Morgunblaðið - 13.11.1996, Page 22

Morgunblaðið - 13.11.1996, Page 22
22 MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT Reuter Eldur í olíubirgðastöð SLÖKKVILIÐSMENN reyndu í gær að slökkva mikla elda sem loguðu í olíubirgðastöð i einni af útborgum Mexíkóborgar eftir að þrír stórir tankar höfðu sprungið. Verið var að gera við loka í tönkunum þegar eldur blossaði upp en ekki er vitað um örsökina. Ula gekk að slökkva eldana, enda voru 100.000 föt af olíu í tönkunum. Birgðastöðin er í íbúðahverfi og óttast var að fleiri tankar myndu springa. Að minnsta kosti 14 manns voru fluttir á sjúkrahús vegna eldanna og þar af voru fjórir í lífshættu. 3.000 manns urðu að flýja heimili sín í grennd- inni og höfðust við í skólum eða hjá ættingjum. Nokkrir sneru þó aftur í hús sín þrátt fyrir hætt- una á frekari sprengingum þar sem þeir óttuðust að þjófar létu greipar sópa um íbúðirnar. Sjúklingun- um fjölgar Washington. Reuter. UM 100 milljónir Bandaríkja- manna eru haldnar langvarandi sjúkdómum, svo sem sykursýki, lungnakvefi og gigt, og þeim fjölgar stöðugt, að sögn vísinda- manna við Kalifomíu-háskóla. Vísindamennimir áætla að þessir sjúkdómar kosti þjóðar- búið 659 milljarða dala, um 43.000 milljarða kr., og segja að útgjöldin eigi eftir að aukast í hlutfalli við fjölgun aldraðra. Átök milli Serba o g múslima í bosnísku þorpi Celic. Reuter. ÁTÖK blossuðu upp milli múslima og Serba í þorpinu Gajevi í norð- austurhluta Bosníu í gær. Múslimi beið bana og tveir Serbar særðust áður en friðargæsluliði Sameinuðu þjóðanna tókst að binda enda á átökin. Múslimarnir bjuggu í þorpinu áður en stríðið í Bosníu hófst og reyndu í gær að snúa þangað aft- ur. Serbneskir lögreglumenn, vopn- aðir rifflum, tóku þátt í að hindra að flóttamennirnir kæmust í þorpið. Um 600 múslimar, þeirra á með- al konur og börn, reyndu að fara inn í þorpið en urðu að flýja undan 300 Serbum, sem eru sagðir hafa hleypt af byssum og varpað sprengjum að fólkinu. Rússneskum og bandarískum friðargæsluliðum tókst að skilja hópana að og serbnesku lögreglu- mennimir voru afvopnaðir, enda mega þeir ekki bera vopn sam- kvæmt friðarsamkomulaginu sem undirritað var í Dayton í Bandaríkj- unum. Þorpið er á hlutlausu belti milli yfírráðasvæða Bosníustjórnar og Serbneska lýðveldisins. Múslimarnir sögðu Serbana hafa átt upptökin en Milenko Karisik, aðstoðarinnanríkisráðherra Serbn- eska lýðveldisins, sagði að múslim- arnir hefðu hafið átökin með því að skjóta á serbnesku lögreglu- mennina. Bosníustjórn kennt um Talsmaður Atlantshafsbanda- lagsins, NATO, sem stjórnar friðar- gæslunni, sakaði Bosníustjórn um að hafa valdið átökunum með því að senda flóttafólkið til þorpsins án þess að semja um það áður. Grunur leikur á að múslimskir og serbneskir hermenn hafi tekið þátt í átökunum og bandaríski hers- höfðinginn Montgomery Meigs, yf- irmaður hersveita Atlantshafs- bandalagsins á svæðinu, bað yfír- menn stjómarhers Bosníu og hers Bosníu-Serba um að hafa hemil á mönnum sínum og koma í veg fyr- ir að slíkt gerðist aftur. Nokkrar milljónir manna flúðu heimkynni sín í stríðinu í Bosníu, sumir til ömggari svæða í landinu og aðrir til annarra landa. Allt að 250.000 flóttamannanna hafa snúið aftur en nánast allir þeirra hafa flust til yfírráðasvæðis eigin þjóðar. Embættismenn Sameinuðu þjóð- anna viðurkenna að ekki hafí verið staðið við ákvæði friðarsamkomu- lagsins um að flóttafólkið gæti snú- ið til fyrri heimkynna sinna. Evrópudómstóllinn úrskurðar að vinnutímatilskipunin gildi í Bretlandi London. Reuter. EVRÓPUDÓMSTÓLLINN í Lúxemborg vísaði í gær frá flestum atriðum í kæm brezkra stjómvalda vegna samþykktar vinnutímatil- skipunar Evrópusambandsins, sem takmarkar vinnuvikuna við 48 stundir. Þetta þýðir að vinnutímatilskipunin mun að óbreyttu taka gildi í Bretlandi síðar í mánuðinum, líkt og í öðmm ESB-ríkjum. Brezka ríkisstjómin hótar að teíja framgang ríkjaráðstefnu sambands- ins, verði sáttmálum ESB ekki breytt þannig að þetta gangi til baka. Talið er að gildistaka vinnutímatilskipun- arinnar hinn 23. þessa mánaðar muni hafa áhrif á 3,8 milljónir Breta, sem vinna lengur en 48 stundir á viku að meðaltali. Áætlað er að um 30% launþega í Bretlandi vinni iengur en 46 stundir á viku, samanborið við 9% í Frakklandi og 6% í Þýzkalandi. í tilskipuninni em einnig ákvæði um að laun- þegar skuli að lágmarki eiga rétt á fjögurra vikna launuðu leyfí árlega. Bretland er eina ESB-ríkið, þar sem launþegar eiga engan lög- verndaðan rétt á launuðu sumarleyfí og talið er að 2,5 milljónir manna, eða 12% vinnandi fólks, njóti ekki launaðs leyfis. í tilskipuninni er aukinheldur kveðið á um að samfelldur hvíldartími milli vinnudaga skuli vera ellefu stundir, að einu sinni í viku skuli menn fá sólarhringshvíld, sem að jafnaði nái yfir sunnudaginn, og að næturvaktir skuli að meðaltali vera átta klukkustundir. í tilskipun- inni eru þó undanþáguákvæði fyrir ýmsar stéttir og atvinnugreinar. John Major hefur löngum haldið því fram að hann hafí náð þeim árangri helztum í Evr- ópumálum að Bretar séu undanþegnir félags- málakafla Maastricht-sáttmálans og þar með evrópsku vinnulöggjöfínni. Vinnutímatilskip- unin var hins vegar samþykkt sem heilbrigð- is- og öryggismál í ráðherraráði ESB. Við atkvæðagreiðslur um slík mál þarf aðeins aukinn meirihluta til að samþykkja nýjar regl- ur og Bretar gátu því ekki beitt neitunarvaldi. Samþykkt sem heilbrigðis- og öryggismál Framkvæmdastjórnin — og meirihluti aðild- arríkja ESB — telur að tilskipunin eigi að gilda í Bretlandi eins og annars staðar. Bretar segja tilskipunina aftur á móti ekkert hafa með heilbrigðis- eða öryggismál að gera og hún hafi ekki verið samþykkt með lögformlega réttum hætti. Evrópudómstóllinn tók hins vegar undir með framkvæmdastjóminni í öllum atriðum nema einu; dómurinn sagði að rök vantaði fyrir því Reuter JOHN Major ræðir við fréttamenn fyrir framan Downingstræti 10 í gær, eftir að úrskurður Evrópudómstólsins lá fyrir. Bretar hóta að tefja ríkjaráðstefnuna að það hefði eitthvað með heilbrigði og ör- yggi að gera að halda sunnudaginn í heiðri sem hvíldardag. Það ákvæði tilskipunarinnar þarf því ekki að ganga í gildi í Bretlandi. John Major sagði í harðri orðasennu við Tony Blair, leiðtoga Verkamannaflokksins, þingi í gær að vinnutímatilskipunin myndi skaða samkeppnishæfni brezks atvinnulífs. Hann sagðist hafa gert Jacques Santer, for- seta framkvæmdastjórnar ESB, ljóst að Bret- ar myndu krefjst breytinga á sáttmálum ESB þannig að Bretar þyrftu ekki að beygja sig fyrir tilskipuninni. „Ég mun ekki leyfa að árangur áralangrar góðrar efnahagsstjómar verði eyðilagður með reglugerðum frá Bruss- el,“ sagði forsætisráðherrann. „Ég mun ekki samþykkja það, sem dómstóllinn hefur úrskurð- að í dag. Þegar dregur að lokum ríkjaráðstefn- unnar, mun ég krefjast slíkra breytinga. Ann- ars mun ríkjaráðstefnunni ekki ljúka.“ Blair gerði lítið úr hótunum Majors og benti á að ríkjaráðstefnunni myndi ekki ljúka fyrr en eftir þingkosningar í Bretlandi í maí næst- komandi, en margt bendir til að íhaldsflokkur- inn muni tapa þeim kosningum og það komi því í hlut Verkamannaflokksins að ljúka samningaviðræðum á ráð- ________ stefnunni. Þingmenn Verkamanna- flokksins saka ríkisstjórn íhaldsflokksins um að ýkja þau áhrif, sem vinnutímatil- skipunin muni hafa. Þeir benda á að launþegar, sem vinna fúslega yfirvinnu, án þrýstings frá vinnuveitanda sínum, séu frjáls- ir að slíku og að einnig séu í tilskipuninni undanþágur fyrir ákveðnar atvinnugreinar. Stærsta verkalýðsfélag Bretlands, Unison, segist munu draga stjómvöld fyrir dómstóla, hrindi þau vinnutímatilskipuninni ekki í fram- kvæmd hinn 23. þessa mánaðar. EVRÓPA% Leiðtogafundur 16 Mið-Evrópuríkja Ósætti um Kosovo Graz. Reuter. FUNDI leiðtoga 16 Mið-Evrópuríkja lauk á laugardag í ósætti, þar sem Albanir lýstu því yfir að þeir myndu beita sér gegn því að Júgóslavía fengi aðild að Frumkvæði Mið-Evrópu (Central European Initiative, CEI), ef stjórnvöld í Belgrad féllust ekki á tvíhliða viðræður um málefni Kosovo- héraðs. „Við höfum rétt á að hindra aðild þeirra að CEI,“ sagði Aleksander Meksi, forsæt- isráðherra Albaníu, á blaðamannafundi í Graz að loknum tveggja daga löngum fundahöldum leiðtoganna 16. Albanir saka Serba - sem ráða lögum og lofum í því ríki sem enn ber nafn Júgóslavíu - um að beita Albani í Kosovo-héraðinu síauknu valdi, en ofbeldi hefur blossað upp aftur ogaftur á síðustu mánuðum í héraðinu. í lokaályktun leiðtogafundarins er Kosovo-málið ekki nefnt á nafn, þar sem fulltrúar Slóvaka beittu að sögn Meksis neitunarvaldi til að hindra það. Frumkvæði Mið-Evrópu eru lausleg sam- tök 16 ríkja Mið-Evrópu, sem stofnuð voru árið 1989, og er einróma samþykkis við sameiginlegar ákvarðanir samtakanna krafizt. í ályktuninni, sem samþykkt var á laug- ardaginn, er lögð áherzla á nauðsyn þess að efla samstarf innan svæðisins, einkum á sviði flutninga- og orkumála, baráttu gegn skipulögðum glæpum og umhverfis- ____________ vernd. En þrátt fyrir að réttindi minnihlutahópa virðist hafa verið ofar- lega á baugi umræðna á lokuðum fundum þjóð- arleiðtoganna, virðist jafnframt hafa gætt mik- illar andstöðu við að sam- tökin tækju opinberlega afstöðu í þessu viðkvæma málefni. Til stendur, að Júgóslavía verði sautj- ánda og síðasta ríkið til að gerast aðili að samtökunum, en Moldóva, sem fékk inn- göngu um helgina, var það sextánda í röð- inni. Sljómvöld í Belgrad hafa þó ekki enn lagt inn formlega aðildarumsókn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.