Morgunblaðið - 09.11.1996, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.11.1996, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 1996 MIIMNIIMGAR MORGUNBLAÐIÐ ÓTTAR SIGURJÓN G UÐMUNDSSON + Ottar Sigurjón Guðmundsson fæddist á Selfossi 27. nóvember 1979. Hann Iést af slys- förum 2. nóvember síðastliðinn. For- eldrar hans eru Guðmundur Lárus- son og Margrét Helga Steindórs- dóttir. Bræður Ótt- ars eru Lárus, f. 11.9. 1972, maki Guðrún Rut Sigm- arsdóttir, f. 17.1. 1974; Steindór, f. 27.6. 1975, maki Ólöf Ósk Magnusdóttir, f. 19.3. 1979, barn þeirra er Margrét Helga, f. 3.6. 1996; og Vignir Andri, f. 22.4. 1981. Ottar var nemi á öðru ári á eðlisfræðibraut við Fjölbrautaskólann á Suður- landi. Hann bjó að Stekkum í Sandvíkurhreppi. Útför Ottars fer fram frá Selfosskirkju í dag og hefst —st* athöfnin klukkan 13.30. Ungur maður á leið á dansleik til að skemmta sér með skólafélög- um sínum á þann hátt sem ungling- ar í dag lifa lífinu. Hvað getur í raun verið eðlilegra? Eftir dansleik- inn er hafin ferð sem átti að færa hann heim en lauk með þessum hörmulegu endalokum lífs sem var honum svo kært. Eftir sitja harmi slegin fjöiskylda og vinir sem - -Spyrja: Hvers vegna? Hvers vegna var Óttar Siguijón, aðeins tæpra 17 ára, hrifinn burt frá okkur öllum sem elskuðum hann svo heitt? Hvers vegna var hamingju samheldinnar fjölskyldu á einu augnabliki svipt á brott? Við sem eftir lifum munum áfram spyija: Hvers vegna? En við getum, þó að allt sem áður var, virðist nú glatað að eilífu, glatt hugi vora með óteljandi minningum um Óttar okkar. Minningar sem jafnvel nú í svartnættinu draga fram bros í gegnum tárin. Ekki þó bros Níkingu við alþekkta brosið hans Óttars sem gat á svipstundu töfrað allt og alla og mun alltaf fylgja okkur þó hann sjálfur sé ^ horfinn sjónum. Hvað er hægt að segja um lífs- hlaup ungs manns sem rétt er að byija lífið? Síðast árið sem Óttar lifði var hann smám saman að breytast úr óhörðnuðum unglingi í ungan mann sem vissi vel hvað hann vildi og hvert stefna ætti. Samhliða byggðist upp aukið sjálfs- traust, ekki síst í sumar sem leið þegar hann leysti af hendi vanda- söm verkefni í krefjandi vinnu svo sómi var að. í haust var markið sett hátt í náminu í Fjölbrautaskóla Suðurlands sem átti að vera undibúningur undir frekara nám í tölvufræðum sem voru Óttari svo hugleikin. í skóladagbókinni kem- ur greinilega í ljós hvernig allt var plan- lagt frá degi til dags, enda_ árangurinn eftir því. í sömu bók voru taldir niður dagarnir til afmælisins 27. nóv. og þar með langþráðs bíl- prófs sem gæfi honum réttindi til að aka Buicknum hans sem beið inni í skemmu. Það var stoltur ungur maður sem sýndi vinunum bílinn.Til alls var að hlakka og engu að kvíða. Nú eru allar vonir hans aðeins minningar okkar sem eftir lifum. Jarðlífi Óttars Siguijóns er lokið, við engan er að sakast, aðeins að minnast með ástúð yndislegs drengs og þeirra tæplega 17 yndis- legu ára sem við áttum saman. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbj. Egilss.) Mamma, pabbi, Lárus, Steindór og Vignir Andri. Hann Óttar Siguijón er dáinn. Mig langar í fáeinum orðum að minnast hans. Ég kynntist Óttari fyrir tæpum fimm árum þegar ég og Lárus bróðir hans urðum ást- fangin. Óttar var fullur af orku og lífskrafti og það sem einkenndi hans fas fyrst og fremst var bjart- sýni og bjart bros. Framtíðin blasti við honum og hann gladdi okkur öll sem vorum í kringum hann. Síð- ustu vikur var bílprófið honum efst í huga því afmælið hans nálgaðist. Hann var búinn að eignast bíl sem hann var búinn að prófa að keyra og ánægjan sem skein úr augum hans þegar hann kom úr þeirri öku- ferð er ógleymanleg. Sú spurning sem kemur upp í huga minn er: Hvers vegna? Hvers vegna er ungur og óreyndur maður hrifinn svo snöggt og svo fljótt frá okkur? Þetta er spurning sem kemur upp í huga okkar allra og henni verður aldrei svarað. Við Óttar vorum miklir vinir og við töluðum um svo margt saman. Námið vafðist ekki fyrir Óttari frek- ar en annað og hann stefndi langt þar, því hann langaði að læra tölvu- fræði eða _ eitthvað sem tengdist því. Hann Óttar minn var sem sagt Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (5691115) og í tölvupósti (MBL@CENTRUM.IS). Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfi- legri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þijú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmæl- isfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi út- prentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. maður í blóma lífsins. Það sem við eigum eftir' núna eru einungis minn- ingar um góðan dreng sem aldrei gleymast og við öll geymum þær minningar efst í huga okkar og hjarta, alltaf. Ég vil þakka Guði fyrir að hafa kynnst Óttari og hafa átt með hon- um góðar stundir. Guð veri með þér, elsku Óttar minn. Mig styrk í stríði nauða, æ, styrk þú mig í dauða. Þitt lífsins ljósið. bjarta þá ljómi’ í mínu hjarta. (PJónsson) Guðrún Rut Sigmarsdóttir. Því miður er það lífið sem berst í bijóstum okkar sem lætur okkur gleyma hvað er okkur mikilvægast; en það er dauðinn sem rífur í hjörtu okkar sem kennir okkur hvað lífíð raunverulega er. Allt hefur sinn tilgang í lífinu. Þeir deyja ungir sem guðirnir elska. Ég hripa þessar setningar niður og reyni að sætta mig við að ég hitti þig aldrei aftur í þessu lífi. Það er sárt en ég veit að með tímanum mun ég skilja það. Kæri Óttar, ég veit að þér líður vel þar sem þú ert núna og vel er hugsað um þig, umvafinn ást og hlýju. Síðustu dagar hafa verið erfiðir, ég hef reynt að skilja tilganginn með því að þú svona ungur hefur verið tekinn frá okkur. Ég hugga mig við minningarnar sem ég á um þig og þegar ég hugsa um allt það sem við höfum brallað saman fyllist ég friði en þó svo sárum söknuði. Ég og þú, Kristín og Vignir pínu- lítil á jólaballi að spila ólsen ólsen og dansa í kringum jólatré á jóla- böllunum í Sandvíkurhreppi. Seinna lærðum við að spila félagsvist og tókum þátt í því með þeim fullorðnu en aldrei brást það að við fjögur byijuðum á sama borði. Vænst þyk- ir mér nú um þær minningar sem við rifjuðum svo oft upp saman og hlógum að eins og þegar Vignir villtist í Reykjavík og fékk kleinu- hring og kakó á lögreglustöðinni en við bara kakó og okkur fannst það alveg út í hött. Stundirnar sem við höfum átt saman í skólabílnum skipta ábyggilega hundruðum og oft var líf og fjör. Við vorum alltaf að grínast með það að við gætum gefið út heila bók af skólabílasög- um. Þú ert hluti af mínum kærustu bernskuminningum, Galtalækur í dentíð þegar við vöktum alla nóttina og skylmdumst með stingustráum og vorum svo í rennibrautinni og hringekjunni allan daginn. Við höf- um fylgst með hvort öðru vaxa úr grasi og alltaf haldið vináttu okkar þó að okkur væri strítt allan þarna- skólann fyrir að vera vinir. Á þeim aldri var það algjör glæpur að eiga strákavin, en okkur var alveg sama, við hlógum alltaf að þessu. Því miður erum við ekki börn að eilífu, við verðum unglingar og hættum að leika okkur saman. Við kynnt- umst Halli í Eyði-Sandvík og gerð- um margt skemmtilegt saman, fór- um í útilegu í Kotfeiju sumarið ’93 og margar fleiri ómetanlegar stund- ir áttum við saman. Ég á ábyggi- lega aldrei eftir að gleyma 15. af- mælisdeginum mínum þegar þið Hallur gáfuð mér flugeldasýningu í afmælisgjöf. Það er besta afmæl- isgjöf sem ég hef fengið. Elsku Óttar, þú hefur staðið við bakið á mér svo lengi. Þú ert svo stór hluti af lífí mínu, ég þakka guði fyrir að hafa þekkt þig þennan tíma. En nú er komið að kveðju- stund. Ég mun alltaf muna hlýlega brosið þitt og allt það sem þú hefur kennt mér um lífið og tilveruna. Ég vona að ég eigi eftir að sætta mig við þetta þó það verði aldrei að fullu. Bara að ég hefði getað kvatt þig almennilega og látið þig vita hvað mér þykir vænt um þig. Takk fyrir allt, þín vinkona að eilífu. Sofðu, kæri vinur minn uns við hittumst á ný. Sofðu, en vaktu í huga mér lifðu í hjarta mér. Sofðu. Fjölskyldunni í Stekkum votta ég mína dýpstu samúð. Auðbjörg Ólafsdóttir, Geirakoti. Kveðja frá Fjölbrautaskóla Suðurlands Lífsgátan hefur sjaldan verið okkur torræðari hér í skólanum en einmitt nú í haust. í annað sinn á rúmum mánuði höfum við misst efnilegan ungling af slysförum. Ungling sem framtíðin brosti við og allir sem til þekktu væntu mik- ils af. Við skynjum nú sem aldrei fyrr hversu dýrmæt augnablikin eru sem við eigum saman, það sem var sjálfsagt í gær er horfið í dag, lífið sjálft. Óttar Siguijón var nemandi á öðru ári í námi til stúdentsprófs á eðlisfræðibraut. Hann stundaði námið hiklaust og skipulega, og hefði ugglaust lokið því með sóma ef honum hefði enst aldur til. I náttúruhamförum liðinna vikna hafa andstæður elds og íss fangað hug þjóðarinnar en í hugum okkar víkja þær sem hjóm eitt fyrir áleitn- um hugsunum um sköpunarverkið sjálft, lífíð og óumflýjanleika dauð- ans sem kveður nú dyra svo alltof, alltof fljótt. Fyrir hönd okkar allra í Fjöl- brautaskóla Suðurlands færi ég fjölskyldunni í Stekkum okkar dýpstu samúðarkveðjur og biðjum við henni styrks og blessunar. Megi minningin um góðan dreng og þakkir fyrir samvistir létta okkur sorgina. Blessuð sé minning Óttars Sigur- jóns Guðmundssonar. Sigurður Sigursveinsson, skólameistari. Elsku Óttar minn. Nú ert þú far- inn frá okkur. Ég veit að þér líður vel en mér finnst samt að þú hafir farið allt of fljótt. Þú áttir svo margt ógert. Ég sakna þín sárt og það gera allir sem þig þekktu. Minningin um þig lifir áfram í hjörtum okkar. Þín amma, Anna Kristín Valdimarsdóttir. Guðmundur, Margrét, Lárus, Steindór, Vignir og aðrir ástvinir. Okkur langar til að minnast gam- als bekkjarfélaga okkar. Minningarnar um öll skólaárin streyma í gegnum huga okkar á þessari stundu. Þú varst mjög rólegur og tókst öllu með jafnaðargeði. Samverustundir okkar gömlu skólafélaganna urðu ekki eins margar þegar í Fjölbraut kom og gamla bekkjakerfið réð ekki lengur ríkjum. Engu að síður er skarðið sem þú skilur eftir þig stórt og það verður seint fyllt. Þegar við horfðum á bekkjar- myndina frá því í grunnskóla var okkur ljóst að fyrr eða síðar myndi einhver hverfa úr hópnum, en ekki óraði okkur fyrir að það yrði svo fljótt. Sit ég og syrgi mér horfinn sárt þreyða vininn er lifir í laufgræna dalnum þó látin sé ástin. Fjöll eru og fimindi vestra, hann felst þeim að baki. Gott er að sjá þig nú sælan Þá sigrar mig dauðinn. Gott er að ganga til hvíldar og grátin að sofna, betra er að vakna til bliðu, brosir mót eilífð. Sönginn þann hefja hinn sæla er síst vildir heyra, þá með þér ég dvaldist í mæðu sem mér var þó dulin. (G.J.) Óttar, minning þín er okkur kær og þú munt lifa í hjörtum okkar. Gamlir bekkjarfélagar. Viku áður en Óttar dó var ég í heimsókn hjá honum. Bar þá margt á góma og ræddum við sérstaklega mikið um framtíðina og hvað hún bæri í skauti sér. Eins mikið og framtíðin var ofarlega í huga okkar þá, þá er fortíðin enn ofar í huga mér núna og sérstaklega allar þær ánægjustundir sem við áttum sam- an, bæði að Stekkum og á Sel- fossi. Ég man hvað það var alltaf gaman að koma að Stekkum og leika sér í rúlluböggunum, hoppa í heyinu, fara á fjórhjólið og svo seinna að glamra á hljóðfæri í hest- húsinu. Sumarið 1993 fórum við Óttar og Hallur í sögufræga útilegu á Selfoss sem endaði heldur en ekki skrautlega._ Á þessa útilegu minnt- umst við Óttar oft og var þá oft hlegið og haft gaman af. Öttar var hæfileikaríkur, ákveð- inn og ekki síst athafnasamur, sem sýnir sig best í því að í heimsóknum mínum að Stekkum var sjaldan eða aldrei setið auðum höndum. Það var alltaf eitthvað að gera, t.d. fara í fjósið, ná í kýrnar, gera við kofann, sem lengi var mikið áhugamál Ótt- ars, og síðast en ekki síst tala um framtíðina. Ég votta foreldrum, bræðrum og öðrum aðstandendum mína dýpstu samúð og minni þau jafnframt á það að þótt Óttar sé dáinn verður hann alltaf lifandi í hjarta okkar og minningu. Bergur Sverrisson. Elsku frændi. Hví var þessi beður búinn barnið kæra, þér svo skjótt? Svar af himni heyrir trúin hljóma gegnum dauðans nótt. Það er kveðjan: „Kom til mín!“ Kristur tók þig heim til sín. Þú ert blessuð hans i höndum, hólpin sál með ljóssins öndum. (B. Halld.) Guðs vegir eru óskiljanlegir og þó við munum aldrei skilja allar gjörðir hans né sætta okkur við þær, þá munum vi_ð reyna að brosa þrátt fyrir sorgina í þeirri trú að nú sért þú á betri stað meðal engl- anna og passir upp á okkur hin sem eftir sitjum. Við þökkum guði fyrir að hafa fengið að kynnast þér og fyrir þann tíma sem við fengum með þér. Minning þín mun lifa í okkur sem urðum þess aðnjótandi. Megi guð veita fjölskyldu þinni og vinum styrk og trú til að takast á við sorgina og söknuðinn. Hvíldu í friði, elsku frændi. Hulda og Daníel. Þegar við systurnar settumst nið- ur til_ að koma minningum okkar um Óttar frænda á blað, vissum við ekki á hveiju við ættum helst að byija því minningarnar flæddu fram. Fyrst kom upp í hugann seinasta samverustund okkar en það var ein- mitt á þjóðhátíð þar sem við gistum öll heima hjá Lillý frænku. Við urð- um veðurteppt úti í Eyjum og dróg- um þig út um allan bæinn þó þú værir uppgefínn eftir skemmtilega helgi. Þá kom líka ofarlega í hugann leikur okkar í kofanum, sem stend- ur úti í móa, og hvernig þið bræð- urnir gáfust aldrei upp á því að ýta okkur í kassabílnum. Við sendum öllum sem þykir vænt um þig innilegar samúðar- kveðjur og styrk. Enginn kemur aftur. Allir hafa þeir gengið áfram þennan vegarspöl og yfir þessa brú. Allir hafa þeir horfið handan brúarsporðsins í húmið eða þokuna. Á hvaða leið ert þú? (Ólafur Jóhann Sigurðsson) Elsku Óttar okkar, þeir deyja ungir sem guðirnir elska og við vonum að þér líði vel þar sem þú ert staddur núna. Þínar frænkur, Sóley, Dagný og Signý Árnadætur. é € €1 4 ð ð ð € € 4 4 4 4 4 4 4 4 I 4 4 4 4 4 4 4 4 4 J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.