Morgunblaðið - 09.11.1996, Page 7

Morgunblaðið - 09.11.1996, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 1996 7 FRETTIR íslandsmynd úr eigu dönsku kon- ungsfjölskyldunnar á uppboð Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. MÁLVERK með Snæfellsjökul og fjallasýn í bakgrunn og danska konungsskipið í forgrunn í innsiglingunni, sem verið hefur í eigu dönsku konungsfjölskyld- unnar, verður boðið upp í danska uppboðshúsinu Boye’s Auktíoner 20. nóvember. Matsverðið er 80 þúsund danskar krónur eða um 900 þúsund íslenskar. Málverkið var málað í tílefni komu Friðriks 8. tíl íslands 1907 og var strax keypt af hinni sænsku Lovísu drottningu og eiginkonu Frið- riks. Myndin hékk síðast í Sorg- enfri-höll. Málverkið er eftir Vilhelm Arnesen, 95x143 cm að stærð og fellur inn í danska hefð sjó- og skipamynda, sem var vinsæl grein fram á þessa öld. Myndin sýnir glæsilegt eimskip, sem konungur kom með, en á innsigl- ingunni eru auk þess millilanda- skipin Geiser og Hekla, gæslu- skipið Islands Falk og gufuskip- ið Atlanta, sem flutti þing- mannanefndina er var í föru- neyti kóngsins. í kring er svo fjöldinn allur af smábátum, sem flagga stórum dönskum fánum, utan hvað að nokkrir hvítbláir fánar með fálka sjást. A einum bát á áberandi stað er fálkafán- anum haldið hátt á lofti af einum bátsveija. R-listi um Reykjavíkurflugvöll Borgin verði mið- stöð innan- landsflugs ÁRNI ÞÓR Sigurðsson, borgarfull- trúi R-lista, sagði á fundi borgar- stjórnar á fimmtudaginn að engin ástæða væri til að draga í efa af- stöðu meirihluta R-listans í borgar- stjórn um að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram miðstöð innanlands- flugs. Sagði hann að reynt hefði verið að gera málflutning R-listans tortryggilegan í fjölmiðlum með því að orð voru slitin úr samhengi og skoðanir affluttar. Árni Þór sagði löngu tímabært að samgönguráðherra afráði að hefja endurbætur á flugvellinum. Tillögur nefndar, sem kannað hefði rækilega sambýli flugs og byggðar, hefðu legið á borði ráðherrans í eitt og hálft kjörtímabil. Mikilvægasta skrefið til að tryggja öryggi á Reykjavíkurflug- velli sagði hann vera að flytja allt æfinga- og feijuflug frá Reykjavík- urflugvelli og minnti á að aðeins fimmtungur flugumferðar um völl- inn væri eiginlegt innanlandsflug. ----------♦ ♦ ♦---- Dregur úr frosti STILLT en kalt veður með miklu frosti í innsveitum Norðanlands hefur ríkt á landinu að undanförnu. Samkvæmt upplýsingum frá Veður- stofunni er gert ráð fyrir hægri vestlægri átt án úrkomu víðast hvar á landinu í dag og síðdegis mun gera þíðu sunnanlar.ds og vestan. Á sunnudag er búist við slyddu eða snjókomu sunnanlands og vest- an. Frostlaust verður um tíma um mestallt land. Á mánudag er gert ráð fyrir nokkuð hvassri norðanátt og frosti og á þriðjudag er útlit fyrir snjókomu og eljagangi í flest- um landshlutum. Á miðvikudag er búist við norðanátt og éljum norð- anlands. Aftan á málverkið er skrifað að það sýni skipakomuna klukk- an átta að morgni 30. júlí 1907 er konungur sigldi að landi. Lík- legt er talið að myndin hafi ver- ið máluð samkvæmt pöntun kon- ungs, en a.m.k. keypti eiginkona hans Lovísa drottning málverk- ið handa manni sínum næstum áður en litirnir náðu að þorna. Myndin var á sínum tíma á vor- sýningunni á Charlottenborg 1908, en hékk annars í Amalien- borgar-höll. Eitt af átta börnum Friðriks og Lovísu var Kristján 10., afi Margrétar Þórhildar drottning- ar, sem erfði síðan málverkið. Þegar hann var settur í stofufangelsi í Sorg- enfri-höll af Þjóðveij- um 1943 tók hann myndina með sér þangað og þar hefur hún hangið síðan. Það eru ættingjar Margrétar Þórhildar, sem selja myndina núna. JM _ ' ' >. ? ðáafe',..S'P ■ 5 '• < • ' < A' • -V; Öflugur skutbíll fyrir íslenskan vetur Stór, vel búinn og öflugur Elantra Wagon Nordic Style: Heildarlengd 4,45 m, hjólahaf 2,55 m. Wmon NORDIC STYLE Stór og kraftmikil vél: 1.6 lítra rúmmál 16 ventlar Fjölinnsprautun 116 hestöfI rstg Upphækkun Heilsársdekk Álfelgur Vindskeið • Hæð undir lægsta punkt 20 sm. •Flutningsrými: Breidd 136,4 sm, hámarkslengd 152,3 sm, hámarksrúmmál 1785 lítrar. Rafknúnar rúður Rafknúnir hliðarspeglar J Samlæsing í hurðum Vökva- og veltistýri Tveir styrktarbitar í hurðum Útvarp/kassettutæki með 4 hátölurum Litað gler Statíf fyrir drykkjarmál Hólf milli framsæta Stafræn klukka Snúningshraðamælir Barnalæsingar CC z> Q < o D3 < Q í tn C£L LU jí UJ £L 1.495 Beinskiptur, verð TTiTn kr. á götuna o.m.fl. HYURDni til framtídar IlIíMííir ÁRMÚLA 13, SÍMI: 568 1200 BEINN SÍMI: 553 1236

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.