Morgunblaðið - 09.11.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 09.11.1996, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ GUÐNY JÓNSDÓTTIR + Guðný Jónsdóttir Bieltvedt fæddist á Bíldudal 11. ágúst 1909. Hún lést í Reykjavík 12. októ- ber síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Jón Jónsson skip- stjóri á Bíldudal og Guðrún Friðriksdótt- ir Söebeck, bónda í > Reykjarfirði í Strandasýslu. Faðir Guðnýjar dó þegar hún var fjögnrra ára og Garðar bróðir hennar í vöggu. Eftir það ólst hún upp hjá móður Utför Guðnýjar fór fram frá sinni og föðursystur þeirra kapellu Fossvogskirkju 22. Garðars, Guðnýju Jónsdóttur, október sl. sem tók að sér uppeldi þeirra ásamt móðurinni. Hinn 18. janúar 1936 giftist Guðný í Noregi Ole An- ton Bieltvedt tannlækni. Fluttu þau til íslands 1948. Þau eignuð- ust sjö börn, þar af lifa fjögur, en aðeins eitt þeirra er búsett hér á landi, Brit Júlía, félagsmálastjóri í Borgarnesi. Það var í október 1915 að nýr kennari kom í Ketildalahrepp í Arnarfirði. Hún hét Guðný Jóns- dóttir og með henni var bróðurdótt- ir hennar og nafna, nýlega orðin sex ára, kölluð Gulla. Foreldrar mínir bjuggu þá á Melstað í Selárd- "^al og höfðu tekið að sér að hafa kennara og skóla þann tíma sem kennt var í þeim hluta sveitarinn- ar. Guðný var góður og vel látinn kennari og Gulla litla elskulegt barn sem öllum þótti vænt um. Hún dundaði við matseld með mömmu og lék sér að dúkkunum mínum meðan nafna hennar var að kenna. Þannig gekk það líka næsta vetur 1916-17 en vorið 1917 fluttum við úr sveitinni til Hnífsdals. Þegar ég varð símastúlka á ísafirði 1921 endurnýjuðust kynni okkar Gullu. Móðir hennar var þ'á orðin símstöðvarstjóri á Bíldudal og Gulla var við afgreiðsluna allan daginn aðeins 12 ára gömul. Þann- ig unnum við hvor á sinni símstöð- inni þangað til Gulla fór á hús- mæðraskóla til Noregs 1932. Við höfðum verið vinkonur frá því við sáumst fyrst og það hélst þó vík væri oft milli vina. Ég fór oft í fríum mínum til Arnarfjarðar og Gulla dvaldi hjá okkar á ísafirði nokkra daga áður en hún fór til Noregs á húsmæðraskólann. Guðný kennari hafði verið í Noregi þegar hún var ung stúlka og mun það hafa orðið þess valdandi að Gulla fór til Noregs í skóla. Veturinn sem Gulla var í hús- mæðraskólanum kynntist hún ung- um tannlækni, Ole Anton Bi- eltvedt, sem hún síðar giftist, en til íslands kom hún aftur um vorið og þá beint til Akureyrar, þar sem móðursystir hennar Sigríður átti heima og hafði ráðið Gullu til KEA við símavörslu. Hjá KEA vann Gulla svo þar til Ole kom að sækja hana í árslok 1935. Þau giftust úti í Noregi 18. janúar 1936 og árin liðu í sælu og sorg. Stríðsárin voru ekki alltof gleðileg í Noregi, en af því fréttum við of lítið, hernumin hvor af sínum stríðsaðila. Árið 1948 fór ég í fyrsta sinn til útlanda (Noregs og Danmerk- ur). Ég vissi að Gulla hafði eignast fimm börn og misst eitt þeirra. Án þess að hitta Gullu vildi ég ekki koma til Noregs, svo ég ákvað að fara til Alvdalen þar sem hún átti heima. Það var þá tíu tíma lestar- ferð frá Osló. Mikið var gaman að hitta mína kæru vinkonu, þegar hún tók á móti mér á brautarstöð- inni ásamt stóra fallega hópnum sínum. Næstu dagar liðu fljótt og þegar við kvöddumst bjóst ég ekki við að sjá hana aftur á því ári, en það gerðist. Áður en árið var liðið hafði Ole Anton ráðist til Halls Hallssonar tannlæknis í Reykjavík og þau fiuttu heim til íslands. Þar eignaðist ísland góðan son og endurheimti góða dóttur og börn þeirra. Af Ole heyrði maður sögur. Sagt var að börn sem áður vildu ekki fara til tannlæknis teldu nú dagana þangað til þau fengju að fara til þessa nýja tannlæknis hjá honum Halli. Mæður þeirra sögðust aldrei hafa reynt slíkt áður. Vorið 1949 fluttu þau til Sauðárkróks. Ole hafði fengið veitingu fyrir tann- læknisembætti þar. Auk Skaga- fjarðar ferðaðist pie til Blönduóss, Siglufjarðar og Ólafsfjarðar til að sinna tannlækningum, einkum barna (skólatannlækningum). Á Sauðárkróki voru þau þar ti! Ole varð skólatannlæknir Reykjavíkur og þau fluttu aftur hingað suður á sjöunda áratugnum. Á Sauðárkróki eignaðist Gulla tvíbura sem báðir dóu t og rétt eftir fæðingu. Það var þeirra stóra sorg, en annars leið þeim vel á Króknum og þau eignuðust þar góða vini. Gulla hafði boðið Guðnýju föðursystur sinni til sín til Noregs og þar dvaldi hún um tíma. Þá bað Guðrún, mamma Gullu, mágkonu sína að koma heim. Til Gullu og Ole kom hún svo aftur til Sauðárkróks og var þar allan tímann. Með þeim flutti hún suður og var í skjóli þeirra til hins síð- asta. „Ef nokkur getur verið betri við mig heldur en hún Gulla mín, þá er það hann 01e,“ sagði hún eitt sinn við mig. Allir í fjölskyld- unni kölluðu hana Nöfnu eins og Gulla og Garðar höfðu alla tíð gjört. Gulla og Garðar voru mjög náin systkin og Gulla reyndi að hjálpa honum þegar hann varð fyrir slysi sem gerði hann óvinnufæran um árabil. Honum batnaði þó um síðir, en ekki leið á löngu þar til annar sjúkdómur tók við og hann dó langt um aldur fram. Hann átti eina dótt- ur og Gulla reyndi að ná sambandi við hana. Börn Gullu og Ole urðu öll stúdentar frá Menntaskólanum á Akureyri. Guðrún, þeirra fyrsta barn, varð stúdent 1956, réttum 30 árum eftir að faðir hennar varð stúdent í Ósló, og var þá tekin mynd af þeim, öðru með íslenska en hinu með norska stúdentshúfu. Guðrún lærði svo lyfjafræði í Ósló, en réðst svo til rannsókna við há- skólann. Þar kynntist hún prófessor Kjell Briseid og giftist honum. Þau eru barnlaus en hann átti tvo syni frá fyrra hjónabandi. Guðrún hefur oft komið heim, og nú síðast var hún heima síðustu vikurnar sem móðir hennar lifði og þótti mjög vænt um það. Óli Anton sonur Gullu og Ole var einn vetur við verslunarnám í Þýskalandi fyrir stúdentspróf, en svo kvæntist hann frænku minni Elínu Guðmundsdóttur á Akureyri, og eiga þau þrjá syni. Þau eiga heima í Þýskalandi og hann stund- ar verslunarrekstur. Hildigunn lærði innanhússarkitektúr í Dan- mörku og giftist frönskum lækni. Þau eignuðust son og dóttur, en eru skilin. Hildigunn stjórnaði danskri húsgagnaverslun í París en nú vinnur hún hjá Sameinuðu þjóðunum (Unesco) í París. Brit Júlía lærði fyrst blóðrannsóknir o.fl. fyrir Krabbameinsfélag ís- lands og starfaði hjá því um ára- bil. Svo fór hún aftur í háskólanám í félagsvísindum og ráðgjöf og starfar nú í Borgarnesi sem félags- málastjóri. Hún er gift Birgi Guð- mundssyni yfirverkfræðingi í Borg- arnesi og eiga þau þrjá syni. Eftir að Gulla og Ole fluttu suð- ur gekk hún í Vestfirðingafélagið og Ole líka, eins og lög félagsins mæla fyrir um. Þau voru ötulir félagsmenn og hann skemmti oftar en einu sinni. Loforð hans var að „segja eitthvað", og þetta eitthvað var svo skemmtilegt að allt titraði á Hótel Borg við hlátrasköllin en þar var Vestfirðingamótið haldið. Gulla var þá ritari félagsins. Þó hún gæti lítið farið síðustu árin, var hún í félaginu. „Ég er og verð Vestfirðingur,“ sagði hún. Við vor- um sammála í því sem mörgu öðru. Svo var það fyrir rúmum áratug að Gulla missti sinn elskulega eiginmann eftir mikið og erfitt veikindastríð. Ole vildi helst vera heima og Gulla hjúkraði honum meira en kraftar leyfðu. Eftir það hafði hún þrautir í baki. Það voru sprungur í tveimur hryggjarliðum sögðu læknarnir. Við það bættist að hún lærbrotnaði. Það var neglt og batnaði furðanlega. Hún var í svæðanuddi og við vorum í sundi í nokkur ár. Við það fannst Gullu að sér batnaði ofurlítið. Áður en Ole dó höfðu þau fest kaup á þjónustuíbúð í Bólstaðarhlíð 41. Hann komst nú aldrei þangað, því hann dó um sama leyti og þau gátu flutt í íbúðina og þjónustuálm- + Andrína Guð- rún Björnsdótt- ir fæddist á Húsa- felli í Hálsahreppi í Borgarfjarðarsýslu 2. október 1923. Hún lést á heimili sínu í Neskaupstað 4. nóvember síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Björn , Gíslason, Einars- sonar, prests í Hvammi í Norður- árdalshreppi og Stafholti í Staf- holtstungnahreppi í Mýrasýslu, og Andrína Guðrún Kristleifsdóttir, Þorsteinssonar fræðimanns á Stóra-Kroppi, Reykholtsdal í Borgarfjarðar- sýslu. Systkini hennar eru Vig- dís, f. 14. apríl 1921, Ástríður Elín, f. 25. okt. 1928, Nanna, f. 2. mars 1931, Kristín, f. 9. apríl 1934, Gísli, f. 15. apríl 1935, d. 27. apríl 1991, og Krist- fríður, f. 3. júni 1940. Eftirlifandi eiginmaður Andrínu Guðrúnar er Magnús Guðmundsson, f. 26. júlí 1923, Elsku mamma. Ég hringdi austur til að láta pabba vita að við Sigrún -* værum á leiðinni til ykkar. Kata svaraði og sagði að pabbi væri hjá kennari í Neskaup- stað. Börn þeirra eru: Skúli, f. 6. sept. 1945, húsa- smíðameistari í Hafnarfirði, Björn, f. 29. sept. 1946, kennari í Neskaup- stað, Guðrún, f. 18. maí 1948, tónmenn- takennari í Reykja- vík, Grímur, f. 22. des. 1950, skóla- stjóri í Neskaup- stað, Magnús, f. 20. febr. 1956, verk- fræðingur á Akur- eyri, Anna, f. 4. sept. 1966, píanókennari í Hafnarfirði. Barnabörn þeirra eru 17 og barnabarnabörn þrjú. Andrína Guðrún lauk kenn- araprófi frá Kennaraskóla ís- iands 1944. Hún starfaði við ýmis kennslustörf og var kenn- ari við Nesskóla í Neskaupstað frá 1956 til 1992. ÍJtför Andrínu Guðrúnar fer fram frá Norðfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. þér. Ég vildi ekki láta trufla hann og talaði því áfram við Kötu. Ég heyrði óm af ljúfri tónlist og svo kom Sybilla og sagði að þessu væri lokið. Grímur og Bjössi voru hjá þér, nær gat ég ekki verið. Minningamar hrannast upp. Pönnukökubakstur á Hlíðargöt- unni, þar sem pönnukökurnar hurfu ofan í barnabörnin jafnóðum og þú bakaðir þær, áramótin með flugeld- um og spilamennsku fram undir morgun, umhyggja þín fyrir fjöl- skyldunni framar öllu öðru. Ríkust er minningin þegar þið pabbi komuð norður til okkar um miðjan september. Þú varst kvalin en varst samt ekki á því að taka verkjalyf, þótt Sigrúnu hafi að lok- um tekist að fá þig til þess. Dóra og Biggi komu í heimsókn og við sátum inni í stofu fram eftir kvöldi og rifjuðum upp gamla tíð. Þú sast og lygndir aftur augunum, hlustað- ir og skaust inn orði við og við. Það er engu líkara en að síðustu kröftunum hafir þú varið til þess að fara suður til Önnu, Guðrúnar og Skúla og svo norður til okkar. Þegar heim kom fóru kraftarnir þverrandi, miklu hraðar en okkur óraði fyrir. Á sjúkrahús gast þú ekki hugsað þér að fara og vonandi hefur okkur tekist að láta þér líða vel heima, þar sem þú varst þar til yfir lauk. Ég er sannfærður um að núna líður þér vel og að þú ert á góðum stað, hjá ömmu og afa, Gísla og öðrum liðnum vinum og vanda- mönnum. Þakka þér fyrir allt, mamma mín. Magnús. Guðrún Björnsdóttir kennari í Neskaupstað er látin. Við vissum það fyrrverandi starfsfélagar henn- ar, að hún barðist við skæðan sjúk- dóm og síðustu vikurnar var séð að hveiju stefndi. Þegar tíðindin um lát hennar bárust í skólann um miðjan mánudag 4. nóvember verð- ur því ekki sagt að þau hafi komið á óvart. En saknaðartilfinning bærist í bijóstum því með Guðrúnu Björns- dóttur er fallinn frá góður starfsfé- lagi og góð manneskja. Guðrún hætti störfum við Nes- skóla vorið 1992 fyrir aldurs sakir eftir nærfellt 35 ára starf. Síðustu starfsárin hvarf nún smám saman frá bekkjarkennslu en sneri sér í meira mæli að stuðnings- og sér- kennslu. Á því sviði svo sem í kennslu- störfum almennt gat Guðrún sér hið besta orð. Hún var samviskusöm og dugleg og vildi veg nemenda sinna sem mestan. Það eru því vafa- lítið margir sem þessa stundina trega sinn gamla kennara og eiga í hugskoti sínu Ijúfar minningar um hana. Á kennarastofunni var Guðrún yfirleitt hlý og viðræðugóð en hún gat líka sagt skoðanir sínar um- búðalaust, þegar rætt var um lands- ins gagn og nauðsynjar. Hún bar rétt lítilmagnans fyrir bijósti, talaði gegn misskiptingu auðsins og var jafnréttissinnuð í besta lagi. í þann farveg féllu pólitískar skoðanir hennar. Það var því oft hressilegur andblærinn á kennarastofunni, þeg- ar tekist var á um hin stóru mál. En allt var þetta á málefnalegum grunni og má í því sambandi vitna til fleygra orða: „Það var ekkert ANDRINA GUÐRUN BJÖRNSDÓTTIR an var óbyggð. Ég held að Gulla hafi aldrei verið með fullri heilsu eftir að hún flutti í Bólstaðarhlíð, en hún átti þó margar góðar stund- ir eftir það. Margt var það sem amaði að. Sjónin var að hverfa, reynt var að beita skurðaðgerð en sjónin hvarf samt alveg á öðru auganu og á hinu svo mikið að hún gat einungis skrifað með aðstoð stækkunarglers auk sinna sérstöku gleraugna og svo hafði hún oft þrautir í augunum. Svefnleysi hafði oft hijáð Gullu og ekki batnaði það við áhyggjur og heilsuleysi. Síðast þegar hún fór til Óla Antons sonar síns datt hún og brotnaði á hinum fætinum, fékk auk þess lungna- bólgu á sjúkrahúsinu í Þýskalandi og kom heim í sjúkrarúmi og beint á spítala hér. Þetta batnaði þó furð- anlega aftur, en augnveikin fór versnandi. Það sem mér fannst mest til um Gullu vinkonu mína var hversu mannglögg hún var, þó hún aðeins hefði séð mann einu sinni gat hún þekkt hann aftur og vissi hvar hún hafði hitt hann áður. Svo var hún sérstaklega hugsunarsöm og hjálp- söm. Við mig var hún ávallt sama góða vinkonan, hugulsöm og nær- gætin. Eitt sinn hafði ég haft orð á því að mig langaði að læra bók- band. Þetta mundi Gulla og dag nokkurn hringir hún og segir mér að farið sé að kenna bókband þar í húsinu og það gangi strætó að húsinu hjá sér beint frá Birkimel. Ég bað hana að athuga hvort ég gæti komist þar í nám, sem hún gerði og ég gat byijað næstu viku á eftir. Án hennar hefði ég ekkert vitað um þetta. Tvo fyrstu veturna kom hún svo og sótti mig í kaffi fram í kaffistofu. Þetta vakti at- hygli eins nemandans sem er frá Hólmavík og spurði hann hver þetta væri sem kæmi í hveijum tíma að sækja mig í kaffi. Hún er barnabarn hennar Bínu, hans Þór- bergs Þórðarsonar, svaraði ég, sem einhvers staðar skrifaði: „Þar býr hún Bína mín Söebeck/ borin Thorarensen.“ í því kom Gulla og sagði „Já, hún amma hét Karólína Febína af því að hún var fædd í febrúar." Ég kynnti þau svo og sagði henni að það hefði vakið for- vitni að hún kæmi og sækti mig í kaffi í hverjum tíma. Tíminn leið og Gulla mín kom ekki meir að sækja mig í kaffi, en þá skrapp ég í staðinn upp til hennar þegar persónulegt." Guðrún var ljúf í samstarfi um málefni skólans og vildi veg hans sem mestan. Hún tók heilshugar þátt í breytingum sem urðu í tímans rás varðandi starfshætti og ýmis nýmæli, sem áttu sér það að mark- miði að bæta skólastarfið og hún fagnaði nýju námsefni, ekki síst í íslensku en það var hennar áhuga- svið. Að leiðarlokum þökkum við Guð- rúnu samfylgdina og í hugum okk- ar varðveitum við minninguna um góðan starfsfélaga og góða mann- eskju. Við sendum eiginmanni hennar, börnum, barnabörnum og aðstandendum öllum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Fyrrverandi starfs- félagar við Nesskóla, Neskaupstað. Það var glaður og samstilltur hópur sem útskrifaðist úr Kennara- skóla íslands vorið 1944 og fór í skólaferðalag m.a. til Þingvalla. Tvö úr hópnum klifruðu upp á klettadr- ang í Almannagjá og þegar þau komu til baka fengum við að vita að þau höfðu innsiglað vináttu sína með því að setja upp trúlofunar- hringa á þessum helga stað. Síðan eru liðin rúmlega 52 ár og Guðrún Björnsdóttir og Magnús Guðmunds- son hafa gengið saman sinn æviveg þar til dauðinn skildi þau að. Guð- rún andaðist 4. nóv. Við skólasystkinin sem eftir lif- um hugsum til baka og minnumst Guðrúnar með hlýhug og aðdáun. Við munum hvað hún var hógvær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.