Morgunblaðið - 14.11.1996, Síða 2

Morgunblaðið - 14.11.1996, Síða 2
2 FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Ný stj órnarfrum vörp um fjarskipti og póstþjónustu Einkaréttur ríkisins til fjar- skiptaþjónustu afnuminn HALLDÓR Blöndal samgönguráð- herra mælti í gær fyrir þremur nýj- um stjórnarfrumvörpum til laga um póst- og fjarskiptaþjónustu. í fyrsta lagi er um að ræða frumvarp um póstþjónustu, í öðru lagi frumvarp um fjarskipti og í þriðja lagi frum- varp um Póst- og fjarskiptastofnun, sem hafa á umsjón með framkvæmd fjarskipta- og póstmála hér á landi. Frumvörpin eru öll innbyrðis tengd, þar sem þau eru liðir í aðlög- un íslenzkra laga um póst- og fjar- skiptaþjónustu að þeirri þróun sem orðið hefur á þessu sviði í Evrópu á sl. árum, en þessi aðlögun hefur í för með sér grundvallarbreytingar á fyrirkomulagi og stjórn póst- og fjar- skiptamála hér á landi. Helztu nýmælin, sem frumvörpin byggjast á, er í fyrsta lagi, að lagt er til að einkaréttur ríkisins til póst- Samkeppnisstarfsemi á vegum Pósts og síma Samgöngu- ráðherra gagn- rýndur ÞRÍR þingmenn Sjálfstæðisflokks gagnrýndu á Alþingi í gær stefnu Halldórs Blöndal samgönguráð- herra í málefnum góst- og fjar- skiptaþjónustu á Islandi. Einn þingmannanna, Viktor B. Kjart- ansson, beindi fyrirspurnum um samkeppnisstarfsemi á vegum Póst- og símamálastofnunar til ráðherrans. í máli sínu lýsti fyrir- spyijandi efasemdum um að þátt- ur ráðherrans í því að auka um- svif Póst- og símamálastofnunar á þessu sviði, einkum með tilliti til alnetsþjónustu, samræmdist stefnu Sjálfstæðisflokksins og rík- isstjómarinnar. Undir gagnrýnina tóku Pétur H. Blöndal og Árni M. Mathiesen, auk þingmanna úr þingflokki jafnaðarmanna. Ráðherra vísaði gagnrýninni á bug og lagði áherzlu á að þær breytingar sem nú væri verið að gera á póst- og fjarskiptaþjónustu hérlendis væru í samræmi við þá þróun sem orðið hefði í nágranna- löndum okkar og íslendingar væru skuldbundnir til að gera_ sam- kvæmt EES-samningnum. í öllum aðildarlöndum EES eiga þessar breytingar að vera um garð gengnar í síðasta lagi 1. janúar 1998. Þá mun erlendum aðilum vera frjálst að bjóða fjarskipta- þjónustu hérlendis, eins og reynd- ar hvar sem er á hinu evrópska efnahagssvæði, ogtil að íslending- ar væru undir þá samkeppni búnir sagði ráðherrann að hér yrði þá að vera einn sterkur innlendur aðili, sem staðizt gæti samkeppn- ina við stóru erlendu fyrirtækin. Hann lýsti því yfir, að hann myndi stuðla að vexti og viðgangi Pósts og síma, einnig eftir að stofnun- inni verður breytt í hlutafélag um áramótin. „Samkeppnina setur í bann“ Pétur H. Blöndal sannfærðist ekki af svörum ráðherrans og end- aði mál sitt á eftirfarandi stöku: „Póst og síma passar hann, pempíulega ráðherrann, samkeppnina setur í bann samgöngumálaráðherrann." meðferðar verði lögbundinn, en hann jafnframt þrengdur og afmarkaður, í öðru lagi að einkaréttur ríkisins til fjarskiptaþjónustu verði afnuminn, og í þriðja lagi að sett verði á fót sjálfstæð Póst- og fjarskiptastofnun, í kjölfar þess að nýtt hlutafélag, Póstur og sími hf., tekur við réttind- um og skyldum Póst- og símamála- stofnunar 1. janúar 1997. „Veiðileyfagjald" í stjórnarfrumvörpum Sighvatur Björgvinsson, þing- flokki jafnaðarmanna, gerði í um- ræðum um frumvörpin eina grein frumvarpsins um Póst- og fjar- skiptastofnun að sérstöku umtals- efni. í greininni er kveðið á um að heimilt verði að innheimta sérstakt gjald fyrir rekstrarleyfi sem á að veita samkvæmt frumvarpinu þar HÁLFNAÐ er að fylla að Skeið- arárbrúnni austan megin og bráðabirgðasúlur hafa verið settar undir hana þar sem stoð- ir fóru í flóðinu. 10-15 manns NY NORRÆN samstarfsáætlun um fískveiðar 1997-2000 gæti að mati Sturlu Böðvarssonar alþingismanns auðveldað Smugusamningana við Norðmenn. í áætluninni er lögð áhersla á sérstöðu íslands, Færeyja og Grænlands hvað fískveiðar varð- ar, þar sem þessar þjóðir byggi af- komu sína að mestu á fískveiðum. Það er ekki síst það atriði sem Sturla álítur að geti létt íslendingum róður- inn í samningum við Norðmenn um Smuguveiðamar. Sturla segir þær raddir oft heyr- ast að sjávarútvegur sé svo óveru- legt viðfangsefni og því skipti þessi áhersla á mikilvægi fískveiða fyrir íslendinga, Grænlendinga og Fær- eyinga verulegu máli. Áherslan geti styrkt stöðu Islendinga í samning- um við Norðmenn, því hana megi nota til að skapa auídnn skilning á sérstöðu íslendinga. Auðvitað verði sem takmarka þurfi fjölda rekstrar- leyfa. Benti Sighvatur á að í skýring- um með frumvarpinu væri kveðið á um að stofnunin gæti jafnvel ákveð- ið „að gjald fyrir slík takmörkuð gæði skuli ákvarðast með útboði.“ Með þessu sagði Sighvatur vera verið að innleiða í þessa þjónustu veiðileyfagjaldtöku. „Það er verið að gera ráð fyrir því að þar sem ríkið selji takmarkaðan aðgang að tekju- öflunarmöguleikum verði tekið fyrir það sérstakt gjald og jafnvel komi til greina að það gjald verði ákveðið með útboði,“ sagði Sighvatur. Þann- ig séu höfundar frumvarpsins auð- sjáanlega þeirrar skoðunar að þegar um það sé að ræða, að ríkið veiti takmarkandi réttindi til tekjuöflunar á sviði þjónustu, sem ríkisvaldið telji nauðsynlegt að stýra aðgengi ein- staklinga og fyrirtækja að, þá beri vinna að framkvæmdunum austan megin við sandinn. Jörg- en Hrafnkelsson, tæknifræðing- ur hjá Vegagerðinni á Reyðar- firði, segir að sennilega verði deilan ekki leyst innan Norður- landaráðs en skilningur þar geti stuðlað að betri samningastöðu ís- lendinga. Samstarf um nýtingu auðlinda og mengunarvarnir Samstarfsáætlunin felur í sér að unnið verði sameiginlega að rann- sóknum til að tryggja sem besta nýtingu auðlinda hafsins og sömu- leiðis að hún stangist ekki á við umhverfíssjónarmið. Sturla segir að í grannsvæðanefnd Norður- landaráðs, sem hann á sæti í, hafí menn miklar áhyggjur af mengun og þá einnig hafmengun. Þær áhyggjur snúast ekki síst um meng- un á Múrmansk-svæðinu, sem var eitt helsta víghreiður Sovét-veldis- ins. Nefndin fer í kynnisferð til Múrmansk næsta sumar til að kynna sér aðstæður þar. að taka sérstakt gjald fyrir það tak- markaða aðgengi. Þessa röksemda- færslu fyrir rekstrarleyfagjaldtöku sagði Sighvatur vera þá sömu og jafnaðarmenn hefðu haft uppi fyrir veiðileyfagjaldi. Niðurfelling símagrunngjalda elli- og örorkulífeyrisþega Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir beindi í umræðunum þeirri spum- ingu til samgönguráðherra hvort tryggt væri við breytingarnar á rekstrarfyrirkomulagi símaþjón- ustunnar að elli- og örorkulífeyris- þegar fengju eftir sem áður niður- felld grunngjöld símans. Ráðherra svaraði því til að ekki stæði til að hrófla við þessum réttindum en ná- kvæm útfærsla á nýjum reglum þar að lútandi væri ekki frágengin. orðið ökufært yfir brúna í lok næstu viku. Búast má við að lengri tíma taki að brúa Gígju, enda skemmdir þar mun meiri. Umræður nefndarinnar um nýt- ingu fiskistofnanna og mengun hafsvæða sagði Sturla mjög gagn- legar. Þar sem Norðmenn eru næst- ir Múrmansk-svæðinu sagði hann vonandi að þeir beindu ekki síður kröftum sínum að því að leysa ógn- arvandann í austurátt í stað þess að eyða öllu púðrinu í norsk- íslensku deiluna. Nú fara um sjö milljónir danskra króna til samstarfs á sviði sjávarút- vegs. Að mati Jesper Heldbo ráð- gjafa Norrænu ráðherranefndar- innar um fiskveiðar þyrfti saman- lagt að veita um tuttugu milljónir í viðbót við þá upphæð næstu fjög- ur árin, þannig að til umráða væru um 12 milljónir á ári (um 130 millj- ónir íslenskra króna) til að hægt væri að hrinda áætluninni í fram- kvæmd. Hnupluðu nærtvö hundruð hlutum VIÐ leit á heimilum tveggja kvenna um þrítugt fann lög- reglan í Reykjavík hátt í 200 hluti, sem talið er að þær hafí hnuplað úr verslunum. Þá fundust einnig fíkniefni og áhöld til neyslu þeirra. Önnur konan var staðin að þjófnaði á fatnaði úr verslun við Laugaveg og var hin kon- an í fylgd með henni. Við nánari rannsókn lögreglunn- ar fannst ýmiss varningur í ökutæki og á heimilum kvennanna, sem talið er að þær hafí tekið ófrjálsri hendi, alls hátt í 200 hlutir, fatnað- ur, búsáhöld, leikföng og fleira. Talið er að konumar hafí hnuplað vörum úr versl- unum um nokkum tíma. Úrillir öku- menn í um- ferðinni ÚRILLIR ökumenn hafa látið nokkuð á sér kræla í umferð- inni að undanförnu, en það þykir lögreglu hið versta mál, þar sem ekki veitir af góða skapinu til að létta för og draga um Ieið úr slysum. Óþolinmóður ökumaður sló til gangbrautarvarðar eftir orðaskak í Breiðholti á þriðju- dag og sá vörðurinn þann kostinn vænstan að kæra at- hæfið. Hann meiddist þó ekki. Sama dag ofbauð konu nokkurri hraðakstur öku- manns sem stöðvaði á síðustu stundu við gatnamót, þar sem hún var að ganga yfír. Kon- unni varð meira um en ella þar sem hún ýtti bamavagni á undan sér yfír götuna. Hún klappaði með hendinni á vél- arhlíf bílsins til að sýna öku- manninum að hann mætti fara varlega. Ökumaðurinn kreppti hnefann að henni, yggldi sig og ók hratt á brott. Konunni þótti maðurinn illúð- legur í meira lagi og lét lög- regluna vita. Hvítt duft í umslagi LÖGREGLAN stöðvaði för ökumanns á Bústaðavegi um kl. 3 í fyrrinótt. Við leit í bílnum fannst umslag með hvítu dufti, sem lögreglan taldi vera amfetam- ín. Ökumaðurinn var færður á lögreglustöðina. Morgunblaðið/Sigurður Gunnarsson Stutt við Skeiðarárbrú Ný norræn samstarfsáætlun um fiskveiðar Gæti auðveldað Smugu- samninga við Norðmenn Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.