Morgunblaðið - 13.11.1996, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 13.11.1996, Qupperneq 28
28 miðvikudagur 13. nóvember 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Frakkar að uppgötva ísleuskan tenór Tenórínn Gunnar Guðbjömsson er ekki • lengur einkaeign Lyonbúa, aðrir Frakkar lesa um hann og koma til Lyon að hlusta. Þórunn Þórsdóttir las nokkrar umsagnir. ÓPERAN í Lyon á sér 300 ára sögu og býr að nálægð við Italíu, fiðluskóla og nót- naútgáfu. Skólinn og prentsmiðjan voru á sinni tíð valdastofnan- ir og enn gildir það um óperuna. Nú væri húsið illþekkjanlegt gömlu arkitektunum og verkefnin kæmu kannski framliðnum tónlistaijöfrum í ham. Samsetning þeirra er að minnsta kosti fram- úrstefnuleg og sumir segja áhættusöm fyrir þungavigtaróperu. En hún nýtur virðingar tónlistarfólks og áheyrenda og Gunnar Guð- björnsson tenór er meðal þeirra sem halda Lyon á landakorti tón- listar. Hann hlýtur góða umfjöllun í frönskum íjölmiðlum. Á öðrum vetri við þetta næststærsta óperu- hús Frakklands breikkar brautin og hylli þeirra, sem um tónlist skrifa, í borginni er unnin. En þeir sitja ekki einir að söngvaranum. Hann er sagður „uppgötvun" í septemberhefti hins virta franska tónlistarrits Diapason. Þar er hans getið í upphafi þegar talin eru helstu verkefni liðins starfsárs, sem hlýtur umsögnina fyrirtak. Mest megi státa af „Rakes Progr- ess“ eftir Stravinskíj undir stjórn hins þekkta tónlistar- stjóra óperunnar, Naganos, Ástar- drykknum með Alagna og Vaduvu og svo Töfraflautunni með Guðbjörnssyni. Syngur á móti Barböru Hendricks William Christie mun stjórna Orlando í Lyon í vetur og upp- setning Luc Bondy á Don Carlosi eftir Verdi kemur frá Chatelet í París. Ritið Diapason segir næst líklegt að færri aðdáendur Pucc- inis en vilji fái sæti á La Boheme með stjörnunni Barböru Hendricks í vetur. Það sé synd því þar geti Gunnar Guðbjörnsson orðið hreint dásamlegur. Dómar um Skassið tamið nú í haust sögðu Gunnar sannfærandi Quint, „efficace", og annað blað í Lyon sagði hann hafa verið skín- andi góðan með Töniu-Mariu Livingstone. Þriðja Lyonblaðið tal- aði um fullkomið músíkalítet eða tóngáfu Gunnars. Óperan í heild hlaut misjafna dóma, svo einstök lofsyrði höfðu aukna þýðingu. Fyrir einsöngstónleika Gunnars í franska útvarpinu í fyrra fjallaði Lyonrit, sem greinir frá viðburðum og listafólki borgarinnar, um söngvarann. Rödd hans var sögð Gunnar Guðbjörnsson örlát og ástæða rík til að borgarbú- ar legðu við eyru. Að nýlokinni túlkun Gunnars á Donizetti (Ástar- drykkurinn), Strauss (Leðurblak- an) og Mozart (Töfraflautan), sé ljóst að hér fari tónlistarmfaður með mikla rödd. Blaðið lýstir þeirri von að Lyon njóti Gunnars áfram, hann hafi þegar sungið í frægum húsum; í Bastillunni í París, Covent Garden í Lundúnum og „Alte Oper“ í Frankfurt. Enn um sinn sé víst að hann gleðji borgarbúa, þeir hlakki til að heyra hann syngja nú í vetur. Hyggur á lausamennsku Gunnar bregst ekki tónlistar- unnendum í Lyon að sinni, hann söng í Skassi Brittens í síðasta mánuði og hefur ýmis verkefni á næsta ári. Þessar vikurnar er hann að syngja fyrir, sem kallað er, í ýmsum húsum, þreifa fyrir sér, því næsta haust hyggur hann á lausamennsku. Tónleikar í Wiesbaden eru svo á næstu grös- um en undirbúningur komandi óperuhlutverka tekur við eftir ára- mót. Hann syngur í Töfraflautunni í Toulouse í febrúar og mars og ein sýning verður í Chambery 14. mars. Annars verður frumsýnt í Théatre du Capitole-Toulouse 21. febrúar. Síðan syngur Gunnar tvö lítil hlutverk í Don Carlosi í Lyon í mars og með aðalhlutverk fara José Van Dam og Karita Mattila. Snemmsumars, eða um miðjan júní 1997, bregður Gunnar sér í gervi ungs þjóns í Elektru eftir Richard Strauss. Þetta verður í rómverskum rústum í Lyon, Theatre Romain Fourviere, og þar syngja líka Eva Marton, Grace Bumbry og Jean-Philippe Lafont. JAN Steen skýtur upp kollinum á eigin myndum, hér einn ur „Kátu þrenningunni" (1670-1672). Vanmetinn nautnaseg’gnr JAN Steen er þekktur fyrir að hafa verið drykkjusvoli og slæmur faðir, fyrir hórdóm, skuldir og það sem verst var, lífsglaður. Það kann að vera eftirsóknarverður eiginleiki í fari jólasveinsins en þótti ekki sér- lega jákvætt þegar hollenskur list- málari á 17. öld var annars vegar. í nýlegri grein um Steen í Sunday Times segir að hann hafi verið stór- lega vanmetinn og listunnendur geta lagt mat á þá fullyrðingu ef þeir eiga leið í Ríkislistasafnið í Amsterdam en þar stendur yfír sýning á verkum hans fram í miðj- an janúar. Steen var uppi á árunum 1626- 1679, samtímamaður Vermeers. Nafn Steen er einkum tengt mynd- um af svalli, fólki sem teygar guða- veigarnar ótæpilega. En sýningin í Ríkislistasafninu sýnir að Steen átti sér fleiri hliðar og hafði mun dýpri skilning á mannlegu eðli en menn hafa freistast til að telja. Ólíkt Vermeer, þá féll Steen ekki í gleymskunnar dá og var uppgötv- aður að nýju, heldur vissu menn alltaf af verkum hans, þó að þau hafi verið talin til marks um alvöru- leysi hans og jafnvel kjánaskap. Fátt er vitað um Steen. Hann var sonur kráareiganda og fetaði í fótspor föður síns. Þar sem hann VON um athygli. Ung stúlka býður ostrur (1658-60). málaði svo oft drukkið fólk, gengu menn út frá því að það hefði einn- ig átt við hann. Steen var geysilega afkastamikill, talið er að_ um 700 verk séu til eftir hann. Á sýning- unni í Ríkislistasafninu eru 49 þess- ara verka sýnd. Þrátt fyrir að þau gefi ef til vill ekki hárrétta mynd af heildinni, þykir aðdáendum hans að full ástæða til að draga fram lítt þekktar hliðar á málaranum, svo að hefja megi verk hans til vegs og virðingar. Pappír MYNPUST Gallcrí Hornið/ Galierí Sævars Karls PAPPÍRSVERK/ TEIKNINGAR Benedikt Kristþórsson. Gallerí Homið. Opið kl. 14-18 alla daga til 20. nóvember; aðgangur ókeypis. Sigrún Ólafsdóttir. Gallerí Sævars Karls. Opið kl. 10-18 virka daga og á laugardögum kl. 10-14 til 20. nóvember; aðgangur ókeypis. EINFALDUR pappír getur verið hvort tveggja í senn, undirstaða og vettvangur undirbúnings þeirra listaverka sem eru síðan sköpuð í öðrum efnum, sem og hinn listræni miðill í sjálfum sér. Þannig er ýmist unnið á pappírinn með öðrum efn- um (blýi, kolum, krít, litum úr pa- stel, olíu o.s.frv. o.s.frv.) eða papp- írinn verður sjálfur viðfangsefnið og miðill þess sem viðkomandi vill koma á framfæri. Nú standa yfír í litlum galleríum í miðborg Reykjavíkur tvær sýning- ar sem sýna þessa mismunandi notkun pappírs glögglega; annars vegar er sýning verka sem eru unnin í þetta efni, og hins vegar teikningar, þar sem pappírinn er vettvangur skipulags verkefna í öðrum efnum. Benedikt Kristþórsson Oft lenda menn á annarri hillu í listinni en upphaflega virðist stefnt að, og það má líklega með vissum hætti segja um Benedikt Kristþórsson. Hann útskrifaðist úr grafíkdeild Myndlista- og hand- íðaskóla íslands 1987, og hélt það- an til framhaldsnáms á því sviði við Slade fagurlistaskólann í Lond- on. Að því loknu tók hins vegar við frekara nám sem sneri að papp- írsforvörslu, og því lauk hann 1993. Frá því að heim kom hefur Benedikt kennt pappírsgerð við MHÍ auk þess að vinna við pappírs- forvörslu hjá Þjóðskjalasafni ís- lands. Benedikt hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum í gegnum árin, einkum á sviði grafíkur, og hélt sína fyrstu einkasýningu í Lúxemborg fyrir fjórum árum; þetta mun hins vegar fyrsta einka- sýning hans hér á landi, en í salnum hefur hann sett upp ellefu verk, eins konar lágmyndir úr pappír, sem hann kallar kyrralífsteikning- ar. Þessar myndir hefur Benedikt unnið með tvennum hætti. Annars vegar eru klippingar, þar sem papp- ír hefur verið kiipptur í ákveðin form og er síðan raðað saman í skipulegar heildir á veggjunum. Af þessum verkum vekja einkum athygli verk nr. 9, 10 og 11, þar sem unnið er út frá blómakrónum af mismunandi gerðum, og Iéttleik- andi formin skila sér afar vel. Hins vegar eru einföld hvít blöð - öll án titils - þar sem listamaður- inn hefur stungið út myndir í papp- írinn með afar fínlegum hætti. Þessi einföldu en fallegu verk eru áleitin í hreinleika sínum, þar sem listilega er leikið með mynstur sam- hverfra forma í fletinum, og pappír- inn nýtur sín sem það efni við- kvæmni og hlutleysis, sem slík vinna getur aðeins byggst á. Hér er því skemmtilega farið með einfaldan efnivið, sem er sjón- rænt afar heillandi. En til viðbótar þessu vill listamaðurinn koma gest- um sínum á óvart; á einum veggn- um hefur hann skilið eftir óræða spurningu í formi ljósmyndar af vetrarlandslagi, sem ekkert erindi virðist eiga inn í sýninguna - eða hvað? Sigrún Ólafsdóttir Pappírinn getur einnig verið ein- faldur efniviður undirbúnings eins og fyrr segir, og _sú er raunin á sýningu Sigrúnar Ólafsdóttur. Sig- rún er myndhöggvari og sýnir hér teikningar, sem líta ber á sem stúd- íur af því sem ætlunin er að skapa með öðrum efnum í öðrum stærðum og víddum. Sigrún útskrifaðist úr myndmót- unardeild Myndlista- og handíða- skóla íslands 1989, og hélt síðan til framhaldsnáms í Þýskalandi. Hún hélt sína fyrstu einkasýningu í Nýlistasafninu 1990, og hefur síðan tekið þátt í ýmsum samsýn- ingum, aðallega í Þýskalandi. Eðli þessara teikninga er að nokkru skilgreint í stuttum texta í sýningarskrá, þar sem segir: „Það er vinnan á undan útfærslunni í þrívídd: að fínna fyrir hugmynd sem kviknað hefur, að þróa hana áfram og móta í það form sem hún kallar eftir.“ í teikningunum má finna gott skynbragð á jafnvægi heildarinnar, sem gerir einstakar teikningar að sjálfstæðum verkum sem slíkum. Hér eru þó áberandi tilvitnanir í listasöguna, sem rýra gildi þeirra nokkuð, þó útfærsla höggmynda frá þessum grunni kunni að leiða allt annað í ljós. Þannig minna bogadregnar stæður af skálum talsvert á biðlana úr frægu gler- verki Marcel Duchamp, og sveigð form í líki eggaldina vitna til verka Louis Bourgeois, en hjá henni hafa slík form orðið einkar kynferðisleg í útfærslunni. Samtengingin kemur óneitanlega fram í hugann, þó hér sé ekki leiðum að líkjast. Flestir hefðu eflaust meiri áhuga á að sjá hina endanlegu mynd frem- ur en hugmyndirnar að formunum einar og sér. Þessar teikningar eru í raun lítið annað en skissur um formspil, sem á eftir að útfæra til að ná marki sínu; því er spurning hvaða erindi þær eiga á sjálfstæða sýningu. Eiríkur Þorláksson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.