Morgunblaðið - 09.11.1996, Síða 23

Morgunblaðið - 09.11.1996, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBBR 1996 23 Kampavín er ekki bara ljúffengt eitt og sér, segir Steingrímur Sigurgeirsson, heldur jafnframt eitt göfugasta matarvín heims. AÐ ÆTLAR ekkert lát að verða á góðum gesta- kokkum hingað til lands í haust. Næstkomandi miðvikudag hefjast á Hótel Holti kampavíns- dagar þar sem Frakkinn Laurent Laplaige, er rekur stað- inn La Garenne, mun sjá um matinn. Laplaige hefur verið varaforseti samtaka franskra ungkokka (Jeunes Restaurateurs de France) og veitingastaður hans í Champigny-sur-Vesles hlaut Michelin-stjörnu árið 1991. Laplaige hlaut menntun sína hjá hinum fræga Gérard Boyer (sem rekur þriggja stjömu stað- inn Les Crayéres í Reims) og stíll hans í matargerð þykir „ný- klassískur", hin sígilda matar- gerð færð í nútímalegan búning, þar sem lögð er mikil áhersla á léttleika og ferskleika. Á hinum sjörétta matseðli hans hér verð- ur m.a. andalifrarterrine með sveskjum og ratafia, barri með soðbökuðu hvítlaufssalati og dökkri bjórsósu og dádýrsvöðvi með vínberjum og ferskum fíkjum. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem íslenskur barri er formlega í boði á veitingastað. Barri er hlýsjávarfiskur, sem til- raunaeldi á hófst nýlega á Sauð- árkróki á vegum fyrirtækisins Máka. Ei-u fyrstu fiskarnir nú að ná sláturstærð. Þetta er þriðja árið í röð sem Holtið og sendiráð Frakklands á Islandi eiga samvinnu um að kynna vín og matargerð tiltekins héraðs Frakklands. Áður hafa Búrgundarhérað og Elsass verið kynnt og má með sanni segja að þær vikur hafi verið með há- punktum síðustu tveggja ára í veitinga- húsalífinu. Að þessu sinni er það Champagne-héraðið sem kynnh- sig. Taka mörg af frægustu kampavínshúsunum þátt og verða með kynningu í Þingholti fyrir matargesti: Moet & Chand- on, Mumm, Veuve-Clicquot, Bollinger og Taittinger. Vín þeirra verða síðan borin fram með matnum, eitt með hverjum rétt. Kampavín er óumdeilanlega einhver fullkomnasti drykkur er skapaður hefur verið. Ekkert annað vín kemst nálægt hreinni fegurð kampavínsins fái það að njóta sín í viðeigandi glasi. Ekk- ert vín býr yfir sömu töfrum. Ekkert annað vín getur gegnt jafnfjölhæfu hlutverki. í Frakk- landi er kampavín drykkur gleði sem sorgar. Og vilji menn bjóða til virkilega glæsilegrar veislu er tilvalið að bjóða mismunandi kampavín máltíðina út í gegn, frá Sælkerinn hins vegar framleitt sérstök ár- gangsvín, sem eru yfirleitt töluvert dýrari en jafnframt betri. Rósakampa- vín fæst með því að bæta ögn af rauð- víni út í. LAURENT og Corinne Laplaige á veitingastað sínum La Garenne. fordrykki til og með eftirrétti. En kampavín er vissulega ekki allt sem freyðir heldur einungis vin frá afmörkuðu svæði í kring- um borgina Reims í norðurhluta Frakklands. Gert er hvítvín úr þrúgunum Chardonnay, Pinot Noir eða Pinot Meunier og það vín síðan látið gerjast í síðara skipti í flösku, samkvæmt sér- stöku skilgreindu ferli. Pinot-þrúgurnar báðar eru raunar rauðvínsþrúgur en ljóst vín fæst úr þeim með því að pressa safann úr þeim hratt og varast að nokkur snert- ing verði við hýðið, sem gefur lit- inn. Yfirleitt eru kampavín ekki árgangsvín heldur blanda úr nokkrum árum. Bestu árin eru Kampavínsiðnaðurinn byggir aðal- lega á stóru kampavínshúsunum. Þau sjá um 73,3% af heildarframleiðslunni (miðað við tölur síðasta árs) og heil 93,6% af útflutningnum. Afgangurinn skiptist á 5.152 minni framleiðendur (sem selja aðallega þrúgur til stóru húsanna), 44 samvinnufyrirtæki bænda og 265 vinmiðlara (négociants). Langstærstur hluti kampavínsins er seldur innan Frakklands eða 160 millj- ónir af þeim 246 milljónum flaskna sem eru framleiddar árlega. Stærstu mark- aðirnir utan Frakklands eru Þýska- land, Bretland og Bandaríkin. Margir hafa reynt að herma eftir gæðum kampavíns og í flestum vín- framleiðslulöndum heims eru til eftir- líkingar, þar sem notaðar eru sömu þrúgur og aðferðir. Þetta getur skilað mjög góðu freyðivíni, en aldrei kampa- víni. Gæði og einkenni kampavíns ráðast af ýmsu. Hvaða svæði Champagne þrúgurnar koma upphaflega frá, hvert er hlutfall þrúgnanna eða hversu lengi vínið hefur verið geymt á flöskum (yfirleitt a.m.k. þrjú ár fyrir gott kampavín). Kaupi menn kampavín frá þekkt- um framleiðanda geta menn ver- ið allöruggir og verða þá einung- is að gera það upp við sig hvaða stfll hentar þeim best. Hvert kampavínshús hefur sinn stíl - cuvée - sem á að haldast stöðug- ur ár eftir ár ef allt er með felldu. Við lok kampavínsferlisins er einnig yfirleitt bætt ögn af sæt- um vökva út í og ræður magnið sætustigi vínsins. Öll bestu kampavínin eru sldlgreind sem brut, það er mjög þurr. Sætari kampavín, démi-sec, hafa verið vinsæl hjá norðlægari þjóðum, t.d. íslendingum, en henta eigin- lega fyrst og fremst með eftir- réttum í lok máltíðar. Nokia 9000 er fullkominn GSM-sími, þó þungur sé, enda kemur í ljós þegar hann er opnaður að þar er sitthvað fleira handhægt að finna. Innbyggt er símbréfstæki, sem geir kleift að senda símbréf og taka við þeim, tölvupóstsendir, SMS-möguleiki, sem líkja má við símapóstkort með allt að 160 bókstöfum og er í mörgum GSM-símum, rápforrit fyrir Veraldarvefinn, reiknivél, dagatal, heimilis- og tengiliðaskrá, og rissblokk, aukinheldur sem innyggt er tónsmíðaforrit fyrir list- hneigða og vekjaraklukka. Ekki er mikið mál að koma tækinu af stað, þarf aðeins að láta opna fyrir gagnaflutning á farsímakortið, slá inn upplýsingar um teng- ingu og síma netþjónustuaðila, og hægt er að skella sér inn á netið, senda tölvupóst eða sækja, eða senda símbréf eftir þörfum. Einnig má nota telnet til að tengjast tölvu úti í bæ, gekk til að mynda prýðilega að tengjast móð- urtölvu Miðheima með telnet, og innbyggt er líka Terminal-skjáhermiforrit. Rissblokkin kemur að ágætum notum og ekki síst heimilisfangaskráin, sem hægur leikur er að leita í og fletta upp í en í henni rúmast 60.000 nöfn. Einnig er notagildi dagatalsins nokkuð, því hægt er að láta það minna á sitthvað sem annars myndi gleym- ast. Ógetið er að nota má SIMM-kort til að an í einum pakka sem smeygja má í vasa. auka innra minni Nokia 9000 verulega og hægt að hafa fleiri en eitt kort undir eftir því sem við á. Innrauður sBntUbúnaður Meðal helstu kosta er að innrauður sendi- búnaður er innbyggður og því er hægt að senda gögn, til að mynda nafnaskrá eða texta ýmislegan, inn í PC-samhæfða tölvu með að- stoð hugbúnaðar sem fylgir, en einnig er hægt að tengjast tölvunni með sérstakri raðteng- isnúru ef vill. Dæmi eru um prentara með inn- rauðum búnaði og þá má prenta beint út, en vitanlega er einnig hægt að nota símbréfs- möguleikann til að prenta út skjal, þ.e. senda það á viðeigandi símbréfstæki, þótt það kosti auðvitað sitt. Auk þess sem senda má gögn til PC-tölvu eða prentara má sækja gögn inn á Nokia 9000, til að mynda er hægt að lesa inn á tækið jpg og gif myndir og skoða með viðeig- andi fyígiforriti, en ætlun Nokia-manna er að eigandi geti uppfært hugbúnað tólsins með því Örgjörvinn í Nokia 9000 er frá Intel og stýrikerfið er Geoworks en segja má að tækið sé þróað í samvinnu þessara aðila og Nokia. Skjárinn á apparatinu er eðlilega ekki stór og reyndar er lykla- borðið varla fyrir fullvaxna fingur, þ.e. eðlilega er ekki hægt að skifa á vélina á viðlíka hraða og á hefðbundið lyklaborð. Þannig verða seint skrifaðar langar greinar á slíkt tæki þótt það nýtist til að mynda fyrir stuttar fréttir eða skilaboð. Með æfingunni gengur þó furðu hratt að skrifa, en óneitanlega ókostur að á tækinu sem ég reyndi var ekki hægt að skrifa íslenska bókstafi sem gerir text- ann heldur álappalegan. Þess má geta að ymisleg sértákn má setja inn með því að slá á þartilgerðan lykil. Annar galli við tældð er að innbyggt mótald er ekki nema 9.600 bps, þegar algengustu mótöld eru 28.800, sem verður væntan- lega lagað í næstu útgáfum. Nokia 9000 Communicator kostar um 160.000 krónur í smásölu hér á landi, álíka og víða í Evrópu og reyndar yfirleitt heldur ódýrara. Hátt verð kannski fyrir GSM-síma, en ekki ýkja dýrt þegar allt er talið sem fylgir í kaupunum. FÁ TÓL hafa vakið aðra eins athygli undanfarin misseri en Nokia 9000 Communicator, enda má segja að það sé sannkallað töfratæki fyrir þá sem þurfa á annað borð á því að halda. Með Nokia 9000 Communicator hefur Nokia náð að skáka handtölvuframleiðendum eins og Psion, því mikið af staðalbúnaði tækisins er einmitt það sem menn selja handtölvur út á, eins og heimilisfangabók, prent- og tölvu- tengingar, minnisbækur og svo mætti lengi telja. Þegar búið er að tengja þetta fullkomnum GSM-síma er varla nema von þótt ýmsir spái því að markaður fyi’ir síkar tölvur eigi eftir að gjörbreyt- ast á næstu árum því það sér hver í hendi sér hagræðið að hafa allt á sama stað. fullk uminn ESM- sími meá meiru töfratæki Fyrir þann sem er ávallt á ferðinni er óneitanlega kostur að hafa við hendina síma, tölvupósttæki, símbréfstæki og minnis- bókartölvu. Árni Matthíasson komst að hægt er að fá allt sam- að tengjast höfuðstöðvum Geoworks eða Nokia og sækja hann beint inn á tækið. Úthaldið er prýðilegt eftir að búið er að ná fullri hleðslu á rafhlöðum, þvi nota má tækið í tvo tíma samfellt undir síma/símbréfi'netráp en 30 klukkustundir getur tólið beðið eftir því að eitthvað berist. Sé slökkt á sím- anum getur tækið beð- ið þess sem verða vill í viku án þess að nokk- uð glatist af gögnum og reyndar eru gögn ekki í hættu þó rafhlöðurn- ar gefist gersamlega upp. Ekki er það með í pakkanum en kaupa má hleðslutengingar sem nota má í bifreið. Lítill skjár ng iyMaburð

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.