Morgunblaðið - 09.11.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.11.1996, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÚRVERINU ELÍAS Björnsson, formaður Jötuns í Vestmannaeyjum, hefur sótt þing SSí um árabil. Orðið ólíðandi hvernig farið er með auðlindina Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda Veiðileyfagjald til eflingar strand- veiðum og byggðum Aukinn skattur kemur ekki til greina „VERÐMYNDUN á fiski og kvótabraskið sem við köllum svo hafa verið helztu mál þessa þings. Það er orðið ólíðandi í lýðræðis- þjóðfélagi hvernig farið er með þessa sameiginlegu auðlind okkar allra. Andstaðan við þetta er ekki bara hjá okkur forystumönnum sjómanna. Undiraldan í þjóðfélag- inu vex stöðugt. Ég hef orðið mjög var við þessa undiröldu hjá físk- verkafólki, til dæmis austur á fjörðum. Verðmyndunin og kvóta- braskið er það, sem fólkið getur ekki fellt sig við. Þá erum við mjög harðir gegn því að leyft verði að veðsetja aflaheimildir. Kjara- samningar eru framundan um ára- mótin og þá verða þessi mál þar efst á baugi,“ sagði Sævar Gunn- arsson, formaður SSÍ í samtali við Morgunblaðið við lok 20. þings sambandsins í gær. Þingið samþykkti í gær ályktan- ir um öryggis- og tryggingamál, en áður höfðu ályktanir um físk- veiðistjórnun verið afgreiddar. Aðbúnaður um borð í fískiskipum og löng útivist við veiðar á fjarlæg- um miðum var mikið rætt á þing- inu. Samþykkt var ályktun þess efnis að skorað var á félagsmála- ráðherra að láta nú þegar fara fram könnun á því hvaða áhrif Formaður SSÍ segir að taka verði á kvóta- braskinu og verð- myndun á fiski löng útivist hefur á sálarlíf þeirra sjómanna, sem stunda veiðar utan lögsögu íslands, andlegt og líkam- legt þrek þeirra og fjölskyldna þeirra. Reglugerð um aðbúnað um borð verði endurskoðuð Þá var samþykkt ályktun þess efnis að þegar verði endurskoðuð reglugerð um vistarverur, öryggi og aðbúnað í vinnu- og vinnslurými fískiskipa til að tryggja sjómönnum sem stunda veiðar á úthöfunum mannsæmandi aðstöðu um borð. Loks var bent á mikilvægi Slysa- vamaskóla sjómanna og þess kraf- izt að opinberar fjárveitingar tii skólans verði auknar, svo hann geti betur sinnt hlutverki sínu. Til háborinnar skammar „Öryggis- og tryggingamál voru einnig mikið rædd á þinginu. Þar þarf víða að taka á, einkum þó í sambandi við upphæðir bóta fyrir slys eða óhöpp. Þær upphæð- ir, sem nú eru greiddar, eru svo lágar að til háborinnar skammar er,“ segir Sævar. Samingsumboðs vegna kjarasamninga óskað Kjarasamningar við útgerðina eru nú framundan. Mun SSÍ fara með samningsumboð sjómennafé- laganna eins og í undanförnum samningum? „Við breyttum lögum sambandsins í tengslum við lögin um stéttarfélög og vinnudeilur frá því í vor. í kjölfar þess mun ég strax senda út bréf til aðildarfé- laga SSÍ og leita eftir því að fá umboð þeirra til samninga. Ég geri ekki ráð fyrir öðru en Sjó- mannasambandinu verði falið þetta umboð fyrir mikinn meiri- hluta félaganna eins og verið hef- ur undanfarin ár. Þingið hefur verið mjög starfs- samt og málin mjög vel unnin. Það hefur verið mikil samstaða og minni spenna en stundum áður. Þetta var því mjög gott þing og ég vil færa starfsmönnum þingsins og þingfulltrúum þakkir fyrir góð vinnubrögð," segir Sævar Gunn- arsson. „VEIÐILEYFAGJALD gæti ég hugsað mér til að efla strandveiðar með þeim hætti að gjald þetta yrði notað til kaupa á aflaheimildum, sem settar yrðu í jöfnunarsjóð og skip undir tiltekinni stærð fengju til dæmis að veiða úr. Þetta yrðu ekki framseljanlegar eða millifær- anlegar aflaheimildir, heldur yrði þetta pottur, sem fyrirfram skil- greindur floti undir ákveðnum stærðarmörkum, hefði aðgang að,“ sagði Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda í samtali við Morgunblaðið í gær, þegar hann var spurður nánar út í hugmyndir sínar um hugsanlegan auðlindaskatt, sem hann minntist á í setningarræðu sinni á aðalfundi LS í fyrradag. Að sögn Arthurs myndi þessi hugsanlegi skilgreindi strandveiði- floti landa afla sínum til land- vinnslunnar. „Þetta er hugdetta, sem ég hef fengið, en ég vil að það komi skýrt fram að ég hafna auðlindaskatti að óbreyttri fisk- veiðistjórnun enda myndi þetta hafa í för með sér breytingu á fisk- veiðistjórnuninni að því leyti að farið yrði að versla með aflaheim- ildir til þess að setja í pott handa sérstökum hluta flotans.“ Stofnun samtaka strandveiðimanna Fulltrúar á aðalfundi Landssam- bands smábátaeigenda, sem lauk í gær, þökkuðu því, sem áunnist hefði varðandi stofnun samtaka strandveiðimanna við Norður-Atl- antshaf og beindu þeir þeim til- mælum til stjórnar LS að þetta verði eitt af forgangsverkefnum á næstu mánuðum, en á síðasta landsfundi smábátaeigenda var samþykkt tillaga þess efnis að LS hefði forgöngu og frumkvæði að því að stofna samtök strandveiði- manna við Norður-Atlantshaf. Art- hur sagðist telja afar brýnt að slík samtök myndist svo að sem breið- astur grundvöllur skapaðist fyrir réttindabaráttu strandveiðanna ásamt því að slík samtök geti veitt svokölluðum umhverfissamtökum harðvítuga mótspyrnu. „Baráttu- aðferðir hinna svokölluðu umhverf- issamtaka, sem eiga sér raunveru- lega það lokatakmark að stöðva og banna allar veiðar, breytast og ekkert er hættulegra en mærðar- legur málflutningur þeirra þar sem þau hafa náð að læða sér inn, bæði á alþjóðavettvangi sem í minnstu héraðsstjórnum, þar sem ákvarðanir eru teknar um fisk- veiðimál.“ Arthur sagðist undanfama mán- uði hafa unnið að undirbúningi máls þessa, en hvorki sé um ein- falt né fljótafgreitt mál að ræða. Bæði væru fjarlægðir miklar þrátt fyrir allt tal um síminnkandi heim og félagsstarf starfsbræðra ákaf- lega misöflugt. „Þannig er t.d. því miður svo að mest allt starf Strandveiðimannafélags Ný- fundnalands hefur legið niðri um nokkurn tíma og ekki auðséð hvernig það félag verður vakið til lífsins. Á Nýfundnalandi vegur það upp á móti að sjálfur sjávarútvegs- ráðherrann, John Efford, er ein- dreginn stuðningsmaður hug- myndarinnar og hefur fyrir skömmu ritað mér bréf sem í raun- inni er ekkert annað en hvatning til verka á þessu sviði. Hann lítur raunar svo á að stofnun samtak- anna sé lífsnauðsynleg til bjargar þróttmiklum strandveiðum í norð- urhöfum," sagði Arthur. Á hinn bóginn mótmælti fundur- inn harðlega þeim hugmyndum, sem fram hafa komið um að leggja á auknar álögur á sjávarútveginn í formi auðlindaskatts. Ekki komi til greina að skattleggja þessa at- vinnugrein, sem afkoma þjóðarinn- ar byggist á, umfram aðrar at- } vinnugreinar. „Þegar hafa verið lagðar óeðlilegar álögur á sjávarút- veginn í formi hinna ýmsu þjón- ustugjalda auk þess sem nú hefur fimm milljarða skuldum þjóðarinn- ar verið velt yfir á greinina með því að koma Þróunarsjóði á okkar herðar. Eins og allir vita er Þróun- arsjóður sjávarútvegsins að miklu | leyti uppsafnaðar ábyrgðir og skuldir ríkissjóðs sem orðið hafa til með óarðbærum fjárfestingum » um margra ára skeið. Fundurinn hafnar því alfarið öllum hugmynd- um um nýjar álögur í formi auð- lindaskatts enda eru þessar hug- myndir komnar frá ýmsum hæst- launuðu mönnum þjóðarinnar sem leita að einhveijum til að greiða skattana. Að þeirra áliti eru það við, sem skulum fá þann kross að } bera,“ segir í ályktun sem sam- | þykkt var með öllum greiddum . atkvæðum. Hugmyndir eru uppi um að þau íslensku skip, sem koma til með að fá veiðiheimildir úr úthafsveið- ikvótum, skili að hluta til veiði- heimildum innan íslensku lögsög- unnar. Þetta kom fram í svari Þorsteins Pálssonar, sjávarútvegs- ráðherra, við fyrirspurn um þetta | efni á aðalfundinum. Þorsteinn sagði að auðvitað væri á þessari stundu enn ekki útséð með hvernig } frumvarpi um úthafsveiðar lyktaði á Alþingi, en svo virtist, þegar frumvarpið var í smíðum, að nokk- uð góð sátt hafi verið um að eðli- legt væri að skip, sem fengju út- hlutuðum veiðiheimildum í úthaf- inu, yrði á móti gert að skila til baka veiðiheimildum í ákveðnum hlutföllum í veiðiheimildakerfinu | innan lögsögunnar. Þessi hlutföll yrðu án efa mismunandi eftir því hvar menn væru að veiða auk þess I sem það yrði háð mati á hveijum tíma hversu langt yrði gengið í þessu efni. Arthur Bogason sagði að sér fyndist fullkomlega eðlilegt að þær veiðiheimildir, sem skilað yrði inn með þessum hætti með tilurð nýrra laga um úthafsveiðar, rynnu í sam- eiginlegan pott strandveiðibáta og skipa. LÍÚ sýnir viðbrögð skapstyggs unglings Að mati Amar Pálssonar, fram- kvæmdastjóra Landssambands smábátaeigenda, hafa útgerðar- menn farið halloka í auðlindaskatts- umræðunni, en ýmislegt væri þó hægt að gera til að bæta þar um. Ljóst væri að töluverðan tíma tæki að breyta sjónarmiði almennings vegna ómarkvissra viðbragða LIÚ við kröfunni um auðlindaskatt, en fyrstu viðbrögð útvegsmanna hafi minnt á viðbrögð skapvonds ungl- ings þegar ýtt er við honum. Við frekara áreiti hafi viðbrögðin kom- ið fram í hroka og á síðustu dögum hafí orðið vart örvæntingar þegar gripið hafí verið til þess ráðs að gera lítið úr þeim, sem væru ann- arrar skoðunar, samanber ummæli þess efnis að ömurlegt sé til þess að vita að síðasta sósíalistann skuli hafa dagað uppi sem ritstjóri I Morgunblaðsins. VILHJÁLMUR Rafnsson læknir og Álfheiður Steinþórsdóttir sálfræðingur ræddu á þinginu um slysatíðni meðal sjómanna og félagsleg og sálarleg áhrif langra útivista skipa á sjómenn og fjölskyldur þeirra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.