Morgunblaðið - 09.11.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.11.1996, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR Jólabakstur með nýjum hætti Konfekt o g smá- kökur án sykurs MARGIR eru hættir að baka tíu smáköku- tegundir fyrir jólin. Guðbjörg R. Guð- mundsdóttir spjallaði við Sólveigu Eiríks- dóttur sem bakar fyrir jólin - en án sykurs. ÞAÐ ER engin hætta á að hún vakni upp við það í janúarbyijun að vera tveimur kílóum þyngri en í nóvem- ber, með samviskubit og slöpp og þreytt eftir að hafa borðað þungar steikur og óteljandi smákökur um jólin. „Það eru sautján ár síðan ég fór að hugsa um mataræðið fyrir al- vöru en um sjö ár síðan ég útilok- aði alveg sykur úr fæðunni," segir Sólveig en hún hefur um skeið rek- ið veitingastaðinn Grænan kost þar sem hún býður upp á grænmetis- fæði án sykurs og gers.“ - En hvemig gengur þá að baka fyrir jólin? „Fyrstu árin var ég með enda- lausar tilraunir í eldhúsinu og var að sleppa sykri úr jólakökuupp- skriftinni og öðrum kökum sem áður tilheyrðu jólahaldinu. Ef fólk vill reyna það borgar sig að búa til lítið deig í einu og fíkra sig áfram. Það er hægt að sjóða niður þurrk- aða ávexti, apríkósur, döðlur, grá- fíkjur, epli og perur og sjóða í þykk- an massa sem kemur þá í stað syk- urs. Þá þarf að minnka vökvamagn- ið og lykillinn að því að ná þessu er að hafa tilfínningu fyrir því hvemig deigið eigi að vera. Með tímanum hætti ég þessu og fór að fara þægilegri leiðir. Ég tók upp á því að búa til mínar eigin kökur sem voru þá allt öðmvísi og miklu betri en þessar uppskriftir sem ég var að reyna að breyta og laga að mín- um lífsháttum. Ég kom mér upp vissum gmnni og vann útfrá honum með bragðefni." Piparkökubaksturinn á sínum stað Sólveig segist þegar vera bytjuð að baka með þriggja ára dóttur sinni en piparkökubaksturinn á heimilinu er með öðram hætti en víða þekkist. „í okkar „piparkök- um“ er heilhveiti, kókosmjöl, van- illudropar, lyftiduft, kannski möndl- ur, ýmis kökukrydd og AB mjólk eða heitt vatn. Þegar við höfum náð deiginu eins og það á að vera fletj- um við það út og notum margvísleg mót til að forma jólafígúmr." Sól- veig segist baka botna fyrir jólin og búa til á þá ýmiskonar ávaxtafylling- ar. ís er lÖca í miklu uppáhaldi á hennar heimili og svokallaðir hrist- ingar. Það er ekki ijómi og egg sem er uppistaðan í ísnum hennar Sól- veigar heldur ávextir, ávaxtasafi, ýmis bragðefni sem hún kaupir í Heilsuhúsinu og svo mettar hún ís- inn með frosnum bananabitum. „Þetta er mjög auðvelt og gott.“ - Stelstu aldrei í piparköku, gyðingaköku, Söm Bemharðsköku. Siggakökur, vanilluhringi . . .? „Nei, veistu, löngunin í sykur er löngu horfín. Ég hef ekki bragðað sykur í sjö ár og mig klígjar orðið við honum. Það er helst til hátíða- brigða að ég fæ mér þeyttan ijóma með döðlubökunni eða ávaxtaköku- sneiðinni. Það kann að eiga hlut að máli að foreldrar mínir vom á undan smni samtíð þegar sykur- og hveiti- notkun er annarsvegar og ég er alin upp við það sem bam að mamma minnkaði alltaf sykurmagn og setti heilhveiti í staðinn fyrir hveiti í köku- uppskriftir. Þetta var mér því ekki eins erfítt og það er eflaust öðmm. Ég sé það á dóttur minni sem er þriggja ára að ef böm em strax í byijun vanin við sykursnauða fæðu verður það ekkert mál. Henni fínnst til dæmis bökumar mínar of sætar og sækir frekar í brauð ef það er líka á boðstólum. Hún hefur aldrei fengið sælgæti eða sykur í öðm formi en ávöxtum og virðist fá syk- urþörf sinni fullnægt þannig." Sólveig sá ekkert því til fyrir- stöðu að opna matreiðslubækumar fyrir iesendur og við birtum hér nokkrar freistandi uppskriftir sem við rákumst á ef einhveijir hafa áhuga á að breyta fyrirkomulagi jólabakstursins í ár. Möndlu- og konilkökur 1 bolli heilhveiti 'h tsk kanill ____________2 msk olío__________ ______2 bollar möndluflögur_____ 'i'. bolli eplasafi 1 -2 msk epla- og perumauk Morgunblaðið/Ásdís SÓLVEIG Eiríksdóttir sem bakar smákökur úr heilhveiti og kókos og býr til ís sem ekki inniheldur ijóma og egg. (þykkni) sem fæst í Heilsuhúsinu eða sykurlaus sulta Blandið saman mjöli, kanil og olíu. Þá er möndlum bætt út í og eplasaf- anum líka. Deigið á að vera mjúkt og ekki of blautt. Mótið litlar flatar kökur og setjið á smurða bökunar- plötu. Látið einn dropa af sætuefni ofan á hveija köku. Bakið í ofni við 180°C í tíu mínútur. Lækkið hitann í 150°C og bakið áfram í tíu mínútur eða þar til þær em orðn- ar brúnar og fallegar. Gulrótnrknka 7 dl rifnar glrætur 2'h dl malaðar hnetur 2‘/2 dl döðlur 2'h dl vatn ____________'U tsk salt_________ I msk kanill 1 msk kardimomma 4 dl haframjöl Sjóðið döðlurnar í vatni og salti. Blandið öllu saman í skál og setjið í smurt form. Bakið í ofni við 200°C í 45-60 mínútur. Hrískökukonfekt ____________4 hrískökur_________ 2 bollar köðlur 1 'h bolli kókosmjöl, ristoð 1 bolli cashew hnetur, ristaðar og ____________muldgr______________ 'Abolli hnetu/möndlusmjör _______2 msk appelsínuhýði______ 2 msk sítrónuhýði __________1 msk kanilduft_______ ____________1 tsk vanilla_______ 'h tsk sjávarsalt Allt sett í matvinnsluvél, mótað í kúlur eða teninga og kælt eða fryst. Kartöflur boðnar upp á þriðjudaginn Kartöflukílóið á 5 krónur KÍLÓIÐ af kartöflum var selt á frá fimm krónum í gær. Frá hádegi og fram til klukkan þijú í gær höfðu ýmsar verslanir lækkað verðið nokkr- um sinnum til að halda í við samkeppnisaðila. Guðmundur Marteins- son hjá Bónus segir skjálfta vera í kaup- mönnum vegna upp- boðs á grænmeti og m.a. kartöflum sem hefst á þriðjudaginn hjá Faxamarkaði. Ennfremur segir hann framboðið mjög mikið. „Um þetta snýst mál- ið og við emm að fá kílóið á mjög góðu verði. Hinsvegar erum við að borga með kílóinu þegar það er selt á fímm krónur.“ Júlíus Jóns- son hjá Nóatúni segir að tauga- veiklun hafí gripið um sig á mark- aðnum hvað varðar verð á kartöfl- um. Hann segist ekki vita hvers vegna en Nóatún fylgi straumnum. Hann er hinsvegar á þeirri skoðun að verðið hækki aftur á mánudaginn. - Ertu ekki að borga með kartöflun- um? „Nei en ég fæ ekkert fyrir að selja þær.“ Hjá Nóatúni kostaði kartöflukílóið 10 krón- ur í gær en í tveggja kílóa pokum var það á 187 krónur. Bónus bauð kílóið á 19 krón- ur þegar verslunin opnaði en forsvars- menn verslunarinnar vora fljótir að lækka það niður í fímm krónur þegar Nóatún lækkaði verðið hjá sér í tíu krónur kílóið. Tveggja kílóa pokar kostuðu 49 krónur hjá Bónus í gær en siðan lækkuðu þeir verðið í 29 krónur og hjá Hagkaup kostaði kílóið af Premier 29 krónur en síð- an vom aðrar tegundir dýrari. Hjá 10-11 verslununum var tilboð í gangi, með lambakjöti fylgdu kart- öflur ókeypis og tveggja kílóa pok- ar af kartöflum voru á 75 krónur. Jólavörur VERSLUNIN Magasín hóf sölu á ýmiskonar jólavarningi í síðustu viku. í fréttatilkynningu frá fyrir- tækinu segir að ákveðið hafi ver- ið að bjóða jólavörurnar snemma svo viðskiptavinir geti dreift út- gjöldum og með góðum fyrirvara Neytendablað- ið er komið út HOLLUSTA og heilbrigði er áber- andi efni í nýútkomnu Neytenda- blaði. Rætt er við forseta Islands, herra Ólaf Ragnar Grímsson, sem segist vegna hreyfingar og hollara mataræðis vera betur á sig kom- inn nú en hann var fyrir tuttugu árum. í blaðinu er umfjöllun um myndbandstæki og spólur. Niður- stöður eru að þegar neytendur hafa ákveðið hvaða eiginleika tækið á að bjóða upp á er hægt að láta verðið ráða því gæði eru svipuð. ítarleg umfjöllun er um lífskjörin hér á landi og í Dan- mörku, sérstaklega skattamál. Auk þessa er sagt frá kvörtunar- málum og fjallað um kúariðuna i í Magasíni sent gjafír til ættingja og vina í útlöndum. Auk jólavarnings fæst í Magasíni gjafavara af ýmsu tagi, húsbúnaður, leikföng, spegl- ar og myndir. Verslunin er opin alla daga vikunnar nema sunnu- daga. Bretlandi og tengsl hennar við Creutzfeldt-Jakob veikina. Eðalfiskur í Borgarnesi Kynnir nýtt salat á íslenskum dögum EÐALFISKUR í Borgarnesi er meðal fyrirtækja á Vesturlandi sem taka þátt í íslenskum dögum. Að sögn Ragnars Hjörleifssonar framkvæmdasljóra fyrirtækisins eru þeir að kynna nýja tegund vöru á íslenskum dögum, rækju- salat með reyktum laxi auk þess sem verslanir á Vesturlandi eru með sérstök tilboð á vörum þeirra. „Við höfum ekki lagt mikla áherslu á nýjungar að undanförnu heldur höfum við einbeitt okkur að því að markaðsselja vörur okk- ar á fleiri stöðum og við höfum verið að færa okkur á erlendan markað." í fyrra var fyrirtækið með kynningu á vörum fyrirtæk- isins í verslunum í New York og sú kynning hefur skilað sér marg- falt til baka. „ Við seljum orðið töluvert á þetta svæði bæði af reyktum laxi og graflaxi. Salan Morgunblaðið/Golli RAGNAR Hjörleifsson fram- kvæmdastjóri Eðalfisks í Borgarnesi hefur aukist um 70% á þessu ári sem við teljum að skýra megi með markaðsátakinu.“ Auk þess sem fyrirtækið selur vörur undir merkinu Eðalfiskur er það líka með vörur undir merkinu Búkonulax sem er ódýrara merki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.