Morgunblaðið - 09.11.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 09.11.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 1996 7 FRETTIR íslandsmynd úr eigu dönsku kon- ungsfjölskyldunnar á uppboð Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. MÁLVERK með Snæfellsjökul og fjallasýn í bakgrunn og danska konungsskipið í forgrunn í innsiglingunni, sem verið hefur í eigu dönsku konungsfjölskyld- unnar, verður boðið upp í danska uppboðshúsinu Boye’s Auktíoner 20. nóvember. Matsverðið er 80 þúsund danskar krónur eða um 900 þúsund íslenskar. Málverkið var málað í tílefni komu Friðriks 8. tíl íslands 1907 og var strax keypt af hinni sænsku Lovísu drottningu og eiginkonu Frið- riks. Myndin hékk síðast í Sorg- enfri-höll. Málverkið er eftir Vilhelm Arnesen, 95x143 cm að stærð og fellur inn í danska hefð sjó- og skipamynda, sem var vinsæl grein fram á þessa öld. Myndin sýnir glæsilegt eimskip, sem konungur kom með, en á innsigl- ingunni eru auk þess millilanda- skipin Geiser og Hekla, gæslu- skipið Islands Falk og gufuskip- ið Atlanta, sem flutti þing- mannanefndina er var í föru- neyti kóngsins. í kring er svo fjöldinn allur af smábátum, sem flagga stórum dönskum fánum, utan hvað að nokkrir hvítbláir fánar með fálka sjást. A einum bát á áberandi stað er fálkafán- anum haldið hátt á lofti af einum bátsveija. R-listi um Reykjavíkurflugvöll Borgin verði mið- stöð innan- landsflugs ÁRNI ÞÓR Sigurðsson, borgarfull- trúi R-lista, sagði á fundi borgar- stjórnar á fimmtudaginn að engin ástæða væri til að draga í efa af- stöðu meirihluta R-listans í borgar- stjórn um að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram miðstöð innanlands- flugs. Sagði hann að reynt hefði verið að gera málflutning R-listans tortryggilegan í fjölmiðlum með því að orð voru slitin úr samhengi og skoðanir affluttar. Árni Þór sagði löngu tímabært að samgönguráðherra afráði að hefja endurbætur á flugvellinum. Tillögur nefndar, sem kannað hefði rækilega sambýli flugs og byggðar, hefðu legið á borði ráðherrans í eitt og hálft kjörtímabil. Mikilvægasta skrefið til að tryggja öryggi á Reykjavíkurflug- velli sagði hann vera að flytja allt æfinga- og feijuflug frá Reykjavík- urflugvelli og minnti á að aðeins fimmtungur flugumferðar um völl- inn væri eiginlegt innanlandsflug. ----------♦ ♦ ♦---- Dregur úr frosti STILLT en kalt veður með miklu frosti í innsveitum Norðanlands hefur ríkt á landinu að undanförnu. Samkvæmt upplýsingum frá Veður- stofunni er gert ráð fyrir hægri vestlægri átt án úrkomu víðast hvar á landinu í dag og síðdegis mun gera þíðu sunnanlar.ds og vestan. Á sunnudag er búist við slyddu eða snjókomu sunnanlands og vest- an. Frostlaust verður um tíma um mestallt land. Á mánudag er gert ráð fyrir nokkuð hvassri norðanátt og frosti og á þriðjudag er útlit fyrir snjókomu og eljagangi í flest- um landshlutum. Á miðvikudag er búist við norðanátt og éljum norð- anlands. Aftan á málverkið er skrifað að það sýni skipakomuna klukk- an átta að morgni 30. júlí 1907 er konungur sigldi að landi. Lík- legt er talið að myndin hafi ver- ið máluð samkvæmt pöntun kon- ungs, en a.m.k. keypti eiginkona hans Lovísa drottning málverk- ið handa manni sínum næstum áður en litirnir náðu að þorna. Myndin var á sínum tíma á vor- sýningunni á Charlottenborg 1908, en hékk annars í Amalien- borgar-höll. Eitt af átta börnum Friðriks og Lovísu var Kristján 10., afi Margrétar Þórhildar drottning- ar, sem erfði síðan málverkið. Þegar hann var settur í stofufangelsi í Sorg- enfri-höll af Þjóðveij- um 1943 tók hann myndina með sér þangað og þar hefur hún hangið síðan. Það eru ættingjar Margrétar Þórhildar, sem selja myndina núna. JM _ ' ' >. ? ðáafe',..S'P ■ 5 '• < • ' < A' • -V; Öflugur skutbíll fyrir íslenskan vetur Stór, vel búinn og öflugur Elantra Wagon Nordic Style: Heildarlengd 4,45 m, hjólahaf 2,55 m. Wmon NORDIC STYLE Stór og kraftmikil vél: 1.6 lítra rúmmál 16 ventlar Fjölinnsprautun 116 hestöfI rstg Upphækkun Heilsársdekk Álfelgur Vindskeið • Hæð undir lægsta punkt 20 sm. •Flutningsrými: Breidd 136,4 sm, hámarkslengd 152,3 sm, hámarksrúmmál 1785 lítrar. Rafknúnar rúður Rafknúnir hliðarspeglar J Samlæsing í hurðum Vökva- og veltistýri Tveir styrktarbitar í hurðum Útvarp/kassettutæki með 4 hátölurum Litað gler Statíf fyrir drykkjarmál Hólf milli framsæta Stafræn klukka Snúningshraðamælir Barnalæsingar CC z> Q < o D3 < Q í tn C£L LU jí UJ £L 1.495 Beinskiptur, verð TTiTn kr. á götuna o.m.fl. HYURDni til framtídar IlIíMííir ÁRMÚLA 13, SÍMI: 568 1200 BEINN SÍMI: 553 1236
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.