiiriiiiiii-iiÍÉÍiiaiat. 90 fm fallegt húsnæði á 1. hæð á horni Vita- stígs og Hverfisgötu (Gallerí Greip). Allt nýstandsett. Góðir sýningargluggar. Til sýnis frá kl. 14-18 (nema mánudaga). Sími 551 4480. Stór íbúð eða hús óskast til leigu sem fyrst, helst í vesturbænum. Erum reglusamir og reyklausir bræður. Öruggum greiðslum heitið. Upplýsingar í s. 898 3111 eða 561 2646. Hafnarfirði Basar laugardaginn 9. nóvember kl. 13.00-17.00 og mánudaginn 11. nóvember kl. 9.00-16.00. Greiðslukortaþjónusta. Heimilisfólk Hrafnistu Hafnarfirði. Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins í Aðalgötu 7, Stykkis- hólmi, þriðjudaginn 12. nóvember 1996 kl. 10.00 á eftirfarandi eignum: Bogarholti 2, Snæfellsbae, þingl. eig. Ingólfur B. Aðalbjörnsson, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins. Engihlíð 22, 2. hæð fyrir miðju, Snæfellsbæ, þingl. eig. Haukur Hall- dór Barkarson, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna. Ennisbraut 35, Snæfellsbæ, þingl. eig. Sjöfn Sölvadóttir, gerðarbeið- andi Byggingarsjóður ríkisins. Hellisbraut 7, efri hæð, Snæfellsbæ, þingl. eig. Eggert Bjarki Eggerts- son, geröarbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins. Hesthús við Fossá, Snæfellsbæ, þingl. eig. Sölvi Konráðsson, gerðar- beiðandi innheimtumaður ríkissjóðs. Hraðfrystihús v/Reitarveg 12, Stykkishólmi, þingl. eig. Rækjunes ehf., gerðarbeiðendur Det Norske Veritas AS, Gjaldheimtan í Reykja- vík og Tollstjóraskrifstofan. Lágholt 11, Stykkishólmi, þingl. eig. Jens Óskarsson, gerðarbeiðend- ur húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar, Lífeyrissjóður sjómanna og Lífeyrissjóður verslunarmanna. Munaðarhóll 24, Snæfellsbæ, þingl. eig. Sigurbjörg G. Tómasdóttir og Vilhjálmur Örn Gunnarsson, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins og Lífeyrissjóður sjómanna. Skólabraut 9, Snæfeilsbæ, þingl. eig. Bjargey Magnúsdóttir, gerðar- beiðendur Byggingarsjóður ríkisins, innheimtumaður rikissjóðs, Landsbanki íslands og Lífeyrissjóður Vesturlands. Skólastígur 24, Stykkishólmi, þingl. eig. Björn Sigurjónsson og Guðný Vilborg Gísladóttir, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins, Lífeyr- issjóður starfsmanna rikisins og Vátryggingafélag íslands hf. Sumarbústaður á Jaöri IV, Arnarstapa, Snæfellsbæ, þingl. eig. Sig- urður Thorarensen, gerðarbeiðandi íslandsbanki hf. Sæból 13, Grundarfiröi, þingl. eig. Aðalheiður Friðfinnsdóttir, gerðar- beiðandi húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar. Túnbrekka 19, Snæfellsbæ, þingl. eig. Hervin S. Vigfússon, gerðar- beiðandi húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar. Sýslumaðurínn í Stykkishólmi, 8. nóvember 1996. GEÐHJÁLP Félagsfundur verðurlaugardaginn 16. nóvemberkl. 14.00 í félagsmiðstöðinni, Tryggvagötu 9. Fundarefni: Stefnumótun í geðheilbrigðismálum. Stjórnin. nÁlmJngÁrsÁla Uppboð Uppboð mun byrja á skrifstofu embættisins á Bjólfsgötu 7, 710 Seyðisfirði, föstudaginn 1B. nóvember 1996 kl. 14.00 á eftirfar- andi eign: Múlavegur 2, Seyðisfirði, þingl. eig. Jóhann P. Hansson, gerðarbeið- éndur Byggingarsjóður ríkisins, Byggðastofnun, sýslumaðurinn á Seyðisfiröi, Tryggingastofnun ríkisins og Lífeyrissjóður starfsmanna rikisins. 8. nóvember 1996. Sýslumaðurínn á Seyðisfirði. AUSTURLEIÐ auglýsir Daglegar sætaferðir frá Reykja- vík að flóðasvæðinu við Gígju- kvísl kl. 8.30 frá BSÍ. Sætapantanir og uppl. hjá BSÍ, sími 552 2300. FERDAFÉLAG @) ÍSLANDS MÖRKINNI6 - SlMI 568-2533 Sunnudagur 10. nóvember kl. 13.00 Húsfell - Búrfellsgjá. Ekið að Kaldárseli, gengið þaðan á Hús- fell (288 m) og til baka um Búr- fellsgjá (hrauntröö) frá Búrfelli (gígur) i aust-suðaustur frá Hafn- arfirði. Torfærulaus leið. Verð kr. 800. Brottför frá Umferðarmiðstöð- inni, austanmegin, og Mörkinni 6. ATH.: Næsta myndakvöld verð- ur miðvikudaginn 13. nóvem- ber í Mörkinni 6! Ferðafélag íslands. Landsst. 5996110916 IX kl. 16.00. i kvöld kl. 20.00: Vakningarsam- koma í Hvrtasunnukirkjunni, Há- túni 2. Sænski vakningarpredik- arinn Roger Larsson talar. Allir hjartanlega velkomnir. Dagsferð 10. nóvember Kl. 10.30 Stardalshnjúkur - Haukafjöll. Gengið um svæðið sunnan Skálafells. Verð kr. 1.000/1.200. Netslóð http://www.centrum.is/utivist _________________________________
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.