Morgunblaðið - 13.11.1996, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 13.11.1996, Qupperneq 1
r 80 SÍÐUR B/C/D/E 260. TBL. 84. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Um 350 manns fórust er tvær flugvélar rákust saman yfir Indlandi Breyttust í mikinn eldhnött sem steyptist til iaröar Nýju Delhi. Reuter. ENGINN komst lífs af þegar tvær flugvélar, Boeing 747, Jumbo-þota frá Saudi Arabian Airlines, og Ilyushin Il-76-flutningavél frá Kas- akstan rákust saman í lofti vestur af Nýju Delhi á Indlandi í gær. Með flugvélunum fórust 350 manns og er slysið eitt það mesta í flugsög- unni og það mesta sem orðið hefur með þessum hætti. Indverskir embættismenn sögðu í gær að með saudi-arabísku Jumbo- þotunni hefðu verið 312 manns, þar af 23 fiugliðar, og samkvæmt upp- lýsingum frá Kasakstan voru 38 manns, þar af 10 í áhöfn, um borð í Ilyushin-vélinni. Ranjan Chatterjee, yfirmaður indversku flugmálastofn- unarinnar, sagði í gær að ekki væri vitað til að neinn hefði lifað af en indverska fréttastofan PTI sagði að þrennt hefði fundist á lífi í flakinu en látist á leið á sjúkrahús. Grunur um mistök Myrkur var að skella á þegar slys- ið átti sér stað en saudi-arabíska flugvélin, sem var á leið frá Nýju Delhi til Dhahra og Jedda í Saudi- Arabíu, hafði þá fengið heimild flug- stjórnarmanna til að hækka flugið í 14.000 fet. Ilyushin-vélinni, sem var að koma til Nýju Delhi frá Chim- kent í Kasakstan, hafði aftur verið leyft að lækka flugið í 15.000 fet. Getgátur eru um að rekja megi slys- ið til mistaka flugumsjónarmanna. „Flugvélarnar hurfu af ratsjánni klukkan 18.40,“ sagði einn embætt- ismannanna og PTI-fréttastofan hafði eftir sjónarvotti að gífurlegur eldhnöttur hefði steypst til jarðar. Hröpuðu vélarnar yfir Jhajhar í Haryana, í um 80 km fjarlægð frá Nýju Delhi, og komu niður á akur- lendi við þorp en engar fréttir voru um að fólk á jörðu niðri hefði látist. Skelfileg aðkoma Indverskar fréttastofur sögðu að björgunarmenn hefðu fljótlega fundið lík 200 manna, brunnin eða brenn- andi, á slysstaðnum en þar sem vél- amar komu niður myndaðist þriggja metra djúpur gígur á um 100 metra svæði. í gærkvöld var búið að fínna 275 lík. Saudi-arabísk sjónvarpsstöð sagði í gær að langflestir farþeganna með Jumbo-þotunni hefðu verið frá Ind- landi og Nepal og aðeins einn saudi- arabískur. Af farþegunum 28 með Ilyushin-vélinni voru margir frá Kírg- ístan. Talsmaður bandaríska flughersins sagði í gær að áhöfn bandarískrar herflutningavélar, sem var að koma til Nýju Delhi, hefði orðið vitni að því þegar flugvélamar flugu saman. Var haft eftir einum flugmannanna að hann hefði séð tvær eldkúlur birt- ast og falla síðan til jarðar. Þriðja mesta flugslysið Slysið í gær er það mesta, sem orðið hefur þegar tvær flugvélar hafa rekist á í lofti, en 1976 fórust 176 manns er bresk Trident-þota og júgóslavnesk DC9 flugu saman yfír Zagreb. Þetta er einnig þriðja mesta flugslys sögunnar en 583 lét- ust þegar tvær Boeing 747, frá KLM og Pan Am, rákust saman og breytt- ust í logandi viti á flugbraut á Tene- rife á Kanaríeyjum 1977. Annað mesta slysið var er Boeing 747 frá Japan Air Lines flaug inn í fjallshlíð í Japan en þá fómst 524 manns. ESB Dómstóll krefst samræmis vinnutíma London. Reuter. DÓMSTÓLL Evrópusam- bandsins (ESB) úrskurðaði í gær að Bretar yrðu eins og aðrar þjóðir sambandsins að taka upp samræmda tilskip- un um hámarksvinnutíma. Hótar John Major, forsætis- ráðherra Bretlands, að tefja með neitunarvaldi fyrir enda- lokum ríkjaráðstefnu ESB verði ekki fundin lausn. Major segir að verið sé að bijóta fyrri samþykktir með niðurstöðunni. Bretar muni ekki láta þvinga sig til að draga úr þeim sveigjanleika á vinnumarkaði er eigi mest- an þátt í að erlendar fjárfest- ingar séu nú meiri í landinu en öðrum Evrópusambands- ríkjum og atvinnuleysi minnki stöðugt. ■ Bretar hóta að/22 Reuter Eldur og eimyrja Auknar líkur á fjölþjóðlegu herliði í A-Zaire Ottast að kól- era stráfelli flóttafólkið Kigali, Róm, París. Reuter. Þýskaland Yilja mikla skatta- lækkun Bonn. Reuter. NEFND á vegum þýsku ríkis- stjórnarinnar hefur lagt til, að hæsta skattþrepið, jafnt hvað varðar almennan tekjuskatt og skatt á fyrirtæki, verði lækkað úr 53%, eins og það er nú, í 30%. Innan ríkisstjórnarinnar hefur verið rætt um nokkru minni lækk- un. Um síðustu helgi gaf Theo Waigel fjármálaráðherra í skyn, að hæsta skattþrepið yrði lækkað í 35% en í rökstuðningi nefndar- innar, sem skipuð var 30 sérfræð- ingum, segir, að til að tryggja, að Þýskaland geti keppt við önnur ríki um erlenda fjárfestingu verði að ganga lengra. Nýtt 15% skattþrep fyrir fjármagnstekjur Nefndin leggur einnig til, að lægsta skattþrepið verði 10% og hún vill koma á nýju skattþrepi, 15% skatti á tekjur af sparifé, lánum og líftryggingarsamning- um. Fari þýska ríkisstjórnin að þessum tillögum mun hún missa 4.470 milljarða ísl. kr. í skatttekj- ur en nefndin segir, að unnt sé að auka skatttekjur á móti um 3.400 milljarða kr. með því að afnema ýmsar undanþágur. Þá vantar enn rúmlega 1.000 millj- arða kr., sem ríkið er hvatt til að sækja með því að lækka opinberar niðurgreiðslur. PACAYA-eldfjallið skammt frá Guatemala-borg í Guatemala vaknaði til lífsins í fyrradag með með miklu gosi eftir aðeins mánaðarhvíld. Voru allir íbúar í nágrenni fjallsins fluttir burt í skyndi. Pacaya er eitt af nokkrum virkum eldfjöllum í Guatemala og líður sjaldan langnr tími á milli gosa. KÓLERA hefur brotist út í flótta- mannabúðum í Zaire, sem hýsa um 250.000 manns, og er óttast, að sjúkdómufinn geti stráfellt fólkið á nokkrum dögum. Frakkar og Spánveijar kváðust í gær viss- ir um, að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna myndi samþykkja á næsta eða næstu tveimur sólar- hringum að senda alþjóðlegt her- lið til Austur-Zaire. Walter Bonifazio, læknir á veg- um Sameinuðu þjóðanna, sagði í gær, að flóttafólkið væri innilokað í bænum Mwenga, sem er 200 km vestur af héraðshöfuðborginni Bukavu í Austur-Zaire. Eins og sprengja „Kólera braust út í Mwenga aðfaranótt sunnudagsins og kem- ur ofan á blóðkreppusóttarfarald- ur og vannæringu. Við þessar aðstæður er eins og sprengja hafi sprungið meðal fólksins og það mun hrynja niður verði því ekki komið til bjargar strax,“ sagði Bonifazio. Kvað hann flóttamenn- ina vera innilokaða milli vopnaðra sveita hútú-manna, uppreisnar- manna tútsa og zaírskra stjórnar- hermanna. Um 30.000 létust úr kóleru á nokkrum vikum eftir að meira en ein milljón hútú-manna flýði frá Rúanda 1994. Getur sjúkdómur- inn leitt til þess, að líkaminn of- þornar og er sjúklingnum þá dauðinn vís á fáum klukkustund- um. Kanada í forsvari Herve de Charette, utanríkis- ráðherra Frakklands, kvaðst í gær búast við, að öryggisráð SÞ samþykkti á næsta sólarhring að senda fjölþjóðlegt herlið til Aust- ur-Zaire og Abel Matutes, utan- ríkisráðherra Spánar, kvaðst viss um, að það drægist ekki lengur en til morguns að taka ákvörðun um það. Hafa Kanadamenn boðist til að vera í forsvari fyrir herlið- ið, ekki síst vegna þéss, að tútsar eru andvígir Frökkum, sem þeir saka um að hafa dregið taum hútúa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.